Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Junior Chamber — uppruni og markmið lnngangur VIÐ íslendingar nú- tímans sækjum alla jafna mikið í félags- starfsemi, um það ber þróttmikið starf ýmissa félagasamtaka vitni. enning og listir, róttafélög, líknarfé- lög, að ætla að telja upp alla þá afþreyingu sem í boði er yrði allt of langt mál. Með stórauknu fram- boði á afþreyingu hin síðari ár, samfara stór- kostlegri tæknibyltingu á flestum sviðum mann- lífsins, hafa félagasamtök mörg hver átt í vök að verjast hvað varðar fjölda félagsmanna. Astæðan er ekki sú að þessi félagasamtök séu einhver náttröll sem daga uppi vegna þess að tilganginn vantar í starfsemina, heldur fremur sú að framboðið er orðið svo gífurlegt að það kostar mikinn tíma og vinnu að vera sýni- legur í íslensku þjóðfélagi þrátt fyr- ir góðan tilgang og málstað. Við sem störfum innan vébanda Junior Chamber íslands höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. En hvað er þetta Junior Chamber, eða JC, eins og ef til vill flestir kannast við sem nafn hreyfmgarinnar? Saga Junior Chamber Uppruna Junior Chamber má rekja allt aftur til ársins 1910, til —' borgarinnar St. Louis í Bandaríkj- unum. Ungur maður, Henry Giessenbier, stofnaði dansklúbb ásamt fáeinum vinum sínum. Fimm árum seinna var Henry hvattur af virtum borgara í St. Louis, H.N. Morgan ofursta, til þess að taka virkari þátt í málefnum samfélagsins. Þetta varð til þess að Giessenbier ásamt 32 ungum mönnum stofnuðu „Young men’s progr- essive civic association (YMPCA)“. Þann 13. október, ári seinna, var nafni félagsins breytt í Junior Citizens. Árið 1918 urðu þáttaskil er Junior Citizens samein- aðist verslunarráði St. Louis og nafn fé- lagsins varð St. Louis Junior Chamber of commerce. Það var svo upp úr lokum fyrri heimsstyij- aldarinnar að 29 hópar ungra manna víðsvegar að úr Bandaríkjunum stofnuðu United States Junior Chamber of Commerce. Henry Giessenbier var kjörinn fyrsti forseti landssamtakanna. Hreyfmgin varð alþjóðleg þegar viðskiptaráð Winnipeg varð fyrsta Junior Chamber-félagið utan Banda- ríkjanna. Þessi þróun hélt áfram og það var svo árið 1946 að fyrsta heimsþingið var haldið í Panamaborg. Markmið og tilgangur Junior Chamber Markmiði og tilgangi Junior Chamber er best lýst með orðum stofnandans, Henry Giessenbier. „Innan sálarveggja hreyfíngar- innar, þar sem undirstaða persóna og almennra borgararéttinda eru hornsteinninn, vona ég að þau skila- boð muni koma einhverntímann í framtíðinni sem leiði fólk í áttina að því sem grundvallast á stöðugum heimsfriði sem varir að eilífu." Henry Giessenbier hafði þá fram- sýni að trúa því að skapgerð og skyldur borgara væru framlegð til varanlegs heimsfriðar. Draumur hans og tilgangur með Junior Cham- ber var að bjóða félögunum tæki- færi sem myndi byggja upp sterka, jákvæða félaga með skilningi á rétti Svið Junior Chamber eru ffögur, segir Viðar Kristinsson, svið ein- staklings, stjómunar, byggðarlags- og al- þjóðasamstarfs. og skyldum borgara, ekki aðeins gagnvart sveitarfélaginu, borginni eða landinu, heldur öllum heiminum. Tilgangur Junior Chamber í anda stefnuskrár er: „Að eiga þátt í þróun alheimssam- félagsins með því að skapa tækifæri fyrir ungt fólk til að þroska leiðtoga- hæfileika sína, félagslega ábyrgð og þá samkennd sem nauðsynleg er til að stuðla að jákvæðri breytingu." Hreyfmgin byggir á þeim grund- velli að þroski einstakra persónu- leika muni leiða til samfélaga sem eru þróaðri og, að endingu, til frið- samari heims. Junior Chamber er hreyfing fólks- ins. Hugmyndin er að færa fólk nær hvert öðru. Fólk með ólíkan bak- grunn, svo sem menningarlegs, trú- arlegs, fjárhagslegs og þjóðlegs. Tilgangur Junior Chamber er að sýna öllum heiminum: Að allar manneskjur geta þrosk- ast. Að allir eru jafnir. Að allt í heiminum er háð hvert öðru. Að heimurinn tilheyrir ekki mann- eskjunni, heldur tilheyrir manneskj- an heiminum. Að sérhver manneskja er alheims- þegn. Árið 1946 gerði varalandsforseti Junior Chamber Bandaríkjanna, C. William Brownfíeld, sér grein fyrir því að hreyfingin ætti sér engin ein- Viðar Kristinsson Boðið í umhverfismat: varist eftirköst ER ráðherra um- hverfismála ákvað að uppgræðsla Hólasands skyldi fara í mat á umhverfísáhrifum, steig hann stórt skref. Því miður var skrefið í öfuga átt. Ef ákvörðun hans stenst lög (sem er vafasamt) er lokið þeim kafla í upp- græðslu og landvernd- armálum sem áhuga- menn hafa sinnt. Eng- _ um áhugamanni kemur til hugar að leggja út í arg og þvarg við nei- kvæðar ríkisstofnanir um áhugamál sín, Áhugamenn fínna sér einhvern ann- an vettvang. Áhugamenn um uppgræðslu Hólasands leita ekki eftir fé úr ríkis- sjóði til verkefnisins. Framsýn fyrir- tæki, eins og Hagkaup og Islands- banki, eru tilbúin til að leggja af mörkum fé til þeirrar uppgræðslu. Uppgræðsla Hólasands er því kær- komin viðbót við magurt framlag "^íiins opinbera til landgræðslu. Uppgræðsla Hólasands: ný viðhorf, nýjar aðferðir Við uppgræðslu Hólasands á að nýta nýjar hugmyndir, nýja tækni. Hólasandur er allur 140 km2 og vél- tækur að mestu. Samkvæmt áætlun ^L-andgræðslu ríkisins mun það kosta 100 milljónir á tíu árum að gera núverandi eyðimörk að sjálfbæru gróðurlendi. Til þess verða notaðar eftirtald- ar aðferðir: - raðsáning lúpínu, - áburðar- og frædreif- ing í jaðra sandsins, - gerð gróðureyja með birki og víði, sem mynda framtíðarfræbanka fyr- ir svæðið, - dreifing húsdýra- áburðar og fískiúr- gangs, blönduðu fræj- um landgræðslu- og skógræktaijurta. Hvað er að gerast? Náttúravemdarráð hótar lögsókn vegna þessarar uppgræðslu Hólasands. Þegar það á'sér enga lagastoð leitar ráðið hófanna um umhverfismat. Og hvar var stuðning við slíkt að fínna? Jú, auðvitað hjá systurstofnun Nátt- úruvemdarráðs, Skipulagi ríkisins og svo svörtu náttúruvemdinni. Þessar stofnanir eru ávallt tilbúnar að láta í veðri vaka að engir aðrir en þeir, hafí neitt „vit“ á umhverfís- málum. Lítum aðeins á hvað Náttúra- vemdarráð og Sandvernd hafa gert fyrir uppblásið ísland. Nákvæmlega ekkert. Ekki hafa þessi apparöt far- ið fram á umhverfismat á þeirri gíf- urlegu eyðiieggingu sem rok og fjúk sands og moldar veldur á gjósku- svæðum landsins? Ekki hefur Nátt- úruverndarráð séð annað til jarð- bóta, en að rífa upp víði í Ásbyrgi, Miðstýring umhverfís- mála fer vaxandi, segir Sigurjón Benedikts- son, sem staðhæfír, að hún sé dæmd til að mis- takast. saga tré á Þingvöllum, slá lúpínu í Skaftafelli og banna landgræðslu í Jökulsárgljúfrum. Áhugamenn um landgræðslu og stuðningshópar þeirra hafa gert það sem gera þarf og það án umhverfismats. Umhverfismál heim í hérað Sveitarstjómir ættu að fylgjast grannt með, hvað hér er að gerast. Miðstýring umhverfismála fer vax- andi í orðsins fyllstu merkingu. Við- kvæm tengsl umhverfis og ferða- mennsku krefjast þess að þeir, sem era þolendur og gerendur, ráði mestu um framgang mála á þessum sviðum. Þeir, sem þurfa að lifa af og með eyðirnörkunum, eru best til þess fallnir að segja til um hvemig endurheimt landgæða hentar í jafn- vægi náttúru og mannlífs á hveijum stað. Miðstýrð umhverfísvernd er dæmd til að mistakast. Hún er dauðadæmd. Höfundur or tannlæknir á Húsavík. Siguijón Benediktsson kunnarorð. Brownfíeld samdi ein- kunnarorðin í júlímánuði það ár og árið 1950 var bætt við þau fyrstu línunni. Einnkunnarorð Junior Chamber eru svohljóðandi: Það er skoðun vor: Að trú á Guð veiti lífínu tilgang og takinark; að bræðralag manna sé þjóðarstolti æðra; að skipting gæðanna verði réttlátust við einstaklingsfrelsi og fijálst framtak; að lög skuli ráða fremur en menn; að manngildið sé mesti fjársjóður jarðar; að efla og bæta mannlíf sé öllum verkum æðra. C. William Brownfield sagði sjálf- ur: „Sérhveijum félaga er fijálst að túlka einkunnarorðin í ljósi eigin samvisku." Tækifærin í Junior Chamber Að mörgu leyti má kalla Junior Chamber hreyfingu tækifæranna. Tækifærin sem bjóðast eru svo mörg að heila mannsævi tæki að grípa þau öll. í grundvallaratriðum eru svið í Junior Chamber fjögur. Svið einstaklings, stjómunar, byggðarlags og alþjóðasamstarfs. með því að starfa á öllum þessum sviðum gefst félögum í Junior Cham- ber tækifæri til þess að auka þroska sinn. Svið einstaklings býður upp á tækifæri fyrir einstaklinginn til þess að auka þroska sinn sem manneskju með þátttöku í námskeiðum af ýms- um toga, svo sem í ræðumennsku, fundarstjórn og stjómþjálfunarnám- skeiðum ýmiskonar, sem er stjómað af atvinnuleiðbeinendum eða reynd- um Junior Chamber-félögum. Svið stjórnunar býður upp á tæki- færi í stjórnun, íjármál, skjalavörslu, félagaöflun, markaðssetningu, al- menningstengsl og svo mætti lengi telja. Þarna gefast tækifæri til auk- ins þroska sem bætir möguleika fólks bæði í einkalífi og starfí. Svið byggðarlagsins veitir tæki- færi til þess að vinna með og fyrir sitt eigið byggðarlag. Hveiju viltu breyta, hvað viltu bæta? Hér er það þitt framlag til þíns nánasta um- hverfís sem skiptir máli. Á þessu lykilsviði í Junior Chamber færðu tækifæri til þess að nota það sem áður hefur lærst á námskeiðum á sviði einstaklings og stjórnunar. Svið alþjóðasamstarfs er það svið sem gefur tækifæri til kynna við einstaklinga af öðru þjóðerni, að kynnast siðvenjum og menningu ólíkra þjóða og stofna til vináttu án landamæra og stuðla þannig að heimsfriði. Tækifærin sem bjóðast með þátttöku í Junior Chamber eru mun fleiri en það sem hér er upp talið. Junior Chamber er hreyfing sem veitir þér tækifæri til þess að „læra með því að framkvæma“. Ef þú telur að Junior Chamber sé eitthvað fyrir þig þá hafðu sam- band við Skrifstofu Junior Chamber íslands í Hellusundi 3,101 - Reykja- vík. Sími 623377. Símbréf 623317. Skrifstofan er opin alla fímmtudaga frá klukkan 18.00 til 20.00. P.S. Spurðu ekki hvað hreyfingin getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir þig með veru þinni í Junior Chamber. Höfundur er fjölmiðlafulltrúi Junior Chamber íslunds. Félagií Junior Chamber Hafnarfirði. Rétt með strætó Hvatning í GREIN sem Pétur U. Fenger fram- kvæmdastjóri Almenn- ingsvagna hf. skrifaði 20. ágúst síðastliðinn skoraði hann á foreldra að kenna bömum sínum að ferðast fyrr og meira með strætisvögnum. Ég tek heilshugar undir þessa áskoran. Það þarf ekki að orð- lengja þá hagræðingu og vinnuspamað sem það hefur í för með sér fyrir útivinnandi for- eldra að börn þeirra séu þokkalega sjálfbjarga við að koma sér á milli áfangastaða. í þjóðfélagi þar sem líf fólks byggist á hraða og yfírfljótandi dagskrá er það óhjá- kvæmilega hlutverk okkar foreldra að gera þau sem fyrst og best læs á umhverfi sitt og um leið sjálf- bjarga. Að sjálfsögðu með langtíma og öruggri leiðsögn. Börn eru dugleg að læra sérstak- lega þegar tilgangurinn er Ijós. En á móti þurfa þau þjálfun og þolin- mæði. Það að umgangast og fara með strætó lærist ekki á einum degi. Á undanförnum misserum hefur viðmót og þjónustulund vagnstjóra stórlega batnað og hefur það eitt og sér jákvæð áhrif aalla sem nýta sér þjónustuna. Og með batnandi leiðakerfí stefna þessir þjónustuað- ilar inn á stærri markaði. „Rétt með strætó" í haust býður Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur í samvinnu við lögregl- una í Reykjavík og Strætisvagna Reykjavíkur 6 ára grannskólanem- endum í Reykjavík að taka þátt í verkefninu „Rétt með strætó“. Á síðasta hausti var þátttakan 90%o Það hrikalega kom í ljos að 3-4 af hveijum 15 nemendum kunnu alls ekki að fara rétt yfír gangbraut eða umgangast strætisvagninn og þekkja hætturnar. Kannski átti þetta ekki að koma á óvart. Alltof stór hópur barna er ofverndarður á þann hátt að vera „borinn", „keyrður" og fluttur á milli staða. Allir eru að flýta sér og öllum hryllir við vægðarlausri umferðinni. Lögreglan í Reykjavík og Stræt- isvagnar Reykjavíkur eiga þarna miklar þakkir skildar fyrir sinn þátt í að ala upp væntanlega farþega. Þörfin hefur greinilega sýnt sig. Alþjóðasamtök Nú í vor gerðist Reykjavíkurborg aðili að samtökunum „Car free cities". Vonir era bundnar við að þessi samtök megni að ná inn á skipulags- og stjómarborð aðildar- borganna og ná þannig settu marki í að fækka veralega notkun einka- bílsins, auka notkun almenningsvagna og reiðhjóla. Öll skref í rétta átt færa okkur nær því marki að greiða úr umferð- aróreiðu borganna. Við flýtum fyrir bættri þjónustu almenningsvagnakerfisins með því að nýta okkur það reglulega. Tökum Ég skora á nýskipaða stjóm SVR að taka inn nýjan markhóp, segir Guðrún Þórsdóttir, það er hjólreiðamenn. áskorun Péturs U. Fengers og vinn- um að því að gera Reykjavík að fyrirmynd annarra borga með þróað umferðarkerfi. ímynd í framhaldi af ofansögðu skora ég, fyrir hönd hjólreiðafólks í borg- inni, á nýskipaða stjórn Strætis- vagna Reykjavíkur að taka inn nýjan markhóp, þ.e. hjólreiðamenn! Með því að setja hjólagrindur utan á vagnana skapast alveg nýr ferða- máti fyrir borgarbúa. Hjólandi fjöl- skyldur tækju slíku framtaki fagn- andi og sæju sér leik á borði með að hjóla aðra leiðina en nýta sér almenningsvagnakerfið hina. Og ímynd Strætisvagna Reykjavíkur sem þjónustuaðila stækkaði með farþegafjöldanum. Höfundur er kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og í samstarfshópnum „Hjóireiðar í öndvegi". Guðrún Þórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.