Morgunblaðið - 02.10.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 02.10.1994, Síða 2
2 B SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ stofnað félag íslenskra hestaeigenda í Slóveníu og við 'er að bætast félag á írlandi. Þess má geta að tveir ís- lenskir hestar eru í Hong Kong. Þessi erlendu hestamannafélög eru nær 280 talsins og bera flest nöfn íslenskra hesta. Fjölmennust eru félögin í Þýskalandi og á Norðurlöndum, í Danmörku og Svíþjóð, en einnig í Asturríki, Sviss, Frakklandi og Stóra- Bretlandi. Þessi félagsskapur er nokk- uð gildur þáttur í markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Mikil starfsemi er í kringum þessi hestamannafélög erlendis, útgáfur, kennsla og mót, sem efnt er til. Áður voru þetta Evrópumót eigenda íslenskra hesta, en nú eru það heims- mót, sem haldin eru annaðhvert ár, þar sem hestaeigendur vestanhafs eru þátttakendur. Og sækja þau, keppa og sýna, bæði Islendingar og útlendingar, svo sem kunnugt er. Eru þessi mót mótvægi við stórmótin á íslandi. Nú síðast sóttu mótið 1993 í Hollandi um 10.000 manns. Yfir 2.000 reidhesta útflutningur Til að halda í við eftirspumina inn- anlands og erlendis er ekki íjarri lagi að þurfi að fæðast á íslandi 7.800 folöld á ári. Að endumýjunarþörfin sé um 2.400 lífhross, en með því að rækta verða vitanlega affoll. í grein um stöðu hrossaræktar segir Kristinn Hugason, hrossaræktarráðunautur, að ætla megi að ending reiðhesta sé 7-10 ár. Megi álykta að markaður sé fyrir um 1.500 gelta reiðhesta á ári og auk þess megi gera ráð fyrir að 900 hesta þurfí til endumýjunar á reiðhestakosti hrossaræktenda og á smala- og vinnuhestum bænda. Hann leiðir einnig getum að því að 9.000 hryssur sem notaðar eru til undaneld- is standi að baki 7.000 ásettum folöld- um. Útflutningurinn hefur aukist úr 250 til 300 hrossum á ári þegar Fé- lag hrossabænda tók að sér forustu um útflutninginn 1985 upp í 2.485 hrossa útflutning í fyrra, segir í nýju fréttabréfí þeirra, en 50 ár eru liðin síðan farið var að markaðssetja is- lenska reiðhestinn erlendis. Árin á undan hafa verið fluttir út um 2.000 hestar. Segir þar að verð hrossanna sé hæst í Þýskalandi, um 30% hærra en í Svíþjóð og um 100% hærra en á íslandi. Markaðsverð folalda sé í Þýskalandi um 100-150 þúsund ís- lenskar krónur, ódýrustu hesta um 250 þúsund, betri hesta um 350 þús- und, keppnishesta 500 til 800 þúsund og góðra kynbótahesta þar fyrir ofan. Teikning Pétur Behrens margt fleira saman. Undirstaðan er auðvitað hrossaræktin. Er ekki fjarri lagi að árlega fæðist 7.800 folöld til að halda stofninum við. í Félagi hrossabænda eru rúmlega 600 manns og er þar miðað við þá sem eiga 28 hesta og fleiri, en all- flestir bændur og margir aðrir eiga nokkur hross. í þeim samdrætti í öðrum búgreinum, sem orðið hefur með minnkandi kvóta, hafa margir bændur getað bætt á sig hrossum. Einkum hafa þeir sem voru í kjöt- framleiðslunni aðlagað sig auknum útflutningi á reiðhestum og breytt yfir í uppeldi reiðhesta. Eins og Halldór Gunnarsson, framkvæmda- stjóri hrossabænda, orðaði það: „Þetta er vaxandi grein. Þessi sókn í útflutning á reiðhestum er mikið ævintýri. Þjóðverjar, sem eru stærsti innflytjandi íslensku reiðhestanna, segja að markaðsetningin sé rétt að byrja og við höfum miklar vænt- ingar um samstarf við þá. M.a. með því að setja upp þar úti hestamið- stöðvar með reiðskólum og hesta- ferðum milli búa til að gefa fólki kost á að kynnast íslenska hestinum þar. Ef við berum gæfu til að halda rétt á vonust við til mikils vaxtar í greininni". 