Morgunblaðið - 04.10.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
Hjólreiðakappar
ÞEIR efstu í hjólreiðakeppni grunnskóla ásamt hluta starfs-
manna. Keppendur eru fyrir framan, f.v., Eiríkur Björnsson
og Konráð Skúlason, frá Selásskóla, þá sigurvegararnir Jó-
hann Valsson og Unnar Sveinn Helgason úr Engidalsskóla og
loks Sævar Gunnarsson og Haraldur Helgason, Holtaskóla.
Engidalsskóli vann hjól-
reiðakeppni grunnskóla
ENGIDALSSKÓLI í Hafnarfirði þar sem reyndi á þekkingu barn-
sigraði í hjólreiðakeppni grunn- anna á umferðarmerkjum, um-
skóla, en úrslitakeppni hennar ferðarreglum og hæfni þeirra til
fór fram fyrir skömmu við Perl- að hjóla.
una í Reykjavík. Það eru Umferð- Sigurvegarar í hveijum lands-
arráð, Bindindisfélag ökumanna, fjórðungi mættu síðan í Perluna
lögreglan og menntamálaráðu- 24. september. 16 keppendur frá
neytið sem standa að keppninni. átta skólum reyndu þar með sér
Keppnin hófst í fyrravetur með í spennandi en erfiðri keppni.
spurningakeppni í öllum grunn- Engidalsskóli sigraði, sem fyrr
skólum landsins. Tveir efstu segir; hlaut 229 refsistig, Selás-
keppendur frá hveijum skóla skóli í Reykjavík varð annar með
héldu áfram í undankeppni, sem 243 refsistig og Holtaskóli í
haldin var á nokkrum stöðum um Keflavík þriðji með 300.
landið. Það var hjólreiðakeppni,
Laukaleikur Blómavals
Á SÝNINGUNNI íslensk blóm
1994, sem haldin var í Perlunni
17. og 18. september, gekkst
Blómaval fyrir laukaleik þar sem
gestir áttu að giska á fjölda lauka
í körfu einni mikilli. Fjöldi lausna
barst og á meðal þeirra var ein
sem reyndist vera hárrétt, eða
4.972 stk. Hinn getspaki reyndist
vera Gunnar Jóhannesson og fékk
hann ásamt konu sinni, Ernu
Guðmundsdóttur, 10.000 kr.
laukaúttekt að launum fyrir vikið. Á myndinni afhendir Bjarni Finns-
son, t.v., Gunnari ávísun fyrir úttektinni. Erna er á milli þeirra.
Arleg peru-
sala að hefjast
ÁRLEG perusala félaga í Lions-
klúbbi Hafnarfjarðar er í þann
mund að hefjast. Þeir ganga í
heimahús og bjóða perur og renn-
ur ágóði af sölunni til líknar-
mála, en meðal stærstu verkefna
Lionsklúbbs Hafnarfjarðar á síð-
asta starfsári var gjöf til sjúkrahússins Sólvangs á sjónskoðunar-
tæki, sem auðveldað hefur þjónustu lækna þar við bæjarbúa. Þá
hefur klúbburinn til margra ára styrkt leikskólann á Víðivöllum með
kaupum á þroskaleikföngum og öðru sem þar hefur vantað. Á mynd-
inni eru Lionsmenn að pakka perum.
Búnaðarbankinn semur við ÍH
BÚNAÐARBANKINN hefur gert samning við handknattleiksdeild
íþróttafélags Hafnarfnarðar um auglýsingu á búningum meistara-
flokks karla, en hann spilar nú í fyrsta sinn í 1. deild. Tilefni þessa
samnings er að Búnaðarbankinn opnar útibú í Hafnarfirði innan
skamms; í nýju verslunarhúsnæði við Strandgötu. Á myndinni eru,
frá vinstri: Arni M. Sigurðsson, sem er í stjórn handknattleiksdeild-
ar, Sigurður Ö. Árnason, leikmaður, Sólon R. Sigurðsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans, Ingvar Reynisson, fyrirliði, Reynir Kristjáns-
son, ritari og Sveinbjörn Hannesson, meðstjórnandi.
Rabb um rann-
sóknir og
kvennafræði
Á VEGUM Rannsóknastofu í
kvennafræðum við Háskóla íslands
verður rabbað um kvenlegt sjónar-
horn á kristnisögu íslands í dag.
Framsögu hefur Inga Huld Há-
konardóttir, sagnfræðingur, en
Hjalti Hugason, ritstjóri kristnisög-
unnar, og nokkrir höfundar, m.a.
Þórunn Valdimarsdóttir, sagnfræð-
ingur, verða á fundinum og leiða
umræður.
