Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 25
AÐSEIMDAR GREINAR
Forðumst menn-
ingarsögulegt slys
NÚ HAFA yfjáiiög
næsta ársverið lögð
fram.
Menntamálaráð-
herra sendir okkur
kvikmyndaframleið-
endum heldur kaldar
kveðjur og segist bú-
ast við miklum hvelli
þegar tillögur hans
um niðurskurð til
Kvikmyndasjóðs verði
lýðum kunnar. Þrátt
fyrir velgengni ís-
lenskra kvikmynda
virðist hann ætla að
skera framlag Kvik-
myndasjóðs niður við
trog. Frést hefur að þessi niður-
skurður verði meiri og grimmari
en kvikmyndaframleiðendur hafi
áður séð og í engu samræmi við
niðurskurð annarra menningar-
mála. Engar haldbærar skýringar
hafa fengist hvers vegna mennta-
málaráðherra ræðst svo freklega
á Kvikmyndasjóð, aðrar en að
honum sé gert að halda sínum
rekstri innan ákveðins ramma. Það
er svo sem gott og blessað, en
væri þá ekki réttast að skera sömu
prósentutölu af öllum menningar-
málum til að ná settu marki? Þessi
aðför til kvikmyndalistinni mót-
mæla kvikmyndaframleiðendur
harðlega. Lang mestur hluti menn-
ingarneyslu um heim allan er í
gegnum kvikmyndir. Víðtækur
skilningur er á þessu í Evrópu.
Þess vegna er öflugur stuðningur
við kvikmyndaframleiðendur um
alla álfuna. Islenskar kvikmyndir
eru umtalsvert framlag til menn-
ingarmála okkar og hafa þær hald-
ið menningu okkar á lofti á er-
lendri grund. Kvikmyndalistin er
sú listgrein sem skapar hvað
mesta atvinnu og sameinar flestar
listgreinar. Listamenn úr fjöl-
Snorri Þórisson
mörgum listgreinum
starfa við hveija kvik-
mynd sem framleidd
er. Þar má nefna t.d.
tónlistarmenn, leik-
ara, söngvara, tón-
skáld, listmálara, rit-
höfunda og svo að
sjálfsögðu alla hefð-
bundna kvikmynda-
gerðarmenn.
Undanfarin ár hafa
íslenskar kvikmyndir
og einstakir kvik-
myndagerðarmenn
unnið til verðlauna
víða um heim. Ég full-
yrði því að engin list-
grein hefur nú á seinni árum kynnt
Island og íslenska menningu á
jafn víðtækan hátt og kvikmynda-
listin, sem nú á að skera svo stór-
felldlega niður.
Ég vil benda þeim sem beita
niðurskurðarhnífnum á þátt fram-
leiðenda í að ná erlendu íjármagni
inn í landið til framleiðslu ís-
lenskra kvikmynda. Það er hlut-
verk framleiðandans að róa á er-
lend mið og fá meðframleiðendur,
fjárfesta og sjóði til að taka þátt
í kvikmyndagerð hérlendis. Flestar
íslenskar kvikmyndir eru nú fram-
leiddar með erlendu fjármagni,
sem nemur frá 10% til allt að 80%
af heildarframleiðslukostnaði. Þvi
aðeins geta framleiðendur haldið
þessu starfi áfram að þeir fái
grunnfjármagnið frá Kvikmynda-
sjóði Islands, sökum þess að fjöl-
margir kvikmyndasjóðir í Evrópu
leggja aðeins fé til mynda sem
hafa fengið opinberan stuðning í
sínu heimalandi.
Leiða má að því líkur að á und-
anförnum árum hafi ríkissjóður
hagnast í formi skatta af launum
og þjónustu, sem kvikmyndafram-
leiðendur hafa greitt með fjár-
úr furu
með færanlegum rímhim
HURÐIR HF
Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681635
magni sem þeir hafa fengið erlend-
is frá og því sé rekstur Kvik-
myndasjóðs þjóðhagslega arðbær.
Þessi liður er greinilega ekki tek-
inn með í reikninginn þegar hnífn-
um er beitt. Ef Kvikmyndasjóður
verður skorinn niður eins og fyrir-
hugað er verður ekkert svigrúm
fyrir framleiðendur til að ná er-
lendu fjármagni inn í íslenskar
Ef Kvikmyndasjóður
verður skorinn niður
eins o g hugmyndir voru
uppi um í menntamála-
ráðuneytinu, yrði það,
að dómi Snorra
Þórissonar, menning-
arsögulegt slys.
kvikmyndir. Þessi aðgerð mun
skapa atvinnuleysi hjá þeim fjölda
kvikmyndagerðarmanna sem nú
starfa hér á landi.
Ef svo fer sem horfir verða
framleiðendur að snúa sér að
framleiðslu kvikmynda sem eru
eingöngu teknar upp á erlendri
tungu og þá með listrænt forræði
í höndum útlendinga. Yrkisefni
slíkra mynda er að jafnaði ekki
sótt í íslenskan veruleika og í
fæstum tilvikum munu þessar
kvikmyndir auðga menningu okk-
ar. Hér er því í aðsigi menningar-
sögulegt slys.
Það er til háborinnar skammar
fyrir ráðherra menntamála að
mæla fyrir fjárlagagerð þar sem
framlög til Kvikmyndasjóðs eru
stórlega skorin niður.
Höfundur er formaður Sambands
íslenskra kvikmyndaframleið-
enda.
