Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
KORFUKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Leikur sem á að
spila med höfðinu
- sagði Axel Nikulásson þjálfari KR eftirgóðan sigurá Haukum
„ÉG er mjög ánægður að fara
héðan með tvö stig. Þetta er
gríðarlega erfiður völlur heim
að sækja, en við spiluðum
ágætlega. Við lögðum upp með
það að spila alltaf agað, fara
aldrei út í neina vitleysu og það
gekk upp enda er þetta leikur
sem á að spila með höfðinu,"
sagði Axel Nikulásson þjálfari
KR eftir að lið hans sigraði
Hauka 103:86.
KR-ingar höfðu yfírhöndina frá
byrjun til enda og Haukar
komust aldrei nær þeim en sem nam
tveimur stigum.
Stefán Leikurinn var engu
Eiriksson að síður skemmti-
skrifar legur og jafnvel
spennandi þar til
síðustu fímm mínútumar. KR-ingar
náðu mest sextán stiga forskoti í
fyrri hálfleik en einbeitingarleysi
þeirra hleypti Haukum aftur inn í
leikinn. KR-ingar héldu þó haus
síðustu mínútur hálfleiksins og
höfðu sex stiga forskot í hálfleik,
42:48.
Munurinn í síðari hálfleik var
lengst af fímm til tíu stig, og í
hvert sinn sem Haukar gerðu sig
líklega til að rífa upp baráttuna
slökktu skyttur KR-inga neistann.
Þetta gerðist hvað eftir annað og
þegar fimm mínútur voru eftir gáf-
ust heimamenn upp og hættu að
berjast.
Falur Harðarsson átti ágætan
leik með KR sem og Ingvar Ormars-
son og Ólafur Jón Ormsson, sem
íÞftím
FOLK
■ KONRÁÐ Óskarsson lék 300.
leik sinn fyrir Þór gegn Keflavík
á sunnudag og fékk blómvönd að
því tilefni fyrir leikinn frá Þór.
Hann þakkaði fyrir blómin með því
að vera stigahæstur í liði Þórs,
gerði 26 stig.
■ JONATHAN Bow lék ekki með
Valsmönnum gegn íslandsmeist-
urum Njarðvík á sunnudaginn
vegna meiðsla. Njarðvík sigraði
örugglega og hefur ekki tapað leik
á heimavelli í vetur.
■ BRAGI Magnússon var stiga-
hæstur Valsmanna með 36 stig.
Hann skoraði 11 fyrstu stigin fyrir
Val.
■ JOHN Rhodes sýndi grófan
leik, þegar hann gaf Hjörleifi
Skarphéðinssyni, leikmanni Snæ-
fells, olnbogaskot í andlitið, þannig
að Hjörleifur gat ekki leikið meira
með. Dómarar leiksins sáu ekki
brotið, en þeir dæmdu tæknivíti á
leikmenn Snæfells, þegar þeir mót-
mæltu að ekki hafí verið dæmt á
Rhodes. <
■ LÁRUS Dagur Pálsson, leik-
maður Vals, var rekinn út úr húsi
í leiknum gegn Njarðvík á sunnu-
daginn. Ástæðan var sú að hann
hljóp viljandi niður dómara. Hann
tekur út leikbann gegn ÍR 13. nóv-
ember.
■ FRIÐRIK Stefánsson körfu-
knattleiksmaðurinn hávaxnj úr KR,
hefur skipt yfír í KFÍ á ísafirði.
Hrafn Kristjánsson, KR-ingur,
hefur einnig ákveðið að fara til Isa-
fjarðar og leika með KFI.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Reneard Burns, lelkmaður Keflvíkinga, sést hér verja skot frá
Þórsaranum Elvari Þór DavlAssynl á Akureyri.
virðist vera með stáltaugar. Þeir
félagarnir gerðu bróðurpartinn af
stigum KR-inga í leiknum. Banda-
ríkjamaðurinn Donavan Casanave
gerði ekki stig í leiknum en var
duglegur við fráköstin í vörninni.
Hjá Haukum var Sigfús Gizurarson
bestur, barðist feikivel í vöm og
sókn en gekk illa að drífa félaga
sína með sér.
Keflavík hafði betur á Akureyri
Þórsarar unnu Keflavík 108:112
á Akureyri á sunnudagskvöld.
Leikurinn var jafn framan af fyrri
hálfleik en um miðj-
an hálfleikinn kom
FráReyn, góður iejkkafli hjá
áAkuæyri Keflvíkingum þar
sem þeir náðu góðu
forskoti. Er gengið var til leikhlés
var staðan 44:51.
Keflavíkingar komu ákveðnir í
síðari hálfleik og juku forskotið
jafnt og þétt. Mestur varð munurinn
18 stig þegar 5 mínútur lifðu af
leiknum. Þá fór Davíð Grissom, sem
átti mjög góðan leik, af velli með
fimm villur. Við það riðlaðist leikur
Keflvíkinga og Þórsarar gengu á
lagið og minnkuðu muninn jafnt og
þétt. Þeim tókst þó ekki að vinna
hann upp að fullu og önduðu Kefl-
víkingar eflaust-léttar er leikurinn
var flautaður af.
Hjá Þórsurum áttu þeir Konráð,
Kristinn og Sandy ágætan leik, en
vörn þeirra bar þess greinileg merki
í síðari hálfleik að Sandy og Konráð
voru komnir með fjórar villur og
gátu því lítið beitt sér. Bestur Kefl-
víkinga í leiknum var Davíð Gris-
som og einnig átti Bumes ágætan
leik.
Grindvíkingar gerði
15 þriggja stiga körfur
Grindvíkingar léku við hvern
sinn fingur er þeir mættu
áhugalitlum Skagamönnum í leik
liðanna á Akranesi
Gunnlaugur á sunnudaginn.
Jónsson Lokatölur urðu
skrifarfrá 81:98 fyrir Grinda-
Akranesi 'o.
Strax á upphafsmínútunum var
ljóst í hvað stefndi. Gestimir röðuðu
niður þriggja stiga körfum og fór
Guðjón Skúlason þar fremstur í
flokki. Grindvíkingar náðu mest 25
stiga mun í fyrri hálfleik og staðan
í leikhlé, 35:51.
í byrjun síðari hálfleiks héldu
gestimir uppteknum hætti, en
skiptu síðan byijunarliðinu útaf og
létu varamennina um að ljúka leikn-
um. Við það jafnaðist leikurinn og
Skagamenn náðu aðeins að klóra í
bakkann en sigur Grindvíkinga var
aldrei í hættu.
Guðjón Skúlason átti frábæran
leik í liði Grindvíkinga og Helgi
Guðfinnsson var heitur í seinni hálf-
leik. Sex leikmenn liðsins gerðu
samtals 15 þriggja stiga körfur og
segir það meira en mörg orð.
Heimamenn vilja sjálfsagt gleyma
þessum leik sem fyrst. Alla
stemmningu vantaði í liðið, en
Brynjar Karl var skástur.
María
Guðnadóttir
skrifar
ÍR-ingar í basli með Snæfell
Það voru sigurvissir ÍR-ingar
sem mættu til leiks í Stykkis-
hólmi, eftir góðan sigur gegn ís-
landsmeisturum
Njarðvíkur í sl. viku.
Greinilegt var að
ÍR-ingar töldu leik-
menn Snæfells auð-
velda bráð, en annað kom á dag-
inn. Snæfellingar byijuðu leikinn
með miklum krafti og höfðu for-
ustuna nær allan fyrri hálfleikinn,
en stuttu fyrir leikhlé skoruðu ÍR-
ingar sex stig í röð og komust yfir,
43:48.
Fyrstu mín. seinni hálfleiksins
voru skelfilegar hjá leikmönnum
Snæfells og ÍR-ingar röðuðu knett-
inum í körfuna, settu alls þrettán
stig á tæpum fjórum mín. Eftir það
róaðist leikurinn nokkuð og IR-ing-
ar komnir með vænlega stöðu —
sendu varamenn sína inn á, en þeir
stóðu ekki undir væntingum og
Hólmarar söxuðu mjög á forskot
ÍR-liðsins á lokamín., skoruðu 17
stig gegn tveimur og var munurinn
ellefu stig þegar flautað var til
leiksloka.
Herbert Arnarson var sterkur hjá
ÍR og þá átti Eiríkur Önundarson
mjög góðan leik. í liði Snæfells var
Ray Hardin mjög góður, sérstak-
lega í fyrri hálfleik og Karl Jónsson
átti sinn besta leik í vetur. Þá sýndu
ungu leikmennirnir góða baráttu
og gáfust ekki upp þó að móti hafi
blásið.
Skallagrímur hafðl betur
Skallagrímur gerði góða fer til
Sauðárkróks með því að sigra
Tindastól 64:73. Leikurinn var ekki
góður og mikið um
Bjöm mistök á báða bóga.
Björnsson Leikurinn var lengst
skrifarfrá af jafn 0g Spenn-
Sauðarkroki andj_ staðan j hálf.
leik var 30:36.
Skallagrímsmenn gáfu tóninn
með því að gera fyrstu stigin í Ipikn-
um. En síðan skiptust liðin á um
að skora. Um miðjan hálfleikinn
meiddist Ari Gunnarsson, leikmað-
ur Skallagríms og þá náði Tinda-
stóll góðri skorpu og komst yfir.
