Morgunblaðið - 02.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
MARIA Lovísa aðstoðar viðskiptavin í verslun sinni. á
María Lovísa fatahönn-
uður stofnar nýja verslun
MARÍA Lovísa Ragnarsdóttir
fatahönnuður hefur opnað nýja
verslun á Skólavörðustíg 8 þar
sem hún leggur áherslu á persónu-
lega þjónustu og ráðgjöf. Hún
saumar eftir máli, breytir fötum
og hannar eftir óskum viðskipta-
vina auk þess sem hún selur fatn-
að sem hún hefur saumað nokkur
stykki af.
María segist hanna, sauma og
selja allan kvenfatnað nema nær-
föt og sundboli. Hún hefur saumað
mikið af brúðarkjólum og alls kyns
samkvæmisfatnaði. Hún segir að
tískan sé mjög fjölbreytt núna,
stutt og síð pils, dragtir og kjólar.
Nú sé ekki bara ein sídd og allar
konur í henni eins og oft hefur
verið áður. Hún segir að síðustu
fimm árin hafi verið áberandi
hversu konur vilji vera fínar, vilji
vera meira í kjólum og virkilega
klæða sig upp.
En hvernig er að keppa við inn-
flutta vöru? „Þótt mikið sé inn-
flutt þá vilja margar konur fá sér
eitthvað alveg sérstakt við viss
tækifæri. Þá eiga þær sér kannski
draumaflík í huganum sem þær
hafa aldrei fundið. Þær biðja mann
líka oft að sauma eftir annarri flík
sem er úr sér gengin. Svo eru það
konumar í yfirstærðum sem sjald-
an fá á sig eitthvað smart. Þær
vilja láta sauma á sig,“ segir Mar-
ía Lovísa.
Sýning framundan
María Lovísa útskrifaðist úr
Margrétarskólanum í Kaup-
mannahöfn 1979. Hún stofnaði
verslunina Maríumar um áramótin
1982-83 og rak hana í nokkur
ár. Frá því að hún hætti með hana
hefur hún verið með vinnustofu
og sérsaumað á fólk. Hún ætlar
að halda sýningu á fötum eftir sig
á Kaffi Reykjavík 13. október
næstkomandi.
SÉRA Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur skoðar nýja
fermingarkverið ásamt fermingarbörnum í Tjarnarskóla.
■ TÓNLISTARSAMBAND al-
þýðu heldur kóranámskeið nú um
helgina fyrir meðlimi í aðildarkór-
um sínum, um 120 manns taka
þátt í námskeiðinu sem er haldið
í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Leið-
beinandi námskeiðsins er Jón
Stefánsson kantor í Langholts-
kirkju. í dag, sunnudag, munu
þátttakendur á námskeiðinu verða
við messu kl. 11 í Langholtskirkju
og taka þátt í messunni með söng.
Tónleikar verða svo haldnir kl. 17
í Langholtskirkju þar sem allir eru
velkomnir.
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 B 23 _
FR JÁLSfÞRÓTT AÞJÁLF ARI
Frjálsíþróttadeild Fjölnis óskar eftir þjálfara
sem gæti tekið að sér þjálfun allra flokka á
komandi vetrarstarfi.
Allar nánari upplýsingar í símum 676153
og 873899.
V______________________________________/
T I L S Ö L U
Permaformhús í Skeljatangahverfi
Mosfellsbæ
Verð frá kr.
500.
Ódýrar ogfallegar íbúðir,
í góðu hverfi.
Ifagstceðir
greiðsluskilmálar!
Fulltrúar frá Álftárós
veita upplýsingar í
síma: 91-641340,
ídagfrá kl. 13:00 -15:00,
og alla virka daga á
venjulegum skrifstofutíma.
Við erum við sírnann í dag- hafðu samband !
PERMAFORM
Nýtt ferm-
ingarkver
gefið út
NÝLEGA var gefið út nýtt ferm-
ingarkver hjá Skálholtsútgáfunni,
útgáfufélagi kirkjunnar, en nýja
kverið er unnið á vegum fræðslu-
deildar kirkjunnar. Höfundur
texta er Jón Ragnarsson, en með
honum hefur fermingarstarfa-
nefnd kirkjunnar unnið að mótun
texta og efnis undir forystu sr.
