Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 4

Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný flugstjórnarmiðstöð tekin í notkun á Reykjavíkurflugvelli Áætlaður kostnað ur 1,4 milljarðar Myndrænt upplýsingakerfi, Flugvakinn, afhent NÝBYGGING flugstjórnarmiðstöðvarinnar. Áætlað er að öll starfsemi flytjist í nýju bygginguna á næsta ári. NYJA flugstjórnarmiðstöðin á Reykjavíkurflugvelli var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í gær, og er það upphafið að uppbygg- ingu tæknibúnaðar framtíðarinnar hjá Flugmálastjórn samkvæmt framtíðarstefnu sem Alþjóðaflug- málastofnunin, ICAO, hefur mark- að. Halldór Blöndal samgönguráð- herra og dr. Assad Kotaite forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálstofnun- arinnar lögðu hornstein að bygg- ingunni. Aætlað er að-kostnaður við nýju flugstjórnarmiðstöðina með tilheyrandi tæknibúnaði verði um 1,4 milljarðar króna. íslenska ríkið greiðir um 20% af framkvæmdakostnaðinum, en ICAO um 80%, sem innheimt verða í formi notendagjalda af alþjóð- legri flugumferð í samræmi við samning við ICAO. Gert er ráð fyrir að starfsemi flugstjórnarmið- stöðvarinnar verði að öllu leyti flutt í nýju bygginguna á næsta ári. Lagning homsteins nýju flug- stjómarmiðstöðvarinnar er liður í 50 ára afmæli Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar 7. desember næst- komandi, en hún er ein af stofnun- um Sameinuðu þjóðanna. Stjórnun flugumferðar verður aðalviðfangs- efnið í.nýju flugstjómarmiðstöð- inni þegar allar viðkomandi deildir flugumferðarþjónustunnar hafa flutt starfsemi sína í hin nýju húsa- kynni, en nú þegar hafa radíó- deild, tölvudeild og skóli flugum- ferðarþjónustunnar tekið til starfa í byggingunni. íslenska fiugstjórn- arsvæðið er næst stærsta úthafs- flugstjómarsvæðið í heiminum, en samtals er það 5,2 milljónir fer- kílómetra, eða sem svarar til helm- ingsins af meginlandi N-Ameríku. Á síðasta ári fóm um flugstjórnar- svæðið alls 64.955 flugvélar, en áætlað er að um borð í þéim hafi verið 13-14 milljónir farþega. Nægur húsakostur til ársins 2010 Ákvörðun um byggingu nýju flugstjórnarmiðstöðvarinnar var tekin árið 1990, og 10. september 1991 tók Halldór Blöndal sam- gönguráðherra fyrstu skóflu- stunguna að byggingunni. Við hönnun flugstjórnarmiðstöðvar- innar var reiknað með að húsa- kostur yrði nægur til ársins 2010. Var tekið mið af framkvæmda- áætlun um uppbyggingu alþjóða- flugþjónustunnar til þess árs, en í þeirri langtímaspá er gert ráð fyrir 3% aukningu flugumferðar á ári. Starfsmenn í flugstjórnarmið- stöðirini verða um 75 talsins þegar öil starfsemin verður komin í bygginguna. í henni verður háþró- aður tæknibúnaður, svo sem flug- gagnakerfi, fjarskiptastjórnkerfi, ratsjárvinnslukerfi og upplýsinga- kerfi. Er vonast til að búið verði að afhenda og setja allan tækni- búnaðinn upp fyrir sumarið 1995, en stefnt er að því að hefja stjórn flugumferðar í byggingunni í apríl það ár. Nýja byggingin er samtals 3.107,5 fermetrar og er hún á einni hæð auk kjallara. Arkitektar eru þeir Halldór Guðmundsson og Ragnar Auðunn Birgisson hjá Teiknistofunni hf., verkfræðihönn- un annaðist Almenna verkfræði- stofan hf. og Rafhönnun hf. annaðist raffræðihönnun. Jarð- vinnu annaðist Borgartak hf. og SH verktakar hf. önnuðust upp- steypu byggingarinnar. Bygging- arstjóri er Jóhann H. Jpnsson framkvæmdastjóri flugvallaþjón- ustu, og formaður byggingar- nefndar er Haukur Hauksson varaflugmálastjóri. Fyrsta myndræna upplýsingakerfið I tengslum við opnun bygging- arinnar í gær afhenti Fjarhönnun hf. Flugmálastjóm Flugvakann, en það er heitið á nýjasta grafíska upplýsingakerfi fyrirtækisins. Flugvakinn er fyrsta myndræna upplýsingakerfið fyrir flugumferð- arstjórn, sem byggist á lykilborðs- lausnum óháðum vinnustöðvum og gerir vinnuumhverfi flugum- ferðarstjóra pappirslaust. Flug- vakinn er hannaður frá grunni til að auka öryggi við ákvarðanatöku flugstjóra í ört vaxandi flugumferð og skilar hann upplýsingum til flugumferðarstjóra á skjótari og öruggari hátt en hingað til hefur þekkst við flugumferðarstjóm. í Flugvakanum eru allar þær upp- lýsingar sem