Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefna Sálarrannsóknafélags íslands í Gerðubergi
7. og 8. október 1994.
DULRÆNIR DAGAR
Dagskrá:
Föstudagur 7. október.
Kl. 18.00 Málverka- og listsýning. Ríkey Ingimundardóttir
og Guðfinna Sverrisdóttir.Aðgangur ókeypis.
Kl. 20.00 Setning: Konráð Adolphsson, forseti
Sálarrannsóknafélags íslands. Söngur: Kvennakór.
Kl. 20.30 Erindi: Hvers vegna springa sálarrannsóknafélög í loft upp?
Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur.
Kl. 21.00 Erindi: Máttur hugans — Fjarskyggni.
Njáll Torfason.
Kl. 21.30 Erindi: Draumar — sálfarir og skyggnilýsing.
Þórunn Maggý Guðmundsdóttir, miðill.
Laugardagur 8. október
Kl. 10.30 Erindi: Spurt og spjallað.
Guðrún Hjörleifsdóttir, spámiðill og jógaunnandi.
Kl. 10.30 Erindi: Óhefðbundnar lækningar.
Guðmundur Einarsson,
varaforseti Sálarrannsóknafélags íslands.
Kl. 11.00 Erindi: Öðruvísi veruleiki.
Úlfur Ragnarsson, læknir.
Kl. 11.30 Erindi: Translækningar — spurt og spjallað.
Bjarni Kristjánsson, miðill, og
Erna Alfreðsdóttir, huglæknir.
Kl. 12.00 Hlé.
Kl. 13.15 Við syngjum með Erlu.
Stjórnandi: Erla Stefánsdóttir, sjáandi.
Kl. 14.00 Skyggnilýsing — spurt og spjallað.
María Sigurðardóttir, miðill.
Kaffihlé.
Erindi: Endurholdgunarkenningin og Karma.
Sigurður Ólafsson, miðill.
Kl. 16.00 Spurt og spjallað — skyggnilýsing.
Kristín Þorsteinsdóttir, miðill.
Setið fyrir svörum — stjórnandi Konráð Adolphsson.
Málverka- og listsýning opin til kl. 20. Aðgangur ókeypis.
Þátttökugjald er kr. 2.000,--
Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu félagsins,
Garðastræti 8, Reykjavik, kl. 9-17
og við innganginn.
Kl. 15.00
Kl. 15.30
Kl. 17.00
Sunnudagur 9. október.
▲ p
Ah
Guðsþjónusta í Fríkirkjunni kl. 14.00.
Prestur séra Cecil Haraldsson. Oraganisti Pavel Schmidt.
Huglæknar taka virkan þátt í Guðsþjónustunni.
staðgreffl
Þýsk gæðaeldavél
sem hægt er að fá í
tveimur breiddum
50 eða 60 cm.
Fæst með eða án
blástursofns.
Góð eldavél
gon verð
Heimilistæki hf
SÆTUNI 8 S MI 69 15 OO
- kjarni málsins!
LISTIR
Bókastefnan í Frankfurt sett
Markaðs-
torg
bókanna
Útgefendur og fulltrúar þeirra, bóksalar
og bókaverðir, rithöfundar, gagnrýnendur
og blaðamenn streyma til Frankfurt til að
fylgjast með því sem er efst á baugi í
heimi bókanna. Jóhann Hjálmarsson segir
frá því helsta sem er á dagskrá og hug-
leiðir gildi bókastefnunnar.
Á BÓKASTEFNUNNI í Frank-
furt 5. til 10. október, hinni 46. í
röðinni, verða sýndar
355.000 bækur, sýn-
endur verða 8.400,'út-
gefendur koma frá 95
löndum og hátt í
300.000 gestir eiga er-
indi á stefnuna. Bóka-
stefnan er hin stærsta
sinnar tegundar í heim-
inum.
Sagt er að veiga-
miklar ákvarðanir séu
teknar i Frankfurt um
bókaútgáfu, skrifað
undir samninga og lín-
ur lagðar. Áhrifin ná
jafnvel til okkar tak-
markaða bókaheims,
en einkum gildir það um hið svokall-
aða alþjóðlega samprent.
Hætta
Alþjóðleg bókaútgáfa er um-
fangsmikil og vaxandi afl til góðs
og ills. Hættan felst í því að stór-
tækir útgefendur, einkum banda-
rískir, ákveði hvað kemur út og
aðallega hvernig það sé. Bækur eru
þá skrifaðar og framleiddar til að
verða metsölubækur, enda virðist
„metsölubókum" hafa fjölgað
ískyggilega. í þeim efnum sakar
ekki að bækurnar séu skrifaðar af
frægu eða alræmdu fólki eða fjalli
um slíkt fólk.
Vissulega eru til góðar bækur
sem seljast vel, en þróunin er því
miður í þá áttina að búa einungis
til seljanlega vöru. Dæmi eru um
að góðir höfundar séu ráðnir til
verka. Þeir geta þá lent í klemmu
sem fyrirmunar þeim bókmennta-
sköpun.
Bókastefnan í
Frankfurt, þessi gríð-
armikla sýning, er eins
konar markaðstorg þar
sem öllu ægir saman.
Metsölubækumar eru
mest áberandi. Hér eru
líka stór og smá forlög
að sýna sem einbeita
sér að útgáfu bók-
menntaverka og þýð-
ingu þeirra. Þessu hafa
menn ekki síst kynnst
á þýska sýningarsvæð-
inu. Sem betur fer
halda Norðurlanda-
þjóðimar yfirleitt fram
góðum bókmenntum þótt augljós
sé sú tilhneiging að hlaupa eftir
stærri þjóðum með útgáfu spennu-
og æsisagna og ýmsu léttmeti.
