Morgunblaðið - 02.10.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
Konunglegarjfelenskar
kartöflur í Arósum
Það varð uppi fótur og fít á kontór stiptamtmanns
í Reykjavík þegar bréf barst frá Konunglega
danska landbúnaðarfélaginu árið 1849 undirritað
af einum frægasta embættismanni Danaveldis,
Jónasi Collin, með beiðni um íslenskar útsæðiskart-
öflur. Pétur Pétursson rifjar upp þetta sérstæða
mál og þátt „Erhvervsarkivet“ í Árósum, atvinnu-
greinasafns sem geymir skjöl, er tengjast atvinnu-
sögu Danaveldis og þar með íslands fyrr á tímum.
MATTHIAS H. Rosenorn stift-
amtmaður sendi kartöflurnar.
JONAS Collin úthlutaði ís-
lensku útsæðiskartöflunum.
HANS CHRISTIAN Andersen
við hliðið hjá Collin. Hér voru
íslensku kartöflurnar afhent-
ar haustið 1849.
ERHVERVSARKIVET (Atvinnugreinasafnið) í Árósum geymir
fjölda íslenskra skjala.
að mun hafa verið haustið
1983 að ég leitaði til þáver-
andi þjóðskjalavarðar,
Bjarna Vilhjálmssonar, og bað hann
að spyijast fyrir um bréf og skjöl
er snertu samband íslenskra búnað-
arsamtaka og konunglega danska
landbúnaðarfélagsins. Bjarni brást
vel við málaleitan minni og sneri
sér til „Erhvervsarkivet" í Árósum,
en það er atvinnugreinasafn er
geymir skjöl, sem tengjast atvinnu-
sögu Danaveldis. Hinn 17. nóvem-
ber 1983 barst svar frá safninu.
Henrik Vedel-Smith skjalavörður
ritar bréf og tilkynnir að safnið
varðveiti bréfasafn og gögn „Om
islandske kartofler og dyrknings-
forsög dermed" (1850/317). Jafn-
framt þessum tíðindum sendir safn-
ið ljósrit af öllum bréfum og blöðum
er málinu tengjast. Bjarni Vil-
hjálmsson afhenti mér bréfin vegna
vitneskju um tengsl við Gaimard-
leiðangur er hingað kom árið 1835.
Var honum kunnugt um áhuga
minn á ferðum þeirra félaga og tíð-
indum er þeim tengdust.
Um „Erhvervsarkivet“ má geta
þess að þar er varðveittur margs-
konar fróðleikur er varðar sögu
lands og þjóðar. í ársskýrslu safns-
ins, sem er myndarlegt rit, hafa oft
birst gagnmerkar greinar um fyrir-
tæki, stofnanir og einstaklinga, sem
tengjast Islandi með ýmsum hætti.
Starfsmenn safnsins bregðast
skjótt við þegar til þerria er leitað.
Ég leyfi mér að nefna dæmi. Þar
sem ársskýrslur „Erhvervsarkivet",
sem ijalla sérstaklega um ísland,
voru ekki tiltækar á söfnum hér
heima hringdi ég til Árósa og bað
um að mér yrðu sendar bækurnar.
Jafnframt lét ég í Ijós við stúlkuna,
sem varð fyrir svörum, að ég vildi
gjarnan eignast mynd af safninu.
Bækurnar komu með fyrstu flug-
ferð, en engin mynd. Alllöngu síðar
kom forkunnar vel heppnuð ljós-
mynd af safninu. Fylgdi með vin-
samlegt bréf þar sem þess var get-
ið að beiðnin hefði eigi gleymst, en
beðið hefði verið eftir hentugu tæki-
færi og góðum myndasmið. Er hér
með þakkað fyrir fagra mynd, en
sérstakt leyfi þarf til birtingar.
Myndin, sem hér fylgir er teikning
úr ársskýrslu safnsins.
Það varð uppi fótur og fit á kont-
ór Rosenörns stiptamtmanns í
Reykjavík þegar bréf barst frá Kon-
unglega danska landbúnaðarfélag-
inu árið 1849 undirritað af einum
frægasta embættismanni Dana-
veldis, Jónasi Collin, með beiðni um
íslenskar útsæðiskartöflu. Hverjum
gat dottið í hug slík fásinna, að
nokkur maður í hinum menntaða
heimi hefði áhuga fyrir slíkri afurð?
Og það sjálfur Collin.Elstur og virt-
astur þeirra embættismanna er
önnuðust málefni íslands. Stjórnar-
maður Konunglega leikhússins.
