Morgunblaðið - 02.10.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 02.10.1994, Síða 16
16 B SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGl YSINGAR Varnarliðið Laus störf tveggja tölvunar- kerfisfræðinga Sjúkrahús varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli ósk- ar að ráða tvo tölvunar- eða kerfisfræðinga til starfa, annan á vélbúnaðarsviði og hinn á hug- búnaðarsviði. Um er að ræða föst störf. Störf- in felast í viðbótaruppsetningu tölvubúnaðar, gera tillögur um breytingar ásamt því að annast daglegan rekstur þeirra tölvukerfa er undir starfið heyra. Um er að ræða net- tengd kerfi. Einnig að annast uppsetningu nýrra forrita ásamt kennslu og þjónustu við starfsfólk. Að fylgja öryggisþáttum sam- kvæmt stöðlum og gera tillögur um breyting- ar ef við á er einnig hluti starfsins. Kröfur: Umsækjendur séu tölvunar- eða kerfisfræð- ingar með sem víðtækasta reynslu á sviði vél- og hugbúnaðar. Þurfa að geta unnið sjálfstætt og eiga gott með samskipti við annað fólk auk þess að hafa góða aðlögunar- hæfni. Mjög góðrar enskukunnáttu er kraf- ist, bæði á talað mál og skrifað. Umsóknir skulu berast ráðningardeiíd varn- armálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-11973, ekki síðar en 12. október nk. Starfslýsingar liggja þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa þær, þar sem í auglýsingunni er aðeins tæpt á því helsta og aðskilin lýsing er fyrir hvort starf. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. Umsóknum sé skilað á ensku. Þekking - Úrval - Þjónusta P|| REKSTRARVÖRUR LJlJ Réttarhálsi 2 ■ Sími: 91-685554 - Fax: 91-687116 H O F S F. TÖLVARI HOF sf., sem er eignarhaldsfélag Hag- kaups, IKEA, Kosta Boda, Baugs, Bónus o.fl., óskar eftir að ráða tölvara til starfa í tölvudeild fyrirtækisins. STARFSSVIÐ tölvara er að annast dagleg- an rekstur tölvukerfa HAGKAUPS og veita aðstoð til notenda. Meginmarkmið er að rekstur tölvukerfa gangi sem liðleg- ast fyrir sig. HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur séu menntaðir á sviði rafeindavirkjunar og/eða kerfisfræði, hafi haldbæra reynslu og þekkingu á eftirfarandi; netstýrikerfi Lan Manager, Unix (TCP/IP,-DNS) og not- endahugbúnaði; Word &. Exel. Áhersla er lögð á góða hæfileika 1 mannlegum sam- skiptum, útsjónarsemi, skipulagsgáfu auk dugnaðar og eljusemi í starfi. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 7. október nk. Ráðning verður fljótlega. Vinsamlega athugið að umsóknar- eyðublöð og allar nánari upplýsingar eru eingöngu veittar hjá STRA Staxf s- ráðningum hf. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10.00-16.00, en viðtalstímar eru frá kl. 10.00-13.00. Ungmennafélag íslands Skinfaxi - starfsmaður Óskað er eftir að ráða mann til starfa við tímaritið Skinfaxa. Skinfaxi er málgagn ung- mennafélagshreyfingarinnar og kemur út fjórum sinnum á ári. Starfsmaðurinn mun hafa aðstetur í þjónustumiðstöð UMFÍ í Fells- múla 26, Reykjavík. Starfið felst í auglýsinga- söfnun, söfnun éskrifenda, og innheimtu áskriftagjalda. Auk þess þarf viðkomandi að geta sinnt tilfallandi störfum í þjónustumið- stöð UMFÍ, svo sem símavörslu, tölvuvinnslu og fleiru. Umsóknarfrestur er til 7. október nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri UMFÍ, Fellsmúla 26, Reykjavík, sími 91-682929. Ungmennafélag íslands. Mosfellsbær 10L. Samvinnuháskólinn «■■■ Bifröst, 311 Borgarnes Rektor Samvinnuháskólans Skólanefnd Samvinnuháskólans á Bifröst auglýsir starf rektors Samvinnuháskólans laust til umsóknar. Núlíðandi starfstímabili rektors lýkur 31. júlí 1995 eða fyrr sam- kvæmt nánara samkomulagi. Rektorsstarfið er veitt til fjögurra ára í senn og má endurráða sama mann einu sinni í samfellu. Gert er ráð fyrir að rektor geti að starfstíma loknum starfað áfram við Sam- vinnuháskólann sem lektor eða með æðri