Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 49
KNATTSPYRNA
TENNIS / OPNA BANDARISKA
RALL
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1994 49
ÍÞRÓTTIR
Knattspyrnu-
þjálfarar!
Unglingaráð Knd. Vals óskar eftir umsóknum
í allar þjálfarastöður yngri flokka félagsins.
Um er að ræða 3.-7. flokk karla og 2.-6. flokk
kvenna.
Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl.
merkt: „Þjálfun-1918“ fyrir þriðjudaginn 13.
septembernk.
Nánari upplýsingar f ást hjá f ramkvæmda-
stjóra Knattspyrnudeildar Vals í símum
* 623730 og 623731.
8
Unglingaráð Knattspyrnudeildar Vals.
Guðni til
Palace?
Guðni Bergsson, fyrirliði Vals
og íslenska landsliðsins hefur
í hyggju að gerast atvinnumaður í
knattspymu á nýjan leik, og ganga
til liðs við Crystal Palace í Eng-
landi. Þetta kom fram á Bylgjunni
í gær. Guðni lék á sínum tíma með
Tottenham í ensku deildinni en kom
heim og hóf að leika sem sínum
gömlu félögum í Val.
Samkvæmt frétt Bylgjunnar
hyggst Guðni fara út í haust og
sagði hann að aðeins ætti eftir að
ganga frá samningum við Crystal
Palace, en það er einmitt félagið
sem hann var orðaður við um það
leyti sem hann var að hætta hjá
Tottenham, en þá sagðist hann
ekki hafa áhuga á að fara til félags-
ins. Ekki náðist í Guðna í gær vegna
þessa máls.
ÚRSLIT
Agassi í formi
ANDRE Agassi er kominn í undanúrsiit í einliðaleik karla á
Opna bandaríska tennismótinu, en honum var ekki raðað
niður samkvæmt styrkleika í mótinu, enda hefur hann leikið
illa að undanförnu.
| j^jálfari Agassi undanfama mán-
uði hefur verið Brad Gilbert
sem var meðal fremstu tennisleik-
ara heimsins í rúman áratug, og
hefur árangurinn ekki látið á sér
standa hjá Agassi. „Ég hef verið
að reyna að segja honum að það
. skipti máli að hugsa og nota kollinn
aðeins, ekki bara leika fallegan
. tennis,“ sagði Gilbert eftir sigur
Agassi á þjóðveijanum Thomas
Muster sem var númer 13 á styrk-
| leikalista mótsins. Þar með hafði
Agassi, sem hafði ekkert styrk-
leikanúmer, slegið þijá slíka út.
Vinni hann Todd Martin á laugar-
daginn verður hann sá fyrsti, sem
ekki er raðað, í sögu mótsins til að
leggja fjóra sem raðað er.
„Gilbert hefur alla tíð verið að
vinna leiki sem hann hefði ekki átt
j að vinna, en ég hef hins vegar ver-
ið að gera tapa leikjum sem ég
hefði átt að vinna. Ég held að við
| náum að blanda þessu vel saman
og ég er ánægður með hversu vel
mér hefur gengið," sagði Agassi
eftir sigurinn.
Karel Novacek frá Tékklandi er
einnig kominn í undanúrslit en hann
sigraði Jaime Yzaga frá Perú í
gær, 6-2, 6-7 (7-9), 6-1, 5-7 og 6-3.
Pete Sampras, sem er efstur á
styrkleikalistanum, tapaði óvænt
fyrir Jaime Yzaga frá Perú í 4.
umferð á Opna bandaríska meist-
aramótinu í tennis á þriðjudags-
kvöld. Leikurinn var jafn og hálf-
gerður maraþonleikur sem stóð yfír
í þijár klukkustundir og 37 mínút-
ur. Lokatölurnar urðu 3-6 6-3 4-6
7-6 7-5 fyrir hinn 26 ára gamla
Perúmann.
„Það er ömurlegt að tapa þessu
svona. Mér líður eins og ég geti
ekki hugsað mér að halda á tennis-
spaða næstu fjóra mánuði," sagði
Sampras, sem sigraði á þessu móti
í fyrra. Hann hefur átt við meiðsli
að stríða í ökkla og þau háðu honum
í leiknum.
„Tilfínningin er frábær, ég get
■ SKALLAGRÍMUR hefur fengið
liðsstyrk í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik, sem hefst 29. september.
Sveinbjörn Sigurðsson úr Grinda-
vík hefur gengið til liðs við Borgnes-
inga, en hann lék ekkert með UMFG
í fyrra.
H FRAMHERJAR ætla að hittast
í Framheimilinu eftir leikinn við
ÍBK í kvöld.
■ JOHN Daly tók ekki þátt í Evr-
ópu Masternum í Sviss um helgina.
Gömul bakmeiðsli tóku sig upp vik-
una áður þegar hann lenti í áflogum
við föður annars kylfings eftir golf-
mót í Ohio.
■ MÓTIÐí Sviss var fyrsta mótið
sem telur fyrir Ryder-keppnina,
sem verður í Bandarikjunum eftir
ár. Fyrir hvert enskt pund sem menn
vinna sér inn í verðlaunafé fá þeir
stig og tíu kylfingar komast þannig
í sveit Evrópu en liðsstjórinn, Bem-
ard Gallacher mun síðan velja tvo
kylfinga til viðbótar.
■ ERIC Cantona, knattspymu-
maðurinn snjalli hjá Manchester
United, verður væntanlega hjá fé-
laginu þar til hann leggur skóna á
hilluna. Frakkinn, sem lék með níu
félögum á tíu árum, er 28 ára. Hann
kom til United frá Leeds og segist
vilja vera hjá félaginu lengi enn.
Cantona á tvö ár eftir af samningi
sínum, en Alex Ferguson, stjóri
United, sagði um helgina að seinna
í vetur myndi hann bjóða leikmannin-
um samning til langframa.
Reuter
ANDRE Aggasi er í miklu stuði þessa dagana enda með
nýjan þjálfara sem virðist ætla að ná taki á honum.
ekki hugsað mér hana betri,“ sagði
Yzaga eftir sigurinn. „Þetta var
mjög tvísýnt í lokin. En ég náði að
halda haus og Sampras var ekkert
á því að gefa leikinn þó hann væri
meiddur, hann er sannur meistari.“
mmi
FOLK
Flest hestöf I
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
METRÓ íslandsmeistaranna Ásgeirs Sigurðssonar og Braga Guðmundssonar og Ford Escort Cosw-
orth Peter Vassallo og Alan Cather eru best útbúnu bílar rallsins. Báðir eru fjórhjóladrif nir og
smíðaðir í Bretlandi. Ásgeir og Bragi hafa unnið alþjóðarallið tvö ár í röð.
Skemmtileg Jjeið fyrir
áhorfendur í Öskjuhlíð
FIMMTÁNDA alþjóðarallið sem haldið hefur verið hérlendis
hefst við Perluna í Reykjavík í dag kl. 15.00, en keppnin
stendur í þrjá daga og lýkur við Hjólbarðahöllina í Fellsmúla
kl. 15.00 á sunnudaginn. í kvöld verður m.a. sérleið í Öskju-
hlíð kl. 19.56 þar sem keppendur aka á fullri ferð í tvígang.
Islandsmeistararnir Ásgeir Sig-
urðsson og Bragi Guðmundsson
fara fyrstir af stað í sinni fyrstu
keppni á árinu. Þeir aka. sérsmíðuð-
um 275 hestafla Metró. í dag verður
ekið um ísólfsskála, Reykjanes og
í kvöld
Knattspyrna
1. deild karla
Laugardalsv.: Fram - ÍBK 20
(•Leikurinn átti að vera á sunnu-
daginn en var færður fram.).
1. deild kvenna
Síðasta umferð:
Ásvellir: Haukar - KR 18
Kópavogsv.: UBK - Stjaman .20
•Breiðablik fær íslandsmeista ra-
bikarinn afhentan í leikslok.
Valsv.: Valur - ÍA .18
Dalvíkurv.: Dalvík - Höttur .18
4. dcild karla
Leikur utn 3. sætið:
Siglufjv.: Magni - KS .18
Stapa. í kvöld verður ekið í Öskju-
hlíð og síðan verða bílarnir í viðgerð-
arhléi við Vöruflutningamiðstöðina
í Borgartúni kl. 20.39. Þar má bú-
ast við handagangi í öskjunni, þar
sem viðgerðamenn undirbúa bílana
fyrir átök laugardagsins, sem er
erfiðasti dagur keppninnar.
Ford Escort Cosworth Bretans
SUND
Peter Vassallo er öflugasti bíll
keppninnar, en Rúnar Jónsson og
Jón Ragnarsson á Mazda 323 og
Steingrímur Ingason og Hjörtur P.
Jónsson á Nissan aka einnig öflugum
bílum. Rúnar hefur foiystu í íslands-
mótinu, en Steingrímur er skammt
undan. Kumho alþjóðarallið hefur
tvöfalt vægi að stigum, þannig að
útkoman úr því er mikilvæg í stiga-
keppninni um titilinn. Sú nýbreytni
verður í rallinu að síðasta sérleiðin
verður ekin í Jósepsdal á sunnudag-
inn kl. 13.30, rétt á undan Norður-
landamótinu í torfæru.
Heimsmef á HM
Sveit Kína setti heimsmet í 4x100 m skriðsundi á heimsmeistaramótinu
í Róm á miðvikudaginn. Sveitin synti á 3.37,91 mín. en hana skip-
uðu Le Jingyi, Shan Ying, Le Ying og Lu Bin. Bandaríkjamenn áttu
gamla metið, 3.39,46, sett á Ólympíuleikunum í Barcelona 28. júlíl 1992.
Kínveijar hafa verið sigursælir á mótinu og eftir átta daga eru þeir í
fyrsta sæti, hafa unnið til 10 gullverðlauna, 7 silfur og einna brons.
Rússar eru í öðru sæti með 3 gull, 4 silfur og 3 brons.
Knattspyrna
Ítalía
Bikarkeppnin, fyrri leikun
Udinese - Fiorentina..........2:2
Evrópukeppni U-21.
Slóvenía - Ítalía.............1:1
Noregur - Hvíta-Rússland......4:0
íslandsm. 2. fl. karla
KR-ÍA........1................2:1
■KR nægði jafntefli til að hreppa íslands-
meistaratitiiinn en ÍA gat skotist á toppinn
með sigri. fA náði forystunni ( fyrri hálf-
leik en KR-ingar svöruðu tvívegis í þeim
síðari.
Körfuknattleikur
Reykjavíkurmótið
ÍS-ÍR.........................58:73
Golf
Opna Evrópumótið
Mótið er haldið í Uekfield í Englandi. Staða
efstu manna eftir fyrsta dag er þannig.
66- Colin Montgomerie
67- Russell Claydon
68- Seve Ballesteros, Costantino Rocca),
Mark James, Frank Nohilo, Jose Maria
Olazabal, Andrew Murray
69- Mats Lanner
70- Retief Goosen, David Curry, Steven
Richardson, David Gilford, Sandy Lyle,
Barry Lane
71- Michel Besanceney, Philip Price, Ian
Palmer, Santiago Luna, Anders Fors-
brand, Jonathan Lomas, Andrew Colt-
art, Howard Clark, Darren Clarke,
Derrick Cooper. Pedro linhart, Paul
McGinley, Jose Manuel Carriles, Klas
Eriksson
HELGARGOLFIÐ
Akureyri
Opna Coca Cola mótið verður haldið á Akur-
eyri um helgina. Leiknar verða 36 holur.
Garðabær
Opna Sjóvá-Almennar mótið verður á
sunnudag.
Sandgerði
Opna Lýsis mótið verður á sunnudag.
Unglingamót
Opna SPRON unglingamótið verður á Nes-
inu á laugardag.