Morgunblaðið - 04.10.1994, Side 16

Morgunblaðið - 04.10.1994, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ t VIÐSKIPTI Ný aðstaða væntanleg fyrir smávélar í innan- landsflugi og ferjuflugi á Keflavíkurflugvelli 2.200fm þjónustu- miðstöð í byggingu SUÐURFLUG hf. er að byggja þjónustumiðstöð fyrir smávélar í innan- landsflugi og feijuflugi á Keflavíkurflugvelii. Að sögn Erics A. Kinchin, stjórnarformanns Suðurflugs, standa vonir til að hægt verði að taka hluta þjónustumiðstöðvarinnar í gagnið næsta vor, en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði fullbúin eftir hálft annað ár. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 75 milijónir króna, en fullgerð verður þjónustumiðstöðin 2.200 fm. Suðurflug hf. hefur verið starf- andi frá árinu ,1971. Fyrir tveimur árum var reksturinn stokkaður upp, m.a. með tilkomu nýrra hluthafa í félagið og að sögn Erics Kinchin hefur reksturinn stóraukist frá þeim tíma, bæði í flugkennslu og leigu- flugi. í eigu félagsins eru þijár vél- ar; ein Cessna 402 sem tekur tíu manns, ein fjögurra manna vél og ein kennsluvél. Síðan eru leigðar vélar fyrir stærri verkefni. Hluthafar Suðurflugs hf. eru nú 15 talsins. Meðal þeirra stærstu er Olíufélajgið hf. með 22% hlutafjár, en þessi tvö félög eiga í samstarfi við að setja þjónustumiðstöðina á laggirnar. Þjónusta sem vantar Hefur þú kynnt þér Lífeyrissjóðinn Einingu? Hringdu í síma 689080 og fáðu upplýsingar KAUPÞING HF. - löggilt verðbréfafyrirtæki - Nýja þjónustumiðstöðin verður við hliðina á flugskýli Flugleiða, norð-vestur af Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Þar verður boðið upp á alla almenna þjónustu í innanlands- flugi og millilandaflugi smærri flug- véla auk viðgerðarþjónustu og vara- hlutaþjónustu fyrir vélarnar. „Þjón- ustu fyrir smávélar vantar alveg á Keflavíkurflugvelli í dag, hvort sem um er að ræða eldsneytisþjónustu eða annað,“ sagði Kinchin. „Ég get tekið sem dæmi að þegar minni vélar sem nota 100 LL flugvélaelds- neyti en ekki þotueldsneyti lenda hér þarf að kalla út tankbíla frá Reykjavík með eldsneyti." Bætt úr afskiptaleysi Nýja þjónustumiðstöðin á að geta tekið 120 manns í sæti og verður þar m.a. boðið upp á veitingar. „Það er ekki ætlunin að ná viðskipt- um af öðrum heldur munum við bjóða upp á þjónustu sem hefur ekki verið til staðar hingað til. Við höfum t.d. heyrt feijuflugmenn sem stoppa hér kvarta sáran undan af- skiptaleysi sem þeim er sýnt. Þessu ætlum við að bæta úr. Við verðum m.a. með sérstaka aðstöðu og þjón- ustu við aðila sem stoppa hér í við- skiptaerindum o.m.fl. Með þessu viljum við eiga þátt í að auka milli- lendingar hér á Keflavíkurflug- velli,“ sagði Kinchin. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Morgunverðarfundur fimmtudaginn 6. október 1994 Olíustöð Skeljungs í Örfirisey, Hólmaslóð 8 frá kl. 8.00 til 9.30 Skeljungur og samkeppnin Skeljungur hf. býður félagsmönnum FVH til morgun- verðarfundar þar sem Kristinn Björnsson, forstjóri mun taka á móti gestum og kynna starfsemi fyrirtækisins. Efni fundarins verður meðal annars: O Markaðsstefna Skeljungs O Kynningarstarf og ímynd Skeljungs O Harðnandi samkeppni á bensínmarkaði O Samkeppnisumhverfi olíufélaga á ísiandi O Tengsl við Shell International FVH tilkynnir fjölda þátttakenda til gestgjafa og eru félagsmenn beðnir að tilkynna þátttöku til félagsins fyrir 6. október í síma 622370. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og hefja vinnudaginn með faglegri umræðu á vettvangi atvinnulífsins. í viðleitni til að auka umferð minni flugvéla á Keflavíkurflugvelli hafa forráðamenn Suðurflugs sett sig í samband við svokölluð „korta- fyrirtæki" erlendis. Um er að ræða greiðslukortafyrirtæki sem sérhæfa sig í þjónustu við alþjóðlegt al- mannaflug s.s. feijuflug, fyrir- tækjaflug o.s.frv. „Þessi fyrirtæki útbúa flugáætlanir fyrir smáflug- vélar og hafa samband við flugvelli á áætlun vélarinnar til að útvega nauðsynlega þjónustu, eldsneyti, mat o.fl. Fyrirtækin hafa upplýs- ingar um þjónustumiðstöðvar út um allan heim sem þau nota í áætlun fyrir viðskiptavini sína sem síðan greiða , fyrir þjónustuna með greiðslukorti viðkomandi kortafyr- irtækis,“ sagði Kinchin. mest seldu fólks- bílategundirnar íjan.-sept. 1994 Br. frá fyrraári Fjöldi % % 1. TOYOTA 1.124 25,9 12,1 2. NISSAN 667 15,4 -0,7 3. VOLKSWAGWEN 433 10,0 150,3 4. HYUNDAI 402 9,3 14,9 5. MITSIBISHI 334 7,7 -54,7 6. LADA 174 4,0 -23,7 7. RENAULT 174 4,0 16,0 8 VOLVO 160 3,7 -1,8 9. DAIHATSU 114 2,6 -31,3 10. OPEL 91 2,1 313,6 Aðrir 660 15,2 -27,6 Innflutningur fólks- bifreiða í jan.-sept 1993 og 1994 SAMDRÁTTUR í innflutningi nýrra fólksbíla nam rétt rúmum 5% fyrstu níu mánuði ársins. í lok september sl. höfðu verið fluttir inn 4.333 bílar skv. upplýsingum frá Bifreiðaskoðun íslands, en í lok september 1993 var fjöldi innfluttra fólksbíla 4.576. í septembermánuði sl. var fluttur til landsins 481 nýr fólksbíll sem er 16 bílum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þegar markaðshlutdeild einstaka bíltegunda er skoðuð er athyglisvert að Volkswagen hefur aukið hlutdeild sína um 150%, úr 173 í 433 bíla á milli ára. Markaðshlutdeild Mitsubishi hefur hins vegar dregist saman um 55%, úr 737 í 334 bíla á þessum tíma. Toyota heldur sínum hlut sem mest selda fólksbílategundin á landinu og bætir heldur við, úr 1.003 í lok september 1993 í 1.124 í iok september sl. Motorola Gæti þurft að innkalla 2 milljónir GSM-farsíma P&S segir málið óvið- komandi íslandi DANSKA dagblaðið Politiken greindi frá því í seinustu viku að þandaríski símaframleiðandinn Motorola gæti þurft að innkalla tvær miiljónir farsíma, vegna breytinga sem sagðar eru í bígerð á GSM-sím- kerfinu í Evrópu á næsta ári. Um er að ræða breytingu á tíðnisviði farsíma sem símar Motorola eru gerðir fyrir, en samkvæmt heimild- um blaðsins stendur til að stækka tíðnisviðið í því skyni skápa rými fyrir fleiri notendur GSM-símtækja. „Málið er afskaplega alvarlegt fyrir Motorola og svo gæti farið að fyrir- tækið þyrfti að innkalla öll GSM- símtæki sín til þess að gera við þau,“ hefur blaðið eftir hásettum mönnum í evrópskum símastofnun- um. Mun Motorola hafa kallað til skyndifundar með 12 stærstu rekstraraðilum farsímakerfa í Evr- ópu í seinustu viku, að sögn Poiitik- en, til að ræða hugsanlegan vanda. „Finni símarisinn ekki lausn á þess- um tæknilegum vandamálum fyrir næsta ár, gæti það leitt til að símtöl í Motorola-símum gætu rofnað fyrir- varalaust. Eða að í sumum tilfellum geti notendur ekki heyrt í viðmæl- anda sínurn," segir í blaðinu. í sam- tali við Politiken neitar fram- kvæmdastjóri Motorola í Danmörku bæði því að fyrirtækið eigi við ein- hver vandamál að glíma eða hætta sá á innköllun símtækja, og segir að framleiðendur símtækja