Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Karla- og kvennalands-
liðin og landslið karla
U-16leggja uppívíking
Landsleikur karlalandsliðsins
Kúveit 29. október
Landsleikur
karlalands-
liðsins U-16,
31. okt.
Alioa.-*®'
Glasgow
ONDOfa
righton^
Karla-
lands-
liðið í
æfinga-
búðum
30. okt,-
7. nóv.
Landsleikur kvenna-
landsliðsins, 30. okt.
Ómanflói
Múskat
Ó M A N
Annasöm helgi
^ hjá knattspyrnufólki ls
Þrjú landslið léku landsleiki um helgina
■ DIEGO Maradona hefur ekki
enn náð að sigra sem þjálfari arg-
entínska liðsins Deportivo Mandi-
yu. Um helgina gerði liðið marka-
laust jafntefli við Ferro Carril
Oeste í deildarkeppninni. Liðið hef-
ur gert fjögur jafntefli og tapað
einum síðan Maradona tók við og
er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Hann er því betri leikmaður en
þjálfari. En hann má ekki spila
vegna þess að hann var settur i
bann af FIFA vegna ólöglegra ly-
fjaneyslu á HM í Bandaríkjunum.
■ BALDUR Bragason hefur
skrifað undir nýjan samning við
nýliða Leifurs frá Ólafsfirði, sem
leikur í 1. deild næsta sumar.
■ EINAR Einarsson, leikmaður
og sjúkraþjálfari Leifturs, hefur
verið ráðinn aðstoðarþjálfari Ósk-
ars Ingimundarsonar.
■ ARNAR og Bjarki Gunnlaugs-
synir, sem skoruðu fyrir Niirnberg
ÍÞRÖmR
FOLX
á föstudaginn, fá mjög góða dóma
í þýskum blöðum fyrir leik sinn og
þjálfari Niirnberg, Zobel, segir að
þeir hafi leikið sinn besta leik með
liðinu og hafí verið óheppnir að
skora ekki þrjú til fjögur mörk til
viðbótar.
■ ÞÓRÐU Guðjónsson og bans-
aríski landsliðsmaðurinn Wynalda
hjá Bochum, fá ekki góða dóma
og var sagt að þeir hafi ekki verið
með þegar Bochum tapaði, 0:2,
fyrir Kaiserslautern.
■ LEIKMENN Hamburger settu
met gegn Duisburg, þegar þeir
skoruðu fímm mörk, 0:5, úr fimm
tækifærum sem þeir fengu í leikn-
um, en leikmenn Duisburg sóttu
nær stanslaust án þess að skora.
HSV fékk sitt fyrsta tækifæri eftir
20 mín. og þá var mark.
■ FRANZ Beckenbauer, fyrrum
landsliðsþjálfari Þýskalands, verð-
ur kjörinn foresti Bayern Miinchen
11. nóvember.
■ KÚBA varð á sunnudaginn
heimsmeistari í blaki kvenna eftir
sigur á Brasilíu í úrslitaleik í Sao
Paulo, 15-2, 15-10 og 15-5. Kúba
tapaði ekki einni einustu hrinu í
allri keppninni og var vel að sigrin-
um komin. Sem dæmi um yfirburð-
ina tók það Kúbu aðeins 13 mínút-
ur að vinna fyrstu hrinuna. Rússar
urðu í þriðja sæti.
■ BORIS Becker frá Þýskalandi
sigraði Goran Ivanisevic frá Kró-
atíu í úrslitum á opna Stokkhólms-
mótinu í tennis um helgina, 4-6
6-4 6-3 7-6 (7-4). „Ég hef lengi
spilað tennis og man ekki eftir að
hafa leikið svona vel þrjá daga í
röð. Ég hef aldrei áður unnið þtjá
topp leikmenn á jafnmörgum dög-
um,“ sagði Becker, sem vann mót-
ið í fjórða sinn. Hann vann Pete
Sampras á laugardag og Michael
Stich á föstudag.
