Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1994 27
AÐSENDAR GREINAR
F élagslegt ofríki
— fyrir hvern?
Gunnar Karlsson
I GREIN Tryggva
Baldurssonar flug-
stjóra í Morgunblaðinu
28. september sl. varp-
ar hann, í fyrirsögn,
fram spurningunni
„Stéttarfélag — fyrir
hvern?“.
Ekki verður hjá því
komist að greina frá
aðdraganda og stofnun
FFF í framhaldi af
þessu. Sú hugmynd að
stofna eigið stéttarfé-
lag hefur lifað meðal
flugmanna Atlanta allt
frá árinu 1989, þar
sem við töldum að
stéttarfélag það sem fyrir er, FÍA,
hefði ekki fullan skilning á sérstöðu
okkar og væri of bundið í klafa
eigin hagsmuna, sem eru töluvert
ólíkir okkar. Er þar helst að nefna
að starfsvettvangur okkar er að
meirihluta til erlendis og vinnan
mjög svo vertíðarbundin og sveiflu-
kennd. Einnig óttuðust menn mjög
ójöfn valdahlutföll innan FÍA þar
sem u.þ.b. 150 flugmenn Flugleiða
gætu beitt 6-30 Atlantaflugmenn
félagslegu ofríki að vild. Þessi ótti
hefur, því miður,- ekki reynst
ástæðulaus og er skemmst að minn-
ast atburðarins 28. júní sl. þegar
35 félagsmenn FÍA samþykktu, á
félagsfundi, verkfallsboðun hjá
Leiguflugi ísleifs Ottesen, gegn
vilja flugmannanna þriggja, sem
þar starfa. Mótbárur þeirra voru
að engu hafðar og höfðu þeir ekki
einu sinni atkvæðisrétt í málinu.
Snemma í september hóf starfs-
hópur flugmanna Atlanta undirbún-
ingsstörf að stofnun eigin stéttarfé-
lags sem fólu í sér könnun á vilja
flugmanna. Erfitt var um vik þar
sem 25 manns af 30 voru staddir
erlendis og reyndist því nauðsynlegt
að hafa samband við þá símleiðis.
Hugmyndin var kynnt hveijum og
einum og mönnum gefinn góður
tími til ákvarðanatöku. Þegar upp
var staðið reyndust 23 samþykkir
stofnun félagsins, tveit heltust síð-
an úr lestinni er á hólminn var
komið, en fjórir lýstu sig andviga
stofnuninni. Fullyrðingar formanns
FÍA að „nokkrir" hafi hlaupist und-
an merkjum og stofnað eigið félag
er því alröng. Fijálsa flugmannafé-
lagið var síðan stofnað 14. septem-
ber og hófust samningaviðræður
milli samninganefndar og forráða-
manna Atlanta sama dag. Þessum
viðræðum lauk síðan rúmum tveim-
ur sólarhringum síðar, þar sem
kjarasamningur var undirritaður
með fyrirvara um samþykki félags-
manna, eins og venja er í málum
sem þessum, þ. á m. hjá FÍA. Stað-
hæfing Tryggva Baldurssonar um
að kjarasamningi okkar hafi verið
„hnoðað saman í svo miklu hasti“
fær því ekki staðist. Það hefur eng-
inn haldið því fram að kjarasamn-
ingur okkar hafi verið gallalaus og
komu fram þrír agnúar sem síðan
voru leiðréttir með bókunum, undir-
rituðum af báðum aðilum. Við vilj-
um leggja áherslu á að forgangs-
ákvæði okkar kjarasamnings er nú
hliðstætt sapskonar ákvæði í kjara-
samningi FÍA við Flugleiðir. Kjara-
samnmgurmn var
lagður fyrir dóm fé-
lagsmanna FFF í leyni-
legri atkvæðagreiðslu.
Talning atkvæða fór
fram 28. september sl.
Atkvæði greiddu 22.
atkvæðisbærir félags-
menn og var kjara-
samningurinn sam-
þykktur mótatkvæða-
laust.
Tryggvi heldur því
fram í grein sinni, að
kjarasamningurinn
standist ekki landslög
og sé lakari en þeirra.
Hvort tveggja er al-
rangt. Okkar kjarasamningur felur
í sér betri kjör og er í fullu sam-
ræmi við landslög að sögn lög-
manna okkar.
En víkjum nú að hinum mis-
heppnuðu þreifingum FÍA við for-
ráðamenn Atlanta. Ljóst er að veru-
legur hluti flugmanna Atlanta leit-
aði til FÍA vegna óánægju um kaup
þau og kjör sem buðust frá áhafna-
leigu frá því snemma í vor. Það
þýddi á hinn bóginn ekki að FÍA
væri selt algert sjálfdæmi í hendur
um ókomna framtíð. Við stofnun
FFF sögðu flestallir stofnfélagar sig
úr FÍA. Þar hafa menn hins vegar
hafnað úrsögninni alfarið og kosið
að halda okkur í félagslegri gíslingu
innan vébanda sinna. Ætla mætti
því að þeir hafi haft mikla þörf
fyrir að njóta starfskrafta vorra og
nærveru í þreifingum sínum við
forráðamenn Atlanta. Því fer fjarri.