Rabbið verður í stofu 206 í Odda
kl. 12-13 og er öllum opið.
Námskeið í
skyndihjálp
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
gengst fyrir námskeiði í almennri
skyndihjálp. Kennt verður frá kl.
20-23 dagana 5., 6., 10. og 12. okt.
Námskeiðið telst vera 16
kennslustundir og verður haldið í
Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er
heimil öllum 15 ára og eldri.
Skráning er í síma 688188 kl.
8-16.
Fyrirlestur
um skyldleika
liðorma
DR. KRISTIAN Fauchald, National
Museum of Natural History, Smith-
sonian Institution, Washington,
heldur gestafyrirlestur við Háskóla
Islands miðvikudaginn 5. október.
Fyrirlesturinn fjallar um skyld-
leika liðorma (Annelida) og nefnist
„Realitonships among bristlew-
orms, vent-worms, beard-worms
and fat inkeepers". Hann verður
haldinn í stofu G-6 í húsnæði líf-
fræðiskorar háskólans að Grensás-
vegti 12 og hefst kl. 15.15.
Dr. Kristian Fauchald hefur eink-
um stundað rannsóknir á bursta-
ormum sem er stærsti flokkurinn
innan fylkingar liðormanna. í seinni
tíð hafa rannsóknir hans beinst að
sérkennilegum burstaormum, sem
er að finna við neðansjávarhveri
djúpt í Kyrrahafi.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Oddastefna
ODDAFÉLAGIÐ, samtök áhuga-
manna um endurreisn fræðaseturs
á Odda á Rangárvöllum, heldur sína
þriðju Oddastefnu í Skógum undir
Eyjafjöllum. Ráðstefnan fer fram í
Skógarskóla og Byggðasafninu í
Skógum. Ráðstefnan hefst kl. 13
. laugardaginn 8. október og henni
lýkur eigi síðar en kl. 18 þann dag.
Dagskrá ráðstefnunnar er sem
hér greinir: Þór Jakobsson, veður-
fræðingur, formaður Oddafélags,
setur ráðstefnuna. Þá flytja ávörp
þau Sverrir Magnússon, skólastjóri,
Skógarskóli og safnið í Skógum,
Þór Magnússon, þjóðminjavörður,
raeðir um minjavörsluna í landinu,
Þórður Tómasson, safnstjóri í Skóg-
um, heldur erindi um Skógasafnið,
þróun þess og starfsemi, Sigríður
Sigurðardóttir, safnvörður í
Glaumbæ, flytur erindi um torfbæi
og safnamál, Inga Lára Böðvars-
dóttir, deildarstjóri í Þjóðminja-
safni, flytur erindi um hlutverk
byggðasafns og Gísli Sverrir Árna-
son, forstöðumaður sýslusafns
Austur-Skaftafellssýslu, Höfn,
heldur erindi um héraðsskjalasöfn.
Fyrirspurnir
Gert er ráð fyrir stuttum fyrir-
spurnum að loknum erindum svo
og verða umræður um erindin í
heild eftir fundarhlé og heimsókn í
Skógasafn. Þá munu frummælend-
ur sitja fyrir svörum. Ef næg þátt-
taka fæst verður rútuferð úr
Reykjavík kl. 11. Af þeim sökum
er æskilegt að tilkynna þátttöku
eigi síðar en fimmtudaginn 6. októ-
ber hjá Þór Jakobssyni eða Friðjóni
Guðröðarsyni. Þátttökugjald er
1.000 kr. Þar eru innifaldar kaffi-
veitingar.
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 41
Morgunblaðið/Amór Ragnarsson
FRÚ Elín Bjarnadóttir frkvstj. Bridssambandsins afhendir sigur-
vegurum í firmakeppni Bridssambandsins 1994 farandbikar til
varðveislu í eitt ár. Talið frá vinstri: Jón Hjaltason, Sveinn R.
Eiríksson, Þórður Björnsson, Sigurður Sverrisson og Elín.
BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Háspenna vann
firmakeppnina
HÁSPENNA sigraði í firma-
keppninni í brids 1994 eftir hörku-
keppni við sveit DV. Sveitin hlaut
samtals 142 stig af 175 mögulegum
en sveit Dagblaðsins fékk 137 stig.
í sigursveitinni spiluðu Sigurður
Sverrisson, Jón Hjaltason, Sveinn
R. Eiríksson og Þórður Björnsson.
í silfurliðinu spiluðu Hallur Símon-
arson, Isak Orn Sigurðsson, Stefán
Guðjohnsen, Ellert B. Schram og
Guðjón Sigurjónsson.
