Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 46

Morgunblaðið - 04.10.1994, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Litla sviðið kl. 20.30: • DÓTTIR LÚSIFERS, eftir William Luce Frumsýning fös. 7. okt., uppselt, - lau. 8. okt., örfá sæti laus, - fös. 14. okt. - lau. 15. okt. Stóra sviðið kl. 20.00: • VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi 6. sýn. lau. 8. okt., uppselt, - 7. sýn. mán. 10. okt., uppselt, - 8. sýn. miö. 12. okt., uppselt. NÆSTA SÝNINGARTÍMABIL. Fös. 25. nóv., uppselt, sun. 27. nóv., uppselt, - þri. 29. nóv. - fös. 2. des., örfá sæti laus, - sun. 4. des. - þri. 6. des. - fim. 8. des. - lau. 10. des., örfá sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. • GA URA GANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Á morgun - fim. 6. okt., uppselt, - lau. 15. okt. - sun. 16. okt. • GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Fös. 7. okt. - sun. 9. okt. - fös. 14. okt. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: • SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFI SYSTRA eftir Guðberg Bergsson í leikgerð Viðars Eggertssonar. Fös. 7. okt. - lau. 8. okt. - fim. 13. okt. - fös. 14. okt. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Græna linan 99 61 60 - greióslukortaþjónusta. Jj® BORGARLEIKHUSIÐ símí 680-680 ' LEIKPÉLAG REYKfAVÍKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. 9. sýn. fim. 6/10, bleik kort gilda, sýn. fös. 7/10, lau. 8/10. LITLA SVIÐ KL. 20: • ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Sýn. mið. 5/10 uppselt, fim. 6/10 uppselt, fös. 7/10 uppselt, lau. 8/10 upp- selt, sun. 9/10 uppselt, mið. 12/10 uppselt, fim. 13/10 uppselt, fös. 14/10, uppselt, lau. 15/10, sun. 16/10, örfá sæti laus, mið. 19/10 uppselt, fim. 20/10 uppselt, lau. 22/10 uppselt. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 frá kl. 10-12 alla virka daga. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf! Greiðslukortaþjónusta. Sýnt í ísiensku óperunni. MIÐNÆTURSÝNINGAR: Fös. 7/10 kl. 20 örfá sæti og 23, örfá sæti. Lau. 8/10 kl. 23.30, uppselt. Ósóttar pantanir eru seldar 3 dögum fyrir sýningu. LEIKFELAG AKÚREYRAR • KARAMELLUKVÖRNIN Sýn. lau. 8/10 kl. 14. Sun.9/10kl. 14. • BarPar sýnt í Þorpinu Sýn. fös. 7/10 kl. 20.30. Lau. 8/10 kl. 20.30. Takmarkaður sýningafjöldi. Miðasalan opin dagl. kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýningar- daga. Sími 24073. Miðapantanir í símum 11475 og 11476. Ath. miðasalan opin virka daga frá kl. 10-21 og um helgar frá kl. 13-20. F R Ú E M I I. í A BleikhúsB Seljavegi 2 - sími 12233. MACBETH eftir William Shakespeare Sýn. fim. 6/10 kl. 20. Miðasalan opin frá kl. 17-20 sýningar- daga, sfmi 12233. Miðapantanir á öðr- um tímum í sfmsvara. ERT ÞÚ AÐ FARA í p LEIKHÚS EÐA BÍÓ? '%ÐEB;f^rRlt^ | ÓDÝRARI MATUR HJÁ OKKUR EN ÞIG GRUNAR LIFANDi TÓNLIST ÖLLKVÖLD KRINGLUKRÁIN þá sambandið alvarlegt? Það eina sem talsmaður Ellenar læt- ur hafa eftir sér er: „Þau eru vinir.“ Nýjasta ástarævin- týrið í Hollywood RÓMANTÍKIN hefur blómstrað hjá David Arquette og Ellen Barkin í allt sumar meðan á tökum myndarinnar „Wild Bill“ hefur staðið. Flestir spáðu því að þegar tökum lyki myndi sambandið milli þeirra að sama skapi detta upp fyrir, enda sautj'án ára ald- ursmunur á hinum 22 ára gamla Arquette og hinni 39 ára gömlu Barkin. En þau hafa þrátt fyrir allt haldið sambandi og sést ítrekað úti á lífinu í Los Angeles. Er FÓLK í FRÉTTUM Murder iíATH flj \H |l 'fhv tám ÚRKLIPPA úr fjölmiðlum þar sem skýrt er frá morðinu á Honoru Parker. Blóðugar mínningar FYRIR nágrönnum sínum í sjávarþorpinu Portmahomack í Skotlandi var rithöfundurinn Anne Perry til fyrirmyndar í alla staði. Hún var miðaldra staðföst og virðuleg kona sem annaðist 82 ára gamla móður sína, gæludýr sín og rósagarð- inn af alúð. Það kom því sem þruma úr heiðskíru lofti fyrr í sumar þegar nýsjálenska blaðið Sunday News svipti hulunni af því að fyrir fjörutíu árum hafði Perry, sem unglingur að nafni Juliet Hulme, aðstoðað vinkonu sína við að