Morgunblaðið - 04.10.1994, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 04.10.1994, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 43 _______BRÉFTIL BLAÐSIIMS___ Af geldum fressköttum Frá Sveini Aðalsteinssyni: UNDIRRITAÐUR var í viðtals- þætti Eiríks Jónssonar á Stöð 2 fyrir skömmu, þar sem umræðu- efnið var tilraun til rekstrar vi- skiptamiðstöðvar í Litháen. Þegar Eiríkur hafði upphaflega samband, daginn áður en viðtalið átti sér stað, tók ég beiðni hans um viðtal í fyrstu fjarri, þ.e. ég taldi að í stuttu, óundirbúnu við- tali væri ekki mögulegt að gefa neina heilsteypta mynd af málinu, þannig að áheyrendur skildu. En Eiríkur var fylginn sér og mjög sannfærandi, þegar hann fullvissaði væntanlegan viðmæl- anda um, að með markvissri um- ræðu mætti koma þó nokkru efni frá sér á þeim 15 mínútum, sem þátturinn tekur. Þetta varð til þess að undirritað- ur sló til að komá í viðtal í beinni útsendingu, þar sem ekkert var vitað fyrirfram um spurningar þær, er upp yrðu bornar. Eiríkur sem reyndur spyrill og stjórnandi, var snöggur að eygja aðalatriði málsins og því virðist viðtalið, af viðbrögðum að dæma, hafa komist vel til skila. í fyrrnefndu viðtali kom m.a. fram að um tíma leit út fyrir, að Útflutningsráð Íslands myndi taka þátt í að koma viðskiptamiðstöð þessari á fót og greiða 50% af áætluðum rekstrarkostnaði henn- ar um sex mánaða skeið. Eindreginn stuðningur Jón Ásbergsson, þá nýráðinn framkvæmdastjóri Útflutnings- ráðs, lýsti yfir eindregnum stuðn- ingi við þetta framtak. Jafnframt benti hann á Aflvaka Reykjavíkur- borgar sem hugsanlegan styrkta- raðila að málinu. Þrátt fyrir vilja framkvæmdastjórans varð ekkert úr að Útflutningsráð styddi þessa tilraun. Eiríkur Jónsson fékk síðan Jón Ásbergsson í viðtalsþátt kvöldið eftir, þ_ar sem fjallað var um starf- semi Útflutningsráðs og Jón til- greindi ástæðu þess, að Útflutn- ingsráð afréð að taka ekki þátt í téðri tilraun. Svar Jóns var á þá leið, að hon- um hefði litist mjög vel á þessa hugmynd. En mikil áhersla væri lögð á að veija takmörkuðum fjár- munum Útflutningsráðs sem best. Niðurstaðan hefði orðið sú, eftir fund með 6-7 fulltrúum fyrir- tækja, sem þegar hefðu náð sam- böndum í Litháen, að affarasælast væri að hvert og eitt fyrirtæki reyndi að hasla sér völl, eitt og óstutt! Af ofanskráðu tel ég nauðsyn- legt, að fram komi, hvað raunveru- lega varð til þess að þessari hug- mynd um samvinnu að átaki til öflunar nýrra viðskiptasambanda við austanverða Evrópu var hafn- að. Þegar Jón lýsti yfir eindregnum vilja til að taka þátt í þessari til- raun, taldi hann, sem vonlegt var, Gagnasafn Morgnnblaðsins ALLT EFNI sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morg- unblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem af- henda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. þ.e. ekki var um það háa fjárupp- hæð að ræða, að stjórnin hlyti að treysta dómgreind hans um rétt- mæti þátttöku í tilrauninni. Jón gerði sér hins vegar ekki grein fyrir, að reynt yrði að vinna á móti þessari nýbreytni, af hans eigin samstarfsmönnum í Útflutn- ingsráði. Þar var m.a. um að ræða aðila, sem sóst hafði eftir að verða fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs og nú var fenginn til þess að kalla saman fund