Þegar fjórar mínútur voru eftir af
hálfleiknum jöfnuðu gestirnir og
gerðu síðan fjórar síðustu körfurnar
í hálfleiknum.
Seinni hálfleikur var betri hjá
báðum liðum. Skallagrímsmenn
juku forskotið, en John Torrey hélt
heimamönnum inní leiknum. Þegar
fjórar mínútur voru til leiksloka
minnkaði Torrey muninn í tvö stig,
en þá sagði Skallagrímur hingað
og ekki lengra — seig framúr og
sigraði með níu stiga mun.
Alexander Ermolinsky var bestur
í liðið Skallagríms og Tómas Holton
var sterkur í seinni hálfleik. Hjá
Tindastóli var Torrey bestur. Hinrik
og Sigurvin áttu einnig góðan leik,
en Ómar Sigmarsson fann sig ekki
og munar um minna.
Valsmenn auðveld bráð
Njarðvíkingar áttu ekki í neinum
erfiðleikum með slaka Vals-
menn þegar liðin mættust í Njarð-
vík á sunnudags-
Björn kvöldið. Leikurinn
Blöndal var ekki skemmti-
skrifarfrá legur á að horfa en
Njarðvík hann var nánast ein-
stefna hjá Njarðvíkingum sem þar
unnu einn sinn auðveldasta sigur í
vetur. Lokatölur urðu 102:65 eftir
að staðan í hálfleik hafði verið
48:31.
Það var aðeins á upphafsmínút-
unum sem Valsmenn náðu að halda
í við íslandsmeistarana en síðan
skildu leiðir. í hálfleik var munurinn
orðin 17 stig og í síðari hálfleik dró
enn í sundur því í leikslok skildu
37 stig á milli.
„Mér fannst þetta slakur leikur
hjá Njarðvík, hjá okkur og ég tala
nú ekki um dómarana. Það vantaði
allan -áhuga hjá mínum mönnum
að þessu sinni og það hafði líka
sitt að segja að Jonathan Bow gat
ekki leikið vegna meiðsla, “ sagði
Ingvar Jónsson þjálfari Valsmanna
eftir leikinn.
Góð frammistaða Kristins Ein-
arssonar var það sem koma einna
mest á óvart hjá Njarðvíkingum en
hann setti 23 stig og var stigahæst-
ur. í liði Vals var framistaða Braga
Magnússonar einnig athyglisverð
en hann setti 35 stig í leiknum.
■ Staðan / B10
Erna Sigmundsdóttír, níu ára gömul
því að sigra í æflngum á jafnvægislá
í stökkl en Nína Björg Magnúsdóttir
Systui
EISTLENDINGURINN Ruslan Outchir
Haustmótinu ífimleikum sem haldið \
dag. Ruslan sem keppir fyrir Gerplu s
sex sem keppt er á í karlaflokki.
Rusland fékk flestu stigin á svifrá,
hringjum, tvíslá og á bogahesti
en Rusland hafði sérstaklega mikla
■(■■■I yfirburði á bogahestin-
Frosti um sem er hans sterk-
Eiðsson asta grein ásamt tvísl-
skrifar ánni. Jón Trausti Sæ-
mundsson úr Gerplu
sigraði í gólfæfingum og kom sigur
hans á óvart. „Ég stóð tvöfaldalt helj-
arstökk og kom með kraftstökk sem
er D-móment og náði að standa það
líka. Ég hef ekki verið svona öruggur
á gólfinu hingað til,“ sagði Jón Trausti
Ruslan i
gert mil
„RUSLAN á að geta gert mikið
betur. Hann meiddist á móti fyrir
mánuði í stökki af hesti. Hann er
óðum að ná sér en gat ekki æft
sérstaklega fyrir mótið,“ sagði Jan
Cerven, þjálfari Ruslans Ovt-
sinnikov, sautján ára pilts sem
æfir fimleika lyá Gerplu.
Jan Cerven kom til Gerplu í
haust ásamt Ruslan og segist
kunna vel við sig hjá félaginu.
Ruslan er í þeirri sérkennilegu
BLAK
HK lagði I
Það var mikil barátta í leikjum helg-
arinnar og það þurfti fimm hrinur
til að gera út um viðureignir HK og
Þróttar R. á 116. mínútum, og Stjörn-
■■■■■■ unnarogKA á 130 mín-
GuðmundurH. útum. Það var kafla-
Þorsteinsson skipt í Digranesi á laug-
ardaginn. Þróttarar
byijuðu mun betur og yfirspiluðu HK-
inga framan af og unnu fyrstu tvær
hrinurnar afar sannfærandi. Sterkar
uppgjafir og góð móttaka voru aðals-
merki liðsins en að sama skapi gekk
HK-ingum illa með móttökuna og sókn-
irnar voru eftir því.Zhao Shanwen hinn
kínverski þjálfari HK las sínum mönn-