Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ
20 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994
Þarftu
að fara að
endumýja
bílinn?
EIISI
HAPPAPRENNA
GÆTI SKAFFAÐ
PÉR
□ ROSSÍU
PBÓFAÐU!
LISTIR
Stórkostlegur
listviðburður
Jónas Ingimundarson og Kristinn
Sigmundsson.
TONLIST
Horgarlcikhúsiö
LJÓÐASÖNGUR
LJóðasöngur; Vetrarferðin eftir
Schubert. Kristinn Siginundsson og
Jónas Ingimundarson. Sunnudagur
1. október.
EFNISINNIHALD Vetrarferðar-
innar féll að hugmyndum Schu-
berts, varðandi hans eigið lífsupp-
gjör og þannig hefur það oft verið
við gerð meistaraverka. Má þar til
nefna þá „níundu" eftir Beethoven,
Sálumessuna eftir Mozart, trúarleg
söngverk einfarans Brahms og
„Draumórasinfóníuna" eftir Berlioz.
Sköpunarþörfin, stýrð af kunnáttu
og þrungin persónlegum tilfinn-
ingaátökum, brýtur af sér viðjar
hversdagsins og sú einlægni, sem
blundað hefur í duldum tilfinninga-
djúpunum, birtist óhamin, svipt felu-
hjúp uppeldis og siðvenju. Þama
stendur Schubert og grætur sinn
dag og eftir því sem vinir hans og
félagar hafa sagt, munu fá verk
hafa reynst honum jafn erfið og
Vetrarferðin.
í upphafslaginu, Góða nótt, þegar
skáldið læðist burt, var undirleik-
urinn hjá Jónasi full léttstígur en í
heild var þetta undurþýða lag vel
túlkað, þó nær hefði mátt fara að
hvísla niðurlagið „góða nótt, um þig
ég hugsað hef“. Vindhaninn, (lag
nr. 2) tengist ótrúleika konunnar,
„því vindurinn háðskur um hjörtun
fer, sem á húsþaki þjóti, en lágvært
þó“ og var þessi sérkennilega sam-
líking um óþol ástarinnar, mjög
sannfærandi í túlkun félaganna.
Gangan burt frá húsi hinnar
ótrúu en elskuðu, hefst með því að
tár skáldsins frjósa og hrökkva af
vanga hans sem hagl, þó ausið sé
úr lindum svo heitra tilfmninga að
brætt gæti allan vetrarísinn. Þetta
er undirtónn þriðja lagsins, Frosin
tár, sem býr yfir andstæðum íss og
elds. Við fyrstu vísuna er undirleik-
urinn „haglkenndur" og í miðvís-
unni verður kuldinn dauðadimmur
en í þeirri þriðju, sem er endurtek-
in, brýst fram funi tilfinninganna
og voru þessar andstæður áhrifa-
miklar hjá Kristni og Jónasi. í fjórða
laginu (Erstarrung) er skáldið
höggdofa af skelfíngu, yfir því að
fínna ekki spor elskunnar í snjónum
eða blóm til minja um hana og var
þar leikið með óróa þess sem leitar
að þöglum sársauka hjarta síns.
Skáldið finnur frið, er hann kem-
ur að linditrénu (lag nr. 5) og minn-
ist unaðsstunda með elskunni sinni.
Þetta er ef til vill frægasta lagið
úr Vetrarferðinni og þegar Schubert
sjálfur lék og söng verkið fyrir vini
sína, fannst þeim fátt um og t.d.
Franz von Schober, felldi sig aðeins
við Der Lindenbaum. en fannst hin
heldur litlaus. Sjötta lagið, Táraflóð,
er eitt af sérkennilegustu lögum
lagaflokksins, sérstaklega er varðar
samspil laglínu og undirleiks og var
þetta viðkvæma lag mjög vel flutt.
Á fljótinu (nr. 7) er magnað tónverk
og sama má um það áttunda, þar
sem skáldið horfir um öxl en þar
naut sín sérstaklega hljómþrungin
rödd Kristins og sterk túlkun beggja
listamannanna.
Eftir að hafa farið villur vega
(Irrlicht, nr. 9), leggst skáldið niður
til hvíldar í kofa kolagerðamann-
anna (Rast, nr. 10) og þó líkaminn
logi af þreytu og sársauka dreymir
skáldið um vorið (nr. 11) og við það
að vakna upp af þessum ljúfa
draumi, sest að honum einsemdin
(Einsamkeit, nr. 12) en þetta sér-
kennilega lag er eins konar kafla-
skil í verkinu.
Pósthornið gellur og skáldið
hrekkur við en pósturinn (lag nr.
13) ber honum ekki bréf'og á eftir
þessu snjalla lagi koma þijú sér-
kennilega heimspekileg kvæði, sem
Schubert tónsetur á ákaflega frum-
legan máta, það fyrsta um ellina
og æskuna (Grá hár, nr. 14). annað
fjallar um forspá dauðans (Krákan,
nr. ,15) og hinstu vonina (lag nr.
16), sem líkt er við síðasta laufblað-
ið, er enn stendur af sér storminn.
„Falli það ég feigur hníg. Ó, fagra
von, sem tárvot gröf.“
Nú nálgast skáldið endalokin. í
þorpinu (lag nr. 17)
sofa allir en hundarnir
vaka og gelta að komu-
manni. Þá er morgnar
skellur á stormur (nr.
18) og blasa við villuljós
(Tálsýn, nr. 19). Það
fræga lag Der Weg-
weiser (nr. 20) segir að
þó skáldið forðist alf-
araleiðir, fer það þann
veg, sem vegvísinn
óhagganlegur bendir á
og þá verður fyrir hon-
um kráin (lag nr. 21)
en þar er skáldinu út-
hýst. Þrátt fyrir það
telur það í sig kjark
(Mut, nr. 22) en ör-
magnað sér það þijár
sólir á lofti (Die Neben-
sonnen, nr. 23). Þó allt
sé skáldinu andhverft
sér það sjálft sig að lok-
um í betlaranum með
lýrukassann (Der Leiermann, nr.
24). Skáldið býður honum sarfifylgd
og að leika ljóð sín á lýruna. Allt
verkið er margnað göldrum mikils
tónskálskapar en síðasta lagið er
meistaraverk meðal meistaraverka.
Sá sem ætlar sér að feta refil-
stigu Vetrarferðinnar eftir Schu-
bert, þarf að vera vel nestaður og
það eru Kristinn Sigmundsson og
Jónas Ingimundarson og var flutn-
ingur þeirra stórkostlegur listvið-
burður, þar sem saman fór sterk
og vönduð túlkun, er reis hæst í
síðasta laginu, sem er svo hnitmið-
að, að ekkert má gera, nema þegar
skáldið ávarpar betlarann og bíður
honum samfylgd sína. Kristinn gaf
þessu lokaávarpi skáldsins þá hljóm-
an, sem fól í sérhið fullkomna niður-
lag i leit skáldsins að frið og sátt
við iífið, sátt, sem Schubert sjálfur
innsiglaði í þeim undarlegu tóna-
brotum, þar sem tónlína píanósins
og söngröddin hljóma sem samtal.
Jón Ásgeirsson
FJÓRÐA ÚTGÁFA LJÓÐATÓNLEIKA GERÐUBERGS
HEFURAÐ GEYMA NÆRRI 60 SÖNGLÖG EFTIR
HELSTU TÓNSKÁLD ÞJÓÐARINNAR.
FLUTNINGUR ER í HÖNDUM FREMSTU
SÖNGVARA ÞJÓÐARINNAR OG UTKOMAN ER
GLÆSILEG.
PLATAN ER TVÖFÖLD OG FYLGIR VEGLEGUR
BÆKLINGUR Á ÍSLENSKU OG ENSKU./
FAGURT SYNGUR SVANURINN:
I SANNKÖLLUÐ SÖNGVEISLA
o
o
DREIFING
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 625200
EITT verka Kristínar Þorkelsdóttur.