Það að enginn flugmaður Atlanta
var með í sendinefnd FÍA hjá sátta-
semjara var afsakað með því að
ekki væri það þorandi vegna
meintra hræðslu við brottrekstur. í
þessu er fólgin mikil lítilsvirðing á
flugmönnum Atlanta, að enginn
þeirra fáu sem vildu fylgja FÍA að
málum hefði hugrekki til að standa
fyrir sínum málstað. Einnig er ótrú-
legt að nokkur vinnuveitandi hefði
vísvitandi veikt stöðu sína á svo
viðkvæmu stigi með kúgunarað-
gerðum. Stjórnendur FÍA höfðu
fullvissað þá flugmenn Atlanta sem
til þeirra leituðu, að ekki yrði um
neinar aðgerðir, þ.m.t. verkfallsað-
gerðir, að ræða í trássi við vilja
Atlantaflugmanna. Annað kom hins
vegar á daginn í bókun á fundi hjá
ríkissáttasemjara og í myndsend-
ingum sem sendar voru á vinnu-
staði okkar erlendis. Vert er þess
að geta, að enginn flugmanna Atl-
anta vildi verkfall, ekki einu sinni
þeir sex sem kusu að standa utan
FFF. Þetta sýnir hins vegar að
Atlantaflugmönnum var sópað út í
horn meðan FÍA gæti í næði fram-
ið sína stalínísku innlimun. Þannig
var málið t.d. ekki kynnt þeim fjöl-
mörgu mönnum sem vora yfilýstir
andstæðingar afskipta FIA að okk-
ar málum.
Formaður FÍA ítrekar, í útvarps-
viðtali, að forráðamenn Atlanta
hafi haft hönd i bagga við stofnun
FFF. Ég mótmæli þessu harðlega,
og tel að um lúalegt áróðursbragð
sé að ræða.
Nú skal vikið að tveimur veiga-
mestu ástæðunum fyrir stofnun
Sú einkennilega staða
ríkir í dag, segir Gunn-
ar Karlsson, að þrátt
fyrir það að fullur friður
hafi náðst milli Atlanta
og flugmanna þess,
krefst þriðji aðili ófriðar
og boðar verkfall.
félags okkar. Þá er fyrst að telja
óttann við beitingu félagslegs ofrík-
is, sem tíundað hefur verið að hluta
áður í þessari grein. Þar eð FIA-
menn hafna deildaskiptingu og
sjálfræði starfshópa innan félagsins
teljum við útilokað, að ganga til liðs
við FÍA í ljósi misvasgis atkvæða
og fenginnar reynslu. Ónnur ástæð-
an fyrir stofnun eigin stéttarfélags
er skylduaðild félagsmanna að Eft-
irlaunasjóði FÍA. Sjóður þessi er
vægast umdeildur innan ráða flug-
manna Flugleiða. Hafa nokkrir
sjóðsfélagar gengið svo langt að
mælast til þess að hann verði lagð-
ur niður. Ökkur Atlantaflugmönn-
um finnst einfaldlega framlag í sjóð
þennan vafasöm fjárfesting, og
kjósum að útskýra það ekki nánar
að svo komnu máli.
Tryggvi Baldursson spyr „hveij-
ar skyldu svo tekjur landsmanna
vera af þessu flugfélagi?". Það er
ekki okkar að gera tæmandi úttekt
á því en eitt er víst að tilvist félags-
ins skapar gífurlegar gjaldeyristekj-
ur fyrir þjóðarbúið, fjölda atvinnu-
tækifæra og skattekjur. Formaður-
inn telur að starfsfólk Atlanta hafi
sætt illri meðferð gegnum tíðina.
Það vekur því furðu hve mikil ásókn
hefur verið af hálfu starfsfólks
Flugleiða til þess að komast í vinnu
hjá Atlanta til lengri eða skemmri
tíma. Ég vil þó taka skýrt fram að
þeir starfsmenn Flugleiða sem unn-
ið hafa hjá Atlanta eru allir úrvals-
menn og hafa verið flugfélaginu til
mikils gagns. Hver er ábyrgð
Tryggva Baldurssonar sem for-
manns launþegasamtaka þegar
hann mælir með flutningi slíks fyr-
irtækis úr landi á tímum atvinnu-
leysis?
Sú einkennilega staða ríkir í dag,
að þrátt fyrir að fullur friður hafi
náðst milli Atlanta og'flugmanna
þess, krefst þriðji aðili ófriðar og
boðar verkfall.