75 þúswnd hross ó landinu Dálætið erlendis á fslenska hest- inum byggist á þeirri miklu grósku sem er í iðkun hestamennskunnar' í landinu sjálfu og vaxandi gæðum á öllu sem að henni lýtur. Um allt land eru hestamannafélög, 49 talsins með 800 skráðum félögum og er áætlað að 4-5 standi að baki hveijum einum, makar, böm og vinir sem nota hest- ana. Er þar þegar komin talan 40 þúsund en fleiri bregða sér eflaust stöku sinnum á bak um land allt. Félögin mynda Landssamband hestamannafélaga, sem allt frá 1950 hafa efnt til landsmóta fimmta hvert ár, en fjórðungsmóta í hinum ýmsu landsfjórðungum þess á milli, auk þess sem félögin efna til móta í sín- um heimasveitum. Þetta eru mjög fjölsótt mót, talið að um 12.000 manns hafí sótt síðasta landsmót á Hellu og þá ótalin böm og fleiri. Fer mjög vaxandi að börn og unglingar taki þátt í hestamennskunni og þeirri miklu félagsstarfsemi sem í kring um hana er. „Þetta er góður félags- málaskóli, þar sem þau læra að vinna kerfisbundið," eins og Sigurður Þór- hallsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands hestamanna, orðaði það, er við ræddum um hina gífurlegu starfsemi sem er í kringum hesta- mennskuna. Innan sambandsins starfar sérstakt hestaíþróttasam- band, sem er aðili að íþróttasam- bandi íslands. Hestamannaf élög i 19 löndwm Landsmótin sækja ekki aðeins íslenskt hestafólk heldur líka unn- endur íslenska hestsins erlendis. Á síðasta landsmót komu um 5.000 beinlínis til þess að sækja það er-- lendis frá. Þetta fólk greiðir ferðir, uppihald í landinu, ferðir um landið og kaupir sér þá oft hest í leiðinni og jafnvel íslenskan hund, lopapeys- ur, reiðtygi o. fl. Þessir eigendur íslenskra hesta virðast um leið og þeir unna sínum hesti taka ástfósýri við landið og allt íslenskt. Þykir ís- lendingum, sem hitta þá á mótunum erlendis, gaman að sjá þetta fólk í íslenskum lopapeysum, með sýning- arbása sem minna á íslenska bæinn, jafnvel með bjór á tunnum sem kall- ast íslenskur víkingabjór og leggj- andi á hestinn sinn íslenskan hnakk og beisli, sem mörgum finnst lang- fínast, áður en þeir ríða af stað með íslenskan hund í humátt á eftir og syngjandi íslensk lög sem það hefur lært í íslandsferðum. Erlendis eru sem fyrr segir orðnir hátt í jafn margir íslenskir reiðhestar sem hér heima eða um 60 þúsund. Þeir eigendur hafa líka með sér hesta- mannafélög, sem mynda Landssam- tök íslenskra hestamanna, FEIF. Fé- lögin eru í 19 þjóðlöndum, 17 í Evr- ópu og vestanhafs í Kanada og Bandaríkjunum. Nú síðast, meðan ófriður er í gömlu Júgóslavíu, var Félögin eru i 19 þjóólöndum, þessi erlendu hesta- mannafélög eru nœr 280 talsins og bera flest nöfn is- lenskra hesta Má ætla aó i skipu legum feröum á hestum taki þátt 4.500-5.000 manns Ilandinu eru samkvæmt skýrslum 75.200 hross og talið að erlendis séu um 60 þúsund íslenskir hest- ar. Umfang hrossaræktar og hestamennsku er orðið gífurlegt, miklu meira en menn gera sér grein fyr- ir. Stór hluti Islendinga kemur með einhveijum hætti að þessu. í hesta- mannafélögunum einum eru um 8.000 manns og þykir líklegt að að baki hveijum formlegum fé- laga standi 4-5, sem yrði þá allt að 40 þúsund manns. Að auki er þetta orðinn talvert þýðingarmikill þáttur í atvinnulífínu og teygir anga sína í allar áttir, um allt land og til útlanda. Hestamennskunni fylgir veruleg atvinnusköpun í sveitum og tekjur fyrir bændur, sem margir hafa, þegar að þrengir með kvóta, snúið sér að hrossunum og því sem þeim fylgir. í kringum hestamennskuna er margvíslegur iðnaður, útgáfur hér og erlendis, flutningastarfsemi og ýmiss konar þjónusta, að ekki sé talað um hestaferðir útlendinga og leigur. Hestafjöldinn sjálfur er eins og eim- vagn sem dregur marga vagna. Ekki er auðhlaupið að því að ná utan um það gífurlega umfang sem fylgir ís- lenska hestinum, en við höfum reynt að kafa ofan í málið með viðtölum við þá sem að þessu koma á ýmsum stigum og gerst þekkja. Margir sem talað var við vildu líkja gróskunni í hrossarækt og hesta- mennsku við sprengingu. Ekki síst með tilliti til hinnar miklu þátttöku innanlands, hestaferða erlendra ferðamanna og útflutningi reiðhesta. í rauninni hangir þetta allt og ótal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.