í þriðja sæti varð sveit Mjólkur-
bús Flóamanna með 126 stig og
sveit Jóns Erlingssonar fjórða með
98 stig. Þátttakan í mótinu var
afar slök en aðeins 7 sveitir spiluðu
en í fyrra voru þær helmingi fleiri.
Spilað var um gullstig. Keppnis-
stjóri var Kristján Hauksson og
mótsstjóri Elín Bjarnadóttir.
Paraklúbburinn
Sl. þriðjudag var spilaður eins
kvölds tvímenningur 12 para og
urðu úrslit þessi:
Bryndís Þorsteinsdóttir - Sigfús Ö. Ámason 212
Amgunnur Jónsdóttir - Guðbjömþórðarson 176
Aðaíheiður Torfadóttir - Ragnar Ásmundsson 173
í kvöld hefst þriggja kvölda
hausttvímenningur.
Bridsfélag Suðurfjarða
Úrslit í tvímenningi 14. september
(9 pör, miðlungur 72):
HafþórGuðmundsson - Ríkharður Jónasson 91
FinnurMagnússon-SkaftiOttesen 89
HilmarGunnþórsson-OttarÁrmannsson 85
Úrslit í tvímenningi 21. september
(9 pör, miðlungur 72):
1X2
39. lelkvika, 1.-2. okt. 1994
A'r. Leikur:_____________Röðin:
1. Halnistad - Öster - X -
2. Hammarb.- Norrköping - X -
3. Helsingborg - AIK 1 - -
4. Frölunda - Degerfors - X -
5. Arsenal - C. Palace - - 2
6. Aston V. - Ncwcastle - - 2
7. Chelsca - West Ham - - 2
8. Leeds - Manch. City 1 - -
9. Liverpool - ShefT. Wed 1 - -
10. Norwich - Blackbum 1 - -
11. Notth For. - QPR 1 - -
12. Southampton - Ipswich 1 - -
13. Wimbledon - Tottcnham - - 2
Hcildarvinningsupphæðin:
90 milljón krónur
13 réttir: 1.840.780 | kr.
12 réltir: 11 réttir: 10 réttir: 58.170 | kr.
3.680 | kr.
740 | kr.
FinnurMagnússon-SkaftiOttesen 89
HákonHákonarson-RagnarSiguijónsson 86
Hafþór Guðmundsson - Ríkharður Jónasson 84
JónBenSveinsson-ÓttarÁrmannsson 84
Úrslit í tvímenningi 28. september
(7 pör, miðlungur 48):
Hafþór Guðmundsson - ÓttarÁrmannsson 61
FinnurMagnússon-SkaftiOttesen 55
JónasÓlafsson-ÆvarÁrmannsson 54
Bridsfélag Breiðfirðinga
Fimmtudaginn 29. september hófst
þriggja kvölda barómeter tvímenning-
ur hjá félaginu með þátttöku 24 para.
Spiluð eru 4 spil milli para. Staða efstu
para er þannig að loknum 7 umferð-
um:
Staðan eftir 7 umferðir:
Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 96
AlbertÞorsteinsson-KristóferMagnússon 53
SiguijónTryggvason-PéturSigurðsson 39
Gróa Guðnadóttir - Guðrún Jóhannesdóttir 34
Hjördis Siguijónsdóttir - Hrólfur Hjaltason 33
Lovísa Jóhannsdóttir - Erla Sigvaldadóttir 29
VINNIN LAUGA (7)( (S GSTÖLUR RDAGINN 1 .október
5)(33) (13)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5 al 5 1 8.671.835
2.15L54 Jrr~ 100.703
3.1al5 197 6.172
4. 3 af 5 5.904 480
Heildarvinningsupphæö: 13.426.560
m j BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
/dbs
39. lcikvika , 1.-2. okt. 1994
Nr. Leikur:
Röðin:
1. Bari - Cagliari - X -
2. Cremoncse - Foggia - - 2
3. Fiorentina - Lazio - X -
4. Genoa - Rcggiana 1 - -
5. Milan - Brescia 1 - -
6. Napoli - Padova - X -
7. Parma - Torino 1 - -
8. Roma - Sampdoria 1 - -
9. Ancona - Acireale 1 - -
10. Conio - Udlnese - - 2
11. Palermo - Ascoli 1 - -
12. Pescara - Lucchesc - - 2
13. Venezia - Piacenza - X -
HeildarvinningsupphϚin:
13,7 milljón krónur
13 réttir: | 5.418.690 | kr.
12 réltir:
11 réttir:
10 réttir:
24.880
2.000
450
3kr-
]kr.
]kr