FRUMRAUN
Lokaundirbúningur landsliðs-
ins í handknattleik fyrir
heimsmeistarakeppnina á ís-
landi 1995 er hafínn og fyrsta
stóra verkefni landsliðsins í níu
mánuði er alþjóðlega Reykjavík-
urmótið. Það er ekki
hægt að gera sér
grein fyrir styrk ís-
lenska liðsins þessa
dagana, því að liðið
hefur leikið fáa
iandsleiki á árinu —
þrjá leiki í janúar og
þijá í maí. Sömu leik-
mennirnir skipa
landsliðshópinn, sem skipuðu
hann sl. keppnistímabil; margir
leikmenn sem búa yfír mikilli
reynslu — hafa tekið þátt í
Ólympíuleikum og leikið í
heimsmeistarakeppni. ísienska
liðið náði sér ekki á strik í HM
í Svíþjóð og það náði ekki rétta
stígandanum í Evrópukeppni
Iandsliða, sem varð til þess að
íslendingar unnu sér ekki rétt
til að leika í úrslitakeppninni í
Portúgal.
Þorbergur Aðalsteinsson hef-
ur rúma sex mánuði til stefnu
fyrir HM til að fínna rétta stíg-
andann hjá liðinu og þá helst
að skerpa á sóknarleiknum, sem
hefur verið brothættur ef
„gamli refurinn" Sigurður
Sveinsson hefur ekki verið í
aðalhlutverkinu. Við eigum
marga sterka einstaklinga, sem
geta gert mjög góða hluti, ef
þeir ná sér á strik. Landslið
byggist ekki eingöngu á ein-
staklingum, heldur á sterkum
hópi leikmanna sem skipa
sterka liðsheiid. Liðsheildin
verður að vera aðal íslands á
HM 1995.
íslenska liðið verður í sviðs-
Ijósinu á Reykjavíkurmórinu —
fyrst í leikjum gegn ítölum,
Dönum og Spánveijum, og von-
andi gegn Svíum í úrslitaleik
mótsins. íslenska liðið á að geta
náð jöfnun stíganda, hitað upp
gegn ítölum og síðan bíða tveir
baráttuleikur gegn Dönum og
Spánveijum, sem leika léttleik-
andi og hraðan handknattleik,
sem hefur oft verið íslensku
landsliði erfíður. Það eru ekki
aðeins landsliðsmenn íslands
sem verða í sviðsljósinu, heldur
áhorfendur, þvi að Reykjavíkur-
mótið er tilvalið tækifæri fyrir
þá til að hita upp og kynnast
því hvernig er að taka þátt í
sterku alþjóðlegu móti; geta
valið um ieiki og séð önnur lið
en það íslenska leika. Svíar
koma hingað með alla sína
bestu leikmenn, sem urðu Evr-
ópumeistarar í Portúgal. Þeir
eiga eftir að gleðja áhorfendur.
Til að halda handknattleik-
sunnendum við efnið verða ís-
lensku landsliðsmennirnir að
leiða hópinn — Þorbergur Aðal-
steinsson og lærisveinar hans
verða að leggja sig alla fram
við að leika skemmtilegan hand-
knattleik og þeir mega ekkert
gefa eftir, því að það hefur
marg sýnt sig á mótum víðs
vegar um Evrópu, að áhugi
almennings er mestur ef heima-
liðið stendur sig vel. Þeir vita
það manna best íslensku lands-
liðsmennimir og þess vegna hef
ég ekki trú á að þeir bergðist
handknattleiksunnendum. Góða
skemmtun!
Sigmundur Ó.
Steinarsson
Það reynir á
íslenska landsliðið
á Reykjavfkurmótinu
Hvað segirkamtemaðurinn HALLDÓR SVAVARSSOM um úrslitaglímuna á NM?
Vonaðist eftir
gullinu
HALLDÓR Svavarsson, besti karatemaður landsins og Norður-
landameistari frá 1989, gerði sér vonir um að endurtaka leikinn
á Norðurlandamótinu í Laugardalshöll um helgina. „Ég gerði
mér vonir fyrir mótið, en eftir að ég handarbrotnaði vissi ég
að þetta yrði erfiðara. Ég ákvað þó að reyna því guliið var í
húfi,“ sagði Halldór sem tapaði fyrir norska heimsmeistaranum
Stein Rönning i úrslitum f -65 kg flokki i kumite.
sinni heimsmeistari og er því mjög
klókur keppnismaður. Þar sem ég
gat ekki beitt mér alveg á fullu
vegna meiðsla voru úrslitin eðlileg.
