Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 B 3 Sanngjam sigur á Kúveit - að sögn Ásgeirs Elíassonar landsliðsþjálfara. Haraldur Ingólfsson skoraði mark íslands, 1:0 Island sigraði Kúveit 1:0 í vin- áttulandsleik í knattspymu í Sameinuðu arabísku furstadæ- munum á laugardag. Haraldur Ingólfsson gerði eina markið í sið- ari hálfleik. Þetta var frekar rólegur leikur, tiltölulega jafn en við vorum þó heldur sterkari allan tímann, sagði Ásgeir Eiíasson, landsliðsþjálfari í samtali við Morgunblaðið á Golds- tone Ground í Brighton á sunnu- dag, þar sem hann fylgdist með kvennalandsleik Englands og ís- lands. „Liðin voru álíka mikið með boltann, þeir fengu eitt gott færi í fyrri hálfleiknum og í þeim seinni voru smá læti í þeim á tíu mínútna kafla og þá fengu þeir aftur eitt færi, sem Frikki varði mjög vei,“ sagði Ásgeir. Haraldur gerði eina mark leiks- ins um miðjan seinni hálfleik. Vann boltann á miðjunni, sendi fram á Helga Sigurðsson inni í teignum, Helgi sendi svo aftur til baka út í teig á Harald sem var mættur á staðinn, hann tók boltann einu sinni með sér og skoraði af ör- yggi. „Gott mark,“ sagði Ásgeir. „Þeir sóttu svolítið í restina, eftir að við skoruðum, en við fengum tvö mjög góð færi á sama tíma.“ Þetta var síðasti landsleikur ís- lands fyrir viðureignina við Sviss ytra 26. nóvember í undankeppni EM. „Það var mjög gott að fá þennan leik, við þurftum virkilega á því að halda og leikurinn var í lagi því við héldum haus. En það gæti orðið erfitt að hafa menn í toppþfingu f nóvember," sagði Ásgeir. GOLF / EVRÓPSKA MÓTARÖÐIN Langer sigraði en Montgomerie tekjuhæstur BERNHARD Langer frá Þýska- landi sigraði á síðasta golf- mótinu f evrópsku mótaröð- inni um helgina. Mótið fór fram á Valderrama vellinum á Spáni og lék Langer á 276 höggum, einu höggi betur en Spánverjinn Severino Bal- lesteros og Vijay Singh frá Fiji- eyjum. Langer setti vallarmet þriðja dag mótsins er hann lék á 62 höggum, níu höggum undir pari vallarins. Hann lék síðan af öryggi síðasta daginn og kom þá inn á einu undir pari sem dugði honum til sigurs. Ballesteros hafði tveggja högga forystu fyrir síðasta daginn en lenti í ýmsum hremmingum á sunnu- deginum og þurfti að para síðustu holuna til að komast í bráðabana við Langer. Seve hitti tré í upphafs- högginu og eftir mikla rekistefnu við dómarann varð hann að slá þar sem boltinn lá og það varð til þess að hann lék holuna á einu höggi yfir pari. „Mér finnst að ég hefði átt að fá að láta boltann falla án vítis, en ég var óheppinn að það var þessi dómari sem kom á stað- inn. Ef einhver annar hefði verið þarna hefði ég fengið að láta bolt- ann falla án vítis,“ sagði Balleste- ros eftir að hann kom í hús en sami dómari hafði sektað hann um 86 þúsund krónur daginn áður fyrir hægan leik. Singh lék manna best síðasta daginn, kom inn á 66 höggum, fimm undir pari en Colin Montgo- merie, fyrrum meistari, varð að sætta sig við fjórða sætið. Hann gerði það þó með bros á vör því hann varð tekjuhæstur á mótaröð- inni og fékk því aukaþóknun fyrir það, tæpar 14 milljónir króna eða jafn mikið og