Fjalladans o g kyrrur
MYNPLIST
Listasafn Kópavogs
VATNSLITAMYNDIR
KRISTÍN
ÞORKELSDÓTTIR
Opið frá kl. 14-18 alla daga nema
mánudaga. Til 16 október. Aðgang-
ur ókeypis.
Á ÞEIM áratug sem Kristín Þor-
kelsdóttir hefur málað með vatns-
litum hefur hún haslað sér völl fyr-
ir sérstæð vinnubrögð og óvenju-
legar stærðir myndverka sinna og
þá einkum á langveginn.
Hún hefur á þessu tímaskeiði
haldið fímm sýningar, sem eru
gott dæmi um afköst hennar og
vel hefur verið búið að öllum, svo
sem vænta mátti af hinum snjalla
og þjálfaða hönnuði.
Og nú er-.Kristín aftur á ferðinni
og í þetta sinn með sína viðamestu
sýningu til þessa, sem hún hefur
gefið nafnið „Fjalladans" og er hún
til húsa í Listasafni Kópavogs, þar
sem birtan er skörpust í sýningar-
sölum á landi hér. Það er nokkuð
annar heildarsvipur yfir þessari
sýningu en hinum fimm og stafar
það mikið til af því að nú sækir
listakonan meira í sígildar stærðir
en áður og jafnframt eru vinnu-
brögðin hraðari og fjölþættari.
Kristín er auðsjáanlega að leitast
við að víkka út tæknisviðið og forð-
ast að festast alfarið í aflanga
forminu. í því skyni málat hún í
margvíslegum stærðum og á sýn-
ingunni eru jafnvel blómamyndir
^sem hún kemst vel frá eins og sér
stað í gulu myndunum Upprisa og
Vor (51 og 52) svo og litlu mynd-
inni Rós (48). Állar eru þær einfald-
ar og vel málaðar og liturinn kyrfí-
lega skorðaður á pappírinn.
Þetta, að skorða eða samlaga
litina myndfletinum, er mjög mikið
atriði í allri vatnslitamálun ekki
síður en að jarðtengja olíulitinn
yfírborði léreftsins. Hér á Kristín
nokkuð í land eins og sjá má í
ýmsum myndum á sýningunni en
liturinn er frekar laus og svífandi
á yfírborðinu og kunni ég betur að
meta vinnubrögð hennar í aflöngu
myndunum áður. Mikil færni og
hraði er ekki nóg ef ekki er safí
og vaxtarmagn í litnum og þá nær
hugljómunin sem listamaðurinn
varð fyrir ekki til skoðandans. Hin
stóíska, tímalausa ró og litræna
dýpt sem hvílir yfír vatnslitamynd-
um Ásgríms eru aðal þeirra, eins
og margra mikilla málara svo sem
Turners, Marins og O’Keeffe, svo
örfáir eru nefndir. Þannig séð kalla
vatnslitir ekki endilega á hröð
vinnubrögð augnabliksins svo sem
kannski greinilegast má sjá í mynd-
um Noldes, sem hann virðist marg-
vinna, en búa samt yfir mögnuðum
ferskleika og eins og ófreskri dýpt.
Kristín hefur mun meira til
brunns að bera sem vatnslita-
myndamálari en fram kemur i fljótu
bragði á sýningunni, og einkum er
myndin „VatnajökulT” (19) til vitnis
um það, en hér liggja litirnir svo
lauflétt, en um leið djúpt á yfir-
borði pappírsins og öll myndin er
mettuð andrúmi augnabliksins.
Hraðinn er nefnilega afstæður og
menn geta allt eins verið lengi að
mála mynd, sem þó er óróleg á
yfirborðinu, og fljótir að mála mynd
sem eins og samlagast eilífðinni í
tímalausu rými.
Traust vinnubrögð prýða svo
myndina „Hljómfall Mosárdals"
(18) og ótvírætt er Kristín að færa
út tæknisviðið í myndinni „Úr
Breiðafirði", Ægisdætur (27).
Mjög vel er búið að sýningunni,
þó deila megi um hluta uppheng-
ingarinnar, og sýningarskráin er í
senn skilvirk sem eftirtektarverð
hönnun.
Bragi Ásgeirsson