flugumferðarstjórar höfðu áður aðgang að á pappír, þar á meðal kort, vinnuferlar, upp- lýsingar um bilanir og allar handbækur. Hefur Flugvakinn þegar vakið athygli meðal flugum- ferðarstjórna víða erlendis og eins meðal fyrirtækja sem framleiða tækjabúnað er lýtur að flugum- ferðarstjórn, og undirbýr Fjar- hönnun hf. nú samningagerð við samstarfsaðila um markaðssetn- ingu og sölu Flugvakans erlendis. ASSAD Kotaite og Halldór Blöndal lögðu hornstein að hinni nýju byggingu. Morgunblaðið/RAX AÐ OFAN er Ása (t.h.) og fjölskylda hennar í nýja bílnum. Ása fyrst upp „stigann“ TVÆR fyrstu bifreiðarnar í Bingó Lottói á Stöð 2 voru af- hentar á mánudag. Ásu Andrés- dóttur, 13 ára úr Garðabæ, tókst að komast upp allan „stigann" í síðasta þætti og hlaut í vinning 50.000 kr. myndavél frá Hans Petersen, 135.000 kr. Philips sjónvarp frá Heimilistækjum hf., 300.000 kr. ferðavinning fyrir sig og fjölskylduna til Flórída og 1.095.000 kr. Volkswagen Golf-bifreið. Heild- arverðmæti vinninganna er 1.580.000 kr. Sama dag var Lúðvíki Jóns- syni frá Höfn í Hornafirði af- hent Volkswagen Vento-bifreið. Bílinn hlaut Lúðvík í „bílastig- anum“ 24. október. Verðmæti bílsins er 1.498.000 kr. Útgerðarmaður Stakfells og Hágangs I og II Osk um bann á vetrar- veiðar í Smugu furðuleg VERÐI físk að fá í Smugunni munu Stakfell og Hágangur I og II veiða þar fram að jólum, að sögn Jóhanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystistöðvar Þórshafnar hf., sem gerir út Stakfell undir íslenskum fána og á helmingshlut í Hágangi I og II á móti fyrirtækinu Úthafi hf. á Vopnafirði, en þau skip sigla undir hentifána Mið-Ameríkuríkisins Belize. Jóhann kveðst telja áskorun skipstjóra- og stýrimannafélagsins Sindra á Austfjörðum til samgöngu- og sjávarútvegsráðgerra, um að stöðva' haust- og vetrarveiðar í Smugunni, furðulega. Óttast ekki um öryggi sjómanna „Mér flnnst áiyktunin furðuleg, þar sem hverjum er í sjáifsvald sett hvort siglt er til hafs eftir veðri og vindum og eftir getu skipsins, og menn verða einfaidlega að meta slíkt áður en lagt er úr höfn hveiju sinni,“ segir Jóhann. „Við höfum ekki mikla reynslu af veiðum í Barentshafi, en Færeyingar sem hafa stundað þar veiðar um árabil segjast hafa veitt þar árvisst fram að jólum. Á sein- asta vetri stundaði Stakfellið veiðar til 20. desember og rákum við okkur ekki á mikia annmarka á þeim veið- um. Sjómenn segja að veður þarna séu almennt ekki eins hörð og hér gerist, lægðimar séu t.d. miklu grynnri. Skipin sem stunda þama veiðar eru hine vegar mjög misjöfn að stærð og hæfni, og það getur verið að einhver skip eigi ekki erindi þangað allt árið um kring. En hver og einn skipstjóri verður að meta hvort hann treystir skipi sínu í þetta, námkvæmlega eins og gerist í öðrum veiðum á Islandsmiðum. Ég óttast ekki um öryggi sjómanna á þessum slóðum, umfram aðrar hættur við sjómennsku sem eru víða ef ekki er aðgát höfð. Sama gildir um haust- og vetrarveiðar í Smugunni, það verður að leggja mat á aðstæður og aldrei er of varlega farið. Við sjáum engin rök fyrir því að setja allsheijar- bann við veiðum á þessum slóðum að vetrarlagi, fremur en einhvers staðar hér við land. Mér fínnst að útgerðir og skipstjórar verði að meta . það í hveiju tilfelli, enda ekki hægt að draga öll skipin í Smugunni í einn dilk.“ Ekki verra en við ísland Hafsteinn Esjar Stefánsson, skip- stjóri og einn eigandi Skriðjökuls hf. sem gerir út Ottar Birting undir hentifána Panama, segir að sjómenn sem hafa veitt í Smugunni telji veið- ar þar að vetrarlagi síst verri en hér ' við land þegar verst er. Sjólag hér við land sé t.d. verra. „Ég sé ekki ástæðu til að vera andvígur veiðum í Smugunni á þessum árstíma, ýmsar þjóðir hafa veitt þarna allt árið og þó að eflaust sé ekkert skemmtilegt að veiða þar, er það varla verra en á íslandsmiðum eða hættan meiri. Norður af iandinu er ísing algeng og ölduhæð miklu meiri hér en þar,“ segir Hafsteinn. Hann kveðst gera ráð fyrir að Ottar Birting verði að veiðum í Smugunni að minnsta kosti fram að áramótum, en skipið var þar að veiðum frá 10. desember til 10-i janúar í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.