Morgunblaðið - 09.09.1994, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMINGAR
OLAFUR BRIEM
+ Ólafur Brietn
fæddist á Stóra-
Núpi í Gnúpverja-
hreppi 27. febrúar
1909. Hann andað-
ist í Reykjavík 28.
ágúst siðastliðinn.
Foreldrar Ólafs
voru hjónin séra
Ólafur Briem, son-
ur Valdimars Bri-
ems prófasts og
sálmaskálds, og
Katrín Helgadóttir
frá Birtingaholti,
Magnússonar al-
þingismanns og
bónda á Syðra-Langholti Andr-
éssonar. Katrín var systir
þeirra kunnu bræðra, séra Guð-
mundar Helgasonar prófasts í
Reykholti, Magnúsar skóla-
stjóra kennaraskólans og séra
Kjartans í Hruna. Systkini
Ólafs voru Valdimar, dó
ókvæntur stúdent, __ Jóhann
Krislján listmálari og Ólöf hús-
freyja á Stóra-Núpi. Útför
Ólafs fór fram frá Fossvogs-
kirkju 8. september.
VINUR minn, Ólafur Briem
menntaskóiakennari og fræðimað-
ur, er allur. Fundum okkar bar fyrst
saman fyrir hartnær aldaríjórðungi
í kaupféíaginu á Laugarvatni. Þetta
var á sunnudegi í siagveðursrign-
ingu. Tjaldið hafði bókstaflega flot-
ið upp og ég var á leið í bæinn.
Ég var þá atvinnulaus kennarablók
og blaut á bak við bæði eyrun.
Hafði reyndar heyrt, að staða
þýskukennara við Menntaskólann
að Laugarvatni væri laus til um-
sóknar, en hafði slegið því frá mér
að sækja um, því ég treysti mér
ekki. Eg ætlaði að kaupa mér
btjóstsykur í kaupfélaginu í nestið,
en Ólafur var þar að kaupa sér
kaffi, en af því drakk hann ókjör.
Móðursystir mín, gamall nem-
andi Ólafs úr Húsó, sem þama var
með mér og vissi um vangaveltur
mínar um umrædda kennarastöðu,
vatt sér að Ólafi og spurði hann
hvort hann vantaði ekki þýskukenn-
ara. „Jú, hvar ertu með hann?“
„Hann er héma,“ sagði frænka mín
og dró mig á hálsmálinu frá hill-
unni, þar sem ég var í grandaleysi
að skoða postulínshunda og kín-
verska tekatla. „Komið þið heim í
kaffi," sagði Ólafur og hespaði af
innkaupunum. Eftir örstutta stund
var ég sest í bláa sófann undir
málverkinu af Ólafi liljurós, skart-
klæddum á hestbaki innan um dul-
arfull blóm í forgmnni, sem Jó-
hann, bróðir Ólafs,
hafði málað.
Meðan við drukkum
kaffið og borðuðum
kleinurnar hringdi
Ólafur í ýmsar áttir og
von bráðar birtist ný-
skipaður skólameistari.
Er skemmst frá því að
segja, að eftir svo sem
klukkutíma stóð ég úti
í rigningunni og var
orðin menntaskóla-
kennari. Mér leið svo-
lítið undarlega innan
um mig — wufite nieht
wie es mir geschah —
eins og sagt er á þýsku. Ólafur
átti eftir að segja þessa sögu oft
og bætti því gjaman við, að sjaldan
hefði hann gert betri kaup en þá í
kaupfélaginu. Ég er ekki viss um
að nemendur mínir hafi verið á
sama máli, en það er önnur saga.
Einhvem tímann löngu seinna
spurði ég Ólaf að því, hvemig hon-
um hefði dottið í hug að ráða mig
svona í hasti, niðurrignda mann-
eskjuna og vægast sagt heldur
væskilslega. „Ég sá, að þú varst
burðarás," sagði hann og greip um
hökuna. Ég held, að þetta hafi ver-
ið mestu lofsyrði, sem um mig hafa
verið sögð.