Dagskrá fyrir Danska haustdaga 8. -16. október 1994
Laugardagur 8. okt.
14:00 Háskólabíó Opnun Danskra haustdaga og um leið
kvikmyndahátíðar í Háskólabíói.
20:00 Norræna húsið Leikkonan Bodil Udsen les upp úr verkum
H.C. Andersen og Karen Blixen.
Aðgangur kr. 800.
Sunnudagur 9. okt.
15:00 Norræna húsið
16:00 Norræna húsið
Mánudagur 10. okt.
10:00 Menntaskólar
18:00 Lögberg 101
Opnun sýningar á dönskum teiknimyndaserium.
Auður Leifsdóttir flytur erindi um Karen Blixen.
Tónlist
Þriðjudagur 11. okt.
10:00 Menntaskólar
Rithöfundurinn Svend Áge Madsen heimsækir
menntaskóla borgarinnar.
Opinn fyrirlestur. Rithöfundurinn Svend Áge
Madsen.
Svend Áge Madsen heimsækir menntaskóla
borgarinnar.
Boxiganga - tilraunaleikhús.
Kvikmyndir
13:00 Myndl. og
handíðaskólinn
17:00 Ráðhús Reykjav. Hátíöarmóttaka og opnun textíl-,
húsgagnahönnunar og skartgripasýningar.
21:00 Islenska óperan Hátiöarsýning. Leikkonan Bodil Udsen,
Kammersveit Reykjavíkur og Pro Arte kórinn
koma fram. Aðgangur kr. 1500.
Miðvikudagur 12. okt.
12:30 Norræna húsið Hádegistónleikar Háskóla íslands: Pro Arte kórinn
frá Árhus.
20:00 Norræna húsið Pro Arte kórinn - tónleikar með danskri efnisskrá,
m.a. flutt verk eftir Carl Nielsen. Aðgangur kr. 800.
Boxiganga - tilraunaleikhús. Aðgangur kr. 800.
22:00 Sólon (slandus
Fimmtudagur 13. okt.
10:00 Menntaskólar
13:00-
17:00
Norræna húsið
Danskir rithöfundar heimsækja Kennara-
háskólann og menntaskóla í Reykjavík.
Ráðstefna um fullorðinsfræðslu og lýðháskóla á
Norðurlöndum.
20:00 Norræna húsið Kammersveitin Ensemble Nord flytur klassísk verk. Aðgangur kr. 1000.
22:00 Sólon íslandus Café Kplbert skemmtir gestum.
Föstudagur 14. okt.
16:00 Perlan Húsgagna- og innréttingasýning opnuð með þátttöku Café Kplbert. Islenskar verslanir sýna úrval danskra húsgagna og innréttinga. Sýningin stendur í 3 daga, til 16. okt.
17:00 Perlan Tískusýning - skartgripasýning.
18:30 Perlan Matreiðslumeistarinn Rasmus Agerliin mat- reiðir Ijúffen.ga rétti það sem eftir lifir kvölds.
20:00 Norræna húsið Boxiganga - tilraunaleikhús. Aðgangur kr. 800. Kirkjutónleikar: Pro Arte kórinn frá Árhus flytur klassísk verk. Aðgangur kr. 800.
20:30 Áskirkja
22:00 Sólon íslandus Café Kplbert skemmtir gestum.
Laugardagur 15. okL
14:00 Norræna húsið Opnun sýningar á veggteppum Ruth Malinowski.
16:00 Perlan Tískusýning - skartgripasýning.
16:00 Norræna húsið Hringborðsumræöur danskra og íslenskra rithöfunda. Dagný Kristjánsdóttir stjórnar umræðunum ásamt Erik Skyum-Nielsen.
18:30 Perlan Danski matreiöslumeistarinn Rasmus Agerliin matreiðir Ijúffenga danska rétti fyrir sælkera Perlunnar fram á kvöld.
21:00 Norræna húsið A.M. Helgar setur upp háðskan gamanleik.
Sýningar
Fyrirlestrar
8.-16. október '94
Danskir
haust-
dagar
Hönnun
Sunnudagur 16. okt
15:00 Norrænahúsið
15:30 Perlan
16:00 Perlan
19:00 Perlan
21:00 Háskólabió
21:00 Súlnasalur
Hótel Sögu
N.B.
Aðgangur kr. 1000.
Ritstjórinn Bent A. Koch heldur fyrirlesturinn:
Norðurlöndin og Evrópa - þjóöerniskennd á
tímum alþjóðavæðingar.
Café Kdlbert skemmtir.
Tískusýning - skartgripasýning.
Lokahóf dönsku daganna í Perlunni. Skemmti-
dagskrá. Matreiðslumeistarinn Rasmus Agerliin
matreiðir. Allir velkomnir.
A.M. Helgar setur upp háöskan gamanleik.
Aðgangur kr. 1000.
Jass-tónleikar „Lundgaard, Riel, Flsher &
Rockwell". Aðgangur kr. 1000.
Bókmenntir
Leiklist
Vinsamlegast athugið að ófyrirsjáanlegar breytingar
geta orðiö á dagskránni.
MIÐASALA FER FRAM í:
NORRÆNA HÚSINU
BÓKABÚÐ LÁRUSAR BLÖNDALS, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 2
EYMUNDSSON, AUSTURSTRÆTI
JAPIS, BRAUTARHOLTI