Morgunblaðið - 04.10.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 04.10.1994, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ " ALOE VERA ' HAND & BODY LOTION FRÁJASON Hinn frábæri og græðandi hand og iíkamsáburður með 84% ALOE innihaldi frá JASON. „ Eftir baðið, eftir sturtuna, eftir sundið, eftir líkamsræktina, eftir Ijósabekkinn, eftir rakstur, eftir sólina, eftir erfiðan dag. 84% ALOE VERA hand- og iíkamsáburðurinn frá JASON færir húðinni raka, næringu og líf. Reynsla þeirra, sem nota aloe vera snyrtivörurnar frá JASON er ótrúlega STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kuldaskór Ath: Mikið úrval af kuldaskóm. Ýmsar gerðir. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINAR WAAGE J? ^ToppskÓl'Ínn SKÓVERSLUN JL veliusundi • si«i: jmi >10 INGÓLFSTORG l AUSTURSTÍLTI STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN SÍMI689212 V ____________________J Stórgóð heimilisþv 5 kg. - 800 snúningar á mínútu Heimilistæki hf AÐSENDAR GREINAR Um bruggmál í Reykjavík ÞVÍ HEFUR verið haldið fram að lögregl- an í Reykjavík hafi lítið aðhafst gegn bruggur- um undanfarið misseri eða svo. Staðreyndin er hins vegar sú að lög- reglan hefur aldrei lok- að fleiri biuggverk- smiðjum en það sem af er þessu ári. Á fyrstu níu mánuðum ársins 1992 hafði lögreglan í Reykjavík afskipti af sex framleiðslustöðum ólöglegs áfengis í lög- sagnarumdæmi sínu, árið 1993 voru þeir 21 á sama tímabili og það sem af er þessu ári eru þeir þegar orðnir 26 talsins. Ástæðan er ekki endilega sú að framleiðslustöðum ólöglegs áfengis hafi fjölgað í um- dæminu, heldur hefur og veri unnið markvissar að því að hafa uppi á þeim og uppræta. Mál hjá lögreglu tengd fram- leiðslu, dreifingu, sölu og neyslu á bruggi voru mun fleiri á þessum tíma en að framan greinir. Heildar- tala mála samkv. kæruskrá árið 1992 var um 37, fyrstu níu mánuð- ina árið 1993 voru þau um 60 og það sem af er árinu 1993 eru þau 53 talsins. Fjöldi þeirra markast einna helst af framboði ólöglegs áfengis á hveijum tíma, áhuga og virkni lögreglumanna og frum- kvæði fólks að tilkynna um ólöglega sölu, dreifingu og neyslu þess. Mörg málanna voru unnin í góðri sam- vinnu við lögreglumenn í nágranna- byggðarlögunum. I septembermánuði sl. voru rann- sóknir bruggmála færðar til ávana- og fíkniefnadeildar til reynslu fram að næstu áramótum. Vitað er að mörg verkefni hvíla á starfsmönn- um deildarinnar, en hins vegar hef- ur komið í Ijós í seinni tíð að marg- ir þeir aðilar, sem tengdir hafa ver- ið bruggstarfsemi á höfuðborgar- svæðinu, hafa jafnframt komið við sögu fíkniefnamála. Jafnhliða því sem þeir eru í að framleiða ólöglegt áfengi með það fyrir augum að koma því á framfæri við unglinga, annast þeir margir hvetjir einnig dreifíngu og sölu fíkni- efna til sömu aldurs- hópa. Þessum mönnum er nákvæmlega sama þótt þessar afurðir þeirra séu engu minni óþverri en annað það, sem þeir hafa fram að færa. Um sérstæðan málaflokk er að ræða og því eðlilegt að um- sjón með honum hafí fagmenn með ákveðna sérþekkingu á efninu. Fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík starfar í nánara sam- starfi við önnur lög- regluembætti á land- inu en nokkur önnur deild innan lögreglunnar í Reykjavík og hefur þar af leiðandi sérstöðu í því tilliti. Hún hefur landsumboð og getur því tiltölulega auðveldlega athafnað sig utan höfuðborgarsvæðisins í sam- vinnu við viðkomandi sýslumenn og lögreglumenn ef svo ber undir. Lögreglumaður, sem starfað hef- ur í lögreglustöðinni í Breiðholti, hefur starfað með starfsmönnum ÁFD eftir að deildin fékk þau mál til rannsóknar. Auk þess hefur deildin verið styrkt með öðrum lög- reglumönnum, sem áður hafa unnið að uppljóstrun bruggmála. Lög- reglumenn á hverfalögreglustöðinni hafa unnið mjög vel að uppljóstrun bruggmála sl. ár sem og á þessu ári. Það gildir og um aðra lögreglu- menn. Einhver gæti haldið að mun færri bruggframleiðslumál hefðu verið upplýst það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra, en raunin er hins vegar önnur, eins og að framan greinir. Lítið hefur verið fjallað um slík mál í fjölmiðl- um á þessu ári, en umfjöllunin, mikil eða lítil, segir ekkert til um virkni löggæslunnar og stöðu þeirra mála frá einum tíma til annars. Lögreglan vinnur eftir sem áður að sínum málum og annarra eftir því sem þurfa þykir og efni og ástæður leyfa. Sú hugsun hefur verið land- læg að sjái ekki einhver einhvern vera að aðhafast eitthvað dregur sá hinn sami þá ályktun að hann sé ekki að gera nokkurn skapaðan Ómar Smári Ármannsson Sniðnar að þínum þörfum % GULU S í Ð U R N A R mmmmmMmmmmmœmmmsm Margir aðilar sem tengj- ast bruggstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu, segir Omar Smári Ar- mannsson, hafa jafn- framt komið við sögu fíkniefnamála. hlut. Oftar en ekki er sem betur fer um misskilning að ræða. Þegar fjölmiðlar vörpuðu ljósi á aukið umfang bruggara á fyrri hluta ársins 1992 urðu tilteknir lög- reglumenn í Breiðholtsstöðinni í sviðsljósinu vegna bruggmála. Fólk, sem þeir voru í nálægð við, sætti sig illa við að framleiðslunni væri komið markvisst og skipulega á markað í svo miklum mæli á meðal unglinganna. Það var því mjög fúst til þess að gefa þeim allar þær upplýsingar, sem það hafði um ein- staklinga, staði og framleiðslugetu. Á síðustu mánuðum ársins 1993 var ákveðið að valdir einstaklingar í rannsóknardeildum lögreglunnar í Reykjavík tækju að sér að halda utan um málaflokkinn, safna upp- lýsingum, miðla þeim til annarra lögreglumanna, gera tillögur að aðgerðum og stjóma þeim á vett- vangi eftir því sem við átti. Þessir einstaklingar störfuðu í góðri sam- vinnu við aðra þá lögreglumenn, sem áður höfðu unnið sitt ágæta starf. Á þessum tíma var brugg- starfsemin á höfuðborgarsvæðinu „kortlögð“ skipulega, unnið úr fyr- irliggjandi upplýsingum og síðan gengið til verka. Árangurinn lét ekki á sér standa. Mörgum brugg- verksmiðjum var lokað og aðstand- endur þeirra handteknir. Jafnframt var vakin athygli hlutaðeigandi yf- irvalda á nauðsyn þess að flýta af- greiðslu þessara mála og að þessir aðilar, sem flestir höfðu komið ít- rekað við sögu bruggmála, fengju viðurlög í samræmi við afbrot sín. Það gekk eftir. Þeir voru ákærðir og hlutu fangelsisdóma í kjölfarið. Það varð til þess að aðrir, sem stundað höfðu ólöglega bruggun, pökkuðu saman og héldu að sér höndum. Verulega dró úr framboði um tíma. í lok sumars fór enn að bera á aukningu á bruggi í Reykjavík. Mestur hluti þess kom frá fram- leiðslustöðum utan þess. í fram- haldi af því var ÁFD fenginn mála- flokkurinn til úrvinnslu. Lögreglan hefur bent á að breyta þarf ákvæðum í lögum eða reglu- gerð. Nauðsynlegt er að koma mál- um þannig fyrir að óheimilt sé að flytja inn, framleiða eða nota tæki til brugggerðar hér á landi nema með sérstöku leyfi. Þannig væri hægt að auðvelda henni baráttuna gegn bruggurum. • Ríkissjóður verður af miklum fjár- munum þar sem ólögleg áfeng- isframleiðsla er annars vegar. Sú tala hefur verið áætluð hundruð milljóna á hveiju ári. Ekki síst þess vegna ætti það að vera forgangsmál yfirvalda að draga úr líkum á að þannig starfsemi geti gengið í jafn miklum mæli og raun ber vitni. Ríkasta ástæðan er þó ekki ein- göngu sú að í framleiðslu ólöglegs áfengis felst lagabrot, heldur að þeir aðilar, sem hana stunda, reyna markvisst að koma mis-gæðamikium afurðum sínum á framfæri við börn og unglinga. Það ætti því ekki ein- ungis að vera metnaðarmál hlut- aðeigandi yfirvalda að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að uppræta starfsemina, heldur og ekki síst for- eldra, vitiborinna barna og unglinga og annarra, sem vinna vilja að vel- ferð þeirra. Lausnin er ekki síst fólg- in í því að fólk taki sig saman og hafni þeirri vöru, sem reynt er að koma þannig á framfæri. Þegar markaður er ekki fyrir hendi er óþarfi fyrir hina ólöghlýðnu að stunda hina ólöglegu framleiðslu sfna. Hin ógeðfellda iðja þeirra verð- ur ekki lengur fyrirhafnarinnar virði. Umboðí ...í símaskránni PÓSTUR OG SlMI Höfundur er aðstoðaryfir- lögvcgluþjónn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.