Morgunblaðið - 09.09.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 31
GUÐRUNOSK
ÓLAFSDÓTTIR
+ Guðrún Ósk Ól-
afsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 26.
september 1954.
Hún lést á heimili
sínu 3. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Ingibjörg Axels-
dóttir og Ólafur
Gestsson pípulagn-
ingamaður, sem
lést í september
1992. Guðrún Ósk
átti fimm systkini
sem öll eru á lífi.
Hún ólst upp í for-
eldrahúsum og lauk gagn-
fræðaprófi frá Ármúlaskóla.
Guðrún Ósk eignaðist tvö
börn, þau eru Ingi Björn,
fæddur 26. nóvember 1976, og
Elísabet, fædd 2. nóvember
1977. Útför Guðrúnar fer fram
frá Fossvogskapellu í dag.
FYRIR átta árum kynntist Gunnar
þessum sólargeisla sem Guðrún
Ósk var í lífí hans. Það
verður erfítt að lýsa
upp það myrkur sem
myndast þegar slíkur
sólargeisli hverfur, en
við vitum að guð hjálp-
ar Gunnari og fjöl-
skyldum þeirra beggja
að komast yfír það.
Nú þegar rósirnar
fölna og trén fella lauf
sín kveðjum við Guð-
rúnu Ósk, en hún lifir
í minningu okkar eins
og tréð sem skotið
hefur rótum, það lifir
þótt laufín falli.
Guðrún og Gunnar studdu við
bakið hvort á öðru í veikindum sín-
um og fínnst mér þessi ár sem þau
áttu saman hafí liðið alltof hratt.
Hún hafði svo gaman af að segja
frá bömunum sínum sem hún var
svo stolt af, en vegna veikinda
sinna gat hún of lítið verið með
þeim.
Núna 26. september hefði hún
orðið fertug. Gestrisni og myndar-
ULFAR
SIG URÐSSON
+ Siguijón Úlfar
Sigpirðsson
fæddist á Sólbakka
í Borgarfiði eystra
8. jánúar 1943.
Hann lést á Eski-
firði 2. september
sl. Foreldrar hans
voru þau Sigurður
Jónsson brúar-
smiður og bóndi og
Nanna Sigfríð Þor-
steinsdóttir. Úlfar
var næstyngstur af
átta systkinum.
Þau eru Bragi Þor-
steinn, Þórunn,
Anna María, Jón, Ásthildur
ísidóra, Ragnheiður Björg og
Guðrún Nellý. Björg Hrafnhild-
ur dó í æsku. Ulfar var tví-
kvæntur. Fyrri kona Úlfars var
Kristrún Jónsdóttir frá Fá-
skrúðsfirði og eignuðust þau
tvær dætur, þær Hrafnhildi og
Úlfhildi Hlíf. Sambýlismaður
Hrafnhildar er Birgir Ágústs-
son frá Neskaupstað og eiga
þau dótturina Elinu Agústu.
Sambýlismaður Úlfhildar er
Höskuldur Guðmundsson frá
Neskaupstað og eiga þau son-
inn Guðmund Braga. Eru þær
systur búsettar í Reykjavík.
Seinni kona Úlfars er Jónína
Kristín Ingvarsdóttir frá
Möðrufelli í Eyjafírði. Eignuð-
ust þau tvö börn, þau Ester
Björgu og Úlf Regin. Ester
Björg er í sambúð með Svani
Guðmari Stefánssyni frá Reyð-
arfirði og búa þau á sama stað.
Útför Úlfars fer fram frá Eski-
fjarðarkirkju í dag, en jarðsett
verður í Borgarfirði eystra.
ÚLFAR móðurbróðir minn ávann
sér varanlega hylli mína sumarið
1968, þegar ég var sjö ára. Þetta
var austur á Fljótsdalshéraði, við
Eyvindarána, og Úlfar ók vörubíl
hjá föður sínum (afa mínum) sem
var brúarsmiður. Eg vafraði þarna
innan um hvít tjöld með svefnbálk-
um og aladdínsofnum innanstokks,
og Úlfar gerðist sekur um stórfellt
umferðarlagabrot: hann kallaði í
mig og lofaði mér að taka í vörubíl-
inn. Að vísu ekki á aðalveginum,
heldur moldartroðningi niður við
hyldjúpa ána. Þetta var níu tonna
Ford, og það var ógleymanlegt að
aka honum.
Einhvernveginn held ég að í
minningum flestra hljóti gestir á
bernskuheimili þeirra
að skipa sérstakan
sess; í það minnsta er
það þannig um undir-
ritaðan. Hinsvegar var
það ekki hver sem var
sem gat fengið mig inn
frá Ieik við félaga mína
- væri mér sagt að
hinn eða þessi væri að
koma, um lengri eða
skemmri veg, var und-
ir hælinn lagt hvort
það vakti nokkum
áhuga, jafnvel þó við-
komandi ættu kannski
börn á mínu reki. En
ef ég vissi af Úlfari á ferð á Sauðár-
króki, sló ég öllum leikjum á frest,
afboðaði mikilvæga fundi með vin-
um mínum og beið með óþreyju
eftir að þessi móðurbróðir minn
kæmi. Hann sagði óviðjafnanlegar
sögur, lék á litla lúna stofuorgelið
okkar af sprellandi gáska, og stund-
um var sent eftir harmóniku til láns:
ég horfði á hann smeygja ólunum
yfir axlir sínar, hefja grallaralegt
spil og tralla undir. Hann var bráð-
músíkalskur, en gerði kannski ekki
með þá hæfíleika sem skyldi lengst
af. Sem sagnamaður var hann al-
gerlega einstæður, og það er svo-
sem tilgangslaust að reyna að lýsa
þeirri gáfu hans. Þeir sem voru svo
lánsamir að heyra hann segja sög-
ur, vita hvað ég á við. í ytri skiln-
ingi spönnuðu sögur hans ekki vítt
svið: Borgarfjörð eystri og nær-
sveitir, sumar eyddar þegar hér var
komið, og hann átti það til að endur-
vekja á einni kvöldstund mannlíf í
heilli vík eða firði sem nú var í
eyði. Og þar í fólust endalaus til-
brigði, litbrigði og jafnframt grunn-
þættir mannlegrar tilveru hvar sem
henni er lifað - þó með meginá-
herslu á ljósari hliðarnar. Og alltaf
voru að skjóta upp kollinum nýjar
og nýjar sögur, sagnabankinn
stækkaði ár frá ári og innstæðan
dýpkaði að sama skapi; því hann
var sífellt að nostra við „gamlar
sögur“.
Eftilvill var manni það ekki nægi-
lega ljóst lengi vel að undir yfir-
borði galsa duldist þyngri skaphöfn
með þessum frænda mi'num. Hann
var það sem maður kallar skilyrðis-
laust „húmoristi", en einsog fær-
eyska skáldið William Heinesen
segir, allur sannur húmor er þyngd-
ur af tragískri sökku - og þannig
var það um Úlfar.
Stundum kom hann niður á Borg-
MINIMINGAR
skapur voru til fyrirmyndar og var
gott að heimsækja þau á heimili
þeirra í Hátúni lOb. Hún var mik-
ill dýravinur og hafði gaman af
blómum. Stutt var í dillandi hlátur
hennar, sem var svo smitandi og
yljaði manni um hjartarætur. Það
var stutt milli gleði og sorgar.
Það var höggvið djúpt skarð
fýrir tveimur árum þegar faðir
hennar lést, hann var henni svo
kær. Þótt sjálfur væri hann mikið
veikur siðustu árin, studdi hann
dóttur sína af fremsta megni. Ég
dáist að þeim mikla krafti sem
móðir Guðrúnar hefur búið yfír í
gegnum árin. Vottum við henni og
fjölskyldu hennar samúð okkar.
Elsku Gunnar, guð veri með þér
og styrki þig í sorg þinni. Þeir sem
trúa á ljósið rata út úr myrkrinu.
Guðmundur Jón og fjölskylda.
Nú legg ég augun aftur,
6, Guð þeim náðarkraftur
mín veri vöm í nótt,
æ, virzt mig að þér taka,
mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Það er erfítt að trúa því að hún
Guðrún systir okkar sé dáin. Við
eigum svo margar góðar minning-
arfjörð eystri þegar ég var í sveit-
inni hjá ömmu. Það var einsog hann
tvíefldist í sögunum við að komast
á bernskuslóðirnar og sitja í eld-
húsi móður sinnar. Og í innri stof-
unni var líka harmóníum, öllu betra
hljóðfæri en það sem var fyrir norð-
an hjá systur hans, og uppi á lofti,
á nagla undir súðinni, hékk harm-
ónika lögð gráyijóttum skelplötum.
Þannig fylgdi honum ævinlega þessi
þrenning í mínum huga: sögur, og
hljómar harmóníums og harmóniku.
Þetta þrennt, ofíð hlýleik hans
sjálfs, á eftir að tengjast nafni hans
í mínu minni og mig grunar að svo
verði um flesta aðra sem þekktu
hann. Sofðu rótt, frændi.
Gyrðir Elíasson.
Ég vil með örfáum orðum kveðja
Úlfar Sigurðsson. Kynni okkar
spanna fjórðung aldar. Þau hófust
í Brúargerði við Gilsá á Jökuldal,
þar vann ég part úr sumri hjá Sig-
urði Jónssyni á Sólbakka, þeim
kunna hagleiks- og dugnaðar-
manni. Úlfar vann þar hjá föður
sínum. Oft rifjuðum við Úlfar upp
þessi fyrstu kynni okkar sem ein-
kenndust af hávaðasömum rökræð-
um um stjórnmál, nánar tiltekið
deildum við hart um menn innan
Sjálfstæðisflokksins sem við studd-
um báðir en vorum ekki sammála
um forystuna á Austurlandi. Yfír-
smiðnum Sigurði þótti kapp okkar
í umræðunni um pólitíkina stundum
fullmikið og greip til þess ráðs að
setja okkur til starfa sitt hvorum
megin Gilsárinnar. Það var svo þeg-
ar við fluttum báðir til Eskifjarðar
sem kynni okkar hófust að nýju.
Samskiptin voru margvísleg en
þó nánust vegna áhuga okkar
beggja á stjórnmálum. Ulfar hafði
áður en hann flutti á Eskifjörð átt
sæti í hreppsnefnd Búðarhrepps
fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að
ég gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk-
inn áttum við samstarf innan Sjálf-
stæðisfélags Eskifjarðar og síðar
stóðum við báðir að framboði
óháðra á Eskifirði 1986. Úlfar var
í nokkur ár formaður Sjálfstæðisfé-
lags Eskifjarðar og varabæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins um tíma.
Því fór fjarri að samstarf okkar
væri alla tíð hávaðalaust. Þar fór
eins og fyrrum á Jökuldalnum að
stundum var heppilegast að hafa
vík á milli vina. Þó ollu slíkar deilur
aldrei vinslitum enda var Úlfar Sig-
urðsson vinur vina sinna þótt hon-
um þætti jafneðlilegt að vera óvinur
þeirra sem gerðu á hlut hans.
Með þessum línum kveð ég góðan
félaga og vin um Ieið og ég bið guð
að styrkja fjölskyldu hans í sorginni.
Hrafnkell A. Jónsson.
ar um hana, sem við munum aldr-
ei gleyma. Guðrún Ósk var efnileg
ung stúlka þegar hún hóf nám í
ballet sex ára gömul hjá Sigríði
Ármanns. Hún var í ballet til 12
ára aldurs og þar af eitt ár í ball-
ettskóla Þjóðleikhússins.
Guðrún Ósk veiktist alvarlega á
unglingsárum sínum og náði sér
aldrei að fullu aftur, en þrátt fyrir
veikindin var hún alltaf jákvæð og
reyndi eftir bestu getu að haga
lífí sínu eðlilega þrátt fyrir veikind-
in.
Guðrún Ósk hefði orðið fertug
þann 26. september nk. og var
farin að hlakka mjög til þessa dags.
Hún var búin að bjóða okkur í
afmælið sitt og var ákveðin í því
að fólkið sitt ætti ánægjulegan dag
með henni. En svona er lífíð, eng-
inn veit hver er næstur.
Guðrún Ósk var gift Gunnari
Jónssyni sem nú saknar hennar
sárt og það gera einnig Ingi Björn
og Elísabet, bömin hennar sem
hún var svo stolt af. Við vitum það
elsku Guðrún mín að nú líður þér
vel og við biðjum Guð að geyma
þig. Hvíl í friði.
Systkinin.
Láttu nú sanna
blessunar brunna
blómlega renna á móti mér,
svo sæluna sanna
ég fái að finna
og fógnuð himnanna, þvi ævin þver.
Öndin mín flýgur
og allur minn hugur,
upp sem þú dregur í hæðir til þín,
Guð minn eilífur,
Guð minn voldugur,
Guð minn blessaður, heyr þú til mín.
(Ok. höfundur)
Elsku frænka okkar Guðrún Ósk
Ólafsdóttir lést á heimili sínu að-
faranótt 3. september aðeins 39
ára gömul. Guðrún var mjög
hjartahlý og vildi öllum gott gera.
Hún lagði aldrei stein í götu nokk-
urs manns og öllum þótti vænt um
hana. Guðrún átti við langvarandi
veikindi að stríða og tókst á við
þau af æðruleysi og kjarki.
Innilega samúð vottum við
Gunnari Jónssyni eiginmanni
hennar, börnum hennar Inga Birni
Sigurðssyni, Elísabetu Þóru Jó-
hannesdóttur, Ingibjörgu móður
hennar, Lísu aldraðri móðurömmu
hennar, systkinum og öðrum að-
standendum og vinum.
Frá þér er, faðir, þrek og vit,
öll þekking, ást og trú.
Kenn oss að þakka einum þér
það allt, sem gefur þú.
+ Sigurbjörn Jónsson fæddist
á Þæfusteini í Neshreppi
ytri undir Jökli 6. apríl 1924.
Hann varð bráðkvaddur 13.
ágúst siðastliðinn og fór útförin
fram frá Bústaðakirkju 23.
ágúst. ________________
Margt er það og margt er það
sem minningamar vekur
og þær eru það eina
sem engin frá mér tekur
(Davíð Stefánsson.)
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast elsku afa míns, Sigur-
bjarnar Jónssonar, sem lést hinn
13. ágúst sl.
Ég minnist þeirra góðu stunda,
sem ég átti með Bjössa afa og
Báru ömmu. Ein ferð er mér sér-
staklega minnisstæð, þá var ég sex
ára gömul og fór með þeim hring-
ferð um landið. Bjössi afi var hald-
inn mikilli veiðidellu og því gekk
ferðin mikið út á það að veiða. Það
var því reynt að smita mig af þess-
ari veiðidellu og keypt handa mér
| veiðistöng og allt tilheyrandi.
Þá allt, sem lifir, lofar þig
og lýtur þinni stjóm,
og brosir heiðum himni við
í helgri þakkarfórn.
Guð blessi ykkur öll.
Guðbjörg Ósk Harðardóttir,
Alfreð Harðarson.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
Döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
Aldrei framar mun
þessi rós blikna
að hausti.
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir)
Með þessu ljóði viljum við kveðja
elsku Guðrúnu Ósk, sem nú er lát-
in langt fyrir aldur fram eftir erfíð
veikindi og þakka henni þann kær-
leik og vinarhug er hún ávallt sýndi
okkur. Guð styrki Gunnar, eigin-
mann hennar, og börn og aðra
aðstandendur.
Auður og Sævar.
Guðrún er dáin, hún sem náði
ekki að halda upp á fertugsafmæl-
ið sitt. Þessi orð koma upp í huga
minn þegar ég sest niður til að
minnast mágkonu minnar Guðrún-
ar Óskar Ölafsdóttur. Þegar ég
hitti Guðrúnu síðast, á afmælisdegi
bróður míns, Gunnars Jónssonar,
25. ágúst sl., áttum við ánægjulega
kvöldstund. Þá talaði Guðrún um
afmælið sitt sem var í vændum og
hvað hún ætti erfítt með að trúa
því að hún væri að verða fertug
og hvað tíminn hafí liðið hratt.
Þetta kemur mér til að hugleiða
hvað tíminn er dýrmætur hverjum
og einum og nauðsyn þess að gefa
öðrum af sjálfum sér.
Það var alltaf gott að koma til
Guðrúnar og Gunnars. Þau höfðu
svo gaman af að fá gesti. Ég minn-
ist Guðrúnar sem góðrar konu.
Alltaf gat hún glaðst yfir vel-
gengni annarra, þó oft væri þröngt
í búi hjá smáfuglunum. Guðrún
átti við sín veikindi að stríða í
mörg ár, en ekki hvarflaði það að
nokkrum manni að veikindi hennar
yrðu henni að aldurtila langt um
aldur fram.
Elsku Guðrún, ég trúi því að hlut-
skipti þitt sé annað og betra fyrir
handan móðuna miklu. Við Odd-
geir, Sigrún, Nonni og Oddgeir
Hlífar sendum samúðarkveðjur til
Gunnars, Ingibjargar, Elísabetar
ömmu, bama Guðrúnar og systkina
og allra þeirra sem að henni stóðu.
Guð blessi minningu hennar.
Rósa mágkona.
Bjössi afí var mjög umhyggju-
samur maður og bar mikla um-
hyggju fyrir sínu fólki. Umhyggju
hans mátti t.a.m. sjá á því að þeg-
ar ég var búsett á Bíldudal en
hann í Reykjavík þá hringdi hann
í mig vestur nokkrum sinnum í
viku til að kanna líðan mína.
Þegar ég svo ætlaði út úr bæn-
um, nú um síðustu verslunar-
mannahelgi, þá neitaði hann mér
um að fara frá sér fyrr en hann
væri búinn að smyija fullt box af
brauði, sem ég átti að taka með
mér. Þessi hegðun lýsir persónu
hans einkar vel.
Ég ætla að enda þessa minningu
um Bjössa afa með því að birta
hér Ijóð, sem hann samdi sjálfur
og gaf mér í afmælisgjöf.
í stöðugum spretti upp brekkuna ég brýst
og bið ekki nokkurn að vægja
en hvað sem að endingu af þessu hlýst
ég ætla mér seinna að hlæja.
(Sigurbjöm Jónsson.)
Sólrún Bryndís.
SIG URBJÖRN
JÓNSSON