Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 42

Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ r'E£HHK Tommi og Jenni Ljóska Ég þarf hjálp við þess- „Af hverju erura við með ar vísbendingar. neglur á fingrunum?“ Til að koma í veg fyrir að fingurnir detti af! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 A Island - sækjum það heim Frá sjónarhorni útlendings Frá Betty Whal: EITT sé'rkenna Reykjavíkur sem blasir við á sumrin er ijöldi ferða- manna sem er strax auðþekkjanleg- ur úr fjarska og hópast á götum höfuðborgarinnar. Nú kemur þetta auðvitað engum á óvart — enda hefur fegurð landsins löngum verið ferðamönnum þess virði að koma langa leið úr alls konar löndum á heimskringlunni, og sjálf Reykjavík er stórspennandi staður sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir útlendinga. Ég sjálf er víst engin undantekning. íslendingar þolinmóðir En þó verð ég stundum svolítið hissa þegar ég horfí á framkomu erlendra ferðamanna gagnvart ís- lendingum — og ég er farin að dást að þeirri óend- anlegu þolinmæði sem íslendingar sýna í hlutverki gestgjafans. Fyrir nokkrum dögum var ég að skoða bækur í einni stórra bókabúða í miðbænum þegar vildi til að ég varð vitni að eftirfarandi atriði: ferðamaður nokkur, hraustur, sjálfsöruggur og í fullum gönguút- búnaði, kom sprangandi inn í búð, staðnæmdist fyrir framan af- greiðsluborðið og hóf svo hina há- vaðasömu sýningu sína. Ekki tók langan tíma að komast að þvi að hann var Þjóðverji — eins og ég — enda hikaði hann ekki ögn að ávarpa afgreiðslumanninn á þýsku, með ótrúlegum hraða og eins og ekkert væri sjálfsagðara. Eyddi hann auðvitað ekki heldur tíma sínum í að spyija hvort við- mælandi hans skildi þýsku, hvað þá gerði hann tilraun að grípa til víðast skiljanlegs tungumáls sem við öll höfum fyrir hendi — ensk- unnar. Starfsmaðurinn lét sér hins vegar fátt um finnast, hélt kurteisi sinni, en svaraði þolinmóður á ensku. Ekki lét maðurinn okkar sér nú þetta nægja. Meira að segja vildi hann borga fyrir póstkortin sín í þýskum mörkum, og afganginn líka í þýskum seðlum, takk! Enda myndi hann fara út næsta dag og vildi þá auðvitað ekki vera með íslenskar krónur, eins og afgreiðslumannin- um ætti að vera skiljanlegt. Ég bjóst nú við að þá í síðasta lagi hefði afgreiðslumanninum þótt einum of langt gengið en aftur á móti var hann áfram kurteis og brosmildur. Þegar hávaðatúristinn loksins kvaddi lofaði hann starfs- manninn nokkuð yfírlætislega fyrir að tala svona fína þýsku. Þá fyrst virtist langlyndi íslendingsins loks vera komið að þrotum. Hann kink- aði ofurlítið kolli — steinþegjandi. Brosið var horfið frá vörum hans. Flestir geta bjargað sér á ensku Meðan þetta stóð var ég næstum því farin að skammast mín fyrir þessa óþolandi ósvífni landa míns. Ég velti þvl fyrir mér að ég, hefði ég verið í hans sporum, hefði ekki getað orða bundist og hefði áreiðam lega misst stjóm á skapi mínu. í slíkum tilfellum myndi ég skilja og tala íslensku, bara íslensku og ekk- ert annað en íslensku. Flestir íslendingar tala fleira en eitt erlent tungumál með prýði og eru alltaf góðfúslega reiðubúnir að tala annaðhvort tungu gestsins sem kemur til landsins eða a.m.k. þá fullkomna ensku, og oftar en einu sinni var mér bjargað með henni þegar ég kom hingað í fýrsta skipti og hafði ennþá við íslensku beyg- ingarnar að stríða, sem ég geri stundum enn. Samt fínnst mér rétt að gera ráð fyrir takmörkum á þessari „gest- risni tungumálsins". Island er sjálf- stætt land sem hefur sitt eigið tungumál, og enginn útlendingur gætur ætlast til þess, hingað kom- inn, að hann geti haldið áfram að tala sína eigin tungu eins og hann væri ennþá heima hjá sér! Hvaða íslendingi dytti nokkum tíma í hug að labba inn í einhveija búð í Lund- únum, Frankfurt, San Francisco eða Lissabon og ávarpa starfsfólkið þama á íslensku? Ég bara spyr. Erlendir gestir virði íslenskuna íslendingar leggja sig mikið fram um að vemda og rækta sína fallegu tungu — og mjög réttilega svo. Við erlendir gestir þurfum að meta hana og viðurkenna þá staðreynd að hún talast nú einu sinni hér á landi, eins og tungumálin okkar em töluð hvar sem við eigum heima. Engan veginn er ísland eins konar álþjóð- legt svæði þar sem sérhver má tala hvernig mál sem honum sýnist, þó maður gæti stundum haldið það eftir hegðun nokkurra útlendinga að dæma. En ekki þarf nú að hafa neina íslenskukunnáttu til þess. Nei, það þarf bara svolitla tillitssemi og kurteisi sem ætti að vera sjálf- sagt þegar maður ferðast-erlendis, sérstaklega ef tekið er jafnvel á móti manni og hér. Island — sækjum það heim. Njót- um fegurðar landsins og tungunnar í jafnríkum mæli, og endurgjöldum íslenska gestrisni með virðingu fyr- ir og viðurkenningu á háttum, sið- um og tungumáli landsins — en aldeilis ekki með þýskum peninga- seðlum! BETTY WHAL er námsmaður í norrænnum og ensk- um fræðum við háskólann í Frank- furt, Þýskalandi, sem hefur verið hér á Islandi nú seinni hluta sumars. FLESTIR íslendingar tala fleira en eitt erlent tungumál með prýði og eru alltaf góðfúslega reiðubúnir að tala, segir bréfritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.