Morgunblaðið - 04.10.1994, Síða 32

Morgunblaðið - 04.10.1994, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvalfjarðargöng o g hag- fræðistofnun Háskólans FÖSTUDAGINN 23. september kynnti Hagfræðistofnun Háskóla íslands niðurstöður af rannsókn- um, m.a. „Kreppan í Færeyjum og Hvalfjarðargöng". Ég ætla að fjalla nokkuð nánar um göngin og niðurstöðu rannsóknarinnar. Gylfi Þórðarson, stjórnarfor- maður Spalar hf., ritar grein í Morgunblaðið 16. mars sl. og seg- ir þar: „Árið 1992 fékk félagið Hagfræðistofnun Háskóla íslands til að gera athugun á þjóðhagsleg- um ávinningi vegtengingar um utanverðan Hvalíjörð. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar áætlaði stofnunin þjóðhagslegan ávinning um 7.100 millj. króna. Þar af væri ávinningur neytenda um 4.500 millj. króna.“ Grein Gylfa heitir „Nokkrar staðreyndir um Hvalfjarðargöng". Samkvæmt þessu ætti niðurstaðan að vera „staðreynd“. Svo er nú alls ekki og enginn veit um neinar staðreyndir eða hver niðurstaða verður eftir 30 ár. Þessi „hugsan- lega“ staðreynd er samkvæmt framreikningi í 30 ár fram í tím- ann. Takið eftir að Hagfræðistofn- un spáir 30 ár fram í tímann og Gylfi sleppir því, en kallar spána staðreyndir. Ekki er almenningi, sem á að borga brúsann, sýnd mikil virðing. Þetta eru auðvitað herfilegar blekkingar. Spalarmenn hafa að sögn Gylfa „unnið sleitulaust" að framgangi málsins. Sífeldar tafir koma upp og tölur breytast. Byijað var með 3.500 millj. en nú er talað um 3.800 millj. króna og þá aðeins í göngin sjálf. Æfínlega sleppa Spalarmenn að vega- gerð þarf að og frá göngunum. Sú vega- gerð kann að kosta um einn milljarð króna og verður þá allur kostn- aður vegna verkefnis- ins um 5.000 millj. króna. Þetta er rétt að hafa í huga vegna umræðu um vegagerð víða á landinu og þarf- ir landsmánna fyrir bættum samgöngum. Fjármögnun í_göngin verður tví- skipt, annars vegar erlendis frá og um 63% með greiðslu á 12 árum og innlendir lífeyrissjóðir með af- ganginn allt að 18 árum. Reiknað hefur verið með 7% vöxtum og allt án ríkisábyrgðar, að minnsta kosti hingað til (þó hafa heyrst kröfur um ríkisábyrgð). Gylfi tekur fram í grein sinni að „eins og áður hefur komið fram stendur ríkið algjörlega fyrir utan fjármögnun Hvalíjarðarganganna“. Sagt er að verkið trufli ekki vegagerð annars staðar. Hvað sem kann að reynast rétt í þessu hefur Spölur hf., fengið fyrirgreiðslu frá ríkinu upp á 50.000.000 kr. Einnig fellur- ríkið frá innheimtu á virðis- aukaskatti. Einnig heimta Spalarmenn að stöðvun verði á frekari vegagerð innar í Hval- firði og gátu knúið það fram sl. vor í gegnum þingsályktunartillögu á Alþingi. Þetta er ein- stakur viðburður. Hins vegar getur þessi ályktun sem fjölmarg- ar aðrar legið „dauð“ í skúffu og gagnslaus. Það merkilega við þetta allt saman er að nú nýlega kom loksins fram að þeir Spalar- menn segja að 2.500 bílar verði að fara um göngin alla daga ársins að minnsta kosti. Ég fullyrði og fjöldinn allur að þessi umferð er ekki til nú eða á næstu árum. Því er haldið fram að nær 95 bílar af hveijum 100, sem fara vestur og norður um, muni nota göngin. Samkvæmt ýmislegum at- hugunum meðal bílstjóra og ferða- manna vil ég