háskólatitli. Skólanefnd veitir starfið að undangengnum úrskurði dómnefndar um starfsgengi um- sækjenda og að undangengnum skoðana- könnunum meðal kennara og annarra starfs- manna Samvinnuháskólans og námsmanna, bæði þeirra sem nú stunda nám við skólann og þeirra sem brautskráðst hafa frá Sam- vinnuskólanum og Samvinnuháskólanum. Nöfn allra umsækjenda verða birt. Umsóknum skal sannanlega komið til Jóns Sigurðssonar skólanefndarmanns og lektors við Samvinnuháskólann á Bifröst, 311 Borg- arnesi, og veitir hann allar frekari upplýs- ingar um starfið, starfskyldur, kjör o.þ.h., í síma 93-50000/93-50018. Með umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um menntun, próf- gráður, fyrri störf, þar á meðal um stjórnun- arstörf, háskólakennslu, rannsóknir og/eða önnur sérfræðistörf umsækjanda. Umsóknarfrestur er til 31. október 1994. Stefnt er að því að taka ákvörðun um starfið í ársbyrjun 1995. Hönnun - umbrot Otgáfufyrirtæki vill ráða vanan mann (Quark Xpress) í hlutastarf til að sjá um hönnun og umbrot á reglubundnu fréttablaði. Umsóknir með upplýsingum um reynslu og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Hönnun - 16005“, fyrir 12. okt. , Starfsrádningar hf Suðurlandsbraut 30 ■ 5. hæð ■ 108 Reykjavík RÁ Sími: 88 30 31 ■ Fax: 88 30 10 Guðný Harðardóttir Sjúkraþjálfarar atvinna Á Höfn í Hornafirði er laus staða sjúkraþjálf- ara. Starfsaðstaðan er til húsa í Heilsugæslu- stöðinni og telst vera mjög góð. Lang- stærsti hluti vinnunnar fer fram þar en einn- ig í Skjólgarði sem er elli/hjúkrunar- og fæð- ingarheimili. íbúðarhúsnæði er til staðar. Á Höfn er blómlegt mannlíf og atvinna góð. Allar nánari upplýsingar veita: Ásmundur Gíslason, s. 97-81118/81221 eða Þorvaldur Viktorsson s. 97-81039/81019. Skjólgarður, Heilsugæslus töðin, Horna firði. Fulltrúi óskast til starfa á Félagsmálastofnun Mos- fellsbæjar. Um er að ræða afleysirigarstarf í 6 mánuði frá og með 1. desember 1994. Fulltrúi er gjaldkeri stofnunarinnar, sér um atvinnuleysisskráningu, vinnumiðlun, rit- vinnslu, skjalavörslu, almenna afgreiðslu og símavörslu. Fulltrúi annast jafnframt síma- vörslu og ritvinnslu fyrir tómstundafulltrúa, húsnæðisnefnd og Heilbrigðiseftirlit Kjósar- svæðis. Umsækjandi þarf að hafa stúdents- próf eða sambærilega menntun, þekkingu og reynslu af ritara- og gjaldkerastörfum, auk þess að hafa hæfni til að umgangast fólk og geta unnið sjálfstætt. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitar- félaga og Starfsmannafélags Mosfellsbæjar, Ifl. 67. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað á Félagsmálastofn- un, Þverholti 3, fyrir 20. október 1994. Frekari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 668666 kl. 10.00-11.00 virka daga. Félagsmálastjóri. HÓTELVINNA 0G MÁLASKÓLI I B0URNEM0UTH I BRETLANDI Ný lelð fyrlr ungt fólk tll að vlkka sjóndelldarhrínglnn, læra ensku og öðlast starfsreynslu I ferÖaþjónustu. í samstarfi við ENGLISH 2000, SCHOOL OF ENGLISH bjóðum við ungu fólki upp á starfsnám (work experience) í Bretlandi. Frítt fæði og húsnæði, auk vasa- peninga. Málaskóli er 2 sinnum í viku (2 x 2,5 kennslustundir). Um er að ræða störf á ýmsum hótelum í Bournemouth við mót- töku, í veitingasal, herbergisþjónustu, í eldhúsi ofl. Hótelið velur hvaða starf hentar hverjum og einum. Tekið er mið af reynslu og þjálfun viðkomandi, auk ensku- kunnáttu. Hægt er að hefja dvöl hvenær sem er ársins, en ætlast er til að þú mætir á sunnu- degi og hættir á laugardegi. Dvalartími er 1-6 mánuðir. AuPAIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGAT/^26 101 REYKJAVÍK SlMI S1- 62 23 62 FAX 91-62 96 62 ISAMSTARFIMED VIDURKENNDUM MENNINGARSKIPTASAMTÖKUM lAUSTURRlKI, BANDARtKJUNUM. BRETLANDI. DANMÖRKU, FRAKKLANDI. HOLLANDI, ITALÍU. NOREGI. SPANIOG ÞÝSKALANDI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.