Morgunblaðið - 09.09.1994, Síða 33

Morgunblaðið - 09.09.1994, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 33 EIRÍKA ÁRNADÓTTIR + Eiríka Guðrún Árnadóttir var fædd í Gerðakoti á Miðnesi 28. október 1903. Hún lést í Keflavík sunnudag- inn 5. september síðastliðinn. Eiríka var næstyngsta dóttir hjónanna Árna Eiríkssonar útvegsbónda þar og Elínar Ólafsdóttur frá Efri Hömrum í Holtum. Ung stúlka I var hún við versl- unarstörf í Reykja- 1 vík, þjá Verslun Ingibjargar I Johnsen og hjá Haraldi Árna- syni og stundaði jafnframt kvöidskólanám en dvaldi síðan um tveggja ára skeið í Bret- landi. Hinn 21. febrúar 1931 giftist hún Þorgrími St. Eyjólfs- syni, athafnamanni í Keflavík, og áttu þau þar heimili eftir það, en Þorgrímur dó í desemb- , ermánuði 1977. Eftirlifandi börn þeirra eru Árni Þór flug- umferðarstjóri, kvæntur Hólm- fríði Guðmundsdóttur banka- starfsmanni í Keflavík og eiga þau fjögur börn, og Anna, sem gift var Ásgrími heitnum Páls- syni og eru börn þeirra tvö. Barnabörn Eiríku eru níu tals- ins. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag. I MEÐ láti Eiríku Árnadóttur móð- ursystur minnar horfum við á eftir hinni síðustu systranna sjö frá Gerð- arkoti á Miðnesi. En kærleikur þeirra og samband var alla ævi al- veg einstakt, allt frá því þær misstu föður sinn í sjóinn næstum í augsýn þeirra framan við bæinn ásamt öll- um karlmönnum af heimilinu þegar Eiríka var fimm ára gömul og þær byrjuðu ásamt móður sinni Elínu Ólafsdóttur að hjálpast að. Gilti það jafnt um heimili þeirra síðar. Nýgift sumarið 1931 tóku þau Eiríka og Þor- grímur St. Eyjólfsson kaupmaður í Kefiavík því fúslega við þriggja ára hnátu meðan for- eldrarnir riðu norður í land. Þar var gott að vera í læknishúsinu í Keflavík. Þorgrímur var nafni Þorgríms læknis Þórðarsonar og fóstursonur hans og konu hans Jóhönnu Knudsen og þar hófu þau búskap sinn. Þótt ung væri man ég vel eftir þessum glæsilegu ungu hjónum. Eiríka hafði eftir að hafa unnið í nokkur ár í helstu verslunum Reykjavíkurbæjar, Verslun Ingi- bjargar Johnsen og Haraldarbúð, farið til Bretlands og dvaldi um tveggja ára skeið á hefðarheimili Ásu Wright og manns hennar í Cornwall í Wales. Talaði hún oft síðar um dvöl sína þar og hve margt hún hefði þar lært og slípast í heims- ins háttum. Hvort sem það hafði áhrif eða ekki þá var frá því ég fyrst man eftir henni ætíð yfir Ei- ríku blær heimskonunnar. Hún var fáguð í framkomu og ætíð fallega klædd. Hélst sú snyrtimennska og reisn allt fram á síðustu ár, svo orð var á gert. Þau Þorgrímur bjuggu allan sinn búskap í Keflavík, lengst af í húsi sínu á Hafnargötu 42 og má segja að heimilið væri í þjóðbraut. Skömmu eftir að Eiríka gifti sig kom móðir hennar, Elín Ólafsdóttir, til þeirra og dvaldi um árabil. Veturinn 1935 varð samkomuhúsbruninn mikli í Keflavík 30. desember. Sam- komuhúsið var næsta hús við lækn- ishúsið og Eiríka hafði farið með ung börn sín af jólaskemmtuninni til að koma þeim í svefn, en móðir hennar varð eftir. Komst hún illa TRYGGVI GUNNLA UGSSON Tryggvi Zop- honias Gunn- laugsson fæddist að Ytra Hvarfi í Svarf- aðardal 4. janúar 1908. Hann lést á Borgarspítalanum 3. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gunn- laugur Sigurðsson og Kristin Stefáns- dóttir. Hálfsystkini hans voru Stefán, Egill, og Sigurður, sem eru látnir, og eftirlifandi eru Sig- valdi og Anna. Tryggvi kvænt- ist 1934 Jóhönnu Soffíu Jóns- dóttur frá Bakka í Viðvík- ursveit, f. 18. maí 1904, d. 5. desember 1956. Þau bjuggu fyrst á Akureyri en fluttu til Reykjavíkur 1953. Fóstursonur Tryggva og Jóhönnu er Hákon Steindórsson, f. 16. júlí 1942. Tryggvi hélt heimili með Önnu systur sinni frá árinu 1957, lengst af á Bjamhólastíg 22 í Kópavogi. Hann gekk Jóhönnu dóttur hennar í föðurstað. Tryggvi gegndi ýmsum störfum til sjós og lands. Hann var vél- stjóri til sjós, átti og keyrði flutningabil milli Reykjavikur og Akureyrar, vann um tíma hjá Olíufélaginu, Bæjarútgerð Reykjavíkur og var um 20 ára skeið verkstjóri á lager í niðurs- uðuverksmiðjunni Ora. Útför hans fer fram frá Kópavogs- kirkju i dag. ( TRYGGVI Gunnlaugsson ólst upp á Akureyri og stundaði lengst af sjó- mennsku, þá aðallega sem vélamað- ur. Eftir að sjómennsk- unni sleppti, festi hann kaup á vöruflutninga- bifreið sem hann rak í níu ár og ók á milli Akureyrar og Reykja- víkur, þartil hann flutt- ist til Reykjavíkur 1953. Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði hann hjá Olíufélaginu hf., Bæjarútgerð Reykjavíkur og að lok- um sem verkstjóri í pökkunardeild Niður- suðuverksmiðjunnar ORA hf., þar sem kynni okkar hófust. Það var mikil og góð lífsreynsla fyrir mig sem ungan mann að fá að starfa í ríflega 20 ár með jafn heilsteyptum manni sem Tryggvi var. Segja má að Tryggvi hafi verið drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu, samvinnufús og bóngóð- ur starfsmaður sem stóð og féll með því sem hann tók sér fyrir hendur. Reglusemi, stundvísi og snyrti- mennska voru hans aðalsmerki öll þau ár sem við störfuðum saman, en einungis fáein ár eru síðan hann hætti störfum sökum aldurs. Ég og fjölskylda mín viljum að leiðarlokum þakka Tryggva allan þann trúnað og traust sem hann sýndi okkur og aldrei brást. Hugheilar kveðjur sendum við fjölskyldu Tryggva. Blessuð sé minning hans. Magnús Tryggvason. Ég vil í fáum orðum minnast Tryggva Gunnlaugssonar sem við kveðjum í dag. Hann var af þeirri kynslóð sem lifði miklar breytingar. slösuð úr brunanum og var það mikið áfall. Öðru stóru áfalli urðu þau hjón fyrir þegar dóttir þeirra Jóhanna Ragna, fædd 1933, lést skömmu síðar, tæplega þriggja ára gömul. Þá átti frænka mín lengi um sárt að binda. í Keflavík áttu þau Þorgrímur og Eiríka einstaklega fallegt heimili þar sem tekið var á móti gestum, skyldum og óskyldum, af mikilli reisn og hlýju. Stórfjölskyldum beggja var safnað saman þegar til- efni gafst og húsmóðirin gerði þá góða veislu. Eiríka og Þorgrímur voru mjög áberandi í bæjarlífi Kefla- víkur um áratuga skeið og tóku mikinn þátt í viðskipta- og félagslíf- inu þar. Þorgrímur setti svip sinn á líf og sögu bæjarins og kom