Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 33
MORG UNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 33 VILBORG JÓNSDÓTTIR + Vilborg Jóns- dóttir var fædd í Reykjavík 29. mars 1923. Hún andaðist á Land- spítalanum 24. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jón Högnason skip- stjóri í Reylgavík, f. 13. febrúar 1891, d. 1. maí 1989, og kona hans Stefanía Vilborg Grímsdótt- ir húsmóðir, f. 20. ágúst 1889, d. 16. febrúar 1942. Systkini Vilborg- ar eru: Högni skipstjóri, f. 1921, kvæntur Arnýju Guð- mundsdóttur húsmóður; Ragn- hildur húsmóðir, f. 1926, gift Sigurjóni Stefánssyni skip- stjóra; Grímur stýrimaður, f. 1927. Ein systir dó í frum- bernsku. 17. október 1959 gift- ist Vilborg Sigurði Sigurjóns- syni sjómanni, f. 5. ágúst 1921, d. 9. mars 1992. Hann var sonur hjónanna Sigurjóns Jónsson- ar og Guðrúnar Guðmundsdóttur sem bjuggu lengst af á Minni-Bæ í Grímsnesi. Börn Vilborgar og Sig- urðar eru: Jón Kristján blaðamað- ur, f. 28. ágúst 1959, kvæntur Ár- dísi Elísabet Sigur- jónsdóttur sjúkra- liða og eiga þau einn son, Guð- jón; Siguijón skrifstofumaður, f. 9. ágúst 1961, unnusta Magnea Björk Magnúsdóttir bankamaður; Steinþóra hús- móðir, gift Svani Kristinssyni bifvélavirkja og eiga þau tvo syni, Sigurð og Kristin. Útför Vilborgar fer fram frá Ás- kirkju í dag. ÞAÐ ER köld staðreynd að elsku mamma er ekki með okkur lengur. Þegar fréttin barst til eyrna okkar að mamma væri dáin var eins og allt væri hrifsað frá okkur, fátækt- in var slík að ekkert var til lengur. Yfír okkur í einni svipan hvolfdist þvílíkt tómarúm að tímann tók að átta sig á hvað í raun hafði verið numið í burt frá okkur. Að sjá á baki móður sinni er þvflíkur missir að orð fá ekki lýst. Mamma var okkur lífið, til hennar var hægt að leita undir öllum kringumstæðum til að leita ráða ög svara við ýmsum spurningum. Hún var okkar viskubrunnur sem við bömin munum njóta góðs af á lífsgöngunni. Mamma var ekki að- eins mamma heldur einnig okkar besti vinur. Hugur hennar til okkar var gagnkvæmur enda hafði hún oft á orði að við værum henni allt. Hún sagðí líka oft að hún lifði fyr- ir okkur, væntumþykjan í beggja garð var með þeim hætti að ekkert skyggði á. Samheldnin var slík, við vissum alltaf hvort af öðru og ekk- ert var ákveðið fyrr en við vorum búin að ræða saman öll. Mamma var það jákvæð kona og ráðagóð að nálægð hennar í ýmsum málum sem komu upp var okkur börnunum mikill styrkur. Mammd var einstaklega örlát kona og var fljót að rétta fram hjálparhönd þegar svo bar við. Hún var einnig mikil smekkmanneskja og lagði sig hart fram að framkoma okkar út á við væri okkur til sóma. Nú nýtur mömmu ekki iengur við og ekki verður lengur hægt að fara til hennar til að spyija ráða og sækja styrk. Móðurstrengurinn verður þó aldrei tekin í sundur og munum við í huganum og þar sem mamma mun hvíla sækja styrkinn. Mömmu var alla tíð mikið í mun hvernig okkur reiddi af og var hún nösk að sjá út þegar ekki var allt í lagi. Þegar vandamálin voru lögð á borð var þeim umsvifalaust ýtt í burt eftir að hafa rætt við mömmu. Alltaf fórum við frá henni eftir að hafa tekið utan um hana og klapp- að á bakið full bjartsýni. Mannkost- irnir sem mamma bjó yfir voru þannig að nærvera við hana var full hlýju og bjartsýni. Mamma var hinn fullkomni sáluhjálpari sem við fáum seint fullþakkað. Elsku mamma átti hin síðustu misseri við heilsubrest að stríða og var sárt að horfa upp á vanlíðan eins lífsglaðrar manneskju. Aldrei minntist hún á annað en að henni liði ágætlega, eða eins og hún sagði sjálf: „Ég er ekkert að kvarta.