Ég dáðist oft að andlegu atgervi
Ólafs, bókmenntaþekkingu hans og
næmum smekk, hæfíleikum hans
til þess að greina kjarna máls og
manna og atorku hans til þess að
skipa málum eins og hann taldi
best henta. Við vinkonumar, Sigur-
veig Sigurðardóttir og ég, áttum
oft eftir að sitja í bláa sófanum á
löngum vetrarkvöldum og spinna
þráð samræðnanna, sem oft urðu
hrífandi og eftirminnilegar. Ólafur
gat verið mishittur og þess vegna
hylltumst við til þess að heimsækja
hann saman, svo að önnur gæti
haldið samtalinu gangandi meðan
hin hugsaði sig um. Okkur tókst
jafnan að fmna umræðuefni, sem
vini okkar hugnaðist, og þá liðkað-
ist von bráðar um málbeinið. Þess-
um sið héldum við allar götur síðan
og voru heimsóknir okkar til Ólafs
núna á síðustu árum ógleymanlegar
stundir. Það var eins og tíminn
hefði staðið kyrr, eða væri ekki til
— væri blekking ein.
Ólafur var óvenjulegur maður,
sem alist hafði upp á sjaldgæfu
menningarheimili á Stóra-Núpi í
Gnúpveijahreppi. Þeir Núpsmenn
stóðu á gömlum merg og voru ekki
að hlaupa eftir hverfulum tísku-
stefnum. Ólafur hélt því reyndar
fram, að hann heðfi fæðst á miðöld-
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KJARTAN A. KRISTJÁNSSON
bifreiðastjóri,
Skriðustekk 14,
lést á Hrafnistu 7. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þóra Þórðardóttir,
Kristján A. Kjartansson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Ingþór Kjartansson, Elísabet G. Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær stjúpfaðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐBJARTUR CECILSSON,
Grundargötu 17,
Grundarfirði,
verður jarðsunginn frá Grundarfjarðar-
kirkju laugardaginn 10. september
kl. 16.00.
Kristin M. Guðmundsdóttir, Guðbrandur Jónsson,
Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Kristján B. Larsen,
Ingunn L. Guðmundsdóttir, Guðjón B. Baldvinsson,
Hraundfs Guðmundsdóttir, Björn Oddsson
og barnabörn.
um, því árið 1909 var keisari í
Þýskalandi og zar í Rússlandi.
Kannski var það einmitt vegna þess
að Ólafur var svona gamaldags og
handan allrar tísku, að honum tókst
að brúa elfur tímans og gefa vinum
sínum, þó sýnu yngri væru, hlut-
deild í hugarheimi sínum. Hann var
ekki allra, en hann reyndist þeim
sem öðluðust vináttu hans frábær-
lega gjöfull og umhyggjusamur vin-
ur. Hann gerðist fóstri minn í fræð-
unum og kenndi mér meðferð ís-
lensks máls.
í gluggalausri og óupphitaðri
kompu undir stéttinni, sem er fyrir
framan hús menntaskólans að
Laugarvatni, var okkur kennurum
búin borðstofa. í vetrarhörkum
komu menn kappklæddir þangað
inn, en verst var í leysingum, því
þá lak úr loftinu og draup vatnið
niður í hamsatólgina, sem höfð var
með saltfiskinum á laugardögum.
Til þess að gera þessa vistarveru
unaðssamlegri hefði einhver gár-
unginn málað glugga með potta-
blómi á einn vegginn... Þrátt fyrir
fátæklegar aðstæður var ævinlega
yndislegt að fá stundarfrið frá erli
kennslunnar og setjast til borðs
með Ólafi og öðrum andans mönn-
um, sem þarna voru í kosti. Þessar
máltíðir höfðu yfir sér klausturleg-
an blæ og minntu húskynnin mig
einhvem veginn á refektóríum mið-
aldaklaustra þeirra, sem ég hafði
barið augum úti í Evrópu. Ólafur
bar með sér andvara klaustursins,
ekki bara af því að hann var pipar-
sveinn, heldur af því að hann var,
eins og hann sjálfur sagði, „ka-
þólskur til sálarinnar" — hafði ein-
hveija óútskýranlega suðræna
svejgju í sínum þankagangi.
Ólafur bjó lungann úr langri ævi
á Laugarvatni og var samgróinn
laugvetnsku landslagi. Þær voru
ófáar viðringamar sem við fórum í
saman um þær slóðir. Á yngri ámm
var Ólafur mikill göngumaður og
fór gangandi um fjöll og fírnindi
með frænda sínum, Guðmundi
Kjartanssyni jarðfræðingi. Því vora
vinir hans nokkuð uggandi um hans
hag þegar hann fluttist til Reykja-
víkur. Hann bjó ljómandi vel um
sig í íbúð sinni í Barmahlíð 1 og
naut þess að vera samvistum við
bróður sinn Jóhann og fjölskyldu
hans, og hann sást skunda út um
götur og torg í strigaskóm með
staf í hönd. En hann var samt hníp-
inn og það reyndist æ erfíðara að
finna umræðuefni, sem megnaði að
hrífa hann.
