Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 29

Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 29
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBEK 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérbloð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. FJÁRLÖG OG EFNAHAGSBATI SÍÐASTA fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á þessu kjörtímabili var lagt fram eftir þingsetningu sl. laugardag. Það ber merki nokkurs efnahags- bata, öfugt við önnur fjárlagafrumvörp ríkisstjórnarinnar, sem einkenndust af vaxandi efnahagskreppu. Hallinn á ríkissjóði verður áfram verulegur samkvæmt nýja fjárlagafrumvarpinu, eða 6,5 milljarðar króna. Heildartekjurn- ar eru áætlaðar 109,4 milljarðar, en útgjöldin 115,9 milljarð- ar. Gert er ráð fyrir því, að tekjur ríkissjóðs aukist talsvert á næsta ári vegna efnahagsbatans, eða um 2,6 milljarða króna. Segja má ríkisstjórninni og fjármálaráðherranum til hróss, að öll þessi tekjuaukning er notuð til þess að draga úr hallanum og fast er haldið við aðhaldsstefnu þá í ríkisfjármálum, sem mótuð hefur verið undanfarin ár. Þetta er enn merkilegra, þegar haft er í huga að þingkosningar standa fyrir dyrum og mikil freisting fyrir ráðherra að koma sér í mjúkinn hjá kjós- endum. Prófið hefur ríkisstjórnin staðizt miðað við ijárlaga- frumvarpið eins og það er lagt fram. Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, sagði þegar hann kynnti frumvarpið: „Við teljum, að það sé úrelt að reyna að sýna fram á betri afkomu á kosningavetri en raunin er. Við höldum líka að það sé liðin tíð að hægt sé að kaupa kjósendur með miklum útgjöld- um rétt fyrir kjördag." Þetta er að sjálfsögðu hárrétt hjá fjármálaráðherranum og það eykur tiltrú á ummæli hans, að strangt aðhald er áfram í ríkisrekstrinum þrátt fyrir batnandi tíð, m.a. er krafa gerð til ráðuneytanna um 2% hagræðingu í rekstri til að mæta óumflýjanlegum nýjum útgjöldum. Hins vegar á eftir að koma í ljós, hvort þingmenn hafa þrek til aðhalds, þegar fjárlaga- frumvarpið kemur til kasta þeirra. Því hefur ekki verið gleymt, bvernig ráðherrar og stuðningslið ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar slepptu algerlega fram af sér beizlinu fyrir vorkosningarnar 1991. Lækkun ríkissjóðshallans nú má glöggt sjá á því, að sam- kvæmt fjárlögum yfirstandandi árs var gert ráð fyrir því, að hann næmi ríflega 9,6 milljörðum króna, en nú er reiknað með að hallinn verði tæpir 11 milljarðar. Takist að halda hall- anum í 6,5 milljörðum er stórt skref stigið að takmarkinu um hallalaus fjárlög, en á því er brýn nauðsyn eftir tugmilljarða halla undanfarinna ára. Batnandi hag þarf að nota til að eyða hallanum og síðan til að skila tekjuafgangi til að létta skulda- byrði ríkissjóðs. Loks til að létta þunga skattabyrði, sem lögð hefur verið á borgarana undanfarin samdráttarár og hefur leitt með öðru til stóraukinnar skuldasöfnunar heimilanna. I greinargerð frumvarpsins segir, að skatttekjur ríkissjóðs á næsta ári verði talsvert minni en var í upphafi samdráttar- skeiðsins 1991, hvort sem miðað er við landsframleiðslu eða fast verðlag. Tekjur lækka nokkuð á næsta ári vegna þess, að þá kemur lækkun virðisaukaskattsins á matvæli að fullu til framkvæmda, svo og fellur brott sérstakur tímabundinn 5% tekjuskattur. Ánægjulegt