Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 KARATE/NORÐU RLAN D AMOT MORGUNBLAÐIÐ Halldór SLYS í karate eru nokkuð tíð á stórmótum. Á Norðurlandamótinu í Laugardalshöll handleggsbrotnaði Norðmaðurinn Jöm Öve Harisen og annar rotaðist í fyrstu glímu sinni. Af þessum sökum gátu Norðmenn ekki stillt upp nema þremur mönnum af fimm í sveitakeppninni gegn íslendingum. Það kom þó ekki að sök því þeir unnu allar viðureignimar, 3:2, og tryggðu sér brons- verðlaunin. Halldór Svavarsson handarbrotnaði í fyrstu glímu sinni en náði þó alla leið í úrslit og Helgi Jóhannesson varð að gefa glímu sína um þriðja sætið í -80 kg flokki vegna meiðsla á fingri. Algengt var að kepp- endur fengju blóðnasir og eins spmngna vör eftir högg frá mótherja sínum í keppni í kumite. Fjórir í lyfjapróf FJÓRIR keppendur á Norðurlandamótinu vom teknir í lyfjapróf af lyfjanefnd ÍSÍ. Þar á meðal var einn íslendingur, Gunnar Júlíus- son, sem tapaði naumlega glímu um þriðja sætið fyrir Finnanum Jussi Keskinen í -80 kg flokki. Kynnirinn setti út á dómarann KARL Gauti Hjaltason, formaður Karate- sambands íslands, var kynnir mótsins. Hann var oft með furðurlegar athugasemdir í hátalarakerfið. Þegar Halldór Svavarsson var að glíma til úrslita hvatti hann áhorfend- ur til að styðja við bakið á Halldóri og var það í sjálfum sér í lagi, en þegar hann var farinn að gera athugasemdir við dómgæsl- una fór hann langt út fyrir sitt verksvið. Wallevik hættir með landsliðið ÓLAFUR Wallevik, landsliðsþjálfari íslands, stjómaði íslenska landsliðinu í síðasta sinn, í bili að minnsta kosti, á Norðurlandamótinu um helgina. Karl Gauti Hjaltason, formaður KAÍ, sagði að nú færi sambandið í það að finna nýjan landsliðsþjálfara. silfrið Ásmundur ísak Jónsson og Karl Viggó Vigfússon unnu bronsverðlaun ÍSLENDINGAR unnu ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á Norðurlandamótinu sem fram fór í Laugardalhöll á laugardag- inn. Halldór Svavarsson varð annar í-65 kg flokki í kumite karla, Ásmundur ísak Jónsson varð þriðji í kata karia og Karl Viggó Vigfússon varð þriðji í -70 kg flokki i kumite karla. Svíar voru sigursælastir á mótinu, unnu sex gullverðlaun, ein silfurverðlaun og fern bronsverðlaun. Olafur Wallevik, landsliðsþjálf- ari, sagðist vera nokkuð ánægður með frammistöðu ís- lenska liðsins. „Við voru mjög ná- ■■■■■■ lægt því að komast ValurB. á verðlaunapall í Jónatansson sveitakeppninni, skrifar unnum Finna sem síðan urðu meistarar. Þetta var fyrsti sigur íslands í liðakeppni og það hlýtur að teljast gott. Halldór var meiddur á hendi þegar hann fór í úrslitaglímuna við heims- meistarann Rönnig og ég held að það hafi háð honum og eins bar hann of mikla virðingu fyrir heims- meistaranum." „Ég var einnig mjög ánægður með Asmund og Kristján Guðjóns- son í kata karla. Kristján er aðeins 15 ára og á framtíðina fyrir sér. Ég get ekki annað en verið sáttur því við höfum keppt á Norðurlanda- móti sem við höfum unnið aðeins tvær glímur á öllu mótinu. Nú erum við með í þessu öllu og breiddin er orðin meiri en áður. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Noregur og Svíþjóð eru meðal tíu bestu þjóða heims og Finnar hafa verið að koma mjög sterkir og voru í öðru sæti í sveitakeppni á síðasta Evrópumóti," sagði Ólafur. Handarbrotinn í úrslft Það var mikil spenna fyrir úr- slitaviðureignina í -65 kg flokki þar sem ísland átti möguleika á gull- verðlaununum. Halldór keppti við norska heimsmeistarann Stein Rönnig og byrjaði vel og náði að skora, en síðan tók Norðmaðurinn við sér og skoraði fímm stig í röð. Halldór náði að minnka muninn í 5:2 en Rönning átti síðasta orðið og sigraði 6:2. Þess má geta að Halldór meiddist í glímu fyrr um Aðeins það besta ffyrir fótboltamenn handboltamenn körfuboltamenn SÆVAR KARL Bankastræti 9. s. 13470. daginn — handarbrotnaði. Hann gat því lítið beitt sér með vinstri hendi. Þetta var í þriðja sinn sem Norð- urlandamótið er haldið á íslandi og þótti mótið takast vel. Árangur íslendinga verður að teljast þolan- legur en þeir voru klaufar að vinna ekki Norðmenn í sveitakeppninni. Tækifærið var svo sannarlega fyrir hendi því aðeins þrír Norðmenn mættu gegn fimm Islendingum og þurfti ísland því að eins að vinna eina glímu til að komast í verð- launasæti, en það tókst ekki. Urslit / B10 Verðlauna- skiptingin Gull silfur brons Svíþjóð....6 1 4 Finnland......4 6 5 Noregur....3 6 2 Island........0 1 2 Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Barist um gullið HALLDÓR Svavarsson barðlst við norska heimsmeist- arann Steln Rðnning um gullverðlaunin í -65 kg flokki f kumlte ó Norðurlandamótinu í Laugardalshöll um helglna. Þrátt fyrlr góða tllburðl Halldórs tapaði hann vlðureignlnnl 2:6. HESTAR / 45. ARSÞING L.H. Lyfjareglumar runnu í gegn NÝJAR reglur gegn lyfjamisnotkun voru samþykktar á 45. ársþingi Landsambands hestamannafélaga sem haldið var á Hvols- velli um helgina. Litlar breytingar voru gerðar á tillögunni í meðförum þingsins en hinsvegar virðist ekki Ijóst hvernig fjár- magna eigi þau lyfjapróf sem framkvæmd verða á næsta ári. Tillaga um sérstakan skatt á hvem félagsmann innan L.H. til fjármögnunar á þessum prófum var felld en hinsvegar kom fram tillaga á þinginu um að með öllum tillögum sem fram verða bomar á þingum skuli gerð grein fyrir hvemig afla eigi fjár hafí samþykkt tillögu einhver aukin útgjöld í för með sér. Þessi tillaga fékkst ekki afgreidd þar sem hún kom fram á þinginu en ekki innan þeirra tímamarka sem gildi um flutning tillagna á þingum. Oft hefur þótt vanta við afgreiðslu mála á ársþingum að gert sé ráð fyrir útgjöldum af ýmiskonar tillögu- flutningi. Mest var umræðan um stóðhesta í gæðinga- keppnum en þar var um að ræða tvær tillögur frá stjóm samtakanna. Onnur almennt um þátttöku stóðhestanna en hin hvort banna eigi stóðhestum og öðmm hrossum í eigu hrossaræktarsambanda og ræktunarbúa þátttöku. Tillagan um bann stóð- hesta i gæðingakeppni var kolfelld en síðarnefnda tillagan var felld með minni mun. Hinsvegar var Valdimar Kristinsson skrifar samþykkt tillaga um að þátttaka hrossaræktar- sambanda verði tekin til gagngerrar skoðunar fram að næsta þingi og væntanlega lögð fram tillaga þar um. Skoðanir voru mjög skiptar um það hvort hrossaræktarsambönd skuli hafa aðgang að gæð- ingakeppnum. Breytingar á úrslitum gæðingakeppninnar náðu ekki fram en hinsvegar var samþykkt heildarend- urskoðun á gæðingakeppninni þannig að hún verð- ur óbreytt um sinn. Skyldunotkun á hökubandi til festingar reiðhjálma var samþykkt og jafnframt að keppandi sé dæmdur úr leik missi hann reið- hjálminn af höfðinu. Þingið fagnaði setningu vegalaga þar sem greina mætti aukinn skilning Alþingis á gildi reið- vega og viðhorfsbreytinga tii fjármögnunar þeirra. Samþykkt voru tilmæli um að Búnaðarfélagið og Hrossaræktarnefnd skoði hvort ástæða sé til að setja takmörk á hversu oft hross megi koma fram í sýningum á Iands- og fjórðungsmótum. Kosningar þingsins voru nánast það sem kallað er rússneskar. Formaðurinn Guðmundur Jónsson var endurkjörinn og engar breytingar á stjórninni aðrar en þær að Kolbrún Kristjánsdóttir tekur sæti Stefáns Erlingssonar í varastjóm. Aðrir í aðalstjóm eru Sigbjöm Bjömsson, Sigfús Guð- mundsson, Jón Bergsson, Kristmundur Halldórs- son, Halldór Gunnarsson og Guðbrandur Kjartans- son. I varastjórn eiga sæti Marteinn Valdimars- son, Ágúst Oddsson, Sigurgeir Bárðarson og Krist- ján Auðunsson. náoií

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B - Íþróttir (01.11.1994)
https://timarit.is/issue/126827

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B - Íþróttir (01.11.1994)

Aðgerðir: