Morgunblaðið - 09.09.1994, Qupperneq 52
MeWiiid
.'Setur brag á sérhvern dag!
TVÖFALDUR1. vinningur
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SlMl 691100, SlMBRÉF 691181. PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra Noregs um fiskveiðideiluna
Verðum að fínna póli-
tíska lausn á deilunni
Þýðir vonandi að Norðmenn séu tilbúnir
til viðræðna, segir Þorsteinn Pálsson
JAN HENRY T. Olsen, sjavarut-
vegsráðherra Noregs, segir að
pólitísk lausn verði að fínnast á
deilum Norðmanna og íslendinga
um veiðar í Barentshafi. Hann
segir einnig að íslenzki flotinn í
Smugunni hafi nú veitt meira en
tvöfaldan kvóta norska smábáta-
Tlotans það sem eftir sé ársins.
Fram kom í norskum fjölmiðlum
í gær að af 60 togurum í Smug-
unni væru 49 íslenzkir. Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra seg-
Fjölgun heilahimnu-
bólgutilfella
Varað við
faraldri
LANDLÆKNIR hefur í samráði
við farsóttanefnd ríkisins sent
læknum viðvörun um að heila-
himnubólgufaraldur kunni að
vera í uppsiglingu hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum sýkla-
rannsóknadeildar Ríkisspítal-
anna hefur 21 tilfelli heilahimnu-
bólgu greinst hér á landi það sem
af er árinu, þar af þrjú í septem-
ber og að sögn Ólafs Ólafssonar
landlæknis hafa tveir íslending-
ar látist af völdum heilahimnu-
bólgu nýlega. Um er að ræða
heilahimnubólgu af b-stofni, sem
ekki er unnt að bólusetja við en
landlæknir undirstrikar að til séu
áhrifarík lyf við sjúkdómnum og
flestir nái fullum bata, greinist
sjúkdómurinn snemma.
Landlæknir sagði að fyrr-
greint bréf hefði verið sent lækn-
um því sérstaklega brýnt væri
að læknar væru á verði þegar
faraldur vofði yfir og héldu ár-
vekni sinni, þvi að lykilatriði við
meðferð sjúkdómsins væri að
hann greindist sem fyrst.
Ólafur sagði að að jafnaði
hefðu komið hér upp 6-15 heila-
himnubólgutilfelli árlega en und-
anfarin ár hefði verið um nokkra
aukningu að ræða.
Síðast var hér heilahimnu-
bólgufaraldur á árunum 1975-
1977 þegar upp komu um 80 til-
vik. Landlæknir sagði að dánar-
tíðni væri oft á bilinu 8-10% en
ítrekaði að til væru áhrifarík lyf.
Hiti, hálsstirðleiki
eða útbrot
Helstu einkenni heilahimnu-
bólgu eru hiti, ógleði, ljósfælni,
höfuðverkur, hálsstirðleiki og
jafnvel útbrot með blæðingum.
Landlæknir segir að stundum
gangi sjúkdómurinn svo hratt
, yfir að koma þurfi fólki undir
læknishendur með hraði, einkum
ef um sé að ræða hita og stirð-
leika í hálsi eða skerta meðvit-
und.
Ólafur Ólafsson sagði að al-
gengast væri að fólk undir tví-
tugu veiktist af sjúkdómnum,
þó ekki yngstu börnin, og erfítt
. væri að ræða um ákveðinn
áhættuhóp.
ist vona að ummæli Olsens þýði
að Norðmenn séu að opna þann
möguleika að eiga pólitískar við-
ræður um lausn málsins.
„Við verðum að finna pólitíska
lausn, annað hvort í beinum við-
ræðum við íslendinga eða með
hliðsjón af nýjum alþjóðareglum
Sameinuðu þjóðanna, sem nú er
verið að semja,“ sagði Olsen sjáv-
arútvegsráðherra í gær í samtali
við norska ríkissjónvarpið.
Skilur viðbrögð trillukarla
Hann sagðist hafa skilning á
hörðum viðbrögðum norskra trillu-
karla, sem veittu varðskipinu Oðni
óblíðar móttökur er það kom til
Hammerfest í gær og kölluðu ís-
lendinga sjóræningja. „íslenzka
þjóðin ætti satt að segja að
skammast sín fyrir sjálftöku af
þessu tagi. íslendingar einir hafa
þegar náð aflamagni, sem er rúm-
lega helmingi meira en allur
þorskkvóti norska strandveiðiflot-
ans [smábátaflotans] frá ágúst-
mánuði og út árið;“ sagði Olsen.
Sjávarútvegsráðherrann sagði síð-
ar í viðtalinu: „Það lítur út fyrir
að [íslenzkir] stjórnmálamenn séu
ekki færir um að manna sig upp
og grípa inn í.“
Guð láti gott á vita
„Guð láti gott á vita,“ sagði
Þorsteinn Pálsson, starfsbróðir
Olsens, aðspurður um ummæli
norska ráðherrans um pólitíska
lausn. „Norsk stjómvöld hafa fram
til þessa neitað öllum viðræðum
um pólitíska lausn á þessu við-
fangsefni. Vonandi tákna þessi
ummæli að Norðmenn séu nú til-
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
tilkynnt yfirvöldum í Vestmannaeyj-
um að það geri ekki athugasemdir
við breytingar á reglugerð Lífeyris-
sjóðs starfsmanna Vestmannaeyja-
kaupstaðar, en samkvæmt þeim
verða ekki teknir inn í lífeyrissjóðinn
nýir félagar eftir 1. janúar næstkom-
andi. Þorgerður Jóhannsdóttir, for-
maður Starfsmannafélags Vest-
mannaeyja, segir að kjarasamningar
félagsins sem og allra aðildarfélaga
BSRB séu lausir um áramótin og
félagið muni ekki láta þessari kjara-
skerðingu ómótmælt, sem hún segir
að tryggingarfræðingar meti til
u.þ.b. 17%. Þá sé algerlega í lausu
lofti með hvaða hætti nýjum starfs-
mönnum Vestmannaeyjabæjar verði
bætt kjaraskerðingin eða til hvaða
lífeyrissjóðs þeim verði vísað, en
vafasamt sé hvort sjóðir á almennum
vinnumarkaði fari að taka inn opin-
bera starfsmenn. Þijú hundruð
starfsmenn Vestmannaeyjabæjar
eru í sjóðnum.
Þorgerður sagði að það væri mjög
margt athugavert við vinnubrögð
búnir til viðræðna. Við erum reiðu-
búnir að koma til þeirra um leið
og þeir fallast á slíkt.“
Þorsteinn sagði að ekki hefði
verið ákveðið hvað yrði rætt í við-
ræðum embættismanna sjávarút-
vegsráðherra ríkjanna, sem ákveð-
ið er að fari fram seinna i mánuð-
inum. „Að sjálfsögðu er gott að
stjórnenda bæjarins í þessu máli.
Þeir hefðu breytt reglugerð lífeyris-
sjóðsins einhliða, þó í fyrri reglugerð
segði að það ætti að gera í samráði
við starfsmannafélagið. „Samkvæmt
túlkun þessarar bæjarstjórnar þýðir
samráð einhvers konar tilkynninga-
skyldu; að það sé nóg að láta félag-
ið vita. ítrekuð mótmæli okkar virð-
ast ekki skipta máli. Mér finnst al-
varlegt mál fyrir launafólk ef það
er virkilega svo að vinnuveitendur
geta ráðstafað lífeyrissjóðum eins
og þeim dettur í hug þrátt fyrir að
embættismenn kortleggi stöðuna,
en það borgar sig tæplega að þeir
séu að því aftur og aftur. Ég legg
meira upp úr því að menn eigi
viðræður þar sem málin geta kom-
izt á hreyfingu og reynt að finna
pólitíska lausn. Vonandi má túlka
orð norska sjávarútvegsráðherr-
ans á þann veg að Norðmenn séu
að opna það.“
■ Sjómenn á norskum bátum/2
■ Á veiðum í Smugunni/6
við borgum 4% af okkar launum í
sjóðina," sagði Þorgerður.
Ekki vextir af lánum
Hún sagði að ekkert væri farið
að huga að því í hvaða sjóði ætti
að vísa þeim starfsmönnum sem
ekki fengju aðgang að sjóðnum eftir
áramótin. „Mér fyndist það mjög
óeðlilegt ef SAL-sjóðir ætla að fara
að taka inn opinbera starfsmenn þar
sem þeir hafa alltaf verið í sjóðum
ríkis eða sveitarfélaga," sagði hún.
Þá sagði Þorbjörg mjög margt að
Víboninn
flaug gegn-
um skoðun
Litla Hvammi, Mýrdal. Morgunblaðið.
SKOÐUN bifreiða stóð yfir á
planinu við Skaftárskála í gær
þegar Eiríkur Björnsson raf-
virkjameistari frá Svínadal koma
þar að á bíl sínum. Hann tók
fyrir að láta skoða bílinn. Flestir
hefðu kannski þurft að stinga
bílnum sínum aðeins inn á verk-
stæði til að láta yfirfara hann
fyrir skoðun, en ekki er að orð-
lengja það að bíll Eiríks rann í
gegnumskoðun.
Bíllinn hans Eiríks er Dodge
Weapon módel 1942, og þar af
leiðandi orðinn 52 ára gamali.
Skráningarnúmer bílsins er Z-2
og hefur Eirikur átt þetta bíl-
númer frá 1930. Það hefur ein-
ungis verið á tveimur bilum í
eigu Eiriks. Hann er sjálfur 94
ára gamall.
athuga við ávöxtun sjóðsins. Þannig
tæki bæjarsjóður lán hjá lífeyris-
sjóðnum án þess að greiða af þeim
vexti og lán sem tekin hefðu verið
fyrir 1980 hefðu aldrei verið vfsitölu-
reiknuð. Hún vísaði til áritunar end-
urskoðanda á reikninga lífeyrissjóðs-
ins vegna síðasta árs, en þar kæmi
fram að vextir væru ekki reiknaðir
af viðskiptaskuldum bæjarins við líf-
eyrissjóðinn. Síðan segi: „Reglugerð
iífeyrissjóðsins ásamt framkvæmd
bótagreiðsla samkvæmt núverandi
reglugerð er í endurskoðun, en frá-
gangur hennar hefur dregist mjög
á langinn. Vegna þess hve ofan-
greindir fyrirvarar eru viðamiklir er
ekki hægt að staðfesta að ársreikn-
ingurinn gefi glögga mynd af efna-
hag lífeyrissjóðsins né breytingu á
hreinni eign til greiðslu lífeyris."
Þorgerður sagði að vegna þessa
hefði hún skrifað undir reikningana
með sama fyrirvara og endurskoð-
andinn. „Það er auðvitað mjög gott
að geta fengið einhvers staðar lán
og borgað enga vexti,“ sagði Þor-
gerður.
Ekki athugasemdir við breytingar á reglugerð Lífeyrissjóðs Vestmannaeyjakaupstaðar
Kjaraskerðing-
in talin sautján
prósentustig