Morgunblaðið - 04.10.1994, Side 2

Morgunblaðið - 04.10.1994, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR 30 íslendingar á Kamtsjatka Ekki orð- ið gossins varir „HÉR er allt í stakasta lagi og við höfum ekki orðið varir við eldgos- ið,“ sagði Ingólfur Skúlason í borg- inni Petrovpavlosk á Kamtsjatka- skaga á Kyrrahafsströnd Rúss- lands í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Á laugardag hófst eld- gos í fjallinu Klútsjevskaja Sopka sem er rúmlega 200 km beint norð- ur af borginni. Gosmökkurinn frá Klútsjevskaja Sopka, sem er 4.750 metra hátt keilulaga fjall, náði í allt að 65.000 feta hæð. Náði mökkurinn í gær 1.§0O kílómetra út yfir Kyrrahafið og hafði raskað flugumferð milli norðanverðrar Ameríku og Suð- austur-Asíu. „Það hefur dregið úr gosinu í dag. Veðurhorfur eru þann veg að við eigum ekki von á að mökkinn leggi hingað," sagði Ing- ólfur. Hann sagði að gífurlegur kraftur hefði verið í gosinu framan af og sjónarvottar hefðu sagt eld- súluna hafa náð 500 metra í loft upp. Ekki tími til að skoða gosið Tæplega 30 íslenskir iðnaðar- menn vinna við verklegar fram- kvæmdir á tveimur stöðum á Kamtsjatka, í nágrenni Petrov- pavlosk. „Við höfum ekki haft tíma til að fara og kíkja á gosið, erum í kappi við klukkuna við að ljúka framkvæmdum áður en vetur gengur í garð og snjórinn leggst yfir allt,“ sagði Ingólfur. MQ£gunblaðið/Sig. Sigm. KARTÖFLUUPPSKERU er nú að mestu lokið og aðeins einhverjar eftirhreytur í jörðu sem bænd- Góð uppskera en lök afkoma góð. Sérstaklega eigi þetta við á uppskerutímanum og fram eftir hausti, en síðan hafi oft komist jafnvægi á. „Það hefur þó gengið illa að ná verðinu upp aftur þegar það hefur einu sinni farið niður. Það er því útséð að afkoma bænda verður ekki góð. Það hefur sýnt sig að neyslan eykst ekki neitt þó það spretti mikið, og þetta er ekki þannig vara að hægt sé að stjórna eftirspurninni með verðinu. Það hefur verið reynt og það hefur sýnt sig að það bara gengur ekki,“ sagði Sigur- bjartur. KARTÖFLUUPPSKERU er nú að mestu lokið, og að sögn Sigurbjarts Pálssonar, for- manns Landssambands kart- öflubænda, er Ijóst að uppsker- an þetta árið er mjög góð. Þessa dagana er verið að taka saman hverjar birgðirnar eru og því enn ekki ijóst hver heildarupp- skeran er, en Sigurbjartur segir þó ljóst að hún eigi að endast fram að næstu uppskeru. Hann segir verð til bænda hafa verið lágt og afkomuna í greininni því ekki góða. „Uppskeran er kannski ekki eins mikil og menn hafa látið í veðri vaka en hún er engu að siður góð. Heilbrigðið ætti jafn- framt að vera gott og engin áföll komu af völdum tíðarfars eða siíks. Það fraus ekki fyrr en seint og um síðir, og það sem þá var eftir í jörðinni kann að hafa laskast eitthvað, en ótrú- legt er að það hafi orðið til vand- ræða,“ sagði Sigurbjartur. Verðið neðan neðstu marka Hann segir verð á kartöflum hafa verið jafnvel neðan við neðstu mörk í haust, en það sé árvisst að mikil spenna sé á markaðnum þegar sprettan er Finnur Ingólfsson nýr þingflokksformaður Framsóknarflokks Páll hættir vegna ósam- komulags í þingflokknum FINNUR Ingólfsson tók við formennsku í þingflokki Framsóknar- flokksins af Páli Péturssyni á þingflokksfundi síðastliðinn laugar- dag. Páll segist ekki hafa gefið kost á sér vegna þess að hluti þmg- flokksins hafi ekki verið sammála sér, meðal annars í EES-málum, og hann talið eðlilegt að hinn hlutinn fengi sinn fulltrúa í þetta embætti. Aðspurður kveðst hann frekar eiga von á því að Halldor Ásgrímsson, formaður flokksins, hafi viljað skipta um þingflokks- formann. Halldór neitar því að þetta hafi verið gert að hans undir- lagi og segir að EES-málið komi þessu ekkert við. Nýr diskur Bjarkar í 10. sæti ytra GEISLADISKUR med sex endur- hljóðblönduðum lögum af Debut- geisladiski Bjarkar Guðmunds- dóttur fór beint í 10. sæti á breska vinsældalistanum í þessari viku. Ásmundur Jónsson, einn aðstand- enda Smekkleysu, sagði að hér væri um mjög góðan árangur að ræða. Hann sagði að diskurinn hefði verið gefinn út í takmörkuðu upplagi og yrði því tæplega lengi álistanum. Ásmundur sagði að Björk hefði valið lögin úr úrvali óopinberra endurhljóðblandna af geisladiskn- um. Hann sagði að valið hefði stað- ið um töluverðan fjölda end- urhljóðblandna og nefndi sem dæmi um lög á disknum að á hon-. um væri 12 mínútna útgáfa af lagi Bjarkar Human behavior. Nú er að sögn Ásmundar Ijóst að „unplugged“-tónleikar Bjarkar á vegum bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar MTV verða gefnir út á geisladisk í nóvember. Nokk- ur ný lög eftir Björk verða á plöt- unni. Debut hefur náð gullplötusölu, þ.e. selst í yfir 500.000 