Langer fékk fyrir sigurinn. Alls hefur Montgomerie því fengið sem nemur 83 milljónum króna í veðalaun á þessu ári. Með sigrinum um helgina skaust Bern- hard Langer upp fyrir Ballesteros á þessum lista og er í öðru sæti. Reuter Bernhard Langer setti vailarmet um helgina og það dugði honum til sigurs á síðasta mótinu i evrópsku mótaröðlnni. Skotar sterkari Skotar áttu ekki i erfiðleikum með íslendinga í Evrópu- keppni U-16 ára landsliða karla í knattspyrnu, þegar liðin mættust í Alloa í Skotlandi í gærkvöldi. Heimamenn höfðu mikla yfirburði og náðu þriggja marka forystu fyr- ir miðjan fyrri hálfleik en bættu einu marki við eftir hlé og unnu 4:0. Skotar yfirspiluðu íslendinga í byrjun, en þegar staðan var 3:0 breytti Gústaf Björnsson, þjálfari, um leikskipulag, fór úr 3-5-2 í 4-4-2 og gekk þá betur þó strákunum tækist ekki að skapa sér umtals- verð færi. Islendingar og Skotar gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum, sem fór fram í Grindavík. Þá voru íslendingar nær sigri, en það var eina stigið, sem Skotar töpuðu í riðlinum. Finnar sigruðu íslendinga í báðum leikjunum og fengu fjögur stig, en íslendingar ráku lestina með eitt stig. ísland: Guðjón Skúli Jónsson (Ás- mundur Gíslason 80.) - Egill Skúli Þórólfsson, Freyr Karlsson, Eggert Stefánsson - Dagur Sveinn Dag- bjartsson, Bjarni Guðjónsson, Árni Ingi Pjetursson, Grímur Garðars- son, Edilon Hreinsson - Haukur Hauksson (Stefán Gíslason 75.), Arnar Jón Sigurgeirsson (Haukur Ingi Guðnason 70.). KÖRFUBOLTI Blikasigur Breiðabliksstúlkur eru enn ósigr- aðar í 1. deild kvenna í körfu- bolta eins og lið Keflavíkur. Kefla- víkurstúlkur hara leikið fimm leiki og Blikar léku sinn þriðja leik í gærkvöldi gegn ÍS og sigruðu auð- veldlega 50:91. Það var bara í upp- hafi sem jafnræði var með liðunum og undir lok leiksins léku ungu stúlkurnar í Breiðabliki mikið. Hafdís Helgadóttir var stigahæst hjá Stúdínum með 19 stig og Krist- ín Sigurðardóttir gerði 12 stig. Penni Peppas gerði 31 stig fyrir Blika, Hanna Kjartansdóttir 23 og Olga Færseth 16. BOCCIA Vel heppnað íslandsmót Morgunblaðið/Stefán Þór Elvar Thorarensen frá íþróttafélaginu Akri, sigurvegari I 1. delld. KNATTSPYRNA Erfittad stofna deild Bandaríkjamenn virðast ætla að draga enn á langinn að koma á fót atvinnumannadeild i knatt- spyrnu. Alan Rothenberg, formaður Knattspyrnusambands, segir meiri líkur á að deildin hefjist árið 1996 en næsta vor eins og lofað hafði verið. „Því nær sem dregur verður við að taka ákvörðum um hvort við ætlum að hefja deildina með vorinu eða ekki fyrr en vorið 1996,“ segir Rothenberg sem ræddi við forráða- menn Alþjóða knattspyrnusam- bandsins í vikunni. „Við ræddum um ijölda liða, staðsetningu þeirra og hvenær við gætum hugsanlega byijað. Það er allt að verða klárt og ég vil ekki vera með neinar get- gátur en þegar allt verður orðið eins og ég vil hafa það þá getum við byijað, ekki fyrr,“ sagði Rothen- berg. Hann var í forsvari fyrir því að fá heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu til Bandaríkjanna og ein af ástæðum þess að keppnin var í Bandaríkjunum