Rafeindaiðnaðurinn fær sérstakt
sýningarsvæði, enda má segja að
áhugi á því sem tilheyrir honum
aukist dag frá degi. í fyrra var kjör-
orð hliðstæðrar sýningar — Frank-
furt rafvæðist.
Brasilía í öndvegi
Brasilía verður í öndvegi á bóka-
stefnunni að þessu sinni. Sýndar
verða bækur frá Brasilíu og um
Brasilíu, brasilísk list og þjóðlíf
kynnt. Brasilískir höfundar koma
fram á bókmenntadagskrám á
stefnunni og utan hennar og bara
í Frankfurt verða haldnar 23 sýn-
ingar og kynningar helgaðar
brasilískum efnum. Samruni menn-
JORGE Amado,
kunnasti og vinsæl-
asti rithöfundur
Brasilíu.
ELDU N ARTÆKI
FRÁBÆR TÆKI - Á ENN BETRA VERÐI
DeLonghí innbyggingarofnar
Margar gerðir. Hvítir, svartir, stál, spegill.
„Venjulegir" með yfir/undirhita og grilli.
„Fjölvirkir" með yfir/undirhita, blæstri,
grilli, blástursgrilli o. fl. möguleikum.
VENJULEGIR frá 26.960,- til 28.990,-
FJÖLVIRKIR frá 33.990,- til 48.250,-
DeLonghi helluborð
„KERAMIK". Hvít, svört eða stál:
m/2 hraðhellum 31.560,-
m/4 hraðhellum 41.780,-
m/3 hrað + 1 halogen 47.990,-
m/2 hrað + 2 halogen 55.780,-
„VENJULEG". Hvít eða stál:
2ja eða 4ra hellu. Frá kr. 13.280,-
GAS og GAS+RAF Frá kr. 14.040,-
Ofangreint verð miðast við
staðgreiðslu. Góð afborgunarkjör,
VISA/EURO raðgreiðslur, MUNALÁN
/ponix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420
VEGGSPJALD bókastefnunn-
ar í Frankfurt er til marks
um fjölbreytni á sýningar-
svæðinu.
ingar er mottó Brasilíumanna.
Ljóð nokkurra brasilískra skálda
hafa birst í íslenskum þýðingum,
m.a. eftir Jorge de Lima, Carlos
Drummond de Andrade og Ferreira
Gullar. Eftir kunnasta rithöfund
Brasilíu, Jorge Amado, hafa komið
út tvær skáldsögur hér á landi:
Ástin og dauðinn við hafið í þýðingu
Hannesar Sigfússonar og Jóakim
vatnsfælni eða Tvenns konar andlát
Kimma vatnsfælna, þýdd af Sigurði
Hjartarsyni.
Friðarverðlaun og
austur og vestur
Friðarverðlaun þýskra bókaút-
gefenda og bóksala verða afhent í
Pálskirkju í Frankfurt sunnudaginn
9. október. Bókmenntaverðlaun
Evrópuráðsins munu væntanlega
verða tilkynnt að venju. Ráðstefna
verður í gangi um austur og vest-
ur, meðal annars um hvað er að
gerast í Rússlandi og Úkraínu, rit-
höfundar frá Bosníu láta í sér heyra
og sömuleiðis þinga útgefendur frá
Eystrasaltslöndum, Búlgaríu og
Rúmeníu fyrir opnum tjöldum.
Þannig mætti lengi telja.
ísland í Frankfurt
íslenska sýningarsvæðið í Frank-
furt hefur á undanförnum árum
laðað að áhugamenn um bækur,
náttúru, hesta óg mat. Maður hefur
það aftur á móti á tilfinningunni
að íslenskir útgefendur séu þar
fyrst og fremst til að sýna sig og
sjá aðra um leið og þeir gera samn-
inga eða drög að þeim. Það hlýtur
að skipta þá máli að koma á mark-
aðstorgið þótt sumir þeirra séu að-
eins áhorfendur.
Þijú íslensk forlög sýna á bóka-
stefnunni nú og er það breyting frá
því sem áður var þegar margir ís-
lenskir útgefendur sýndu sameigin-
lega. Vaka-Helgafell var þó með
sérstakan bás í fyrra. Jóhann Páll
Valdimarsson, forstjóri Forlagsins
og formaður Félags íslenskra bóka-
útgefenda, sagði að Vaka-Helgafell
sýni sér, Forlagið og Mál og menn-
ing hafi ákveðið að sýna saman.
Forlögin þrjú gerðu þetta til að
leggja meiri áherslu á hvað þau
væru að gera. Sýningarbásar ís-
lands verða því tveir. Aftur á móti
fara fleiri útgefendur á bókastefn-
una en frá þessum þrem forlögum.
Norðurlönd í brennidepli 1997
Jóhann Páll Valdimarsson sagði
ennfremur í samtali við Morgun-
blaðið að það væri alvarlega til
skoðunar að Norðurlöndin verði í
öndvegi á bókastefnunni í Frank-
furt 1997. Boð um þetta hefur bor-
ist frá sýningaryfirvöldum. Að sögn
Jóhanns Páls er um kostnaðarsamt
fyrirtæki að ræða, en líka ábata-
samt því að reynslan hefði meðal
annars sýnt að þýðingar á bókum
þeirra þjóða sem væru í öndvegi
hefðu aukist.