Ég var þó ekki alveg sáttur við
dómgæsluna, en ég reyndi mitt
besta. En ég neita því ekki að ég
gerði mér vonir um guli hér á
heimavelli."
- Hvenær er karatemaður upp á
sitt besta?
„Það er nú kannski svolítið ein-
staklinsbundið. En ætli ég skjóti
ekki á 25 ára. En margir hafa
verið í þessu framyfír þrítugt með
góðum árangri og get ég bent á
Norðmanninn Rönning sem dæmi
um það. Konráð Sefánsson er orð-
inn 37 ára og er enn á fullu í þessu.
Hann byijaði reyndar ekki að æfa
fyrr en 25 ára.“
- Þií meiddist og fórst til læknis
eftir mótið, hvað kom út úr því?
„Þetta var mun verra en ég
Halldór er eini íslendingurinn
sem getur státað sig af
Norðurlandameistarat)itli í karate,
m auk þess að hafa
Eftir unnið tvívegis
Vai g bronsverðlaun og
lónatansson nú silfurverðlaun.
Hann er 27 ára og
hefur æft karate í tæp 12 ár.
Hann er giftur Hildi Svavarsdóttur
lækni, sem einnig var Islands-
meistari í karate fyrir nokkrum
árum. Þau eiga tvær dætur, Brynju
Björg, sem er fjögurra ára og rúm-
lega mánaðargamla dóttur sem
enn hefur ekki fengið nafn. Hall-
dór hefur verið í námi í verkfræði
í Finnlandi þar sem hann hyggst
Ijúka prófi eftir eitt og hálft ár.
- Hvað segir Halldór um úrslitaglí-
muna gegn Rönnig?
„Norðmaðurinn er frábær kar-
atemaður. Hann hefur fimm sinn-
um orðið Evrópumeistari og einu
Halldór Svavarsson er hér með dætrum sínum. Sú eldri heltlr
Brynja Björg og er fjögurra ára. Hún heldur á litlu systur sinni
sem er óskírð og er rúmlega mánaðar gömul.
hélt og alvarlegustu meiðsli sem
ég hef lent í. Ég fór í aðgerð í gær
[sunnudagj og það kom í ljós að
ég var mjög illa brotinn upp af
þumalfíngri og það þurfti að setja
fjóra nagla í höndina."
- Hvað þýða þessi meiðsli fyrir
þ‘g?
„Það er ljóst að ég get ekki æft
næstu þijá til fjóra mánuðina og
er það bagalegt því ég ætlaði að
keppa á sterku móti í Finnlandi
eftir tvær vikur. Framhaldið kemur
til með að ráðast að því hvernig
þetta kemur til með að gróa sam-
an. Ég ætlaði mér að vera eitt til
tvö ár í þessu í viðbót en þetta
slys gæti þýtt að ég hafi þegar
tekið þátt í síðasta stórmótinu. Ég
hef áhuga á að leggja fyrir mig
þjálfun í hefðbundnu karate þegar
keppnisferlinum lýkur.“
- Hvernig fannst þér mótið?
„Það er leiðinlegt að Danir voru
ekki með og mótið tók svolítið nið-
ur fyrir það. Vegna fjarlægðar ís-
lands frá hinum Norðurlöndunum
voru hér færri keppendur en á
mótum á hinum Norðurlöndunum.
En á móti kemur að það voru send-
ir hingað sterkari einstaklingar og
mótið því kannski sterkara en
áður. Mótahaldið sjálft gekk ágæt-
lega.“
- Finnst þér vera uppgangur í
íþróttinni hér á landi og sérð þú
fyrir þér einhvern arftaka?
„Já, það er meiri breidd núna
en oft áður og margir efnilegir að
koma upp og er Hjalti Ólafsson
þar fremstur í flokki."