er, að ekki verður höggvið í þann knérunn að þyngja enn skattbyrðina og það eru viss tímamót, að tímabundinn skattur verður afnuminn á réttum tíma. Ekki sízt þar sem í ljós hefur komið, að svonefndur hátekjuskattur hefur bitnað mest á ungu fólki, sem leggur á sig ómælda vinnu til að koma yfir sig þaki, svo og sjómönnum, sem búa við miklar sveiflur í tekjum. Efnahagsbatann og aðhaldssemi ríkisstjórnarinnar í ríkis- rekstrinum má einnig sjá í hreinni lánsfjárþörf ríkissjóðs og opinberra aðila á næsta ári. Hún lækkar úr 22,1 milljarði króna í ár niður { 14,4 milljarða á næsta ári, eða um ríflega þriðj- ung. Árangurinn er að sjálfsögðu mikilsverður og á að geta stuðlað að frekari lækkun vaxta ásamt minni ríkissjóðshalla. í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu er vikið að stefnu- mörkuninni með þessum orðum: „Boðskapur þessa fjárlagafrumvarps er skýr. Ekki verður hvikað frá þeirri aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum, sem ríkis- stjórnin hefur fylgt. Nú þegar loksins rofar til í efnahagslífinu eftir erfiðleika og samdrátt undanfarin ár er afar mikilvægt, að sá tekjuauki, sem efnahagsbatinn skilar, gangi til þess að minnka halla ríkissjóðs. Jafnvægi í ríkisbúskapnum er for- senda þess að treysta hagvöxt í sessi og bæta lífskjörin. Það er kjarni stefnunnar í ríkisfjármálum." Þessi stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er rétt. Engin goðgá er að ætla, að ríkissjóðshailanum verði eytt á 2-3 árum með auknum hagvexti, en það tekst ekki nema áfram verði gætt ýtrustu sparsemi og aðhalds í ríkisrekstrinum. Heitar umræður á löngum flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins um siðferði í stjórnmálum og ásakanir á Guðmund Arna Stefánsson Tillögu um afsögn vísað frá Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins á Hótel Loftleiðum á sunnudag fór fram fyrir opnum tjöldum og stóð yfír í tæpar fímm klukku- stundir. Tillögu þar sem skorað var á Guðmund Árna Stefánsson að segja af sér varaformennsku og ráðherradómi var vísað , ^ frá með 67 atkvæðum gegn 13. Omar Friðriksson fylgdist með umræðunum. Fundurinn hófst með því að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, fjallaði í ítaríegu máli um siðferði í stjórnmálum og í íslenska þjóðfélaginu. Rakti hann mörg dæmi um fyrirgreiðslupólitík og vék einnig að siðferðilegum álitamálum í umfjöll- un fjölmiðla. Hann vísaði því á bug að hann væri að réttlæta mál sem gagnrýnd hefðu verið með því að benda á önnur sambærileg. „Það eina sem ég er að segja er það, að þegar við ræðum siðferðileg vandamál, þá er strangasta krafan þessi, að líta í eigin barm. Það sem þér viljið að aðr- ir menn gjöri yður, það skuiið þér og þeim gjöra,“ sagði hann. Benti hann á að Alþýðuflokkurinn hefði fyrir löngu sett sér þá reglu að þingmenn flokksins sætu ekki í bank- aráðum og sjóðsstjórnum. Alþýðu- flokkurinn hefði barist gegn hópum sem hefðu haft mestra hagsmuna að gæta í gegnum pólitískt ’ forræði í stjórnkerfinu. „Við erum jafnaðarmenn og jafn- aðarstefnan er ekki ströng eða hörð kenning. Hún er í raun og veru sið- ferðileg skoðun," sagði Jón Baldvin. „Við eigum ekki í þessari umræðu að víkjast undan að taka þátt í henni. Við eigum ekki að kvarta undan henni, jafnvel þótt hún sé ósanngjörn. Við eigum einfaldlega