Samt taldi hann ekki eftir sér
að lesa bókarskraddu, sem undirrit-
uð var með í smíðum, gangrýna
hana og gefa nytsamleg ráð. Það
var einmitt eftir þann lestur sem
Ólafur fór í gönguferð og hné niður
á Klambratúninu og dó um stund.
Fyrir guðs mildi var hann vakinn
aftur til lífsins, og þegar ég heim-
sótti hann á Borgarspítalann eftir
þennan atburð var hann vel mál-
hress og virtist ekkert hafa orðið
meint af þessum skrepputúr inn í
eilífðina — nema ef síður væri.
Hann fullvissaði mig um það, að
skraddan hefði ekki orðið honum
að aldurtila. Hann var jafnvel svolít-
ið stúrinn yfír því að vera lífgaður
aftur við, því þetta hefði verið —
eins og hann orðaði það — sér, svo
öidraðum manni, hentugur og fyrir-
hafnarlítill dauðdagi. Eftir þetta
miðaði hann tímatal sitt við þennan
atburð og talaði um að þetta eða
hitt hefði gerst áður en hann dó
og eftir að hann dó.
Þó undarlegt sé, lifnaði Ólafur
allur við eftir þessa lífsreynslu, að
því er mér fannst. Hann fékk aftur
áhuga á lífínu og fylgdist vel með
mönnum og málefnum líðandi
stundar. Hann naut samvista við
bróðurdætur sínar og hann var svo
heppinn, að konan sem tók til hjá
honum var vel að sér í bókmenntum
og gátu þau rætt saman um þetta
hugðarefni sitt. Við vinkonumar
áttum þess kost enn um sinn að
heimsækja hann og spjalla við hann,
og þessar stundir bjuggu yfír sjald-
gæfum töfram. Það er kannski
skrýtið, en hann minnti mig á stór-
an blómvönd, sem gaf frá sér höfg-
an ilm.
í vor, þegar ég heimsótti hann
síðast, fann ég að hann var á för-
um, enda orðið framorðið. Ég átti
því láni að fagna að eiga þennan
vammlausa mann og vini, og fyrir
það er ég þakklát. Fjölskyldu hans
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Vilborg Auður ísleifsdóttir.
„Til góðs vinar'liggja gagnveg-
ir,“ segir í fomu kvæði og mönnum
ráðlagt, í framhaldi af því, að „fara
að fínna oft“. Af fundi Ólafs fannst
mér ég jafnan koma á einhvern
hátt ríkari og bættari, og kann því
að hafa valdið margt í fari hans,
ekki einungis fróðleikur hans og
mannvit heldur og sú heiðn'kja er
um hann lék eða sú hlýja sem af
honum stafaði en kannski ekki síst
sú æðralausa spaugsemi sem hann
sýndi jafnan, og það einnig eftir
að heilsa hans bilaði. Og þótt fyrir
kæmi að helst til langur tími liði
milli ferða minna til hans, tók hann
mér jafnan eins og ég hefði verið
hjá honum daginn áður og við gát-
um því tekið upp þráðinn að nýju
í spjalli okkar um ýmis mál sem
seint verða útrædd.
Þannig tók raunar Ólafur mér
strax í upphafí kynna okkar, eða
þegar ég hóf störf við Menntaskól-
ann að Laugarvatni haustið 1967
og við urðum samkennarar, en ná-
vist Ólafs á staðnum átti eflaust
sinn þátt í því að ég ílentist þar
lengur en til stóð. Með andans höfð-
ingja eins og Ólaf í kennaraliðinu
var eins og skólinn færðist í átt til
þess að vera Akademía, og má einu
gilda hvort kennsluaðferðimar hans
hafí fallið inn í það staðlaða mynst-
ur sem kennslufræði nútímans
reynir að troða upp á menn með
góðu eða illu. Hins vegar tel ég að
vel hafí hitt í mark orð eins merks
skólamanns þar á staðnum í mín
eyra að hann teldi það góðan mæli-
kvarða á þroska nemenda hve vel
þeir kynnu að meta kennslu Ólafs
Briem. Fyrir þá sem á annað borð
vora móttækilegir hefur það verið
ómetanlegt að njóta leiðsagnar
hans að brunni fræðanna, enda
hafa margir þeirra tekið upp merki
hans á því sviði.