og rekstraraðilar kerfanna verði að leysa í sameiningu hvernig staðið verði að fyrirhuguðum breytingum á GSM-símakerfinu. Motorola selur fjórða hvern GSM-síma í Evrópu og hefur 50% markaðshlutdeild í Dan- mörku, að sögn blaðsins. „Breytingar gerðar innan kerfis" Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa Pósts og síma sem er helsti umboðsaðili Motorola farsíma hérlendis, snýst málið um að fyrir nokkrum árum hafi kvittur komist á kreik um fyrirhugaða stækkun tíðnisviðs farsíma, og hafi aðrir framleiðendur en Motorola gert ráð fyrir þeim möguleika í hönnun sinni. „Talsmenn Motorola sem P&S hafa rætt við, segja alls óvíst að af þess- ari stækkun verði en viðurkenna að þessi saga gangi fjöllum hærra í Evrópu," segir Hrefna. „Þeir segja einnig að ef af yrði myndu þeir bregðast við á einhvern hátt, að öllum líkindum þannig að ekki þyrfti að skipta símunum út, heldur væri hægt að gera breytingarnar innan kerfisins. Það segir sig auðvitað sjálft, að ef framleiðandi eins og Motorola ætti einskis annars úr- kosti, myndi hann skipta út tækjum án þess að það bitnaði á neytendum. Þeir fullvissuðu okkur einnig um að á þessari stundu væri þetta með öllu óviðkomandi Motorola-farsím- um á Islandi eða notkun þeirra á erlendri grund, þar sem þeir væru af nýjustu gerð og þar væri gert ráð fyrir breyttu tíðnisviði. Auk þess er mjög ólíklegt að íslenska farsímakerfið verði nokkurn tíma stækkað, þótt þyrfti að gera það erlendis.“ Nú er á sjöunda hundrað notenda GSM-farsíma hérlendis að sögn Hrefnu, en hún sagðist ekki geta upplýst hversu hátt hlutfall Motor- ola-símtækja væri. Fyrirtæki Afkoma Jarð- borana íjárnum HAGNAÐUR Jarðborana hf. fyrstu átta mánuði ársins varð alls 1,2 milljónir samkvæmt milliuppgjöri en var á sama tíma í fyrra 2,7 milljónir. Rekstrartekjur námu alls 92,5 milljónum og minnkuðu um 16% milli ára en þær voru óvenjumiklar í fyrra á fyrri hluta ársins vegna borana á Azoreyjum. Tekjur af inn • lendum verkefnum voru hins vegar nokkru meiri í ár en í fyrra. Framlegð frá rekstri fyrir fjár- magnsliði og afskriftir var alls 21,2 milljónir fyrstu átta mánuðina í stað 21,7 milljóna á sama tíma í fyrra á verðlagi þessa árs. Hins vegar voru fjármagnstekjur og söluhagn- aður nokkru hærri á þessu ári en í fyrra. Bent S. Einarsson, framkvæmda- stjóri Jarðborana hf., sagði í sam- tali við Morgunblaðið ýmis verkefni erlendis og hér heima væru í vinnslu en of snemmt væri að segja til um endanlega niðurstöðu þeirra. Þá hefðu stærri verk sem oft hefðu verið unnin fyrr á árinu færst yfir á seinni hluta ársins. Heildareignir Jarðborana hf. voru í lok ágúst tæplega 625 millj- ónir króna. Eigið fé var alls um 563 milljónir og því nam eiginfjárhlut- fall um 90%. Morgunverð- arfundur hjá Skeljungi Morgunverðarfundur Félags við- skipta- og hagfræðinga, FVH, verð- ur haldinn fimmtudaginn 6. október í olíustöð Skeljungs í Örfirisey, Hólmaslóð 8 frá kl. 8-9.30. Það er Skeljungur hf. sem býður félagsmönnum FVH til morgun- verðarfundar þar sem Kristinn Björnsson, forstjóri mun taka á móti gestum og kynna starfsemi fyrirtækisins. Efni fundarins verður meðal annars: Markaðsstefna Skelj- ungs,kynningarstarf og ímynd Skeljungs, harðnandi samkeppni á bensínmarkaði, samkeppnisum- hverfi olíufélaga á íslandi og tengsl við Shell International. S t ( I t ( | l l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.