Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER1994 B 5
hindrun
fyrir
„stóru“
nöfnin
- hefur lagt Real
Madrid og
Barcelona að velli
Real Zaragoza, sem þegar
hefur unnið Barcelona og
gert jaftefli við Deportivo La
Coruna, sigraði Real Madrid
3:2 í spænsku deildarkeppn-
inni á laugardaginn. Zaragoza
og La Coruna eru efst og jöfn
með 14 stig.
Zaragoza hafði yfirhöndina
í fyrri hálfleik gegn Real
Madrid og komst í 2:0 með
mörkum Argentínumannsins
Juan Esnaider. Real Madrid
náði að jafna 2:2 og voru Ivan
Zamorano og Jose Amavisca
þar að verki. Það var síðan
Gustavo Poyet sem gerði sig-
urmark heimamanna fjórum
minútum fyrir leikslok.
La Coruna náði forystunni
gegn Tenerife er Adolfo Ald-
ana skallaði í netið eftir fyrir-
gjöf frá Javier Villarroya á 32.
mínútu. Juan Pizzi jafnaði síð-
an þegar ein mínútu var liðin
af síðari hálfleik.
Meistaramir í Barcelona
gerðu einnig jafntefli um helg-
ina er þeir sóttu Real Sociedad
heim. Brasilíumaðurinn Rom-
ario kom meisturunum yfir á
34. mínútu en Bosníumaðurinn
Meho Kodro jafnaði þegar 11
mínútu voru til leiksloka.
Johan Cmyff, þjálfari Barc-
elona, sem mætir Manchester
United í Evrópukeppninni á
miðvikudag, hvíldi Hollending-
inn Ronald Koeman í leiknum
og lét Miguel Nadal leika í
hans stað.
Möller hetja Dortmund
ANDY Möller skoraði sitt átt-
unda mark á keppnistimabilinu,
þegar hann tryggði Dortmund
sigur, 1:0, yfir Dynamo Dresd-
en. Möller skoraði markið á 34.
mín. eftir sendingu frá sviss-
neska landsliðsmanninum Step-
hane Chapuisat — knötturinn
hafnaði efst í markhorninu.
Möller og Brasilíumaðurinn
Julio Cesar, sem voru keyptir
frá Juventus fyrir keppnistíma-
bilið, hafa sett sinn svip á leik
Dortmund-liðsins, sem er í efsta
sæti í Þýskalandi. Dortmund
borgaði 462 millj. ísl. kr. fyrir
þá félaga.
Gengi Bayem Miinchen hefur
Andy Möller
ekki verið eins gott, þó svo að
liðið hafi tryggt sér þrjá lands-
liðsmenn fyrir keppnistímabilið
— Frakkann Jean-Pierre Papin
(AC Milan), Svisslendinginn Ala-
in Sutte (Niirnberg) og mark-
vörðinn Oliver Kahn (Karlsruhe).
Bayern varð að sætta sig við jafn-
tefli, 2:2, gegn Stuttgart, sem
skoraði tvö fyrstu mörkin — Ger-
hard Poschner og Marc Kienle.
Alexander Zickler minnkaði
muninn fyrir Bayern og Lothar
Matthaus jafnaði með skalla átta
mín. fyrir leikslok.
Rússinn Vladimir Beschast-
nykh skoraði bæði mörk Werder
Bremen, 2:0, gegn Frankfurt.
JÚRGEN Klinsmann sést hér í baráttu viö Martin Allen. Klinsmann náði að koma Tottenham á
bragðlð í sigurleik, 3:1. Hann skoraði sitt fyrsta mark í síðustu flmm lelkjum.
Sutton stöðvaði Forest
FIMM milljón punda leikmaðurinn Chris Sutton stöðvaði sigur-
göngu Nottingham Forest, þegar hann skoraði bæði mörk, 0:2,
Biackburn á City Ground í Nottingham. Þar með tapaði bæði
Forest og Newcastle sínum fyrsta leik sama dag, þar sem
Newcastle mátti þola tap, 0:2, gegn Manchester United á Old
Trafford.
Robbie Fowler, táningurinn hjá
Liverpool, skoraði tvisvar
þegar Mersey-liðið lagði Ipswich,
3:1. Fowler skoraði mörkin á fjög-
urra mín. kafla í seinni hálfleik,
en áður hafði John Bames skorað
fyrsta mark liðsins. Uruguay-mað-
urinn Adrian Paz skoraði mark
Ipswich.
Ossie Ardiles, framkvæmdastjóri
Tottenham, gat andað léttar, eftir
að lið hans vann sinn fyrsta sigur
í sex leikjum — 3:1 gegn West Ham
á White Hart Lane.
Þýski landsliðsmaðurinn Júrgen
Klinsmann skoraði mark — hans
fyrsta í síðustu fímm leikjum Lund-
únarliðsins, og náði forastu á 19
mín. Matthew Rush jafnaði fyrir
West Ham þremur mín. fyrir leik-
hlé, en Teddy Sheringham og Nick
Barmby sáu síðan um sigur Totten-
ham. „Síðasta vika er sennilega sú
versta sem ég hef upplifað á knatt-
spyrnuferli mínum — fyrst tap, 2:5,
gegn Manchester City og síðan
vorum við slegnir út úr deildarbik-
arkeppninni, 0:3, af Notts County,“
sagði Ardiles.
Everton skoraði sitt fyrsta mark
í úrvalsdeildinni, eftir 400 marka-
lausar mín. — David Unsworth
skoraði gegn Arsenal úr auka-
spyrnu, en sænski landsliðsmaður-
inn Stefan Schwarz jafnaði tíu
mín. síðar — hans fyrsta deildar-
mark fyrir Arsenal.
Mike Walker, framkvæmdastjóri
Everton, hefur ekki átt sjö dagana
sæla — lið hans er það eina sem
hefur ekki unnið leik í úrvalsdeild-
inni. „Við höfum leikið vel að und-
anförnu, en farið illa með mark-
tækifæri þannig að við höfum ekki
getað fagnað sigrum," sagði Wal-
ker. Tíminn er að renna frá Walker
og er talið að hann verði látinn
fara fljótlega frá Goodison Park.
Dion Dublin, fyrrum leikmaður
Manchester United, tryggði
Coventry sigur, 1:0, yfir Manchest-
er City. Hann skoraði sitt áttunda
mark í ellefu leikjum.
Rod Wallace skoraði tvö mörk,
3:1, fyrir Leeds gegn sínum fyrri
félögum hjá Southampton, sem
hafa tapað fjórum leikjum í röð.
Wallace skoraði mörkin sín á síð-
ustu sjö mín. leiksins. Áður hafði
Neil Maddison skorað fyrir Sout-
hampton og einnig fyrir Leeds —
sjálfsmark.
OSSIE Ardiles, í dökka búnlngnum, var afar glaður á varamanna-
bekk Tottenham — fagnar þriðja marki liðsins gegn West Ham
ásamt aðstoðar- og varamönnum.
Enn tapar AC Milan
Parma heldurtoppsætinu á Italíu
Roberto Baggio tryggði Juventus
sigur, 1:0, yfir Evrópumeist-
urum AC Milan, sem hefur gengið
afleitlega að undanförnu — eru í
elleftu sæti á Ítalíu. Þetta var sjö-
unda tap AC Milan í sextán leikjum.
Hinn smávaxni Baggio skoraði sig-
urmarkið með skalla. Juventus, sem
varð síðast meistari 1986, vann sinn
fyrsta sigur á AC Milan í meira en
fjögur ár. „Við urðum að gjalda
þess að leika án einbeitingar,“ sagði
Fabio Capello, þjálfari AC Milan.