Verndari ævintýraskáldsins H.C.
Andersens, vinur Thorvaldsens
myndhöggvara, hollvinur og vernd-
ari Þorsteins garðyrkjumanns Þor-
steinssonar frá Úthlíð í Biskups-
tungum, traustur hjálparmaður
Þórðar Sveinbjörnssonar dómstjóra
og Bjarna Thorarensens amtmanns
og sá höfðingsmaður er Jónas Hall-
grímsson sneri sér til með styrk-
beiðni til rannsóknarferðar þegar
hann hafði kveðið ljóð sitt, sem
átti eftir að verða einkunnarorð
Háskóla íslands: „Vísindin efla alla
dáð.“
... „fái ég enga hjálpina á ég
aðeins um tvennt að velja, annað-
hvort gefast upp í máttvana við-
leitni minni eða leita á náðir Frakk-
ans“. Hér á Jónas við Poul Gaim-
at'd, franska vísindamanninn, sem
hafði mælst til þess við Jónas að
hann gerðist fylgdarmaður sinn ef
hann kæmi þriðja sinni til íslands.
Jónas skráir dagbók sína 1839 á
gjafabók Gaimard’s.
Svo enn sé vikið að útsæðispönt-
un Collins þá ritar hann í nafni
Konunglega landbúnaðarfélagsins.
Rosenörn stiftamtmaður er á förum
til Danmerkur. Hann felur Þórði
Sveinbjörnssyni dómstjóra að senda
útsæðiskartöflur. Það gerir hann
með skonnortunni Reykjavík og bið-
ur Þórð Jónasson amtmann í Frið-
riksgáfu að senda eyfirskar kartöfl-
ur. Þær fara með skonnortu Örum
& Wulff.
Þegar farmurinn kemur til Kaup-
mannahafnar er mikið um dýrðir.
Helstu forvígismenn ræktunar,
greifar og þingmenn fá boð frá
Collin um að koma á heimili hans
að Amalie-götu. Þar er kartöfluúts-
æðinu úthlutað. Frá þessu má skýra
ítarlegar við hentugt tækifæri.
Áhuginn á íslensku kartöflunum
var sprottin af því að þær töldust
nær ónæmar fyrir kartöflusýki.
dVinátta Jónasar Collins og Þor-
steins garðyrkjumanns frá Uthlíð
var byggð á traustum grunni. Þor-
steinn skírði son sinn Jón Collin.
Einn af niðjum hans var Jón Collin,
stjúpfaðir Kristínar, móður Guð-
mundar Magnússonar fyrrum há-
skólarektors: Hún ber nafn Collins.
Höfundur er fyrrverandi þulur.
SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1994 B 25
TILKYNNING:
Þar sem Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur hætt
að skoða eldri raflagnir, mun Rafsól taka að sér
úttektir raflagna svo og gera kostnaðaráætlanir
á þeim úrbótum sem þurfa þykir, eigandanum
að kostnaðarlausu.
Rafsól hf. er löggiltur rafverktaki og starfar á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar í síma 35600.
Iw
RAFSOL
@
SKIPHOLTI33, SÍMI35600.
LÖGGILTUR RAFVERKTAKI
Frá starfsþjálfun
fatlaðra
Tekinn verður inn nýr hópur í starfsþjálfunina í janúar
1995. Umsóknarfrestur ertil 10. nóvember nk.
Starfsþjálfunin er hugsuð sem endurhæfing eða hæf-
ing til náms og starfa og ætluð einstaklingum eldri
en 17 ára sem vegna sjúkdóma, slysa eða annarra
áfalla þurfa að endurmeta og styrkja stöðu sína.
Starfsþjálfunin tekur þrjár annir, kennd er
tölvunotkun, bókfærsla, verslunarreikningur,
íslenska, enska og samfélagsfræði.
Einnig er veitt starfsráðgjöf og stuðningur við
atvinnuleit. Tekið er á móti umsóknum í
starfsþjálfun fatlaðra, Hátúni 10a, 9. hæð.
Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður
í síma 29380.
fr’ Stjórntækniskóli íslands
— Höf6abakka9. Sími 671466
MARKAÐSFRÆÐI
Stjórntækniskóli íslands
gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í
markaðsfræðum. Náminu er ætlað að koma til
móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um
hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki með
góða almenna menntun, starfsreynslu í viðskip-
talífinu eða þeim sem vilja bæta við sig þekkingu
og fá innsýn í heim markaðsfræðanna.