Fijálsa flugmannafélagið var
ekki stofnað til höfuðs FÍA, öllu
heldur vonuðumst við éftir góðri
samvinnu félaganna í sameiginlegri
baráttu okkar í þágu íslenskra flug-
manna. Það er því von okkar að
formaður FÍA setji hagsmuni flug-
mannastéttarinnar framar persónu-
legum metnaði, hnígi hann í aðra
átt.
Höfundur er formaður Fijálsa
flugmannafélagsins.
SPARAÐU
kr. 35.000 á ári!
Ef þú bakar eitt brauð á dag í sjálfvirku
EL-GENNEL brauðvélinni, sparar þú allt að
35.000 krónum á ári og átt að auki alltaf
nýbakað, ilmandi og hollt brauð!
íslenskar leiðbeiningar og uppskriftir fylgja.
Fengum nýja sendingu á sama lága verðinu:
Verð aðeins Kf. 26.505 StffT.
ffffffff Einar
ffmff Farestveit&Co.lif.
B ílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E if T \
v/Reykjanesbraut. | 'frV
Kopavogi, simi
571800
Nýr bíll Suzuki Sidekick iLX '94, dökk-
blár, óekinn, 5 g., rafm. í rúðum, Cruise
contr., fjarst. þjófavörn o.fl. o.fl. V. 2,2
millj.
- U ; , & .i
Borgartúni 28 g 622901 og 622900
Toyota Corolla XL '90, 5 dyra, rauður,
sjálfsk., ek. aðeins 22 þ. km. V. 690 þús.
Toyota Landcruiser Turbo Disel m/int-
erc. ’89, 5 g., ek. 112 þ. km., 36“ dekk,
kastarar o.fl. V. 1.890 þús.
Daihatsu Charade TX '91, blár, 5 g., ek.
aðeins 26 þ. km. V. 680 þús.
Cherokee Limited '90, steingrár, sjélfsk.,
ek. 53 þ. km., leðurinnr., ABS, álfelgur
o.fl. V. 2,1 millj.
Grand Cherokee Laredo '93, sjálfsk.
m/öllu, ek. 26 þ. mílur. Sem nýr 3.7 millj,
Honda Civic LSi '92, rauður, sjálfsk., ek,
18 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Toppeintak.
Tilb. 1.090 þús.
Subaru Justy '88, 4ra dyra, rauður, 5 g.
ek. 63 þ. km. V. 380 þús.
Toyota Corolla '85, 3ja dyra, 4 g., ek. 108
þ. km. V. 300 þús.
Cherokee Chief '87, 4,0 I, rauður, 5 dyra,
sjálfsk., ek. 82 þ. km., Óvenju gott eintak.
V. 1.350 þús.
Nissan Sunny SR 16001 '94, sjálfsk., ek.
10 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.280
þús. Sk. á ód. sportbíl.
MMC Galant 2000 GTi '89, 5 g., ek. 92
þ. km., vél og gírkassi ný yfirfarið, sól
lúga, rafm. í rúðum, álfelgur, spoiler o.fl
V. 1.190 þús.
Plymouth Voyager V-6 7 manna '90
sjálfsk., ek. 108 þ. km. V. 1.390 þús,
Subaru Legacy 1.8 GL '91, 5 g., ek. 82
þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.390 þús
Toyota Carina 2000 GLi, árg. '91, blá
sans., 5 g., ek. 62 þ. rafm. í rúðum o.fl.
Fallegur bíll. V. 1.090 þ.
Nissan Sunny SLX Sedan '93, Ijósgrár,
g., ek. 34 þ. km., 5 dyra, rafm. í rúðum
o.fl. V. 1.100 þús.
Toyota 4Runner V-6 '92, blár, 5 g., ek,
30 þ. km., 31“ dekk, rafm. í rúðum o.fl
V. 2.550 þús.
Toyota Corolla GLi Sedan 1600 '93,
sjálfsk., ek. 23 þ. km., rafm. í rúðum, centr
allæsing. V. 1.350 þús. Sk. ód.
Ford Escort 1,3 CL '90, 3ja dyra, 5 g
ek. 80 þ. km. V. 490 þús.
Cherokee Laredo 4,0 L '88, blásans.
dyra, sjálfsk., ek. 76 þ. km., rafm. í rúöum,
álfelgur, centrallæsing o.fl. V. 1.550 þús.
MMC Colt EXE '92, rauður, 5 g., ek. 41
þ. km., álfelgur, spoiler, rafm. í rúðum
þjófav.kerfi o.fl. V. 990 þús.
Skoda Forman LXi '93, 5 g., ek. 7
km., grænn. V. 670 þús.
Hyundai Pony LS '94, 4ra dyra, 5 g., ek.
5 þ. km. V. 930 þús.
Nissan Sunny GTi 2000 '93, rauður,
g., ek. 38 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm
í öllu o.fl. V. 1.350 þús.
Volvo 460 GLE 2000 '94, sjálfsk., ek.
þ. km., hiti í sætum o.fl. V. 1.680 þús.
Sk. ód.
Eitt blab
fyrir alla!
•pttililaí
- kjarni málsins!