Morgunblaðið - 30.12.1994, Side 2

Morgunblaðið - 30.12.1994, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tonn af þúsund áraís UM EITT tonn af 1000-1500 ára gömlum ís verður notað í skreyt- ingar á nýársfagnaði Perlunnar um þessi áramót. ísklumpurinn er um 1,5 metrar að þykkt og 2 metr- ar að lengd og breidd. Þeir Völ- undur Völundarson og Guðbrand- ur Björgvinsson unnu á miðviku- dag við að saga út ártalið 1995, sem sett verður í anddyri Perlunn- ar. Einnig verður hluti íssins mul- inn í klaka sem settir verða í drykki gestanna, að sögn Sturlu Birgissonar hjá Perlunni. ísinn er tekinn úr Breiðamerkurlóni, en - kemur upphaflega úr Breiða- merkurjökli. Hann er mjög þéttur í sér og alveg glær, að sögn Sturlu, og er því lengi að bráðna. Þingi frest- að í nótt Framkvæmdastj óri Vinnslustöðvarinnar Allt hlutaféð selt HÆTT er við að leggja niður emb- ætti héraðslækna í Reykjavík og á Norðurlandi eystra samkvæmt samkomulagi stjómar og stjómar- andstöðu á Alþingi í gærkvöldi. Ákvæði þessa efnis var tekið út úr fmmvarpi um ráðstafanir í ríkis- íjármálum. Einnig varð samkomu- lag um að skerða framkvæmdafé til flugmála minna en áður var áformað. Þetta var liður í sam- komulagi til að greiða fyrir þing- störfum. Tvö frumvörp lögfest I gærkvöldi var áformað að fresta þingfundum upp úr mið- nætti eftir lögfestingu framvarpa um tekju- og eignaskatt og um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Áætlað er að Alþingi komi aftur saman 25. janúar. HLUTAFÉÐ sem óselt var í 300 milljóna króna hlutafjárútboði Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum, samtals 40 millj. kr., seldist í einu lagi í gær á genginu 1,05, að sögn Sighvats Bjamason- ar, framkvæmdastjóra Vinnslu- stöðvarinnar. Sighvatur vildi ekki greina frá hver kaupandinn væri en sagði að nú ætti ekkert að standa lengur í vegi fyrir því að hlutabréf í félaginu verði skráð á Verðbréfaþingi Islands, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur stjórn Verðbréfaþingsins ekki viljað taka bréfin á skrá fyrr en hlutafjárútboðinu er lokið. Að sögn Eiríks Guðnasonar, stjómarformanns Verðbréfaþings- ins, höfðu ekki borist fréttir af út- boðinu í gær, en hann sagði að ef tilkynning bærist frá umboðsaðil- um um að því væri lokið væri ekk- ert að vanbúnaði að skrá bréfin. Ráðuneytið skoðar kæruna vandlega Vinnslustöðin hf. og Handsal hf. hafa óskað eftir rannsókn við- skiptaráðuneytisins á málsmeðferð stjómar Verðbréfaþingsins á um- sókn um skráningu hlutabréfa í Vinnslustöðinni á Verðbréfaþing- inu og sagðist Eiríkur hafa átt fund með fulltrúa ráðuneytisins í gær vegna þessa máls þar sem hann skýrði frá afgreiðslu stjómarinnar. „Ég hef óskað eftir því við emb- ættismenn í ráðuneytinu að þeir skoði þessa kæra mjög vandlega. Kæran er mjög alvarlegs eðlis og málið þarf því að fá ítarlega skoð- un,“ sagði Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Sighvatur sagði að reynt yrði að hraða afgreiðslu málsins eins og frekast væri unnt. Hann sagðist ekki geta svarað því hvenær niður- staða myndi liggja fyrir. Sighvatur sagðist ekki vita til þess að kæra af þessum toga hefði áður borist viðskiptaráðuneytinu, a.m.k. hefði hann ekki fengið svona kæru áður í sinni ráðherratíð. Island verður eitt stofnríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar Alþingi gaf sam- hljóða samþykki í gær TILLAGA um að heimila ríkisstjórn- inni að fullgilda fyrir íslands hönd aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni var samþykkt samhljóða á Alþingi ! gærkvöldi. 41 greiddi atkvæði með tillögunni en fjórir sátu hjá, þeir Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubandalagsins og Anna Ólafs- dóttir Björnsson, Kristín Einarsdótt- ir og Kristín Ástgeirsdóttir þing- menn Kvennalistans. Átján þing- menn voru fjarverandi. Umræður um tillöguna stóðu yfir á Alþingi í allan gærdag. Páll Péturs- son, fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd, sagði að Al- þingi hefði nokkur misseri til að ganga frá lagasetningu um innflutn- ing landbúnaðarafurða vegna GATT, jafnvel upp í ár. Það yrði verkefni nýrrar ríkisstjómar að ganga frá því máli. Lausnarbeiðni í reynd Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, sagði að utanríkisráðherra hefði haft þá frumskyldu að tryggja að embættis- mannanefnd, sem vann að því að gera tillögur um framkvæmd GATT- samkomulagsins, lyki störfum með viðunandi hætti. Þegar til kom hefði textinn frá nefndinni ekki verið not- hæfur og utanríkismálanefnd orðið að vinna þá vinnu, sem þurfti. Ólafur Ragnar sagði að eftir að utanríkismálanefnd hefði ákveðið að taka í sínar hendur að leysa málið, hefði enginn embættislegur fulltrúi utanríkisráðherra