Morgunblaðið - 01.11.1994, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.11.1994, Qupperneq 12
KVENNALANDSLIÐIÐ Þær vildu og gátu - en heppnin varekki með íslensku stúlkunum ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði 1:2 fyrir því enska í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppn- innar í Brighton á sunnudag. Enska liðið sigraði ífyrri leikn- um í Reykjavík með sömu markatölu, í leik þar sem fs- lenska liðið lék langt undir getu og segja má að „stelpurnar okkar“ hafi tapað stríðinu þar. Þær sýndu hins vegar í orr- ustunni í Brighton, svo ekki verður um villst, hvað f þeim býr; léku mjög vel á köflum, sköpuðu sér ágætis marktæki- færi, en heppnin var ekki með þeim og því eru þær úr leik f keppninni. Asta B. Gunnlaugsdóttir, leikja- og markahæsta landsíiðskona íslands, sem nú hefur ákveðið að ■■■ leggja skóna á hill- Skapti una, gerði mark ís- Hallgrímsson lands í Brighton — skrifarfrá jafnaði með laglegu Brighton marki á 36. mínútu — og var óheppin að skora ekki að minnsta kosti einu sinni til. Hún fékk dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks, er staðan var 1:1, og með marki þar hefði dæmið litið ailt öðru vísi út en reyndin varð; Guðrún Jóna sendi fal- lega í gegn á Ástu sem skaut, en knötturinn fór í stöngina og aftur fyrir. Aðeins spursmál um sentímetra hvort leikurinn þróaðist ísiandi í hag eður ei. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins frá leiknum í Reykjavík. Ljóst var strax í upphafi að nú var trúin til staðar, þær trúðu, vildu og hefðu getað, hefði heppnin verið með þeim. „Stelpurnar okkar“ byrjuðu mun bet- ur, fullar sjálfstrausts og engu var líkara en þær væru á heimavelli. Boltinn gekk vel manna á milli, en síðan fengu þær á sig mark. Vanda spymti útaf eftir að Auður meiddist en í stað þess að kasta inn til ís- lensks leikmanns héldu þær ensku boltanum og fengu aukaspyrnu upp úr því, 30 metra frá marki. Og Gill- ian Coultard, hinn smái en knái fyrir- liði liðsins - sem kom enska liðinu á bragðið í fyrri leiknum með þrumu- skoti af löngu færi - gerði sér lítið og skoraði beint úr aukaspyrnunni; hamraði boltann yfir varnarvegginn og efst f homið. Markið var sannarlega reiðarslag fyrir íslensku stúlkumar og þvert gegn gángi leiksins. Þær misstu móðinn um tíma eftir það en réttu síðan úr kútnum, og á 36. mín. jafn- aði Ásta B. eftir að ísland hafði snögglega snúið vörn f sókn; Olga fékk boltann á miðjum velli, sendi hárnákvæmt milli varnarmanna inn á Ástu sem komst ein í gegn og skor- aði af öryggi framhjá markverðinum sem kom út á móti henni. Ásta var svo aftur á ferðinni í upphafí seinni hálfleiks en skaut í Fyrirliðar heilsast Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson VANDA Sigurgeirsdóttir (t.h.), fyrlrllði íslenska liðsins, hellsar Gilllan Coultard, fyrlriiAa Englend- inga og þær skiptust á fánum. Fyrir mlAJu er dómarinn R.O. Hanlon frá írlandi, sem dæmdi vel. ■ TVÆR íslensku landsliðsstúlkn- anna luku glæstum ferli í Brighton á sunnudag; Ásta B. Gunnlaugs- dóttir úr Breiðabliki og Kristín Arnþórsdóttir úr Val hyggjast nú leggja skóna á hilluna frægu. ■ AHORFENDUR vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið eft-ir leik, þegar íslenska liðið kom allt saman í einu horni vallarins, og engu var líkara að það væri að leita ána- maðka. Svo var hins vegar ekki þó völlurinn væri rennblautur og að- stæður því ákjósanlegar; stúlkumar og Logi þjálfari gerðu sitt besta til að finna hálsmen sem Ásta B. glat- aði í leiknum, en án árangurs. ■ ÍSLENSKI þjóðsöngurinn var ekki til á spólu á Goldstone Gro- und, eins og Englendingarnir héldu. Það var eitthvert allt annað lag sem var á spólunni. íslendingar voru með sönginn á geisladiski, en verkfæri tii að ná laginu af honum var ekki til á vellinum, þannig að Rafn Hjaltalín, aðalfararstjóri, bauðst til að syngja þjóðsönginn inn á band. „Þeir neituðu því,“ sagði hann sposkur á svip, og bætti við: „Vita líklega að verið erum dýrir, akureyrsku söngvararnir!