“ Hún þráði ekkert heitara en að vera með okkur áfram, lífslöngunin var slík að hún yfirtók allt annað. Þegar pabbi dó fyrir tveimur og hálfu ári varð af skiljanlegum ástæðum mikil breyting hjá mömmu. Eftir fráfallið vorum við ákveðin að þjappa okkur um mömmu sem aldrei fyrr. Við nutum þess að vera saman og öryggið sem mömmu var sýnt með því var henni ómetanlegt. Bamabörnin áttu stórt rúm i hjarta hennar og fengu þau svo sannarlega að njóta þeirrar hlýju sem þaðan kom. Það kom fallegt bros á mömmu þegar barna- börnin komu í heimsókn. Þau voru henni mikil lífsfylling og hún naut þess að hafa þau nálægt sér. Barn- góð var hún einstaklega og munu þau minnast hennar með hlýjum huga. Á þessari kveðjustund stendur upp úr minning um góða mömmu sem aldrei verður tekin frá okkur. Minningin er svo góð og sæt að með henni verður mamma alltaf nálægt okkur. í dag munum við fýlgja hetjunni okkar síðasta spöl- inn og koma henni þannig fyrir að henni muni líða vel. Við viljum að lokum þakka elsku mömmu fyrir það allt sem hún gerði fyrir okkur. Hún var okkur allt og minninguna um hana mun- um við varðveita og fara vel með. Megi algóður Guð blessa minn- ingu okkar ástkæru móður. Kristján, Sigurjón og Þóra. Við fráfall elskulegrar frænku okkar, Vilborgar Jónsdóttur, eða Lillu eins og hún var gjaman köll- uð, missum við hornstein úr sam- heldinni fjölskyldu. Vilborg fæddist í Vesturbænum í Reykjavík og sleit barnsskónum þar. Hún gekk í Landakotsskóla og Kvennaskólann í Reykjavík, þar sem hún hlaut menntun sem nýttist alla ævi. Á unglingsárunum missti hún móður sína og við það axlaði Vilborg mikla ábyrgð ásamt systkinum sínum. Gekk fjölskyldan í gegn um erfið- leikatímabil, sem þjappaði henni vel saman. Við þessar aðstæður þroskuðust góðar gáfur Vilborgar, ráðsnilld og gott skopskyn. Ung að árum hóf hún störf í verslun Haraldar Árnasonar við Austurstræti í Reykjavík, en þar voru gerðar miklar kröfur til fal- legrar framkomu og þjónustulund- ar starfsfólks og hin gullna regla höfð að leiðarljósi „að kúnninn hef- ur alltaf rétt fyrir sér“. Við erum þess fullviss að frænka okkar hefur sómt sér vel innanbúðar hjá Har- aldi Ámasyni, fingerð, lagleg, ná- kvæm og klædd eftir nýjustu tísku þess tíma. — Síðar söðlaði hún um og starfaði um árabil á röntgen- deild Landspítalans. Vilborg stofnaði heimili sitt á Austurbrún 37a hér í borg með Sigurði Siguijónssyni. Þau bjuggu þar alla tíð og eignuðust þijú börn. Vilborg lagði mikla alúð við heim- ili sitt og uppeldi barna sinna. Ein- ungis tvö hús voru á milli heimila okkar við Austurbrún og var því MINIMINGAR samgangur mikill og náinn. Við minnumst þess hve gott það var þegar hún passaði okkur þegar foreldrar okkar brugðu sér frá um lengri eða skemmri tíma. Á ungl- ingsárunum gátum við leitað til hennar með mismunandi stór vandamál og alltaf gekk maður hressari í bragði af fundi Lillu frænku. Síðar komu fullorðinsárin og alltaf var hún sama trausta frænkan. Fyrir um það bil fimmtán árum missti Vilborg heilsuna en tókst með ótrúlegum vilja og þraut- seigju að yfírstíga veikindin og halda reisn sinni og lífsstíl. Við vottum börnum Vilborgar og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Við kveðjum frænku okkar með virðingu og þökk. Megi Guð blessa minningu Vilborgar Jónsdóttur. Stefanía V. Sigurjónsdóttir, Jón Sigurjónsson, Stefán Sigurjónsson. Laugardaginn 24. september andaðist í Landspítalanum elskuleg mágkona mín, Vilborg Jónsdóttir, eftir langvarandi vanheilsu. Að loknu barnaskólanámi stund- aði hún nám í þijá vetur við Kvennaskólann í Reykjavík, sem þótti góður undirbúningur undir líf- ið fyrir stúlkur á þeim árum. Frá fermingu vann hún í mjólkurbúðum á sumrin og seinna hjá Haraldi Árnasyni, allt til ársins 1949. Á árunum frá 1951 til 1959 starfaði hún á röntgendeild Landspítalans. Ég undirritaður er kvæntur Ragnhildi, yngri systur Vilborgar eða Lillu, eins og hún var alltaf kölluð af fjölskyldu og vinum, og eigum við fjögur börn. Þar sem ég var togarasjómaður og venjulega langdvölum að heiman gerðist það, sem þætti undarlegt í dag, að ég var alltaf úti á sjó þegar börnin fæddust. Þá kom Lilla til hjálpar. Hún fór ævinlega að skipuleggja fríið sitt þegar hún sá að systirin var farin að þykkna undir belti, og allt gekk vel. Einnig gleymi ég því ekki þegar ég var að koma úr löng- um túrum og átti að landa í Dan- mörku, með viðkomu í Þýskalandi eða Englandi, þá langaði mig oft til að taka „kellu“ mína með, svo hún gæti keypt eitthvað á börnin og sjálfa sig, þá kom Lilla alltaf til hjálpar og gætti bús og barna meðan við vorum að heiman. Árið 1959 giftist hún Sigurði Siguijónssyni sjómanni sem látinn er fyrir rúmum tveimur árum. Þau eignuðust þrú myndarleg börn, Jón Kristján blaðamann, Siguijón skrif- stofumann og Steinþóru húsmóður. Um leið og ég votta bömum hennar mína dýpstu samúð í þeirra miklu sorg bið ég Guð að halda sinni almáttugu verndarhendi yfir minni kæru mágkonu. í Guðs friði. Signrjón Stefánsson. Elsku móðursystir mín, Vilborg Jónsdóttir, er dáin. Hún var búin að vera mikið veik undanfarnar vikur, í rauninni mikill sjúklingur í 15 ár. Svei mér þá, ég hélt hún Lilla, eins og hún var alltaf kölluð, væri ódauðleg, ég hélt hún væri undantekning, svo oft er hún búin að standa af sér harðar veikinda- glímur að maður hefur orðlaus ver- ið. Mikið á ég eftir að sakna henn- ar. Fyrir mér var hún ekki bara besta frænka mín, heldur einnig min besta vinkona. Hún hafði alltaf tíma fyrir frænku sina, hvort sem var að nóttu eða degi. Hún var frábær hlustandi, aldrei fann ég fyrir aldursmun, viðmótið svo óþvingað og þægilegt, hún var svo hlý og góð. Lilla var afar fíngerð og falleg kona, svo var hún alltaf svo vel til fara, alltaf í sínu fínasta „pússi“. En hún var heldur ekki alveg galla- laus frekar en aðrir, því hún gat verið bæði þver og þijósk. Þýddi þá ekki fyrir nokkurn mann að tjónka við hana og þá var oft sagt, með sérstakri áherslu „hún Lilla“ og svo var brosað. Ég held í raun- inni að þeir „eiginleikar" hafi fleytt henni í gegnum erfiðleikana. Fyrst man ég eftir Lillu