Jakobs Ag. Hjálmarssonar. Einnig
tók hópur presta og kennara í tíu
prestaköllum þátt í tilrauna-
kennslu efnisins sl. vetur.
Heiti nýja fermingarkversins er
Samferða, og er það 100 blaðsíður
í A4-broti. Það er prýtt 400 mynd-
um sem ætlað er að dýpka textann
og gefa tilefni tit umræðna. Kver-
inu fylgir kennslulýsing og verk-
efni fyrir 22 fræðslustundir, auk
þess ýmiss konar ítarefni ásamt
yfirliti og ábendingum um efni til
frekari uppfyllingar og tilbreyting-
ar. Hönnun bókarinnar var í hönd-
um Búa Kristjánssonar myndlistar-
manns.
Nonæna listamiðstöðin í Sveaborg (NKC) er norræn stoínun sem heyrir undir
Norrænu ráðherraneíndina. samstarfsneínd ríkisstjórna Norðurlanda. Hlutverk hennar
er að ella norrænt myndlistarsamstarl og auka þekkingu á norrænni myndlist, bæði á
Norðurlöndum og utan þeirra. Aðsetur stoínunarinnar er i Helsinglors, i húsakynnum finnska
rikisins á eyjunni Sveaborg. Listamiðstöðin stendur fyrir sérsýningum og farandsýningum. gefur
út list tímaritið SIKSI, annast söínun listheimilda og íræðslu um myndlist, heldur ráðstefnur og
málfundi, rekur vinnustofur o.fl. Starfsmenn stofnunarinnar eru 15 talsins. Nú stendur yfir endur-
skipulagning á starfsemi hennar og gerð hefur verið breyting á samsetningu stjórnarinnar og stöðu
lorstjórans. Er þetta i samræmi við nýjar reglur. Við leitum að:
UPPLÝSINGASTJÓRA/ RITSTJÓRA
FYRIR TÍMARITIÐ SIKSI
Okkar hlutverk er að auka þekkingu á norrænni myndlist
og Norrænu listamiðstöðinni. Þitt hlutverk er, í samvinnu við
starfsfólk stofnunarinnar, að þróa og styrkja upplýsinga-
streymi til stofnana og almennings. Þú ert einnig ritstjóri
norræna listtímaritsins SIKSI sem gefið hefur verið út fjórum
sinnum á ári frá árinu 1986. Aðaláherslan eru á samtímalist,
bæði upplýsingar um hana ásamt dýpri umfjöllun og
skýringum. Efnið er bæði á norrænum tungumálum og
ensku. Við væntum þess að þú viðhaldir gæðum tímaritsins
en um leið þróir það enn frekar og aukir dreifingu þess til
muna.
Þú hefur góða þekkingu i listasögu, einkum samtímalist og
þekkir vel til prentferilsins. Þú átt auðvelt með að skrifa á
sænsku, norsku eða dönsku og ensku. Þú hefur reynslu í
blaðamennsku. Þú ert opinn, samvinnuþýður, skapandi og
skipulagður, og ert tilbúinn að leggja þig allan fram.
Við bjóðum þér að taka við stjórn tímarits sem er í kraft-
mikilli þróun og skipuleggja og þróa upplýsinga- og heim-
ildasafn sem hefur sterka norræna stöðu. Starfssamning-
urinn er til fjögurra ára. Laun eru samningsbundin.
Við hlökkum til að taka á móti umsókn þinni, með uppíýsingum um æviferiJ, fyrir þann 14. október 1994. Hún berist til
Mercuri Urval, Mannerheimvagen Í5A, SF-00260 Helsingfors. Starfsbyrjun er samkvæmt samkomulagi. Nánari
upplýsingar veita: Berndt Arell, settur forstjóri Norrænu listamiðstöðvarinnar, simi i Helsingfors 358-0-668 143, Bera
Nordal, stjómarformaður listamiðstöðvarinnar, simi i Reykjavík 91-621000 eða /an-OJa Sunabacka, ráðgjati Mercuri
Urval, simi í Helsingfors 358-0-441 74499.
Mercuri urvai