Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 1
KNATTSPYRNA
LárusOrri
á bekknum
hjá Stoke
GOLF
1994
ÞRIDJUDÁGUR 1. NOVEMBER
BLAD
Víkingar fá
ekki borgað
VÍKINGSSTÚLKUR seldu heimaleik sinn í Evr-
ópukeppninni gegn tyrkneska liðinu Kulturspor en
hafa enn ekki fengið borgað. Upphæðin er að sögn
Theódórs Guðfínnssonar þjálfara Vikinga um
400.000 krónur og telur Theódór að Kulturspor
fái ekki að taka þátt í næstu umferð ef málið
verður ekki útkljáð. Sem kunnugt er vann Víking-
ur fyrri leikinn með tveimur mörkum og tapaði
þeim síðari með sex mörkum en ef tyrkneska liðið
gerir ekki upp sín mál gætu Víkingsstúlkur kom-
ist áfram í þeirra stað. HSÍ er inní málinu og vill
gefa Evrópska handboltasambandinu 10 til 14
daga að ganga frá málinu. Niðurstaða ætti því
að liggja fyrir í vikunni.
KIVIATTSPYRNA: RAFMAGIMAÐ ANDRÚMSLOFT / B4
LÁRUS Orri Sigurðsson sat á
varamannabekknum hjá Stoke
er liðið gerði jafntefli 1:1 gegn
ef sta iiði 1. deildar, Wolves, á
heimavelli á sunnudaginn.
Það var ofsalega gaman að fá
að finna smjörþefinn af at-
vinnumennskunni með því að vera
svona óvænt í hópnum hjá Stoke.
Eg var sendur nokkrum sinnum í
síðari hálfleik til að hita upp, en
leikurinn þróaðist þannig að ég fór
ekki inná,“ sagði Lárus Orri.
Lárus Orri frétti það á föstu-
dagskvöld að hann væri í 18 manna
leikmannahópi Stoke en gerði ekki
ráð fyrir því að hann yrði einn af
þremur varamönnum liðsins gegn
Wolves á sunnudaginn.
Þorvaldur Örlygsson, sem lék
allan leikinn, sagði að Lou Macari,
stjóri Stoke, væri óútreiknanlegur
og taldi jafn miklar líkur á því að
Lárus Orri yrði í byijunarliðinu í
næsta leik eins og að hann sæti
uppi í stúku.
Macarí hefur þegar boðið Lárusi
Orra tveggja ára samning en Lárus
Orri vildi lítið tjá sig um innihald
samningsins og hvort hann myndi
skrifa undir hann að óbreyttu.
„Þetta er allt í biðstöðu eins og
er,“ var það eina sem hann vildi
láta hafa eftir sér um samninginn.
Lárus Orri ætlaði að funda í gær-
kvöldi með forráðamönnum Stoke
um væntanlegan samning. Það
ætti að skýrast í vikunni hvort
Lárus Orri muni leika með Stoke
það sem eftir er keppnistímabils-
ins.
Sá tekjuhæsti Router
Colln Montgomerie frá Skotlandi varð tekjuhæstur á evrópsku mótaröðinni í
golfi sem lauk um helgina. Hann varð að vísu að sætta sig vlð fjórða sætið f
síðasta mótinu en verðlaunafé hans á þessu ári nemur um 83 milljónum króna.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
Amór í uppskurd
Amór Guðjohnsen leikur ekki með ís-
lendingum gegn Svisslendingum í
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu eftir
hálfan mánuð. í byijun næstu viku verður
hann skorinn upp vegna kviðslits og gerir
ráð fyrir að vera frá í sex til átta vikur.
Aðgerðum vegna kviðslitsins hefur verið
frestað lengi og vonaði Arnór að draga
mætti þær fram yfir landsleikinn en eftir
skoðun í gær og að höfðu samráði við
lækni var ákveðið að bíða ekki lengur. „Ég
get ekki tekið neina áhættu í þessu sam-
bandi,“ sagði Arnór við Morgunblaðið í
gærkvöldi. „Ef ekki þyrfti að skera væri
þetta aðeins spurning um 10 daga, en
uppskurður virðist óumflýjanlegur og þar
sem gera má ráð fyrir að það taki sex til
átta vikur að ná fullum bata er ekki eftir
neinu að bíða. Eins er liugsanlegt að verk-
fall sjúkraliða sé framundan og ef það
yrði kæmi það til með að fresta aðgerð-
inni um óákveðinn tíma. Því má ég ekki
við þar sem æfingar hjá Örebro byija á
fullu 3. janúar og þá verð ég að vera tilbú-
inn í slaginn."
Eins og greint hefur verið frá varð
Orebro í 2. sæti í sænsku deildinni, sem
lauk fyrir skömmu. Arnór var potturinn
og pannan í leik liðsins og hefur félagið
gert honum tilboð um árs samning til við-
bótar. „Drögin að nýjum samningi liggja
fyrir og þó málið sé ekki 100% frágengið
heid ég að ég verði áfram," sagði Arnór.
Ingi Björn samdi
við Keflvíkinga
INGI Bjöm Albertsson verður næst þjálfari 1.
deildar liðs Keflvíkinga í knattspyrnu. Frá því var
gengið í gærkvöldi og skrifað undir tveggja ára
samning. Ingi Björn sagði við Morgunblaðið að
hann hefði tekið sér góðan tíma til að hugleiða
málið og hefði keyrslan á milli Reykjavikur og
Keflavíkur fyrst og fremst staðið í sér, en góður
hópur hefði haft meira að segja. Byggt yrði á
heimamönnum og ekki leitað eftir frekari liðs-
styrk, þó allir væru velkomnir, en eina breytingin,
sem fyrir lægi, væri sú að Gunnar_Oddsson væri
farinn frá nýliðnu tímabili. Þá væri óvíst hvað
Ragnar Margeirsson ætlaði að gera. „Það er spenn-
andi verkefni fram undan og ég hlakka til að starfa
með Kef!víkingum,“ sagði Ingi Björn.
Crystal Palace
missti áhugann
ALAN Smith, framkvæmdastjóri enska úrvals-
deildarliðsins Crystal Palace, tilkynnti KR-ingum
í gær að þar sem staða Palace hefði lagast eftir
síðustu leiki væri hann hættur við að gera Rúnari
Kristinssyni tilboð. Benedikt Jónsson, varaformað-
ur knattspyrnudeildar KR, sagði við Morgunblaðið
í gærkvöldi að óskað hefði verið eftir afdráttar-
lausu svari frá Palace. Þar sem það væri komið
væri ekkert því til fyrirstöðu að fulltrúar KR og
sænska félagsins Örgryte ræddu saman, en eins
og greint hefur verið frá er Rúnar spenntur fyrir
tilboði Svíanna. Hins vegar vildi hann bíða með
að ræða nánar við þá þar til svar bærist frá Palace,
sem hafði sagt að Rúnar og Guðni Bergsson ættu
von á tilboði.
Besti leikur
Eyjólfs í ár
EYJÓLFUR Svenisson og samheijar f Besiktas
gerðu 1:1 jafntefli við Antalyaspor í tyrknesku
deildinni í fyrradag. Eyjólfur átti góðan leik, sagði
reyndar við Morgunblaðið að þetta hefði verið einn
af bestu ef ekki besti leikurinn lijá sér á tímabil-
inu. Hann sagði að um einstefnu hefði verið að
ræða hjá Besiktas, nánast skotæfingu, en heima-
menn hefðu skorað úr eina skoti sínu. „Við óðum
í færum, áttum skot í slá og stöng og svo varði
markvörður þeirra mjög vel, meðai annars einu
sinni einn gegn þremur,“ sagði Eyjólfur. Besiktas,
sem er enn eitt efst í tyrknesku deildinni, mætir
Auxerre á fímmtudag í seinni leík liðanna í UEFA-
keppninni, en iiðin gerðu 2:2 jafntefli í Istanbul
fyrir hálfum mánuði. „Við vorum klaufar að missa
fyrri leikinn niður í jafntefli eftir að hafa náð
tveggja marka forystu en markmiðið er að reyna
að bæta fyrir það,“ sagði Eyjólfur, sem fer með
liði sínu til Fi-akklands í dag.
I