Parma lagði Roma að velli, 1:0,
með marki Gianfranco Zola tveimur
mín. fyrir leikslok og er félagið í
efsta sæti með 19 stig á Italíu.
Juventus og Lazíó, sem hefur að-
eins einu sinni orðið ítalskur meist-
ari, 1974, era með sautján stig og
síðan kemur Roma, sem tapaði sín-
um fyrsta leik í vetur, með fimmtán
stig. Liðið lék gegn Parma án átta
lykilmanna sem voru meiddir eða í
banni og þá fór markahrókurinn
Abel Balbo meiddur af leikvelli eft-
ir aðeins tíu mín.
ÍÞtíBkWR
FOLK
■ ANDY Cole, miðhetji New-
castle, verður frá keppni í fjórar
til fimm vikur vegna meiðsla á
sköflungi. Cole, sem hefur skorað
fjórtán mörk í vetur, hefur lítið
getað æft að undanförnu. New-
castle hefur sterkan leikmann til
að taka stöðu Cole — Paul Kitson,
sem Kevin Keegan keypti á 2,2
millj. pund frá Derby.
■ ÞÓ svo að Tottenham hafði
lagt West Ham að velli, er sæti
Ossie Ardiles sem framkvæmda-
stjóri ekki öruggt. Undir hans stjórn
hefur Tottenham aðeins unnið 20
af 65 leikjum — sigurinn var aðeins
sá sjötti á heimavelli á sautján
mánuðum undir stjórn Ardiles. Það
verður ljóst eftir stjórnarfund hjá
Tottenham í dag, hver framtíð
Ardiles verður.
■ MARK Hateley skoraði tvö
mörk fyrir Glasgow Rangers og
Brian Laudrup eitt, þegar Ran-
gers lagði Celtic 3:1 í skosku úr-
valsdeildinni.
■ FYRIR leikinn var Brian
Laudrup útnefndur leikmaður okt-
óbermánaðar í Skotlandi.
■ KENNET Andersson, lands-
liðsmaður Svia, skoraði þijú mörk
í Frakklandi, þegar Caen vann
óvæntan stórsigur, 5:1, yfir Ren-
nes.
■ PSV Eindhoven burstaði Gron-
ingen í hollensku deildarkeppninni
og gaf þannig þjálfaranum Aad de
Moss langt nef, en hann var rekinn
fyrir helgina. Kees Ryvers tók við
liðinu og má segja að hann hafi
fengið óskabyrjun. Brasilíumaður-
inn Ronaldo gerði eitt marka liðs-
ins og lagði upp annað.
■ FEYENOORD gerði einnig
fimm mörk gegn Volendam á
sunnudaginn í 5:2 sigri og fékk þar
góða upphitun fyrir Evrópuleikinn
gegn Werder Bremen í kvöld.
Feyenoord komst í 4:0 eftir aðeins
47 mínútur. Öllum öðrum leikjum
sem áttu að vera á sunnudaginn
var frestað vegna mikillar rigninar.
■ CLAUDIO Caniggia, landslið-
smiðheiji Argentínu, skoraði tvö
mörk þegar Benfiea vann Guim-
araes, 3:1.
■ MICHAEL Preud’homme,
markvörður Benfica, varði víta-
spyrnu í leiknum.
■ PÓL VERJINN Andrzej
Juskowiak og Nígeríumaðurinn
Emmanuel Amunike skoruðu
mörk Sporting Lissabon, sem er
eina taplausa liðið í Portúgal.
Sporting vann Beira Mar, 2:0.
■ SEVILLA sigraði Sporting Gi-
jon 5:1 í spænsku 1. deildinni og
náði þar með að tvöfalda markatölu
sína í deildinni. Sevilla hafði aðeins
náð að gera þijú mörk fyrir leikinn
á sunnudaginn.
Adeins þad besta
fyrir
íþróltamenn
markmenn
veíftimenn
Bankastræti 9, s. 13470.