eintökum í Bandaríkjunum. Heildarsala er komin yfir tvær milljónir. Páll hafði tilkynnt að hann gæfi ekki kost á sér í þetta starf. Flokks- forystan hafði fyrir fundinn komið sér saman um að Finnur Ingólfsson tæki formennskuna að sér. Gaf hann kost á sér á fundinum og það gerði Ingibjörg Pálmadóttir vara- formaður þingflokksins einnig. Finnur var kosinn formaður með 9 atkvæðum en Ingibjörg fékk 4. „Mér var það Ijóst að búið var að ákveða það fyrir fundinn að Finnur Ingólfsson fengi þetta emb- ætti. Samt sem áður fannst mér rétt að gefa kost á mér til þess að sýna fram á það að fleiri hefðu áhuga á starfinu,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg var síðan endurkjörin varaformaður þingflokksins og Jón Kristjánsson ritari. Varamenn eru Stefán Guðmundsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. „Þingmenn þökkuðu Páli Péturssyni fyrir mik- ið og gott starf sem leiðtogi þing- flokksins undanfarin ár,“ segir í fréttatilkynningu frá þingflokkn- um sem Morgunblaðinu barst í gær. Ágreiningur um EES „Það er gaman að vera formað- ur í samstæðum og öflugum þing- flokki þegar maður veit af þorra þingmanna að baki sé_r og maður verður bakkaður upp. Ég varð hins vegar var við það að nokkur hluti þingflokksins var ekki sammála mér um alla hluti og var eðlilegt að hann fengi sinn fulltrúa í þetta embætti," sagði Páll um ástæður þess að hann gaf ekki kost á sér áfram. Nefndi hann sérstaklega afstöðu sína til EES-málsins í þessu sambandi. Þá bætti hann því við að margir hefðu viljað komast í embættið. Aðspurður um það hvort formannsskiptin í flokknum hefðu haft áhrif sagði Páll að ekki hefði reynt á það. Mikil og góð samvinna hefði verið með þeim Steingrími Hermannssyni og slíkt væri nauðsynlegt. Hins vegar sagðist hann frekar reikna með að Halldór hafi viljað skipta um. Gott að skipta um Halldór neitaði því að skipti á formanni þingflokksins hefðu verið að sínu undirlagi. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það sé alltaf gott að skipta annað slagið um og veit ekki betur en Páll sé sáttur við það, annað kæmi mér á óvart,“ sagði Halldór. Hann neitaði því harðlega að afstaðan til EES-máls- ins blandaðist inn í þetta mál, það mál væri löngu afgreitt. Báðir sögðust Páll og Halldór vera ánægðir með að Finnur Ingólfsson hefði verið kjörinn þingflokksfor- maður. Páll sagðist ganga ósár frá þess- um málum. Hann væri ekkert að hætta í pólitík og hefði nú að sumu leyti fijálsari hendur. Þorskkíló- ið selst á 255 krónur VERÐ á varanlegum þorsk- kvóta hjá Kvótamarkaðnum í Reykjavík er komið upp í 255 kr. og er heldur meira framboð en eftirspurn. í mars sl. var þorskkílóið af varanlegum kvóta selt á 210 kr. Verð á leigukvóta er 70 kr. I síðustu sölu fyrir kvótaúthlutun þessa fiskveiðiárs fór þorskkílóið á 265 kr. Mikil eftirspurn er eftir rækjukvóta og er leiguverðið það hæsta hingað til, 20-21 kr. fyrir hvert kíló. Einnig er eftirspurn eftir síldarkvóta og selst kvótinn, 1.330 tonn, á 3,6 milljónir króna. Greiðslu- stöðvun hjá Dagsprenti DAGSPRENT hf. á Akureyri, sem gefur út dagblaðið Dag, fékk í gær greiðslustöðvun til 24. október næstkomandi. Hörður Blöndal fram- kvæmdastjóri sagði að aðgerð- ir, sem gripið var til síðla síð- I asta vetrar, uppsagnir og fleira, væru farnar að skila sér og þannig hefði verið hagnaður af rekstrinum síðustu fjóra mánuði. Efnahagur fyrirtækis- ins væri hins vegar erfiður, skuldir of miklar. „Það sem við erum að gera núna er að laga efnahag fyrir- tækisins,“ sagði Hörður og benti á að eignasala kæmi til greina. Grunaður um að aka í vímu MAÐUR, sem grunaður var um að aka undir áhrifum fíkniefna, var stöðvaður af lögreglu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði á föstudag. Maðurinn sinnti ekki stöðv- unarmerkjum lögreglu þar sem hann ók í Túnahverfi í Garðabæ. Hann reyndi að kom- ast undan og náðist ekki fyrr en á Reykjavíkurvegi. í þann mund sem íögreglumenn stöðv- uðu manninn stakk hann upp í sig hassmola og kyngdi hon- um. Hann var færður á lög- reglustöð í Reykjavík þar sem starfsmenn fíkniefnalögregl- unnar yfirheyrðu hann. Hann var síðan sendur á slysadeild til læknisskoðunar en ekki þótti ástæða til að dæla upp úr hon- um. * Urskurðað- ir í gæslu- varðhald TVEIR menn af þremur, sem brutust inn á 14 stöðum aðfara- nótt fimmtudags í síðustu viku, hafa verið úrskurðaðir f 45 daga gæsluvarðhald. Mennirnir, sem eru síbrota- menn, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna fyrri mála. Þau verða afgreidd með- an á gæsluvarðhaldi stendur og afplá mennirnir þegar dóm- ar hafa verið upp kveðnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.