Morgunblaðið - 09.09.1994, Síða 44

Morgunblaðið - 09.09.1994, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 . MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hættir Jamie Lee Fjörkálfar Tilþrif í söng og limbó FJÖRKÁLFARNIR, með þá Hemma Gunn og Ómar Ragnarsson í broddi fylkingar, hafa gert víðreist um landið í sumar og var lokahátíðin haldin á Hótel íslandi um síðustu helgi. Á loka- hátíðinni voru tilnefndir fjórir sigurvegarar í söngvakeppni Æskunnar á höfuðborgarsvæð- inu, en þar komu fram ails sextán söngvarar á aldrinum sex til fjórtán ára, sem sigrað höfðu í söngvakeppni Æskunnar víðs vegar um land- ið. Þóttu margir þessara ungu söngvara sýna stórgóð tilþrif á hátíðinni og fjölbreytni laga- vals og túlkunar með ólíkindum. Þau fjögur sem urðu hlutskörpust á lokahátíðinni voru Jóna Björg Eðvarðsdóttir, 14 ára, Reykjavík, Krist- björg Liija Jakobsdóttir, 13 ára, Akureyri, Erla Daðadóttir, 7 ára, Kópavogi, og Birkir Már Benediktsson, 12 ára, Reykjavík. í úrslitakeppni í limbódansi háðu tvær stúlku frá Selfossi, þær Birna Kristinsdóttir, 11 ára, og Maríanna Ósk Sigfúsdóttir, 12 ára, harða keppni, en þær áttu saman íslandsmetið, sem var 55 sentímetrar. Birnu tókst að jafna met- ið, en Maríanna Ósk hlaut silfrið. Myndirnar voru teknar í lokahófinu á Hótel íslandi. kvikmyndaleik? ► LEIKKONAN Jamie Lee Curt- is hefur glatt augað í kvikmynd- um allt frá því að hún lék í hroll- vekjunni „Scream Queen“ árið 1978, en í kjölfarið fylgdu myndir eins og Yistaskipti (Trading Plac- es), Fiskurinn Wanda (Fish Called Wanda) og nú síðast Sannar lygar (True Lies). Hún er þrjátiu og fimm ára gömul og segist vera orðin vandlátari á kvikmyndir en áður. Á næsta ári leikur hún í framhaldi af kvikmyndinni Fisk- urinn Wanda, en síðan getur hún vel hugsað sér að hætta kvik- myndaleik. Jamie Lee Curtis er dóttir leik- aranna Tony Curtis og Janet Leigh, þannig að hún á ekki langt að sækja hæfileika sína á hvíta „VIÐ höfum góð áhrif á hvort annað,“ segir Jamie Lee Curt- is um samband sitt og Christ- ophers Guests. JAMIE Lee í hlutverki sínu í „Sönnum lygum“ með Arnold Schwarzenegger. tjaldinu. Þau skildu eftir að- eins þriggja ára hjónaband og Tony hefur átt börn með tveimur eiginkonum eftir það. Jamie Lee Curtis segir að þrátt fyrir að fjölskyld- an sé sundurleit sé hún mjög náin og standi sam- an. Það sást kannski best nýlega við jarðarför Nicholasar Curtis. Hann var sonur Tonys og lést aðeins tuttugu og þriggja ára gamall af of stórum eiturlyfja- skammti. Á jarðar- förinni studdu börn Tonys dyggilega við bakið á föður sínum og Jamie Lee kemst við þegar hún minn- ist hálfbróður síns: „Það er erfitt að sætta sig við að hann sé dá- inn. Ég sakna hans mjög mikið.“ . Jamie Lee Curtis gekk í gegnum róstursamt tímabil á sínum yngri árum. Hún prófaði ýmislegt og var meðal annars kókaínneytandi í nokkur ár. Á þessum tíma var hún orðuð við dægur- söngvarann Adam Ant og kvik- myndaframleiðandann Michael Riva áður en hún tók saman við leikarann Cristopher Guest, en þau hafa nú verið gift í tíu ár og eiga tvö börn. Hún féll upphaf- lega fyrir mynd af honum í tón- listarblaðinu Rolling Stone og hringdi í um- boðsmann hans, en Guest svaraði ekki símhring- ingu hennar. „Stórskrítn- ar konur voru að hringja í mig klukkan þrjú eða fjögur að nóttu til,“ segir Guest kankvíslega, en hann sló eftirminnilega gegn í gamanmyndinni Spinal Tap. Þau hittust svo fyrir tilviljun á veit- ingastað í Los Angeles tveimur mánuðum síðar og urðu ástfangin. Eftir tíu ára hjónaband segist Curtis vera orðin rólegri í fasi og aldrei hafa verið hamingjusamari en ein- mitt nú. „HÚN er stjarna," segir Janet Leigh um dóttur sína Jamie Lee Curtis. UNGU söngvararnir úr lokakeppninni, ásamt fullorðnu Fjörkálfunum. PÁLL Óskar, sem var einn af gesta- söngvurum á hátíðinni, gefur ungum aðdáendum eiginhandaráritun. FORSPRAKKAR Fjörkálfanna, Hemmi Gunn og Ómar Ragnarsson. Hreyfimyndafélagið og Filmumenn kynna: j Áhættuatriðamyndirnar Negli þig næst og Spurning um svar kl. 9.30 í Háskólabíói. Skarphéðingxir verður fimmtugur BEKKJARFÉLAGAR í 6.Z mynduðu með sér félag, sem þeir nefndu Skarphéðingafé- lagið, þegar þeir Félagið er kennt við eðlisfræði- kennara bekkjar- ins, Skarphéðinn Pálmason. útskrifuðust frá MR árið 1964. Félag þetta er kennt við eðlisfræði- kennara bekkjarins, Skarphéðinn Pálmason. Árlega standa Skarphéð- ingar fýrir uppákomum o g á Nemendasambands- móti í maí sl. voru þeir meðal annars með vel heppnað skemmtiatriði. Þessa dagana er sérstaklega mikið um að vera hjá félaginu, þar sem Örlygur Richt- er, einn af frumheijum félagsins og fyrrver- andi forzeti (ritað að hætti Skarphéðinga), fagnar fimmtugsafmæli sínu. Mun félagið í dag vera með hátíðarhöld í tilefni af því en Örlygur átti afmæli sl. miðvikudag. AFMÆLISBARNIÐ Örlygur Richter sést hér fyrir miðju umkringdur nokkrum fylgdar- mönnum en honum á hægri hönd er Skarphéð- inn Pálmason lærimeistari hans. Skarphéðingafélagið hefur aldrei sam- þykkt að zetan hafi verið felld niður enda vegið að rótum félagsins með því. Þeir hafa því undir höndum formlegt bréf frá mennta- málaráðuneytinu, þar sem þáverandi menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, segir að ráðuneytið muni ekki amast við því að Skarphéðingar noti zetuna áfram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.