“ ■ ÞJÓÐSÖNG URINN hljómaði fyrir leikinn; Englendingarnir náðu að koma honum af geisladisk- inum yfir á spólu í tæka tíð. ■ AUÐUR Skúladóttir, bakvörð- ur úr Stjörnunni, fór meidd af velli í'fyrri hálfleik. Fékk spark í fótinn og óttast var að liðband væri jafn- vel slitið, að minnsta kosti tognað. Helga Ósk Hannesdóttir, úr Breiðabliki, sem er 18 ára, kom inn á í stað Auðar og lék mjög vel. ■ ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari og Elías Hergeirsson, gjaldkeri KSÍ, fylgdust með leikn- um í Brighton. Þeir komu frá Sam- einuðu arabísku furstadæmunum á sunnudagsmorgun, þar sem karlalandsliðið mætti Kúveit á laugardag, og skelltu sér til Brig- hton til að sjá stúlkurnar spila. Leikmennirnir fóru hins vegar beint til Torquay, þar sem verða þeir í æfingabúðum næstu vikuna. stöng, eins og áður er getið, og Is- lendingar héldu sínu striki; voru betri en heimamenn, en sagan endurtók sig frá fyrri hálfieiknum því England skoraði aftur; framherjinn Marieanne Spacey var þar að verki eftir slæm mistök í íslenska iiðinu. Ix>gi breytti leikaferðinni strax eftir markið — færði Guðrúnu Sæmundsdóttur úr vöminni fram á miðjuna, og það kom alls ekki að sök og við breytinguna náði íslenska liðið enn betri tökum á miðjunni þó það nýttist ekki til að skapa mörg færi. Ásta B. komst næst því að skora það sem eftir var, er hún fékk svipað færi og í upphafí hálfleiksins; að þessu sinni átti Ást- hildur sendingu inn í gegnum vörnina en markvörðurinn varði skot Ástu glæsilega í horn. Ljóst er að stríðið við Englendinga tapaðist á Laugardalsvellinum, þar sem taugaveiklunin réði ríkjum hjá íslensku stúlkunum en þrátt fyrir tap í Brighton geta þær verið stoltar af frammistöðu sinni. Liðið lék vel, sýndi að þegar hugur fylgir máli og virðing er ekki borin fyrir mótheijanum er ekkert ómögulegt. Allt liðið lék vel þegar á heildina er iitið og einfaldast að segja að stúlkumar sýndu nú virki- lega hvað þær geta, sem þær gerðu því miður ekki í fyrri ieiknum. Englendingar mæta Þjóðverjum ENSKA liðið mætir Þjóðverjum í undanúrslitum og Svíar og Norð- menn mætast. Svíar lögðu Dani að velli 3:0 í Malmö um helgina og unnu samnlagt 3:2. Noregur vann Ítalíu 4:2 í Ósló og samanlagt 7:3. „Mér fannst við betri“ sagði Logi Ólafsson. „Leiddum nánast allan leikinn" ÉG var ánægður með hvernig leikurinn spilaðist því mér fannst við betri og það er aldrei að vita hvað hefði getað gerst ef Ásta hefði háð að skora í upphafi seinni hálfleiks þegar hún skaut í stöngina. Ég er líka viss um að ef þetta lið væri búið að ganga i gegnum svona leiki áður, átta liða úrslit í Evrópukeppni — reynslan verið til staðar — hefði þetta farið öðruvísi," sagði Logi Ólafsson, þjálfari kvennalandsliðsins, eftir tapið í Brighton. V rið ætluðum okkur að pressa þær framarlega á vellinum og það tókst. Munurinn á leiknum nú og heima að við nú leiddum við nánast allan leikinn en vorum eins og hræddir hérar heima.“ Logi sagðist ekki telja íslenska liðið lak- ara en það enska. „Liðið er nógu gott til að fara í fjögurra liða úr- slit miðað við andstæðingana, en þetta er bara spurning um tíma. Þetta kemur, og ég sé fram á það í náinni framtíð að stelpurnar eiga eftir að ná langt,“ sagði Logi, sem hættir nú sem þjálfari liðsins. Hann hefur sem kunnugt er verið ráðinn þjálfari íslandsmeistara ÍA í karla- flokki. Ásta B. Gunnlaugsdóttir „Ég vissi ekki hvert ég ætlaði, þegar mér mistókst að skora í byij- un seinni hálfleiksins, ég varð svo reið. Þetta var mjög gott færi; ég fékk boltann á háréttum tíma, ætl- aði að reyna að lyfta honum yfir markmanninn en skaut í stöng og út,“ sagði Ásta B. Gunnlaugsdóttir sem fékk dauðafæri og þar með tækifæri til að koma Islandi yfir fljótlega eftir hlé. Ásta fékk annað mjög gott færi seinna í leiknum: ,jÞá varði markmaðurinn mjög vel. Eg var því að fá færi í dag og náði að nýta eitt, ég var auðvitað búin að óska þess að síðasti lands- leikurinn yrði sigurleikur, en það gekk ekki upp en ég skoraði mark í staðinn þannig að ég get hætt tiltölulega sátt,“ sagði Asta. Vanda Sigurgeirsdóttir „Ég á erfitt með að vera ánægð eftir að hafa tapað, því ég er frek- ar tapsár en við spiluðum mun bet- ur en síðast. Ég er ánægð með það en svekkt yfir að ná ekki betri úr- slitum fyrst við spiluðum miklu betur,“ sagði Vanda Sigurgeirsdótt- ir, fyrirliði. Vanda vildi meina að reynslan hefði skipt miklu máli í stríðinu við Englendinga, sérstak- lega í fyrri leiknum þar sem ís- lensku stúlkurnar voru taugaó- styrkar. „Ein þeirra, fyrirliðmn, hefur leikið nærri jafn marga lands- leiki og við allar til samans — nærri 80 leiki og þrjár hafa spilað yfir 60 landsleiki — og það tók okkur tíma í fyrri leiknum að þora að spila gegn þeim eins og við getum. Þær eru góðar og hreyfa sig mjög mikið en það er alls ekkert óyfirstíg- anlegt að spila gegn þeim og standa sig. Það sem lið okkar vantar eru bara fleiri svona hörkuleikir, til að fá reynslu. Ekki einu sinni við, sem höfum spilað flesta landsleiki — um tuttugu — höfum spilað svona mik- ilvæga leiki áður, þannig að segja má á að þetta sé gott. Ég er sann- færð um að ungu stelpurnar eiga eftir að búa að þessu og framtíðin er björt,“ sagði Vanda. ENGLAND: 212 X 1 X 221 12X1 ITALIA: 1X1 211 1X1 112X

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.