var að þar yrði komið á atvinnumannadeild. Sjö lið voru stofnuð í júní og lofað að önn- ur fimm yrðu komin á legg í apríl 1995. Ekkert bólar enn á þeim og orðrómur hefur verið uppi um að hæpið sé að takist að stofna deild- ina vegna erfiðleika við að fjár- magna liðin. FYRSTA íslandsmótið íboccia var haldið í íþróttahöllinni á Akureyri um síðustu helgi en fram til þessa hefur keppni í boccia verið liður í íslandsmóti fatlaðra. Vegna mikillar þátt- töku var ákveðið að taka þessa keppnisgrein út úr og voru alls 174 keppendur skráðir til leiks á Akureyri. Keppt var í 1.-4. deild og að auki í opnum flokki og rennu- flokki, sem er flokkur fyrir kepp- endur í hjólastól. Stefán Þór Mótið fór ákaflega Sæmundsson vel fram og skipu- skrifarfrá lagning öll til fyr- Akureyrí irmyndar. íþróttafé- lagpð Akur hélt mótið í tilefni af 25 ára afmæli sinu og Lionsklúb- burinn Hængur sá um framkvæmd- ina. Boccia er boltaíþrótt sem hentar fötluðum mjög vel. Tveir keppa í einu og notar annar keppandinn rauða bolta og hinn bláa. Markmið- ið er að koma sínum boltum sem næst hvíta boltanum sem fyrst er hent út á gólfið. Sex lotur eru í hveijum leik. Kasttækni margra keppenda var með hreinum ólíkind- um. Leikgleðin og keppnisskapið tóku oft á sig skemmtilegar myndir og virtust þátttakendur samtaka um að gera þessa heigi ógleyman- lega. Sigurvegari í 1. deild varð Elvar Thorarensen frá íþróttafélaginu Akri. Hann hefur áður orðið ís- landsmeistari í boccia en í fyrra varð bróðir Elvars, Stefán Thorar- ensen, hlutskarpastur. Þeir bræður eru fjölhæfir íþróttamenn og t.a.m. margfaldir meistarar í borðtennis. Elvar var að vonum ánægður með sigurinn. Hann sagðist hafa byijað að spila boccia 1976 þegar hann gekk í Akur, en hins vegar hefur hann ekkert æft síðustu árin og því kom sigurinn honum nokkuð á óvart. „Ég keppi samt alltaf í boccia þótt ég æfi ekki og get verið ánægð- ur með árangurinn á síðustu árum. íslandsmeistaratitlarnir eru nokkrir og nú hirti ég hann af Stefáni bróð- ur, en bikarinn er þá enn í fjölskyld- unni,“ sagði Elvar. Stefán kvaðst hafa verið óhepp- inn að komast ekki lengra að þessu sinni en hann sagði það bót í máli að Elvar skyldi hafa unnið. Bræð- umir voru sammála um að það væri af hinu góða að halda íslands- mót í boccia sérstaklega því þeir hefðu iðulega keppt í mörgum greinum á íslandsmóti fatlaðra og stundum hefðu greinar rekist á, sem kostaði bið eða tilfæringar. íris Gunnarsdóttir, Snerpu, sigr- aði í 2. deild, Áskell Traustason, Eik, í 3. deild og Arnfríður Stefáns- dóttir, Akri, í 4. deild. Þá sigraði Sveinn Steinþórsson, Grósku, í opn- um flokki og Hildur Haraldsdóttir, ÍFR, í rennuflokki. Mótinu lauk með verðlaunaaf- hendingu og veislu í íþróttahöllinni kl. 17 á sunnudaginn. Öll fram- kvæmd gekk vel og sagði Ámi V. Friðriksson, Hængsmaður, að keppt hefði verið eftir tímatöflu og allt gengið eins og best verður á kosið. ■ Úrslít / B10

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (01.11.1994)
https://timarit.is/issue/126827

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (01.11.1994)

Aðgerðir: