Morgunblaðið - 09.09.1994, Page 22

Morgunblaðið - 09.09.1994, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Sameiginleg innkaup matvöruverslana? NÚ ER Bónus sf. búið að segja sig úr Kaupmannasamtökun- um og þar með úr Fé- lagi dagvörukaup- manna. Ástæðan fyrir úrsögninni var styrk- veiting Kaupmanna- samtakanna til Félags dagvörukaupmanna, svo að þeir gætu rekið réttlætismál fyrir Sam- keppnisstofnun. Það er því augljóst að Bónus sf. átti ekki lengur er- indi innan Félags dag- vörukaupmanna. Þeir félagar sem sögðu sig úr félaginu eftir að Friðrik G. Friðriksson Bónus sameinaðist Hagkaupum geta nú með góðri samvisku gengið aftur í félagið. Sameiginleg innkaup smærri verslana verða ekki raunhæf fyrr en Samkeppnisstofnun hefur sett reglur um verðlag innflytj- enda/framleiðenda. Sameiginleg innkaup eru ekki heldur raunhæf, fyrr en stærsti hluti verslana alls landsins sameinast í eitt félag. Við aðstæður eins og í dag þar sem eitt fyrirtæki ræður tæpum helmingi matvörumarkaðarins dug- ar ekkert minna en að allar verslan- ir, kaupfélög, sjoppur og önnur fyr- irtæki sem eiga viðskipti við heild- sala/framleiðendur sameinist í eitt félag. Við skorum á öll fyrirtæki þessa lands sem versla með matvörur og ný- lenduvörur, að sækja um inngöngu í Félag dagvörukaúpmanna hið fyrsta. Félag dagvörukaup- manna, sem er félag innan Kaupmannasam- takanna, hefur kært nokkur íslensk fyrir- tæki til Samkeppnis- stofnunar, vegna þess að þau mismuna kaup- mönnum í verði á ákveðnum vörutegund- um, sem þeir annað- hvort framleiða eða flytja inn. Barnabílstólar • Fyrlr böm frá fæðlngu tll 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. • Stillanlegur. • Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. • Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. ★ Verð kr. 11.272,- Borgartúnl 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Félagið, sem stendur að þessari kæru, lítur á þetta mál sem réttlæt- ismál þeirra kaupmanna sem mis- munað er og ekki síður þeirra neyt- enda, sem versla við þá. Leiðrétting á þessari mismunun er grundvallar- atriði fyrir tilvist virkrar og réttlátr- ar samkeppni, sem allir neytendur njóti góðs af. •Þó að fjölmargir íslenskir fram- leiðendur og innflytjendur mismuni viðskiptavinum sínum, þótti ráðlegt að leggja fram með kærunni aðeins gögn yfir nokkrar einstakar vöruteg- undir og líta á málið sem prófmál. Ef borið er saman t.d. verð til neyt- enda hjá Hagkaup/Bónus og gert ráð fyrir að þeir leggi ekkert á vör- una, og svo hins vegar verð á sömu vöru frá framleiðanda/innflytjanda til annarra kaupmanna, þá kemur í ljós, að varan er oft ódýrari hjá stór- mörkuðunum. Það er svo hlutverk Samkeppnis- stofnunar að finna út innkaupsverð hjá þeim, til þess að sjá hina raun- verulegu mismunun. í bandarískum lögum (Federal Laws) eru mjög skýr ákvæði, sem banna fyrirtækjum að mismuna kaupmönnum í verði. Sama magn — sama verð. Þessi lög voru sett 1938 til þess að vernda eðlilega sam- keppni (Robinson Patman Price Discrimination Act). Evrópsk sam- keppnislög kveða ekki eins skýrt á um sama efni, en þó er þar að finna lagagreinar, sem snerta þetta mál, og er Samkeppnisstofnun með þess- ari kæru beðin um úrskurð. Sögulegt yfirlit Vafalaust hafa íslenskir framleið- endur og innflytjendur mismunað kaupmönnum að einhveiju leyti um langan tíma, enda var ekkert sem bannaði slíkt. Það var ekki fyrr en eftir opnun Bónus-verslananna, að aðrir kaupmenn tóku eftir því að sumar vörur voru ódýrari í Bónus en frá sjálfum framleiðanda og inn- flytjanda. Þetta voru til að byrja með fáar vörutegundir og menn sáu ekki ástæðu til að amast við þessu. Kaupmenn annaðhvort lækkuðu álagningu sína, keyptu vöruna sjálf- ir í Bónus eða hættu að hafa hana á boðstólum. Neytendasamtökin, Verðlagsstofnun og neytendasíður dagblaðanna fögnuðu þessu fyrir- bæri og auglýstu vel, því að neytand- inn sem keypti í Bónus fékk að njóta lægra vöruverðs m.a. vegna lágrar eða alls engrar álagningar. Nánar um þetta atriði síðar. leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun í rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitánn. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin. BYGGINCAVÖRUVER8LUN ÞORGRÍMSSON & CO AHtaf tn á lager Ármúla 29, sími 38640 Smám saman urðu þessar vöru- tegundir fleiri og eftir sameiningu Hagkaups og Bónus-verslananna keyrði um þverbak. í dag er fjöldinn allur af vörutegundum mun ódýrari út úr verslun hjá ódýrari deild Hag- kaups-hringsins (Bónus) en hjá sjálf- um framleiðendum og innflytjendum varanna. Þrátt fyrir sameiginleg inn- kaup Hagkaups-deildanna tveggja í sameiginlegu fyrirtæki sem heitir Baugur, skilar hinn óeðlilegi afslátt- ur, sem þessu viðskiptaveldi tekst að knýja fram, sér oftast ekki ti! neytenda, nema í ódýrari deildinni. Aðrir kaupmenn, sem annaðhvort keyptu vörur sínar hjá Bónus eða þurftu að sætta sig við hærra verð framleiðenda og innflytjenda (t.d. kaupmenn úti á landsbyggðinni), neyddust til að lækka álagningu sína það mikið, til að mæta þessari „sam- keppni", að rekstrargrundvöllur var ekki lengur fyrir hendi. Á þessum stutta tíma hafa fjölmargar smærri verslanir hætt rekstri. Neytandinn Hvað kemur þetta óréttlæti, sem hér hefur verið nefnt, hinum al- menna neytanda við? I fyrstu þarf að skilgreina nánar hugtakið „hinn almenni neytandi". Stórmarkaðirnir Hagkaup/Bónus þjóna ca 35% neyt- enda í matvörugeiranum, sem sagt ca 65% neytenda kaupa annars stað- ar (áætlunartölur á landsvísu, en hlutdeild stórmarkaðanna á Reykja- víkursvæðinu er þó verulega stærri). Lítum nú nánar á þessa tvo neyt- endahópa, 65% sem við nefnum A- hópinn og 35% sem er B-hópurinn. í B-hópnum eru neytendur sem hafa greiðan aðgang að stórmörkuðun- um, annaðhvort vegna nálægðar eða aðgangs að ökutæki og oft eru neyt- endur B-hópsins betur í stakk búnir að gera magninnkaup. í A-hópnum ber fyrst að telja megnið af lands- byggðarfólki og svo þann stóra hóp þéttbýlisfólks sem oftar en ekki er efnaminnsta fólkið og er í reikningi hjá kaupmanninum á horninu. Þarna eru líka hópar fólks, sem hafa ekki krítarkort, aðgang að ökutæki eða er hrjáð lasleika eða elli, sem banna langar ferðir til innkaupa á nauð- synjum. Ólíkar gerðir mismununar Til að forðast allan misskilning, þá er hér ekki verið að íjalla um, Ef fyrirtæki veitir magnafslátt eiga allir kaupmenn að hafa að- gang að sömu kjörum miðað við sama magn, segir Friðrik G. Frið- riksson, og bendir á viðskiptareglur í Banda- ríkjunum í þessu sam- bandi. hvað magnafsláttur eigi að vera mikill eða lítill, heldur hitt að ef fyrirtæki gefa magnafslátt, þá eigi allir kaupmenn að hafa aðgang að sömu kjörum, miðað við sama magn. Krafa kaupmanna í þessu máli er, að framleiðslu- og innflutningsfyrir- tækin gefi út verðlista, þar sem kveðið er á um öll kjör, hvort sem heldur er magn- eða greiðslukjör. Þó verður einnig að gæta að því, að framleiðslu/innflutningsfyrirtæk- in fari ekki í kringum þetta með óhóflegum afslætti á miklu magni. Slíkt má líta á sem „hindrun“ við eðlilega samkeppni. í Bandaríkjun- um er talinn eðlilegur magnafsláttur sem nemur þeim sparnaði, er mynd- ast við sölu á miklu magni, hvort sem er t.d. sparnaður í framleiðslu eða dreifingu. Hægt er að mismuna á tvennan ólíkan hátt með verðinu til smærri kaupmanna annars vegar og til stórmarkaða hins vegar. 1. Framleiðendur/innflytjendur selja vöru sína til stórmarkaða mjög nálægt og jafnvel undir kostnaðar- verði. í því tilfelli er meirihluti neyt- enda, A-hópurinn, að borga fyrir kjör sem B-hópurinn nýtur, því framleið- endur/innflytjendur þurfa að hafa sína álagningu til að standa undir rekstrarkostnaði. Það þýðir að þeir sem versla ódýrt í stórmarkaði (B- hópurinn) hagnast á kostnað hinna neytendanna (A-hópsins), sem þá borga beinlínis fyrir verðlækkunina. Þetta er augljóst óréttlæti. Þar er verið að mismuna neytendum á ranglátan hátt. Minni hópurinn nýtur betri kjara á kostnað stærri hópsins. 