telja sennilegt að nær helmingur umferðarinnar færi um göngin. Þetta ræður auðvitað al- gjörlega niðurstöðunni. Ég tilfæri hér dæmi um 2.000.000 fólksbíla og 160.000 vöru- og rútubíla á fyrstu fímm árum. Gjald er kr. 700 á minni bílana en kr. 3.000 á stærri. Tekj- ur verða því um kr. 1.880.000.000. Fjármagnsþörf er á sama tíma um Jón Ármann Héðinsson. kr. 2.700.000.000, auk rekstrar- kostnaðar, sem Spalarmenn teljast nálgast 60-65 millj. á ári. Vöntun íjármagns er því mikil eða allt að einum milljarði króna eftir fyrstu fimm árin. Þetta sýnir aðeins hve hæpið er að byggja á óraunhæfri bjartsýni í umferðinni og að nær allir vilja fara um göngin gegn kr. 700, hvernig sem viðrar. Oft er blíðskaparveður við Hvalfjörð og landslag hrífandi, þótt menn þekki einnig hið gagnstæða, rok og slag- veður. Hvalfjarðargöng eru spennandi viðfangsefni, segir Jón Ármann Héðinsson, en tíma- setning þeirra er óraun- hæf og athuga þarf for- sendur miklu betur. Upp er komin deila við bændur, sem ekki er auðleysanleg. Að mínu mati er eignamám ekki til staðar, þar sem hér er um einkafyrirtæki að ræða. Nú vil ég fá fram nýjustu tölur um umferðina frá Vegagerð ríkis- ins, svo hver geti fyrir sig spáð í hugsanlegan fjölda bíla í gegnum göngin. Hver bíll er um 6-7 mínút- ur í gegn og íjöldinn því sam- kvæmt áætlun Spalarmanna nær alltaf 17-20 bílar á mínútu frá morgni til kvölds í göngunum. Það kom fram hjá fyrirlesara Hagfræðistofnunar að ekki væri gert ráð fyrir neinum áhrifum frá öðrum vegaframkvæmdum, svo sem góður vegur kæmi á Kjöl eða Sprengisand. Þetta tel ég algjör- lega óraunhæft. Á næsta ári verð- ur Kjalvegur vel fær öllum fólksbíl- um vegna brúargerðar, sem nú er að ljúka þessa dagana. Einnig er mjög vaxandi þrýstingur á_ miklu betri veg um Sprengisand. Áætlun 30 ár fram í tímann, sem metur engin áhrif umferðar frá öðrum vegaframkvæmdum er lítils virði. Ekki er minnst á veg um Drag- háls, né vegabætur í upp Borgar- firði. Gylfí segir í grein sinni að áhættan sé alfarið utan við ríkið, það er skattgreiðendur. Hér er mótsögn við það sem fram kemur í viðtali Morgunblaðsins við Erlend Magnússon, dags. 23. janúar 1994. Erlendur starfar hjá Nomura Bank í London. Sá banki hefur haft verk- efnið til athugunar. Erlendur segir verkefnið athyglisvert en tekur skýrt fram „að göng undir Hval- fjörð eru algjörlega íslensk áhætta“. Ég er sammála Erlendi. Göngin eru vissulega spennandi til lausnar, en tímasetningin er að mínu mati gersamlega óraunhæf og þarf að athuga allar forsendur miklu, miklu betur. Það er ekki nóg að fá „góð“ ráð frá norskum verktaka. Minna má á milljarða vandræði vegna Vigra- ganganna í Noregi. Það er athyglisvert að tilboðs- gjafar gátu ekki gert tilboð í verk- ið samkvæmt útboðsgögnum og aftur og aftur koma tilkynningar um frestun á samningum og fjár- mögnun sé ekki ennþá frágengin. Þetta staðfestir auðvitað, að málið er meira og minna klúður. Það gengur fyrir þráhyggju. Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrv. alþingismaður. 4. 10. 