Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 1
64 SÍÐUR B/C
flk iti öPnl
4; 1 A | l
Morgunblaðið/Landhelgisgæzlan
Vonirum
vopnahlé
ankast
Pale. Reuter.
VIÐRÆÐUM Sir Michaels Rose
yfirmanns friðargæsluliðs Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) í Bosníu við leið-
toga hersveita Bosníu-Serba, miðaði
vel í gær en lauk þó án þess að
Serbar undirrituðu samkomulag um
vopnahlé til fjögurra mánaða frá
áramótum.
Serbar og stjórnvöld í Sarajevo
samþykktu grið af því tagi fyrir
milligöngu Jimmy Carters fyrrver-
andi Bandaríkjaforseta fyrir jól.
Rose sagði að engin meginvanda-
mál stæðu í veginum, aðeins væri
eftir að skilgreina nokkra þætti
samkomulagsins. Kvaðst hann von-
ast til að undirritun gæti farið fram
um helgina. Lýsti Ratko Mladic yfir-
maður hersveita Bosníu-Serba sig
sammála túlkun Sir Michaels á
stöðu málsins og kvaðst búast við
að málinu lyki fyrir áramót.
Samkvæmt ákvæðum samkomu-
lagsins myndu gæslusveitir SÞ
ganga á milli sveita múslima og
Bosníu-Serba.
Svokallað þing Bosníu-Serba
samþykkti í gær að hefja friðarvið-
ræður á grundvelli vopnahlés-
tillagna Carters og nýjum hugmynd-
um bandarískra sendimanna um
útfærslu svonefndrar friðaráætlun-
ar fimmveldanna.
Dúdajev reiðubúinn til
viðræðna án skilyrða
Reuter
54 fórust í flugslysi
Grosní. Reuter.
DZOKHAR Dúdajev, leiðtogi Tsjetsjníju, lýsti því yfir í gær að hann
væri reiðubúinn til að hefja viðræður við Viktor Tjernómyrdín, forsætisráð-
herra Rússlands, án nokkurra skilyrða. Sendi hann skeyti þessa efnis til
rússneskra stjórnvalda síðdegis. Pavel Grachev, varnarmálaráðherra Rúss-
lands, sagði í gær að Rússar hygðust halda inn í höfuðborgina Grosní
með hersveitir sínar. Var það í fyrsta skipti sem jafn háttsettur stjórn-
málamaður lýsir því yfir að Rússar ætluðu áð hertaka borgina en ekki
einungis króa hana af.
Atta manns
bjargað úr
sjávarháska
LANDHELGISGÆZLAN og
björgunarsveit varnarliðsins
björguðu í gær 8 manns, þar af
einu ungbarni úr leku hollcnzku
skipi um 100 sjómílur suðsuðvest-
ur af Vestmannaeyjum. Myndin
er tekin úr þyrlu gæzlunnar, þeg-
ar hún kom að hollenzka skipinu.
■ Baksíða og bls. 6.
-----»-4-+----
Tugir ríkja
staðfesta
GATT
Genf. Reuter.
RÍKI þau er standa að hinu nýja
GATT-samkomulagi keppast nú við
að staðfesta það fyrir áramót þannig
að þau geti orðið stofnaðilar að Al-
þjóðaviðskiptastofnuninni (WTO),
sem þá tekur við af GATT.
Japanir staðfestu samkomulagið
fyrr í vikunni og í gær afhentu nokk-
ur ríki Rómönsku Ameríku, þar á
meðal Chile og Uruguay, skrifstofu
GATT tilkynningu um staðfestingu.
Búist er við að Evrópusambandið
og Kanada staðfesti samkomulagið
endanlega í dag en Japan og Suður-
Kórea á morgun. „61 ríki hefur þeg-
ar gengið frá sínum málum og við
búumst við að um 80 ríki muni hafa
skilað inn staðfestingargögnum sín-
um til okkar um helgina," sagði
embættismaður á skrifstofu GATT.
FIMMTÍU og fjórir fórust er Bo-
eing 737-vél frá Turkish Airlines
brotlenti í gær í austurhluta Tyrk-
lands. 22 lifðu slysið af. Blindbyl-
ur var er slysið átti sér stað og
skyggni nær ekkert. Greindi tyrk-
neska sjónvarpið frá því að ÍÍug-
maðurinn hefði verið hvattur af
nugumsjónarmönnuin til að reyna
ekki lendingu. Hann hefði þrátt
fyrir það reynt lendingu og tví-
vegis hætt við vegna slæms
skyggnis. I þriðju tilrauninni
rakst vélin á hæð. Embættismenn
sögðu að ástæða slyssins yrði ekki
að fullu ljós fyrr en flugriti vélar-
innar fyndist. 69 farþegar og sjö
í áhöfn voru í flugvélinni.
Sjónarvottar skýrðu frá hörðum
skotárásum í útjaðri Grosní.
„Sprengjuregnið hófst klukkan
fimm að morgni allt í kringum borg-
ina. Mér var ekki ljóst hvert skot-
hríðinni var beint. Hún virtist
reyndar fara í allar áttir. Þetta var
martröð líkast,“ sagði maður sem
lagði á flótta og komst til borgar-
innar Sleptsovsjk á landamærum
Tsjetsjníju og Ingúshetíu í gær.
Hörð átök
Þá sögðu rússneskir og tsjetsjn-
ískir embættismenn frá gífurlega
hörðum átökum við bæinn Khank-
ala sem er sex kílómetrum austan
við Grosní. Rússnesk fréttastofa
hélt því fram að hersveitir Moskvu-
stjórnarinnar hefðu hrundið þar
sókn um 200 manna liðs uppreisn-
arsveitanna sem beitt hefðu skrið-
drekum. Sögðust Rússar hafa náð
frá þeim sex skriðdrekum, sex stór-
skotabyssum og brynvarinni her-
flutningabifreið.
Deiluaðilar í Tsjetsjníju, rússnesk
stjórnvöld og uppreisnarmenn undir
forystu Dzhokhars Dúdajevs, hafa
háð hatrammt áróðursstríð sam-
hliða vopnaviðskiptum og erfitt hef-
ur verið að sannreyna ásakanir og
yfirlýsingar. Hafa rússneskir emb-
ættismenn hvatt blaðamenn til þess
að yfirgefa Tsjetsjníju þar sem þeir
hafa ekki treyst sér til að tryggja
öryggi þeirra.
í gær sagði Interfax-fréttastofan
frá því að rússnesku hersveitirnar
hefðu eyðilagt tvær mikilvægar
brýr og þyrlu Dúdajevs með há-
tæknivopnum sem stýrt hefði verið
á skotmörk með leysigeislum.
Bonner fordæmir herför
Þá sagði Interfax, að Jelena
Bonner, ekkja andófsmannsins
Andrejs Sakharovs, hefði fordæmt
Borís Jeltsín forseta fyrir herför
rússneska hersins í Tsjetsjníju og
sagt sig úr mannréttindanefnd hans
í mótmælaskyni.