Á Laugarvatni bjó Ólafur lengst
af, og landslagið í kring myndaði
eins konar umgerð um líf hans er
hæfði því hreint ekki illa. Þar nýtur
ekki einungis víðs útsýnis og
glæstrar fjallasýnar, heldur liggja
og þaðan gönguleiðir í ýmsar áttir
sem Ólafur var óþreytandi við að
þræða. Meðal þeirra má hér nefna
eina sérstaklega sem er við hann
kennd í hópi innvígðra, þótt hún
sé ekki enn merkt svo á landa-
korti, en það er lítill dalur sem læt-
ur ekki mikið yfír sér utan frá en
er þeim mun vinalegri og gróður-
sælli er inn í hann er komið, og ber
því með sóma réttnefnið Ólafsdal-
ur. En gönguleiðir Ólafs lágu raun-
ar miklu víðar en um næsta ná-
grenni Laugarvatns, því hann átti
til að bregða sér yfír miklar vegleys-
ur og upp í óbyggðir, svo sem til
að kanna vistarverur útilegumanna
sem hann fjallaði um í riti. Hér kom
sér vel að vera göngugarpur, en
þessar gönguferðir, og aðrar styttri
sem hann nefndi „viðring“, juku
honum trúlega ásmegin við þau
fræðistörf sem hann stundaði jafn-
an og munu halda nafni hans lengi
á lofti, hvort heldur era útgáfur
hans á Eddu og kvæðum þjóðskálda
eða eigin rit hans um norræna goða-
fræði, heiðinn sið, útilegumenn eða
Íslendinga sögur og nútímann. Sem
fræðimaður hafði hann einkar
næmt auga fyrir kjarna hvers máls
og samhengi hluta, og honum var
öllum öðrum betur lagið að setja
fræði sín fram á skýra og tæra
máli, þannig að hver maður mátti
skilja.
Af þeim viðfangsefnum sem
Ólafur fjallaði um stóð skáldskapur-
inn tvímælalaust hjarta hans næst,
enda gæddur skáldaæð sjálfur, þótt
hann vildi lítt flíka því. En þegar
mikið lá við, svo sem til að mæra
öndvegiskonur við Húsmæðraskól-
ann á Laugarvatni, reyndist hann
býsna hraðkvæður og óspar á lofíð,
og því ekki heiglum hent að keppa
við hann í íþrótt trúbadúra. Eitt
sinn sýndi hann mér ljóðaþýðingar
sem hann átti í fóram sínum, og
varð það úr, eftir nokkurt þóf, að
ég fékk leyfí hans til að fara með
eina þeirra, sem var þýðing á kvæð-
inu Tileinkun eftir Goethe, og fá
hana birta í Tímariti Máls og menn-
ingar, en með því skilyrði þó að
nafns þýðandans væri ekki getið.
Þýðingin birtist því nafnlaus í 5.
hefti 1982, en ég tel ástæðulaust
að láta þá nafnleynd ríkja öllu leng-
ur, enda er þýðingin honum til
sóma.
En þannig var Ólafur: hann var
fullkomlega laus við þá áráttu
margra samtímamanna okkar að
vera sífellt að trana sér fram og
láta á sér bera en svipaði meir til
þeirra fornu heimspekinga er völdu
sér einkunnarorðin bene vixit qui
bene latuit eða sá lifði vel sem
leyndist vel. Hitt er svo annað mál
að hann hefur ekki komist hjá því
að vera í sviðsljósi þar sem fræðin
era annars vegar og mun svo lengi
enn - sem og einnig í hugum þeirra
er vora svo lánsamir að kynnast
honum persónulega.
Kristján Árnason.
t
Fósturfaðir minn, tengdafaðir og fr
okkar,
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON
sem lést 3. september, verður
sunginn frá Kvennabrekkukirkju lai
daginn 10. september kl. 14.00.
Sævar Pétursson,
Guðmundur Jón Skúlason,
Hrafnhildur Skúladóttir,
Málmfrfður Skúladóttir,
Júlfus Skúlason,
t
Móðir okkar, tengdamóðir amma og
langamma,
MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR,
frá Steðja,
verður jarðsungin frá Reykholtskirkju
laugardaginn 10. september kl. 13.30.
Anna Eggertsdóttir,
Stefán Eggertsson,
Guðrún Eggertsdóttir, Edwin Kaaber,
Sigvaldi Þór Eggertsson, Sigríður Einarsdóttir,
Ragna Vaigerður Eggertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ændi
jarð-
ugar-
Ragnheiður Sigurðardóttir,
Herdfs Leopoldsdóttir,
Jörundur Þórðarson,
Helgi J. ísaksson,
Sigrfður Ó. Jónsdóttir.