víða við á vettvangi athafna og fram- kvæmda, rak um árabil umfangsm- ikla verslun og útgerð og alhliða fiskiðnað og var lengi bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar. Ávallt stóð Eiríka honum við hlið, svo að varla var annað nefnt að hins væri ekki getið um leið, Þorgrímur og Eiríka. Auk þess að styðja alla þá félags- starfsemi sem maður hennar var þátttakandi í, starfaði Eiríka mjög mikið í Kvenfélagi Keflavíkur og var kjörin heiðursfélagi þar. Einnig tók hún mjög virkan þátt í Innerw- heel-starfsemi Rotaryhreyfingar- innar. Hún var sjálfstæðiskona af sannfæringu og lagði lengi óspart fram krafta sína í Sjálfstæðis- kvennafélaginu Sókn. Éiríka var alltaf ákaflega félagslynd, kunni vel við sig í margmenni, enda sómdi hún sér þar vel. Þegar Eiríka var komin hátt á níræðisaldur fluttist hún til Reykja- víkur og kom sér upp fallegri íbúð, þar sem hún bjó ein í nær þijú ár. Gerðarkotsdugnaðurinn eins og við köllum hann í fjölskyldunni eftir Elínu í Gerðarkoti og dætrunum sjö, lét ekki að sér hæða. Hún ætl- aði að standa meðan stætt var. En Elli kerling lætur heldur ekki að sér hæða. Eiríka hafði stutta viðdvöl á Elliheimilinu í Hlévangi í Keflavík og síðan á Hjúkrunarheimilinu á Garðvangi. Elín Pálmadóttir. Breytingum tók hann jafnan með opnum huga og oft minntist hann á hve framfarir nútímans hefðu orð- ið til batnaðar. Ég minnist þess að á þeim ferðum sem leiðir okkar lágu saman milli Akureyrar og Reykja- víkur var hann óþreytandi að segja frá milliferðum fyrri ára, á flutn- ingabílum, þegar hægar var farið yfír og vegir lakari. Jafnframt dáð- ist hann að þeim miklu framförum sem átt höfðu sér stað í samgöngu- og vegabótum. Tryggvi var atorkusamur maður og segir það nokkuð um atorku hans að ráðast í húsbyggingu á Bjarnhólastígnum þó hann væri þá kominn yfir sextugt og hann starf- aði í fullri vinnu fram undir áttræð- isaldur. Eftir að hann hætti vinnu tóku við störf heima fyrir og ófáum stundum eyddi hann í að halda við húseign og garði en hann vildi hafa snyrtilegt og vel við haldið í kringum sig. Ekki þurfti að vaða skaflana kringum húsið á Bjamhólastígnum því þar var ávallt mokað og hreins- að jafnóðum og þurfti. Síðari árin átti Tryggvi jafnan nýlega bíla og þar sagði natni hans til sín því þeir stóðu jafnan þrifnir og bónaðir jafnt utan sem innan og ekki sátu óhrein- indi lengi á vélarhlutum. Tryggvi var barngóður og yfír- vegaður I allri umgengni og þó hon- um yrði ekki barna auðið ól hann upp fósturson sinn Hákon frá þriggja ára aldri og systurdóttur sinni gekk hann í föðurstað. Börn þeirra hefðu vart getað eignast betri afa. Tryggvi var afar heilsteyptur maður, úrræðagóður, einlægur og var stutt í kímni ef svo bar undir. Hann var sá sem iðulega var leitað til ef vandamál komu upp og greiddi hann úr þeim af yfirvegun. Ég kveð með söknuði sannan vin með þökkum fyrir liðnar samveru- stundir sem geymast í minningunni. Guðni Guðbergsson. í dag er til moldar borin elskuleg amma okkar, Eiríka Guðrún Árna- dóttir frá Keflavík. Amma kvaddi þennan heim í hárri elli en síðustu misseri voru henni þungbær sökum þess hve heilsu hennar hrakaði ört. Við minnumst hinsvegar daganna þegar amma var í fullu fjöri. Koma þá í hugann stundir úr æsku okkar. Þau voru ófá skiptin sem amma bakaði kleinur á Hafnargötunni. Þá var okkur falið það mikla ábyrgðar- verk að vinda upp á kleinudegið þegar amma hafði flatt það út. Þetta voru skemmtilegar stundir en best var þó að setjast niður í lokin, fá sér mjólk og volgar kleinur og ræða málin við ömmu. Að kvöldi dags þegar hún heim- sótti okkur eða við gistum hjá henni kenndi hún okkkur bænirnar sem við förum enn með. Ein þeirra stend- ur ofarlega í huga á stundu sem þessari en hún er svohljóðandi: Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (H.P.) Líkami og sál ömmu voru vissu- lega lúin og þjáð og var hún því mjög sátt við að kveðja nú þennan heim. í bænum sínum bað hún að mega halda til fundar við hann afa og aðra látna ástvini. Þrátt fyrir að dauðinn hafi þannig veitt henni líkn, kemur hann ávallt róti á hugann, minningarnar hrannast upp og söknuðurinn er sár. Hún amma var skemmtileg kona sem fylgdist vel með málefnum líð- andi stundar. Hún var sjálfstæð og hafði ákveðnar skoðanir. Amma var falleg, virðuleg og ávallt glæsilega til fara. Þegar amma var 84 ára gömul fór hún í sína síðustu utanlandsferð, en amma hafði ákaflega gaman af að ferðast. Þá fórum við nöfnurnar saman til Parísar og slóst mamma þar með í hópinn. Saman áttum við yndislegar stundir og var dugnaður ömmu með ólíkindum. Hún var óþreytandi að fylgja okkur í skoðun- arferðum um borgina og þegar að búðarferðum kom var amma í essinu sínu. Sú atorka sem amma sýndi á þessu ferðalagi var lýsandi fyrir hana í lífinu. Við minnumst einnig rútuferða- laga ömmu á milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Ekki setti hún vond veður fyrir sig jafnvel þó að fyrir hafi komið að rútan fyki út af vegin- um. Amma stundaði þessar rútu- ferðir allt þar til hún fluttist til Reykjavíkur, í íbúð fyrir aldraða á Grandavegi, þá 87 ára gömul. Elsku amma, við förum með bæn- irnar sem þú kenndir okkur og biðj- um þess að óskir þínar um end- urfundi við elskulegan afa okkar fái nú að rætast. Minningarnar um ykkur bæði geymum við ávallt í hjörtum okkar. Eiríka og Páll Ásgrímsbörn. INGIBJORG HELGADÓTTIR + Ingibjörg Helga- dóttir var fædd í Tungu í Svínadal í Borgarfjarðarsýslu 14. nóvember 1902, yngst af átta systkinum sem öll eru látin. Hún lést á Elliheimilinu Grund 1. septebmer síðast- liðinn. Faðir hennar var Helgi Helgason bóndi í Tungu, Sveinbjarnarsonar bónda á Brúarfossi í Hraunhreppi og Hlíðarfæti í Svína- dal. Móðir Helga var Steinunn Gísladóttir frá Hraun- höfn í Staðarsveit. Móðir Ingi- bjargar var Guðrún Árnadóttir bónda á Hlíðarfæti Jónssonar stúdents á Leirá og konu hans Þorbjargar Gunnarsdóttur stúd- ents Þorsteinssonar á Hlið- arfæti. Systkini Ingibjargar voru: Guðmundína, f. 18. nóv- ember 1886, var lengst í Reykja- vík, ógift; Gunnar, f. 9. nóvem- ber 1888, verkam., ókvæntur; MIG langar til að minnast Ingibjarg- ar móðursystur minnar nokkrum orð- um og þakka henni alla hjálpsemi við mig og foreldra mína. Það var alltaf svo gaman þegar hún kom og dvaldi hjá okkur um tíma, en það var einkum á veturna eða á haustin, þá hjálpaði hún til við að taka upp kartöflur og vinna í slátri. Ég man sérstaklega eftir því að hún kom ríðandi á jarpa hestinum sínum að vetri til og dvaldi þá lengi á Brúarreykjum. En það voru miklu fleiri sem nutu hjálpsemi hennar, því hún hafði unun af að hjálpa öðrum. Allt hennar líf gekk út á það að láta gott af sé leiða, til dæmis vann hún mörg ár á heimili Árna bróður síns í Tungu jafnframt því sem hún stund- aði ljósmóðurstörfin. Fyrir þetta vil ég og fjölskylda mín þakka. Megi góður Guð leiða hana inn í dýrðarríki sitt. Þorsteinn Sigurðsson. Frænka mín og góð vinkona ( ára- tugi, Ingibjörg Helgadóttir, er látin í hárri elli. Það eru ekki margir dagar síðan hún lagði frá sér prjónana, langt komin með sjötta rúmteppið á tæpum þremur árum. Hún hélt reisn til hins síðasta og kvaddi rólega og þjáninga- laust eftir fárra daga veikindi. Þorbjörg, f. 25. nóv- ember 1890, hús- freyja á Brúarreykj- um í Stafholtstung- um, gift Sigurði Þor- steinssyni bónda; Ragnhildur, f. 26. maí 1894, dó 9 ára; Guð- jón, f. 12. október 1895, dó sama ár; Jó- hannes, f. 12. desem- ber 1898, bjó á Akra- nesi, kvæntur Ólöfu Magnúsdóttur. Ingi- björg stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli 1928-29 og í Ljósmæðraskó- lanum 1932-33. Hún var ljósmóð- ir í Hvalfjarðarstrandarumdæmi 1933-38 og 1939-50 en starfaði á fæðingardeild Landspítalans 1938-39. Ingibjörg var tvo vetur ráðskona í Reykjavík eftir að hún hætti Ijósmóðurstörfum og flutti þangað alfarin 1952, eftir það vann hún í þvottahúsi Land- spítalans til starfsloka. Útför Ingibjargar Helgadóttur fer fram frá Fossvogskapellu í dag. Ingibjörg var í hópi hinna trúu þjóna sem hugsa fyrst og fremst um að gera skyldu sína en hirða minna um að alheimta daglaun að kveldi. Raunar held ég að skylduræknin hefí stundum nálgast að vera henni fjötur um fót. Hún var aldrei hátt launuð um ævina, en með hagsýni og ráðdeild eignaðist hún eigið heim- ili, bjó það vel og veitti sér á efri árum að endurnýja þar margt. Þegar hún að eigin frumkvæði flutti að heiman á Litlu-Grund lét hún heimil- ið standa óhreyft nokkurn tíma, ákvað síðan að koma þangað ekki aftur en lét aðra um að selja íbúðina og gefa mest af því sem í henni var. Hún tók líka sjálf þá ákvörðun síðar að flytja inn á Grund. Þar ein- angraðist hún nokkuð, blandaði geði við fáa en sat og pijónaði, eða las meðan sjónin leyfði. Það var reisn og myndarskapur yfir Ingibjörgu. Hún var glettin og skemmtileg í góðra vina hópi en naut sín síður í fiölmenni. Hún var verklagin og verkhyggin, vel að sér til munns og handa, hjálpsöm og lét vel hjúkrun, enda lærð á því sviði. Fyrir alúð hennar og hjálpsemi við mig og móður mína á hennar síðustu árum við ég þakka svo og fyrir ótald- ar samverustundir. Þuríður J. Krisljánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.