myrða móður hennar. „Þegar þetta komst upp hugsaði ég: „Núna er allt ónýtt. Móðir mín afber þetta ekki, ég tapa vinum mínum og verð at- vinnulaus." Upp komst um Perry þegar blaðamaður kafaði ofan í morðmálið vegna kvik- myndar sem er í bígerð um málið og nefnist „Heavenly Cre- atures“. Fyrir íjörutíu árum þekktu allir á Nýja Sjálandi, eða töldu sig þekkja, söguna um Hulme, veiklynda stúlku frá London, og vinkonu hennar Pauline Parker. Þegar Perry var átta ára gömul kvartaði hún undan bijóstverkjum og að læknisráði var hún send til fósturfjölskyldu á Nýja Sjálandi, þar sem ekki var talið að hún lifði af annan enskan vetur. Foreldrar hennar komu síðan til Nýja Sjá- lands fimmtán mánuðum síðar. Á meðan Hulme var ein í Nýja Sjálandi var hún færð á heilsuhæli í þrjá mánuði vegna berkla. Þá myndaðist góð og náin vinátta á milli hennar og skólafélaga hennar Pauline Parker í gegnum bréfa- skriftir. „Pauline var mín einu tengsl við umheiminn," minnist Perry. „Ég vissi ekki hvort ég næði heilsu aftur og vinátta Pauline var mér eins og líflína. Hún var líka mjög óhamingjusöm og þjáðist af bulimiu." Eftir að heim kom af heilsuhæl- RITHÖFUNDURINN Anne Perry við rósabeðið heima hjá sér. Hún tók þátt í morði. inu einangraðist Perry enn frekar frá umheiminum. Hún hafði verið sett á lyf sem voru síðar meir tekin af markaðinum vegna skerðingar á dómgreind. Og þá kom reiðarslag. Faðir hennar missti vinnu sína sem forstöðumaður Christchurch- háskólans og ákvað að snúa aftur til Englands. Móðir hennar stakk hinsvegar af með fjölskylduvini, sem átti síðar eftir að verða eigin- maður hennar númer tvö. Perry átti að fara með föður sínum og tíu ára gömlum bróður, en án Pauline. Móðir Pauline bannaði henni að fara. Pauline varð viti sínu fjær og stakk upp á morði við vinkonu sína. Perry féllst á að hjálpa Pauline vegna þess að hún taldi að Pauline „myndi fremja sjálfsmorð ef hún hjálpaði henni ekki. Þótt það sé heimskulegt virtist mér á þeim tíma sem mér bæri að standa með henni í erfiðleikum hennar, vegna þess að hún hafði staðið með mér í mínum veikindum," segir Perry. Þá var það ákveðið. Eitt af helstu sönnunargögnum ákæru- valdsins var dagbók sem Paul- ine hélt dagana fyrir morðið. Þar var áætlun vinkvennanna útlistuð í smáatriðum. Þær ætl- uðu að fylgja móður Pauline í kveðjugöngu í Christchurch- -garði. Perry átti að vera búin að koma skínandi hlut fyrir á gangstígnum og þegar móðir Pauline beygði sig niður eftir hlutnum átti Pauline að beija hana í höfuðið. Það gekk eftir og Honora Parker var barin 45 sinnum í höfuðið með múrsteini að kvöldi hins 22. júní árið 1954. Perry viðurkenndi að hafa barið hana „allavega einu sinni“. „Ég er mjög spennt, eins og ég sé að leggja á ráðin um óvænta uppákomu," skrifaði Pauline í dagbók sína. „Atburð- urinn dásamlegi mun eiga sér stað annað kvöld. Þannig að næst þegar ég skrifa í þessa dagbók verður mamma dauð. En skrítið, og þó ánægjulegt..." í dag segist Anne Perry lítið muna frá þessum atburðum. „Ég hef kosið að gleyma mestum hluta þeirra, vegna þess að annars væri engin leið að komast af,“ segir hún. Líklegt er að sakamálasögur hennar komi til með að njóta áfram- haldandi hylli, en sú fyrsta þeirra, „The Cater.Street Hangman", frá árinu 1978, hefur selst í þremur milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Næsta bók hennar kemur út í októ- ber og nefnist „The Sins of the Wolf“. „Þrátt fyrir að hún sé kannski ekki hrifin af því að það hafi kom- ist upp um sig, segir Perry að það hjálpi sér vonandi að lifa í sátt við sjálfa sig: „Vegna þess að mér finnst eins og allir í heiminum viti af því hvað ég hef á samviskunni - en þeim líki samt við mig.“ „EFTIR fyrsta höggið ... vissi ég að það yrði nauðsynlegt að drepa hana,“ sagði Perry við réttarhöldin. Hún er vinstra megin á mynd- inni, en til hægri er Pauline. PAULINE Parker og Juliet Hulme (Anne Perry) eru leiknar af Melanie Linskey og Kate Winslet i nýrri kvikmynd sem verður frumsýnd núna í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.