að hafa þá trú á sjálfum okkur, að við höfum hreinan skjöld, höfum ekkert að fela og við eigum að taka mark á þessari um- ræðu,“ sagði hann. í lok ræðu sinnar sagði Jón Baldvin að eðlilega væru skiptar skoðanir um þessi álitamál. Skoraði hann á flokksstjóm- armenn að flytja engar til- lögur á fundinum, hvorki til fordæmingar né stuðnings. „Málið er komið í eðlilegan farveg og það er ekki tímabært hér og nú að kveða upp neina endanlega dóma í formi slíkra tillagna. Komi slíkar tillög- ur fram mun ég persónulega flytja frávísunartiilögu á þær,“ sagði hann. Guðmundur Árni Stefánsson, vara- formaður flokksins, tók næstur til máls og sagði að tekist hefði víðtæk sátt um stefnu flokksins á seinasta fiokksþingi en ekki hefði tekist að ná sáttum um forystu flokksins, sem hefði leitt til þess að Jóhanna Sigurð- ardóttir yfirgaf flokkinn. í kjölfarið hefði svo atlagan gegn sér hafist og væri það ein hatrammasta herferð íjölmiðla gegn einum stjórnmála- manni sem sögur færu af hér á landi. Sagði hann að ákvörðun þing- flokksins væri ekki gerð með það í huga að aðrir flokkar gerðu slíkt hið sama. „Ef til þess kemur að aðrir flokkar eða stjórnmálamenn vilja lítið úr þessu gera og segja að þetta sé einhverskonar kattarþvottur, þá vænti ég þess að þeir hinir sömu aðilar séu reiðubúnir að setja sig undir svipaða smásjá," sagði Guðmundur Árni. Lagði hann mikla áherslu á að nú væri kominn tími til að þétta raðirnar og standa saman í þeirri orrahríð sem fram undan væri. „Ef við sláum ekki skjaldborg utan um okkar mál og for- ystu, þá gerir það enginn annar,“ sagði hann. Rannveig Guðmundsdóttir þing- flokksformaður gerði fundarmönnum grein fyrir yfirlýsingu þingflokksins frá því á föstudag. Hún sagði að al- þýðuflokksmenn hefðu upplifað erfiða og átakasama tíma frá lokum flokks- þings í júní. Nú væri nauðsynlegt að snúa bökum saman á örlagatímum, rétta af það sem miður færi og sýna og sanna að stefna og störf flokksins væru traustsins verð. Að loknum þessum framsöguræðum hófust almennar umræður. Margrét Bjömsdóttir, formaður Félags fijáls- lyndra jafnaðarmanna, gerði grein fyr- ir yfirlýsingum stjómar félagsins um málefni Guðmundar Áma. Sagði hún að skýringar og svör Guðmundar Áma við þeim ávirðingum sem fram hefðu komið væra ekki fuilnægjandi. Gagn- rýndi hún viðbrögð hans við gagnrýn- inni og vísaði því á bug að um skipu- lagt samsæri innan fiokksins væri að ræða. Sagði hún að enginn þingmaður eða ráðherra Alþýðuflokksins hefði haft hugmynd um þær umræður sem fram hefðu farið í stjóm FFJ. Greindi hún frá því að hún hefði boðið Sig- hvati Björgvinssyni viðskiptaráðherra að segja starfi sínu sem að- stoðarmaður hans lausu vegna gagnrýni sem fram hefði komið á stjóm FFJ en hann hefði hafnað því. Margrét sagði óþarft að biðja Ríkisendurskoðun um rannsókn á embættisfærslum Guðmundar Árna þar sem málsatvik lægju ljós fyrir í flestum atriðum. Nú bæri hverjum og einum að leggja mat á málavexti. „Það er okkar niðurstaða, þegar mála- vextir eru skoðaðir í heild, að Guð- mundur Árni hafi með embættisfærsl- um sínum misboðið almennum og óskráðum siðareglum í stjórnmálum, þannig að honum beri að segja af sér. Hann hefur að okkar mati skaðað Alþýðuflokkinn og valdið trúnaðar- bresti milli sín og okkar,“ sagði hún. Tíu alþýðuflokksmenn, stjórnar- menn