Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
þRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 9
Um 60%
vilja afsögn
Guðmundar
Arna
Fylgismönnum
ríkisstjórnarinnar
fækkar í 40%
SAMKVÆMT skoðanakönnun DV
vilja 60,9% þjóðarinnar að Guð-
mundur Árni Stefánsson, félags-
málaráðherra, segi af sér ráð-
herraembætti. Samkvæmt könnun
blaðsins hefur fylgismönnum ríkis-
stjórnarinnar fækkað. Rösklega
60% svarenda lýstu yfír andstöðu
við ríkisstjórnina, en 40% lýstu
yfir stuðningi við hana.
Alþýðubandalag
bætir við sig
53,8% sögðust vera^ þeirrar
skoðunar að Guðmundur Árni ætti
að segja af sér. 33,8% sögðust
vera því andvígir. Óákveðnir voru
10,5% og 1,8% svöruðu ekki.
DV kannaði einnig fylgi við
stjórnmálaflokkana. Niðurstöður
könnunarinnar urðu, og er þá ein-
göngu miðað við þá sem afstöðu
tóku, að 9% sögðust styðja Alþýðu-
fiokkinn, 16,4% Framsóknarflokk-
inn, 40,9% Sjálfstæðisflokkinn,
16,1% Alþýðubandalagið, 9,8%
Kvennalistann og 7,8% lýstu yfir
stuðningi við framboð Jóhönnu
Sigurðardóttur. Miðað við síðustu
könnun blaðsins missa Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur
fylgi, en hinir flokkarnir styrkja
stöðu sína, Alþýðubandalagið þó
mest.
Jóhanna fengi 5 menn
Samkvæmt kosningaspá DV
fengi Alþýðuflokkurinn 6 þing-
menn, Framsóknarflokkurinn 12,
Sjálfstæðisflokkurinn 22, Alþýðu-
bandalagið 12, Kvennalistinn 6 og
listi Jóhönnu 5.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
ÚTKOMU fyrsta tölublaðs Morgunpóstsins var fagnað í hófi á
Café Reykjavík síðdegis í gær. Hér eru ritsljóranir Páll Magnús-
son og Gunnar Smári Egilsson að skoða blaðið ásamt Jóhanni
Óla Guðmundssyni, úr stjórn útgáfufyrirtækisins.
Morgun-
pósturinn
kominn út
„VIÐBRÖGÐIN við fyrsta tölu-
blaðinu voru mjög góð og upp-
lagið er víðast hvar uppselt. Þó
var það vænt, eða þrisvar til
fjórum sinnum stærra en upp-
lag Eintaks og Pressunar til
samans áður,“ sagði Páll Magn-
ússon, annar ritstjóra Morgun-
póstsins, sem kom út í fyrsta
sinn í gær.
Páll sagði að Morgunpóstur-
inn myndi leggja meira upp úr ~
að ná til fastra áskrifenda en
forverar blaðsins gerðu.
Morgunpósturinn kostar í
lausasölu 195 krónur á mánu-
dögum, líkt og Eintak gerði, og
280 krónur á fimmtudögum,
sem var verð Pressunnar. Út-
gefandi blaðsins er Miðill hf.
Útbob ríkisvíxla
til 3, 6 og 12 mánaba
fer fram mibvikudaginn 5. október.
Nýtt útboö á ríkisvíxlum fer fram
á morgun. Um er að ræða 19. fl. 1994
A, B og C í eftirfarandi verðgildum:
Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000
Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000
Ríkisvíxlarnir eru til 3, 6 og 12 mánaöa
með gjalddaga 6. janúar 1995,
7. apríl 1995 og 6. október 1995.
Þessi flokkur verður skráður á
Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki
íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna.
Ríkisvíxlarnir verða seldir með
tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð
samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu
er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í
meðalverð samþykktra tilboða er
1 millj. kr.
Löggiltum verðbréfafyrirtækjum,
verðbréfamiðlurum, bönkum og
sparisjóðum gefst einum kostur á að
gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt
tiltekinni ávöxtunarkröfu.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í
ríkisvíxla eru hvattir til að hafa
samband við framangreinda aðila,
sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá
og veita nánari upplýsingar. Jafnframt
er þeim sjálfum heimilt að bjóða í
vegið meðalverð samþykktra tilboða
(meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboö í ríkisvíxlana þurfa
að hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrir kl. 14, miðvikudaginn 5. október.
Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu
ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70.
Athygli er vakin á því ab
7. október er gjalddagi á 13. fl.
ríkisvíxla sem gefinn var út 8. júlí
1994 og 7. fl. ríkisvíxla sem gefinn
var út 8. apríl 1994.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70.
ROHMER
TESS
sími 622230
Opið virka daga
kl. 9-18,
laugardaga
kl. 10-14
SILFURSKEMMAN
Nýjar vörur
Opiðdaglega frá kl. 15-18, laugard. frá kl. 10-12
eða eftir samkomulagi.
Sími 91-628112
Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi,
Útsa/an í
fu//umgangi
SIEMENS
Góð birta breytir öllu
Vandaðir Síemens flúrlampar fyrir kerfisloft á mjög
hagstæðu verði. Eigum einnig utanáliggjandi
flúrlampa og verksmiðjulampa í úrvali.
Lítið inn hjá okkur - lausnin liggur í loftinu.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Viljir þú endingu og gæði■
- velur þú Siemens
slípivörur og allt
lœtur undan
Sandpappír og aðrar slípivörur frá 3M em margreyndar
og viðurkenndai. Tré, járn, gler, stál og ýmislegt fleira
verður að láta undan þessum öílugu vörum.
Arvík
ÁRMÚL11 • REYKJAVfK • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295