1994 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4100 0004 4934 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4507 4500 0022 0316 4543 3718 0006 3233 4548 9018 0034 2321 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Algreiðsiutólk vinsamlegaa takiö otangremd kort úr umterð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að któtósta kort og visa á vágest. Álfabakka 10 - 109 Reykjavík Sími 91-671700 IVAKORTALISTI Dags. 4.10.’94.NR. 168 5414 8300 0310 5102 5414 8300 3163 0113 5414 8300 3164 7117 5414 8301 0494 0100 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 5413 0312 3386 5018 | Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORT HF„ Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 Á UNDANFÖRN- UM vikum óg mánuð- um hefur orðið vart aukinnar umræðu um aðskotaefni (varnar- efni) í matvælum og þó einkum hreinleika íslenskra afurða, t.d. í tengslum við kynning- arátak á íslensku grænmeti. Er það af hinu góða, en þó virðist sem munurinn á ann- ars vegar varnarefnum eða aðskotaefnum og hins vegar aukefnum sé ekki alltaf ljós og er þessari grein ætlað að flalla stuttlega um varnarefni og þá starfsemi sem unnin er hér á landi á þessu sviði. Hvað eru aðskotaefni og varnarefni? Aðskotaefni eru þau efni sem berast í matvæli eða myndast í þeim (t.d. af völdum örvera) og breyta eiginleikum, samsetningu, gæðum eða hollustu matvælanna og teljast leifar varnarefna í mat- vælum til aðskotaefna. Aðskotaefni eru því efni sem ekki er æskilegt að séu til staðar í matvælum, en geta verið til staðar sem leifar varn- arefna eða vegna umhverfísmeng- unar, t.d. blý. Varnarefni eru efni sem notuð eru gegn illgresi, sveppum og mein- dýrum við framleiðslu og geymslu matvæla, bæði til að veija þau og einnig til að draga úr rýrnun upp- skerunnar. Varnarefnum má síðan skipta i nokkra flokka, svo sem skordýraeitur, illgresiseyða og sveppalyf. Hér á landi eru tæplega 70 varnarefni skráð og leyfileg til notkunar, en þó er aðeins lítill hluti þeirra notaður. í flestum tilvikum gilda ákveðnar reglur og skilyrði um meðhöndlun og notkun slíkra efna og þá einnig um leyfilegt magn þeirra í lokaaf- urð, en að því verður vikið betur síðar. Eins og nefnt var í upphafi er aukefnum oft ruglað saman við aðskotaefni, en eins og nöfnin reyndar gefa til kynna er hér um mjög ólíka flokka efna að ræða. Aukefni (ekki auka- efni) eru efni sem auk- ið er ? matvæli, þ.e. þeim er bætt í þau af yfirlögðu ráði til þess að hafa áhrif á t.d. geymsluþol, lit, lykt, bragð, áferð eða aðra eiginleika. Ekki verður Ijallað frekar um aukefni í þessari grein. Rannsóknir og reglur Á miðju ári 1991 hófust mæling- ar á varnarefnum í ávöxtum og grænmeti hjá Hollustuvernd ríkis- ins. Eftirlitið með þessum efnum er tvíþætt, annars vegar reglubund- ið eftirlit og sýnataka af bæði inn- lendum og erlendum vörum og hins vegar eftirlitsverkefni. Slík verkefni standa yfírleitt í ákveðinn tíma og er þá athyglinni beint að tilteknum vörum eða leitað að ákveðnum efn- um þann tíma sem verkefnið stend- ur yfir. Á þessu ári var ákveðið að taka sýni af íslensku grænmeti og mun því verkefni ljúka í september, en það hefur staðið yfír frá í vor. Niðurstöður þessa verkefnis verða birtar í heild síðar í haust. Ef rannsóknir sýna að leifar varnarefna fara yfir tilskilin há- marksgildi getur komið til þess að