í FFJ og félagar úr Álþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur, lögðu síðan fram svohljóðandi tillögu á flokks- stjórnarfundinum: „Flokksstjórnar- fundur Alþýðuflokksins, haldinn 2. október 1994, skorar á Guðmund Árna Stefánsson að segja af sér emb- ætti varaformanns flokksins, svo og ráðherrastöðu sinni. Með slíkri Þungbær um- ræða fyrir jafnaðarmenn Morgunblaðið/Kristinn MARGRÉT Björnsdóttir, formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, á tali við Jón Baldvin Hannibals- son, formann Alþýðuflokksins, og Guðmund Oddsson, framkvæmdastjóra flokksins og fundarstjóra. GUÐMUNDUR Árni Stefánsson félagsmálaráðherra og bróðir hans, Gunnlaugur Stefánsson alþingismaður, greiða atkvæði á flokksstjórnarfundinum um tillögu formannsins um að vísa frá áskorun á Guðmund Árna að segja af sér varaformennsku í flokkn- um og ráðherradómi. ákvörðun setti Guðmundur Árni hags- muni flokksins í öndvegi. Það er mat flokksstjórnar að Guðmundur Árni styrki stöðu sína í íslenskum stjórn- málum til lengri tíma með því að axla ábyrgð á þeirri atburðarás, sem valdið hefur trúnaðarbresti innan Alþýðu- flokksins." Undir tillöguna skrifuðu Hildur Kjartansdóttir, Vilhjálmur Þor- steinsson, Bolli Valgarðsson, Ágúst Einarsson, Gunnar Ingi'Gunnarsson, Hulda Kristinsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Jónas Þór Jónasson, Öm Þorláksson og Rúnar Geirmundsson. Stjórn FFJ lagði einnig frám yfirlit á fundinum yfir sjö mál sern varða embættisfærslu Guðmundar Árna sem ráðherra og bæjarstjóra í Hafnarfirði sem stjórnin gagnrýnir hann harðlega fyrir og telur að hann hafi ekki gefið viðhlítandi skýringar á. Þetta eru mál Björns Önundarsonar fyrrv. trygg- ingayfirlæknis, Hrafnkels Ásgeirsson- ar lögfræðings, Steens Johanssonar kynningarfulltrúa, Jóns H. Karlssonar, aðstoðarmanns ráðherra, ráðstöfun íbúðar í eigu Hafnarfjarðarbæjar, íjár- mál og stjórnun Listahátíðar í Hafnar- firði hf. og biðlaun Guðmundar Árna frá Hafnarfjarðarbæ. Vilhjálmur Þorsteinsson, ritari FFJ, vék að þessu yfirliti í ræðu sinni og sakaði hann Guðmund Árna um skrumskælingu á málstað jafnaðar- manna með verkum sínum. Sagði Vil- hjálmur að þessi umræða væri þung- bær fyrir jafnaðarmenn en stjórnmála- menn yrðu að þola aðhald fjölmiðla. „Hér er spurt um siðferði, ábyrgð og skyldur við iýðræðið. Með atkvæði ykkar eru þið að draga ykkar persónu- legu markalínu í siðferðismálum,“ Versta kreppa í flokknum Í40 ár sagði Vilhjálmur. Magnús Ámi Magnússon, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, kynnti ályktun sem samþykkt var á sambandsstjórnarfundi SUJ sl. laug- ardag. Þar er niðurstöðu þingflokksins um siðbót í íslenskum stjómmálum fagnað. Varaði Magnús alþýðuflokks- menn við að efna til óvinafagnaðar innan flokksins fyrir kosningabarátt- una í vetur og sagði að flokkurinn ætlaði sér að taka siðferðismálin föst- um tökum. --------- Kristmundur Árnason, formaður Sambands Al- þýðuflokksfélaga á Suð- urnesjum, kynnti ályktun stjórnar sambandsins frá “ sl. laugardegi þar sem lýst er yfir ánægju með þá ákvörðun þingflokks og ráðherra að fela Ríkisendurskoðun að kanna þau gagnrýnisatriði sem fram hefðu komið. Sigríður Einars- dóttir sagði að flestir ráðherrar flokks- ins hefðu orðið fyrir miklu aðkasti. Sagðist hún trúa því að formaður flokksins myndi leiða þetta mál farsæl- lega til lykta. Bolli Valgarðsson, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, kvaðst fagna niðurstöðu þingflokks Alþýðuflokksins um siðbót í íslenskum stjórnmálum. Sagðist hann vera á þeirri skoðun að Guðmundur Árni ætti sem varaformaður Alþýðuflokksins að axla ábyrgðina og segja af sér. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, fjallaði um þann þátt gagnrýninnar sem sneri að alþýðuflokksmönnum í Hafnar- firði og sagði aumkunarvert þegar fimm manna stjórn félags í Reykjavík felldi áfellisdóma yfir félögum sínum í Hafnarfirði án þess að leita eftir sam- ráði við þá. Haukur Helgason sagði að ekki hefði komið upp alvarlegri kreppa inn- an Alþýðuflokksins og hann væri í nú, í þá fjóra áratugi sem hann hefði starf- að innan flokksins. „Eg tel að nú sé tími að mál linni. Ég tel að niðurstaða þingflokksins sér rétt og þar hafi ver- ið skynsamlega að staðið," sagði hann. Að mati Gunnars Inga Gunnarssonar, formanns Alþýðuflokksfélagsins í Reykjavík, er Álþýðuflokkurinn ekki spilltur flokkur en hann stæði uppi með mikinn vanda. Sagði hann að þeir sem skrifað hefðu undir áskorun- ina um að Guðmundur Árni segði af sér kæmu úr fleiri félögum en FFJ og sagðist ekki trúa því að gremja og reiði sem þessi umræða hefði í för með sér yrði látin bitna á þeim sem hefðu mismunandi viðhorf til þessa máls. Ágúst Einarsson prófessor sagði að þegar tekist væri á um siðferðileg álitamál og fylgi í kosningum eða skoð- anakönnunum væri enginn mælikvarði á rétt eða rangt. Ágúst neitaði því að einhver stæði fyrir ofsóknum á hendur Guðmundi Árna innan Alþýðuflokks- ins. Hann ætti að víkja vegna tiltek- inna verka en ekki vegna persónu sinnar og fyrri störf hans skiptu engu máli í því sambandi. Hann hefði ein- faldlega farið yfir strikið og ætti að axla sína ábyrgð. Birgir Dýrfjörð, þinglóðs flokksins, sagði að þingflokk- urinn væri nú búinn að vísa þessu máli í ákveðinn farveg og skoraði hann á fundarmenn að láta málið fá sinn framgang þar. Áður en tiliagan um áskorun á Guðmund Áma um að segja af sér var borin undir atkvæði kom Jón Baldvin aftur í ræðustól og iagði fram frávís- unartillögu. Sagði hann að þessi fund- ur væri einstakur í stjórnmálasög- unni. „Umræðuefnið vekur heitar ---------ástríður. Það gerir það í sjálfu sér og það má lítið út af bera til þess að það geti líka orðið meiðandi fyrir þá einstaklinga sem um er —— rætt og eru í okkar röðum," sagði hann. Sagðist hann vera ánægð- ur með hvernig flokkurinn hefði stað- ist þessa prófraun. Jón Baldvin sagði fráleitt að halda því fram að nokkur væri að biðja Ríkisendurskoðun um siðferðisvottorð fyrir einstaka ráð- herra. „Það hefur komið fram, meðal annars af málsmetandi fulltrúum stjórnarandstöðunnar og í fjölmiðlum, að ekki séu öll kurl komin til grafar, að hugsanlega sé ekki unnt að treysta því að þær upplýsingar sem fyrrver- andi heilbrigðisráðherra hefur gefið séu trúverðugar og traustar, að ef til vili séu mál á annan veg og ekki ver- ið sagt satt frá. Það er þetta sem við erum að segja að Ríkisendurskoðun beri að kanna og við óskum eftir að hún geri það,“ sagði Jón Baldvin. Fundinum lauk svo með skriflegri atkvæðagreiðslu um frávísunartillögu formannsins og urðu úrslitin þau, að 67 samþykktu hana en 13 sögðu nei. Tvö atkvæði voru auð og ógild. STÚDENTARÁÐ Skoðanir skiptar um skylduaðild Vökumenn hafa fengið stuðning menntamála- ráðherra við afnám skylduaðildar að Stúd- entaráði en Röskvumenn eru hugmyndinni ein- dregið andvígir. Sindri Freysson ræddi við full- trúa námsmanna og ráðherrann. Iumræðum á málþingi Sam- bands ungra sjálfstæðis- manna um seinustu helgi kom fram í svari Ólafs G. Einars- sonar við fyrirspurn, að hann hygð- ist beita sér fyrir afnámi skylduað- ildar háskólanema að Stúdentaráði Háskóla íslands og að vinnubrögð við samsvarandi afnám í Svíþjóð verði höfð til hliðsjónar, en þar var tveggja ára aðlögunartími. Hyggst Ólafur kynna hugmyndir sínar um afnám aðildar í ríkisstjórn í næsta mánuði. Innan Háskóla íslands skiptast menn í tvö horn í afstöðu sinni til hugmynda ráðherrans. Gjöld til Stúdentaráðs HÍ eru inn- heimt með skrásetningargjöldum, og nema þau um 2.175 kr. á hvern námsmann. Um 1.000 kr. af þeirri upphæð renna síðan til deildarfélaga HI. Rekstrartekjur Stúdentaráðs af félagsgjöldum eru því um fimm millj- ónir á ári að jafnaði. Vandinn með laumufarþegann Guðmundur Ingi Jónsson, formað- ur Röskvu, kveðst alfarið á móti afnámi skyiduaðildar að Stúdenta- ráði Háskóla íslands, enda myndi slík ráðstöfun veikja Stúdentaráð verulega. Ráðið myndi þó tæplega leggjast af. „Við þurfum ekki að leita langt til að uppgötva hverjar afleið- ingar afnáms yrðu. Skylduaðild að Sambandi íslenskra námsmanna er- lendis var afnumin fyrir um tveimur árum með þeim afieiðingum að það er nærri gjaldþrota. Ef skylduaðild yrði afnumin, þyrftu nemendur utan ráðsins líklegast að greiða þjónustu- gjöld fyrir persónulega þjónustu þess, en myndu hins vegar fá ókeyp- is baráttu fyrir hækkuðu framlagi til HÍ og réttindum þeirra í LÍN, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er vandamál- ið um laumufarþegann í hnotskurn; þann sem vill njóta ferðarinnar án þess að greiða miðann.“ Guðmundur Ingi kveðst telja af- nám aðildar varða alla framhalds- skóla, sérskóla og í raun verkalýðs- hreyfinguna einnig, þar sem Stúd- entaráð starfi að hluta til svipað og verkalýðshreyfing og semji um kaup og kjör háskólanema. Málið snúist hins vegar mikið um stjórnmálabar- áttu innan HÍ. „Tvívegis hefur afnám aðildar borjð á góma í kosningabar- áttu innan HÍ og hafa Vökumenn sett afnámið á oddinn, en beðið af- hroð í bæði skiptin, sem sýnir að mínu viti afstöðu þorra stúdenta mjög vel. Þeir hafa hins vegar unnið leynt og Ijóst að þessu máli síðan, enda ieið til að þvinga sínu fram, burtséð frá vilja nemenda. Ég efast auk þess stórlega um að Vökumenn væru jafn áíjáðir í að fá fyrirkomu- laginu breytt, sætu þeir með meiri- hluta í Stúdentaráði." Guðmundur Ingi bendir einnig á að gjaldtakap sé fest í reglugerð um Háskóla íslands. Fyrirkomulag- ið sé í raun þannig að Háskóli Is- lands innheimti skrásetningargjöld og styrki síðan Stúdentaráð um til- tekna upphæð af þeim. „Með hugs- anlegu afnámi væri ráðherra að banna Háskólanum að styrkja ráðið og skerða þannig sjálfstæði hans. Háskólaráð er auk þess búið að fjalla um þetta mál og komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að hafa aðild að Stúdentaráði fijálsa. Ég tel því fráleitt að ætla að snið- ganga vilja lýðræðislegs meirihluta nemenda og stjórnar HI með þessum hætti,“ segir hann. Stórt skref Ólafur G. Einarsson segir að áhugamenn um afnám þessarar að- ildar hafi óskað eftir einfaldri reglu- gerðarbreytingu, en hann ætli að fara aðra leið og leggja málið fyrir ríkisstjórn. „Skrefið er það stórt, ef það verður stigið, að ég vil ekki gera þetta með neinni skyndiákvörðun, heldur kostar málið undirbúning og aðlögun að því tilskildu að ríkis- stjórnin vilji fara inn á þessa braut. Ég mun l.eggja málið þannig fyrir að þetta verði gert eftir einhvern tiltekinn tíma, t.d. tvö ár,“ segir Ólafur. Hann kveðst sjá ýmsa kosti við afnámið. „Meginsjónarmið mitt er að þetta eigi að vera fijálst, á þessum sviðum sem mörgum öðr- um,“ segir Ólafur og nefnir að verka- lýðsfélögin hafi stundum verið nefnd í því samhengi. „Stúdentar verða síðan að skoða þetta frá öllum hliðum í sínum hóp og gera sér grein fyrir hvernig á að fjámiagna starfsemi ráðsins, því allt kostar þetta fé,“ segir Ólafur. Heimir Örn Herbertsson, oddviti Vöku, kveðst vera fylgjandi afnámi aðildar og hafi félagið séð þessa þróun fyrir. Hafi Vaka komið af stað umræðu um málið i Stúdentaráði, en núverandi meirihluti stöðvað hana. Réttindamál og til stuðnings „Við sögðum fyrir tveimur árum að ef stúdentar stæðu ekki sjálfii að afnámi skylduaðildar á eigin for- sendum, myndi ráðherra gera það í samræmi við þróunina í kringum okkur. Nú er það komið á daginn en enginn undirbúningur hefur farið fram innan HÍ og málið í fullkom- inni óvissu. Er við því að búast að eftir einhvern aðlögunartíma geti menn valið um leið og þeir greiða skrásetningargjaldið, hvort þeir greiði til Stúdentaráðs eða ekki. Á slíku fyrirkomulagi og því kerfi að láta alla greiða til ráðsins, en þeir fái síðan endurgreitt í upphafi sum- ars ef þeir vilja, er grundvallarmun- ur. Svigrúmið sem skapast yfír sum- artímann fyrir Stúdentaráð til að sannfæra stúdenta um hagkvæmni aðildar er mjög dýrmætt, og það glatast við það að ráðherra fram- kvæmi þetta sjálfur. Auk þess sem skammarlegt er að láta ráðherra taka ráðin af stúdentum með þessum hætti.“ Heimir segist ekki óttast fólks- flótta úr Stúdentaráði við hugsan- legt afnám skylduaðildar, en um réttindamál sé að ræða. „Sú inegin- regla gildir í þjóðfélaginu að menn geti gengið í félög að eigin vild, undantekningar frá slíku verður að skoða þröngt. Við getum ekki fallist á að Stúdentaráð sé svo sérstakt félag að þurfi að vera skylduaðild að því, frekar en íþrótta- eða taflfé- lögum. í öðru lagi teljum við að Stúdentaráð muni standa sterkara á eftir. Afnám veitir ráðinu enn- fremur aukið aðhald, og þótt nokk- urt aðhald sé að ráðinu í gegnum kosningar, myndi þetta veita ráðinu aðhald í starfi á kjörtímabilinu og veitir ekki af að mati okkar Vöku- rnanna," segir Heimir. Guðmundur Ingi Jónsson, formaður Röskvu. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. Heimir Örn Herbertsson, oddviti Vöku. Skylduaðild eður ei? Segir þorra háskóia- nema styðja skylduað- ild að SHÍ og afnám hennar væri brot á vilja lýðræðislegs meirihluta. HyKgst leggja til i rík- isstjórn að skylduað- ild að Stúdentaráði verði afnumin með aðlögunartíma og undir eftiriiti. Segist ekki geta fall- ist á að Stúdentaráð sé svo sérstakt að þurfi skylduaðild að því, frekar en íþrótta- eða taflfélögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.