þegar hún bjó hjá okkur í Austurbrún 33. Síðan man ég, þegar hún kynntist manninum sínum, Sigurði Sigur- jónssyni, og flutti til hans, aðeins innar á Austurbrúnina, eða eins og alltaf var sagt, „það ecu tvö hús á rnilli". Lilla og Siggi eignuðust þijú góð börn, þau Jón Kristján, Sigur- jón og Steinþóru. Mikill samgangur hefur alltaf verið á milli þessara heimila. Siggi lést í mars fýrir rúmum tveimur árum. Það var eins og þá færi að halla undan fæti hjá elsku Lillu. Ég trúi því, að við eigum eftir að hittast aftur, hressar og kátar. Á meðan bið ég Guð að varðveita Lillu mína og sjá til þess, að henni líði alltaf vel. Bless, elsku frænka mín. Sigrún. Þegar haustar og lauf tijánna fölnar og fellur til jarðar, berst okkur andlátsfregn Vilborgar Jóns- dóttur frænku minnar, sem lést á Landspítalanum 24. þ.m. Þrátt fyrir erfið veikindi nokkur undanfarin ár og minnkandi lík- amsþrótt, þá bárum við í fjölskyld- unni þá von í bijósti, að við mætt- um njóta samvista við hana lengur. Fjölskyldan átti heima á Ránar- götu 8, og þar ólust systkinin upp við gott atlæti á framúrskarandi myndar- og menningarheimili. Lilla var snemma sett til náms enda vel greind og að loknu námi í Landakotsskóla fór hún til náms í Kvennaskólanum. Að námi loknu gerðist hún af- geiðsludama í herradeild verslunar Haraldar Ámasonar í Austur- stræti, sem var ein besta og virt- asta verslun bæjarins. Margir eldri Reykvíkingar minnast óefað þess- arar elskulegu og glæsilegu stúlku við störf í versluninni, fús til að greiða hvers manns götu. Seinna starfaði Lilla um árabil á Röntgen- deild Landspítalans, vel látin af samstarfsfólki og sjúklingum. Mikill samgangur var á milli heimila okkar Lillu frænku. Faðir minn hafði verið stýrimaður á tog- urum sem faðir hennar, Jón Högna- son, stjórnaði og á heimili Jóns kynntist hann móður minni, Stein- þóru, sem var þá komin til bæjar- ins austan úr Mýrdal, úr foreldra- húsum á Nikhól, og hafði ráðið sig í vist til Vilborgar systur sinnar. Heimilið á Ránargötunni var eins og áður segir mikið menningar- heimili og þegar litið er til baka, hlýnar mér um hjartarætur, er ég minnist jólaboðanna og þegar safn- ast var saman á hátíðum á árunum fyrir seinni heimsstyijöldina. Hús- bóndinn virðulegur, húsmóðirin hlý og geislaði af gleði og bömin skemmtileg. Feður okkar voru þá + Guðmundur Magnússon fæddist í Skinnalóni á Mel- rakkasléttu 10. desember 1921. Hami lést á heimili sínu á Rauf- arhöfn 9. september síðastliðinn og fór útFör hans fram frá Rauf- aihafnarkirkju 17. september. HANN Mundi í Mundahúsi, eins og við kölluðum hann alltaf, er farinn yfir móðuna miklu, hann var góður nágranni og hans fjölskylda. Það var mikill og góður samgangur á milli þeirra og mæðgnanna í Bergholti, en sérstaklega var hann góður við Svennu, dóttur mína, og reyndist henni sem besti faðir á uppeldisárum hennar. Kristján, sonur hans, og Svenna voru góðir vinir og léku sér alltaf saman í æsku. Oft heyrðust hávær mót- mæli þegar bræður mínir voru að sækja Svennu í Mundahúsið, því hún vildi ekki fara heim, það var svo gaman að vera í Mundahúsi hjá Munda, Jonnu, Sævari, Binnu og Stjána. fengsælir togaraskipstjórar og á milli þeirra ríkti gagnkvæmt traust og