frekari dreifing vörunnar sé stöðvuð og síðan fylgst með næstu sending- um frá sama framleiðanda. I þeim Ástand ávaxta- og grænmetis á markaði hérlendis er gott, segir Ástfríður M. Sig- urðardóttir, og full ástæða er til að hvetja neytendur til frekari neyslu þeirra. tilvikum þar sem tilkynningar koma erlendis frá um efnainnihald og/eða dreifíngarbann þar í landi er hægt að grípa fyrr í taumana hérlendis og koma í veg fyrir að menguð vara fari á markað. Við mælingar á varnarefnum hjá Hollustuvemd ríkisins er leitað að (skimað fyrir) 32 efnum og eru þá valin efni sem hafa fundist við eftir- lit í öðrum ríkjum í magni umfram hámarksgildi, auk efna sem eru þess eðlis að hætta er talin á heilsu- tjóni af þeirra völdum, ef magn þeirra fer yfír ákveðin mörk. Einnig er fylgst með efnum sem eru skráð hér á landi til notkunar við ræktun eða eftir uppskeru. Helstu tegundir sem hafa verið rannsakaðar eru kartöflur, tómatar, gulrætur, papr- ikur, agúrkur, epli og appelsínur. Hinn 1. janúar sl. tók gildi reglu- gerð um aðskotaefni í matvælum, en þar er m.a. að fínna leyfileg hámarksgildi fyrir varnarefni í mat- vælum, þ.e. það magn efna sem má finnast í mismunandi flokkum matvæla. Einnig er þar kveðið á um hámarksgildi þungmálma, sveppaeiturs og PCB-efna svo dæmi séu tekin. Þetta eru nýjar reglur hér á landi þar sem mjög takmark- aðar reglur hafa verið til um slík efni fram að þessu og er þessi reglu- gerð meðal annars sniðin að tilskip- unum Evrópusambandsins á þessu sviði. Mikilvægt er að framleiðend- ur og innflytjendur matvæla kynni sér slíkar reglur og geri ráðstafanir til þess að vörur þeirra uppfylli þau skilyrði sem sett eru um hreinleika matvæla. Niðurstöður mælinga Frá því að mælingar hófust á varnarefnum í ávöxtum og græn- meti og til loka árs 1993 voru mæld alls 429 sýni og var tæplega þriðjungur þeirra af innlendri fram- leiðslu. í heildina reyndust 6 sýni, eða 1,4%, innihalda varnarefnaleif- ar í magni umfram hámarksgildi og var í flestum tilvikum um sveppalyf að ræða. Tvö af þeim sýnum sem í fundust efni umfram mörk voru af innlendri framleiðslu. Hlutfallslega er því um svipaðar niðurstöður að ræða, hvort sem um innlenda eða erlenda framleiðslu er að ræða, þ.e. um 1,5% sýna inni- héldu efni umfram viðmiðunarmörk og eru þessar niðurstöður í sam- ræmi við það sem gerist á Norður- löndunum. Reyndar ívið betra ef eitthvað er, en hafa ber í huga að þar eru niðurstöður í flestum tilvik- um byggðar á mun umfangsmeiri rannsóknum. Lokaorð Af framangreindu má vera ljóst að ástand ávaxta og grænmetis á markaði hérlendis er gott og er full ástæða til að hvetja neytendur til frekari neyslu á þessum vörum, en hún hefur verið fremur lítil hér á landi ef borið er saman við ná- grannaþjóðir okkar. Það er þó mikil- vægt að sofna ekki á verðinum og væri betur ef við gætum eflt og bætt eftirlit með þessum vörum og um leið hvatt framleiðendur og inn- flytjendur til þess að hafa ávallt vörur á boðstólum sem uppfylla þau skilyrði sem sett hafa verið. Höfundur er matvælafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins. Vamarefni í ávöxtum og grænmeti Ástfríður M. Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.