ofangreindra aðila og fá þá til að fella dóm um rétt- mæti ákvörðunarinnar! Undirrit- aður frétti þannig af margnefnd- um fundi fyrir hreina tilviljurv daginn áður en hann var haldinn. Ég fór fram á að fá að mæta, þó ekki væri til annars en að sjá, hvernig „leikritið" yrði kynnt og hver tæki að sér hlutverk böðuls- ins! Víti til varnaðar Sorgarsögu Útflutningsráðs þarf að rekja, þó ekki sé til ann- ars en að hún verði mönnum kostnaðarsamur lærdómur og víti til varnaðar. Af nógu er að taka, þ.e. einungis eftir þennan stutta viðtalsþátt við undirritaðan, hringdu fjölmargir, sem greindu frá „þjónustu" Útflutningsráðs við útflytjendur. Af ýmsum ástæðum veigra menn sér við að koma opin- berlega fram. Vita þá sem er, að miðað við núverandi aðstæður, yrðu þeir settir út í „kuldann“. Þegar spurt hefur verið um árangur af starfi Útflutningsráðs á umliðnum árum, hafa svörin ævinlega verið þau, að hann sé ekki auðmælanlegur, þ.e. hlutverk Útflutningsráðs sé að veita fyrir- tækjunum „sérfræðilega" ráðgjöf, en þeirra væri að framkvæma og þar með bera ábyrgð á árangri! Þess er að sjálfsögðu í engu getið, hversu mikla „praktíska" reynslu þessir svokölluðu „sérfræðingar" hafa af erlendum vettvangi. Það er nefnilega þannig að persónuleg sambönd og þekking á þeim lönd- um og þjóðum sem verið er að skipta við ræður úrslitum um, hvort árangur næst, eða unnið er til einskis. Af geldum fressköttum Jón Ásbergsson lauk ofan- nefndu viðtali við Eirík Jónsson á Stöð 2 með einstæðri lýsingu á hvernig manni sem gerðist „ráð- gjafi“ hefði liðið og fundist hann vera líkt og í hlutverki fresskatt- ar, sem hefði verið geltur og vant- aði því „tækin og tólin“ til að ljúka verkinu! Á sama hátt væri ráðgjaf- anna að gefa ráð, en fyrirtækjanna að framkvæma. — Neyðarlegri samlíkingu var nú tæpast mögu- legt að finna! — Ekki er von að mikill árangur náist, þegar ráð- gjöfunum má einna helst líkja við feita og værukæra gelda fress- ketti! En þannig er því miður farið um Útflutningsráð, sem lifir á skattpeningum frá ekki einungis fyrirtækjum landsins, heldur fær það nú kirkjugarðsgjöldin (60-80 millj. kr.), sem til stóð að fella niður! — Er nú ekki kominn tími til að kasta rekum á líkið? „Danska leiðin“ Það er löngu tímabært að gera markvisst átak í að afla upplýsinga og sambanda, sem best næst með því að staðsetja viðskiptafulltrúa erlendis um nokkurn tíma á hveiju svæði. Slík kortlagning hugsan- legra viðskiptasvæða er frumfor- senda þess, að aðgerðir verði markvissar og árangursríkar, þeg- ar reynt er að stofna til viðskipta á viðkomandi svæðum. Þetta á ekki hvað síst við um A-Evrópu, þar sem stórfelldur markaður er fyrir fisk- og síldarafurðir, ef rétt er að málum staðið. Við getum mikið af frændum okkar Dönum lært í þessum efnum, eins og Eirík- ur benti réttilega á í fyrmefndum viðtalsþáttum. Þar með gæti von manna um að íslendingar yrðu fisksölumenn heimsins ræst. Þeir takmörkuðu sig þar með ekki við að selja einungis fisk af íslandsmiðum, sbr. viðtal við Jón Ásbergsson frkvstj. Útflutnings- ráðs, Mbl. 30. des. sl. og Brynjólf Bjarnason, frkvstj. Granda hf., Mbl. 15. maí sl. SVEINN AÐALSTEINSSON, viðskiptafræðingur. Bóka- útgefendur Skilafrestur vegna auglýsinga í íslenskum bókatíðunum 1994 rennur út 17. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á íslandi. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Suðurlandsbraut 4A, sími 38020 Skilafrestur vegna tilnefninga til íslensku bókmenntaverðlaunanna 1994 rennur út 30. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Félag íslenskra bókaútgefenda. VINNINGASKRÁ BINGÓLOTTÓ Útdrálturþann: l.októbcr, 1994 Bingóútdráttur: Ásinn 13 36 72 51 19 69 61 75 65 45 2 6 46 73 58 16 24 35 EITIRTAUN MIÐANÚMKR VINNA 100« KR. VÓRUÚTTEKT. 10192 10459 10724 11197 11649 12209 12677 1282? B065 13529 13728 14127 14645 10251 10504 10810 11424 11716 12497 12769 12850 13174 13590 13754 14223 14666 10290 10591 10813 11472 11892 12630 12790 12918 13248 13602 13914 14495 10357 10679 10975 11584 11898 12653 12810 13025 13467 13681 14001 14641 Bingóútdrúttun Tvisturinn 33 7 58 72 1 59 60 40 75 31 25 1911 6 63 17 8 13 KFTIRTAUN MIÐANÚMER VINNA 100« KR. VÖRUÚTTEKT. 10052 10300 10902 11225 11807 12131 12479 13211 13358 13697 14139 14490 14996 10105 10306 10903 11244 11850 12280 12486 13259 13437 13723 14173 14571 14998 10146 10783 10940 11603 12025 12303 12593 13268 13444 13737 14446 14606 10297 10850 11134 11762 12048 12324 12905 13340 13599 14025 14462 14802 Bingóútdráttur: rirlsturinn 65 68 18 17 60 10 75 30 54 9 38 43 40 5 66 50 12 EITIRTALIN MIÐANÚMER VINNA 1000 KR. VÖRUÚTTEKT. 10196 10397 10632 11778 120% 12371 12889 13125 13625 14076 14291 14729 14935 10268 10476 10750 12007 12132 12405 12905 13136 13657 14082 14342 14806 14989 10298 10499 10879 12056 12134 12466 12915 13249 13683 14222 14593 14904 10358 10589 11748 12075 12366 12773 13025 13525 13850 14275 14717 14927 Lukkunúmen Ásinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT HJÁ HEIMILISTÆKJUM. 12774 10031 13242 Ioikkunúmer: Tvisturinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT HJÁ FREEMANS. 12885 10446 12486 Lukkunúmer: l’risturinn VINNNINGAUPPHÆÐ 10000 KR. VÖRUÚTTEKT HJÁ NÓATÚN. 11434 10122 11902 Aukavinningur VINNNINGAUPPHÆÐ 60000 KR. FERÐAVINNINGUR FRÁ FLUGLEIÐUM. 11206 Lukkuhjólið Röð:0023 Nr:l 1776 Bflastiginn Riið:0026Nr: 10977 Vinningar grciddir út frá og mcð þriðjudcgi. Blombera Nú býður enginn betur! Við bjóðum 4 gerðir af Bjomberg frystiskápum á verði sem enginn stenst. Blomberg-frystiskápur stórsparar í heimilishaldinu, þú birgir þig upp af matvælum þegar verðið er lægst, svo maður tali nú ekki um þægindin að hafa sitt eigið forðabúr á heimilinu. ) m FS 302 4 stjörnu frystir. 300 lítrar brúttó. Umhverfisvænt kerfi (100% CFC frír). Orkunotkun aðeins 1,54 kWh á sólarhring. Mál: Hæð158 sm, breidd 59,5 sm, dýpt 60 sm. Verð kr. 59.900 eða stgr kr. 56.900 FS252 4 stjörnu frystir. 250 lítrar brúttó. Umhverfisvænt kerfi (100% CFC frír). Orkunotkun aðeins 1,36 kWh á sólarhring Mái: Hæð134sm, breidd 59,5 sm, dýpt 60 sm. Verð kr. 52.ÍMM) eða stgr kr. 50.250 FS202 4 stjörnu frystir. 200 lítrar brúttó. Umhverfivænt kerfi (100% CFC frtr). Orkunotkun aðeins 1,18 kWh á sólarhring. Mál: Hæö117sm, breidd 59,5 sm, dýpt 60 sm. Verð kr. 49.000 eða stgr kr. 47.120 FS 122 4 stjörnu frystir. 120 Ittrar brúttó. Orkunotkun aðeins 0,90 kWh á sólarhring. Mál: Hæð 85 sm, breidd 54,3 sm, dýpt 58 sm. Verð kr. 44.900 eða stgr kr. 42.650 Borgartúni 28 ‘2T 622901 og 622900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.