vinátta. Það var ævintýri líkast að alast upp í Vesturbænum á þessum tíma, með bryggjurnar, slippinn, höfnina og hafið svo til við bæjardyrnar. Æskuárin liðu því fljótt í áhyggju- leysi hjá góðum foreldrum. En á skammri stund skipast veð- ur i lofti og skyndilega dró ský fyrir sólu. Kristján Grímsson lækn- ir, móðurbróðir okkar, nýkominn frá framhaldsnámi og starfi við skurðlækningar á sjúkrahúsum í Danmörku og Austurríki, og miklar vonir voru bundnar við, lést sumar- ið 1940 aðeins fertugur að aldri. Ég minnist þess, að okkur börnun- um þótti allt breytast og ekkert verða eins og áður eftir að Kristján dó. Nú var heimsstyijöldin skollin á og rúmu ári síðar, 2. desember 1941, fórst faðir minn, Guðjón Guðmundsson, ásamt allri áhöfn, 25 manns, með togaranum Sviða GK 7 frá Hafnarfirði, þar sem hann var skipstjóri. Ári síðar kom þriðja áfallið, er Vilborg móðir frænku minnar lést eftir erfið veikindi. Bæði faðir minn og Vilborg voru liðlega fertug er þau féllu frá. I einni svipan var allt breytt, alvara lífsins var tekin við, æskuár- in og áhyggjuleysið að baki, þótt við frændsystkinin værum næstum börn að aldri, rétt um og innan við fermingu. En þá sýndu systkinin á Ránar- götunni og faðir þcirra hvern mann þau höfðu að geyma. Með dugnaði og fórnfýsi tókst þeim að halda heimiíinu saman og gott betur en það, því þau komu einnig okkur til hjálpar og reyndust móður minni og okkur bræði-um einstaklega vel. Ég minnist margi-a heimsókna Lillu og Öddu frænku á Bárugötu 35 á þessum erfiðu tímum. þegar allt var reynt til að brosa í gegnum tárin. Fyrir þetta er nú af alhug þakkað. Lilla giftist 17: október 1959 Sigurði Siguijónssyni, sjómanni, miklum dugnaðar og ágætismanni. Sigurður var fæddur að Minni-Bæ í Grímsnesi 5. ágúst 1921. Þau eignuðust þijú börn, tvo drengi og eina stúlku, allt myndar- og dugn- aðarfólk. Sigurður lét sér annt um fjöl- skyldu sína og þau Lilla frænka bjuggu sér fallegt og hlýlegt heim- ili méð börnum sínum á Áusturbrún 37a. Sigurður lést 9. mars 1992 og varð það Lillu frænku mikið áfall, svo mjög sem hann hafði stutt hana og hlúð að henni í veikindum hennár. Við heima í Bjarmalandi 3, send- um öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu þína, elsku frænka mín. Eyjólfur Guðjónsson. Mundahúsið var eins og hennar annað heimili, það voru ekki fáar ferðirnar sem Stjáni og Svenna eyddu í skúrnum hjá Munda þar sem hann bæði verkaði hákarl og gerði að fiski og þar lærði Svenna að borða hákarl. Það var ekki ósjaldan eftir róður sem Mundi og Sævar bönkuðu uppá í Bergholti og færðu okkur fisk í soðið, sem alltaf var vel þegið, þar sem Mundi taldi vanta karlmann í kotið. Mundi var mikill og duglegur sjómaður og alltaf tilbúinn að hjálpa þegar leitað var til hans, því Munda féll sjaldan verk úr hendi og hann gat sjaldan iðjulaus verið. Mæðgurnar í Bergholti sjá eftir góðun, hjálpsömum nágranna og vini. Við vitum að missir fjölskyld- unnar er mikill og við biðjum algóð- an guð að varðveita og styrkja íjöl- skyldu hans og aldraða móður í erfiðleikum. Sigríður, Gerður og Sveinbjörg í Bergholti. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON í I ( i rl V 1 f V I I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.