2. Stórmarkaðirnir krefjast mun meiri afsláttar en aðrir kaupmenn fá og geta í krafti veldis síns og stórrar markaðshlutdeildar notað ýmsar aðferðir til að knýja fram kröfur sínar. Algengt er að þeir fari fram á 20% afslátt. Til að mæta 20% afslætti þarf framleiðandi/innflytj- andi að leggja 25% á kostnaðarverð vörunnar til að standa á sléttu. Segj- um svo að framleiðandi/innflytjandi vilji ekki láta aðra kaupmenn og viðskiptavini þeirra (A-hópinn) borga niður vörur til B-hópsins, þá þarf álagning hans á vöruna að vera 25% plús það sem hann þarf til að reka fyrirtæki sitt. Framleið- andi/innflytjandi kemst í vanda, því að vörur hans eru í flestum tilfellum í samkeppni við aðrar samskonar vörur á markaðnum. Hann verður að velja á milli, annaðhvort að leggja hóflega á vöruna og selja ekki til stórmarkaðanna, eða hins vegar að hækka verð vörunnar til þess að geta selt báðum. Eða með öðrum orðum: Ef fram- leiðandinn verður við afsláttarkröfu stórmarkaðanna, án þess að láta aðra kaupmenn greiða hlut af þeim afslætti, þá leiðir það til þess að hann verður að hækka álagningu sína í heild, sem þýðir hærra al- mennt vöruverð. íslenskir framleiðendur/innflytj- endur þurfa mismikla álagningu til að standa undir rekstri fyrirtækja sinna. En með lækkandi vaxtastigi ætti álagningin að lækka. Álagning- in hefur vissulega lækkað almennt í verslun, en hjá smærri matvöru- kaupmönnum mun meira en vaxta- stigið gefur tilefni til. Ástæðan fyrir óeðlilegri lækkun álagningar smærri verslana er fyrst og fremst sú, að hin aukna „samkeppni" við stór- markaðina, m.a. í formi „verðlags- kannana" fjölmiðia og neytendasam- taka, sem taka nánast eingöngu til- lit til þess vöruvals, sem er á boðstól- um í stórmörkuðunum. Ekkert ann- að fyrirtæki en Hagkaup/Bónus get- ur t.d. flutt inn grænmeti og ávexti og selt beint til neytenda, þar sem flytja þarf þessar vörur í heilum gámum. Þessi staðreynd gerir verð- könnun á þessum vörum óraunhæfa. Islenski markaðurinn er ekki stærri en J)að. Oréttlætið er þar tvíþætt gagn- vart smærri kaupmönnum, þeir fá verri kjör hjá framleiðendum/inn- flytjendum annars vegar og hins vegar slæma útkomu í verðlags- könnunum, sem virðast einungis bera hag B-hópsins fyrir brjósti. Höfundur er kaupmaður í Birgðaverslun F&A ogformaður verðlagsnefndar Félags dagvörukaupmanna. I seinni hluta greinar hans, sem birtist í Morgunblaðinu á morgun, verður m.a. fjallað um vörur undir kostnaðarverði og eftirliti Samkeppnisstofnunar. ísland í samfélagi þjóðanna NU STÖNDUM við íslendingar frammi fyrir því að einangrast pólitískt, við féllum í þá gryfju að rugla sam- an föðurlandsást og þjóðrembu. Smæðin og fjarlægðin frá umheim- inum hafa leitt af sér minnimáttarkennd í sál þessarar þjóðar sem hefur þó alla burði til að standa stolt og halda. hnarreist til samninga við ná- grannaþjóðir okkar í Evrópu. Hræðslan við hinn stóra heim hefur fengið marga lands- Eiríkur Bergmann Einarsson menn til að guggna í samskiptum við aðrar þjóðir og telja sig betur komna eina sér út í horni heimsins, vilja frekar slá upp varnarmúrum umhverfis Iandið og húka þar á bak við, í stað þess að ganga óhræddir til samskipta við aðra. Þessi þrúgandi minni- máttarkennd hefur síð- an brotist út í mikil- mennskubrjálæði sem sést best í þeim þjóðar- hroka sem oft verður vart við á íslandi. ís- lendingar telja sig iðu- lega manna mesta, sterkasta og jafnvel fallegasta en hafa þó ekki þor til að ganga að samningaborði við aðrar þjóðir vegna hræðslu við að verða undir. Hræðslan er það mikil að það virðist jafnvel ekki mega ræða hluti eins og aðild að Evrópusambandinu, án þess að aft- urhaldsöfi landsins hlaupi upp til handa og fóta og kalli úlfur, úlfur! Við verðum að velta upp þeim kost- um og göllum sem af aðild hljótast og taka afstöðu til málsins þegar niðurstaða um það er fengin. Mál- efnaleg umræða hlýtur alltaf að vera til góðs og hún þarf að fara fram á skynsamlegum nótum en ekki af tilfinningabræði þar sem skynseminni er úthýst. Það er því nauðsynlegt að við Islendingar tök- um upp viðræður við Evrópusam- bandið og ræðum einnig heima fyr- ir þá þróun sem á sér stað í Evrópu. Einangrun og áhrifaleysi Að öllum líkindum munu frænd- þjóðir okkar á Norðurlöndum ganga inn í Evrópusambandið fyrir ára- mót, en ísland stendur fyrir utan, einangrað og áhrifalaust. Við misst- um af lestinni. EES-samningurinn er tvíhliðasamningur milli EFTA- landanna og Evrópusambandsins, en nú þegar flestöll EFTA-ríkin eru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.