tekið þátt í þeirri vinnu. „Þvert á móti var það þannig að aðstoðarmaður utanríkisráð- herra, Þröstur Ólafsson, og fulltrúi utanríkisráðherra í embættismanna- nefndinni komu hlaupandi með íraf- ári ofan úr utanríkisráðuneyti og voru að þvælast um gangana í Þórs- hamri til að reyna að kynna sér hvað væri að gerast, grípa þar inn í, en var aldrei hleypt inn á fund- inn,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og aðstoðar- maður landbúnaðarráðherra hefðu tekið virkan þátt í starfí nefndarinn- ar. „Til þess að geta afgreitt þetta mál varð ekki aðeins að taka það úr pólitískum höndum hæstvirts ut- anríkisráðherra. Það varð líka að taka það úr embættislegum höndum. utanríkisráðuneytisins," sagði Ó!af- ur Ragnar. „Þetta heitir, hæstvirtur utanríkisráðherra, að biðjast de facto (í reynd) lausnar fyrir hæstvirtan utanríkisráðherra." Jón Baldvin Hannibalsson svaraði þessum ummælum ekki beint úr ræðustól, en tók þó fram að embætt- ismannanefndin heyrði undir forsæt- isráðherra. Jón Baldvin sagði að hann og Alþýðuflokkurinn fögnuðu því að Alþingi hefði tekið þá sögu- legu ákvörðun að gerast stofnaðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, taka á sig þær skuldbindingar sem í því fælust og marka þannig stefnu til framtíðar. „Hitt getur vafalaust valdið deilum hvernig við útfærum þetta innanlands. Það er hins vegar í vinnslu á vegum þessa [embættis- mannajstarfshóps og það er á hreinu, að þar til sá starfshópur hefur skilað niðurstöðum hefur eng- in afstaða verið tekin til þeirra ein- stöku kosta sem þar eru til um- ræðu,“ sagði Jón Baldvin. Alræðisvald til Iandbúnaðarráðherra Ingi Bjöm Albertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að með breytingartillögu utanríkismála- nefndar virtist eiga að færa alræðis- vald í hendur landbúnaðarráðherra. Það gæti hann ekki sætt sig við og sagðist myndu greiða atkvæði gegn tillögunni en með fullgildingu samn- ingsins. Hann vísaði þarna í þá setn- ingu tillögunnar að landbúnaðarráð- herra verði tryggt forræði um allar efnislegar ákvarðanir í því stjórn- kerfi sem varðaði landbúnað og kom- ið verði á fót á grundvelli GATT. Kvennalisti situr hjá Þingmenn Kvennalistans sátu hjá í atkvæðagreiðslunni í gær. Anna Ólafsdóttir Björnsson, fulltrúi Kvennalistans í utanríkismálanefnd, sagði Kvennalistann þó ekki leggjast gegn afgreiðslu GATT. Hún sagði Kvennalistann hins vegar telja að meira tillit hefði þurft að taka til umhverfissjónarmiða. Þá vöknuðu spurningar, er stofnanaþáttur samn- ingsins væri skoðaður, hvort verið væri að færa yfirþjóðlegum stofnun- um meira vald en æskilegt væri. -----------»-♦-■«---- Lést af slys- förum LITLA stúlkan sem lést af slysför- um á miðvikudag hét Svandís Unnur Sigurðardóttir, til heimilis að Folda- hrauni 40 í Vest- mannaeyjum. Svandís Unnur var fædd 31. októ- ber 1988, dóttir Sigurðar Friðriks Karlssonar og Sólrúnar Helgadóttur. Sjómannasam- band íslands Sjómenn sam- þykkja verkfalls- heimild SJ ÓM ANNAS AMB ANDINU hafa borist heimildir til verk- fallsboðunar frá sjómannafélög- um í Grindavík, á Húsavík og Siglufírði. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands- ins, sagðist hafa vitneskju um að heimild væri á leiðinni frá Akranesi. Heimildin hefði verið samþykkt einróma þar og í Grindavík. Nokkrir fundir voru boðaðir í gær og í dag. Sævar sagði að óskað hefði verið eftir að sjómenn funduðu um heimild til verkfallsboðunar fyrir formannafund um miðjan janúar. Nokkrir fundir hefðu þegar verið haldnir, enda væru flestir sjómenn í landi yfir hátíð- ar og yrði væntanlega búið að taka málið fyrir í félögunum fyrir áðumefndan fund. A fund- inum yrði tekin afstaða í við- ræðum og því sem framundan væri. Endurskoða þarf aðalkjarasamning Sævar sagði að eftir því sem hann kæmist næst hefði verk- fallsheimild verið samþykkt þar sem hún hefði verið tekin fyrir. Hann sagði að kröfugerð lægi í megindráttum fyrir og hefði reyndar Iegið fyrir í tvö til þijú ár. „Stærstu póstamir í sér- kjarapakkanum eru að gerður verði kjarasamningur um veiði- greinar þar sem ekki er samn- ingur fyrir, s.s. loðnufrystingu, rækjuveiðar á vinnsluskipum með tvíburatrolli, humarfryst- ingu og tvíburatrolli. Saltfisk- samningur var í þessum pakka. Síðan eru margir þættir í aðal- kjarasamningi okkar sem ekki hafa verið endurskoðaðir í mörg ár sem þarf endurskoðunar við en það hefur ekki verið eins mótað.“ Sókn leggur fram kröfugerð Krefst 10 þús. kr. launahækk- unar STARFSMANNAFÉLAGIÐ Sókn kynnti viðsemjendum sín- um hjá ríkinu, Reykjavíkurborg og nokkrum sjálfseignarstofn- unum kröfugerð félagsins vegna komandi kjarasamninga í gær. Meginkrafa félagsins er að allir launaflokkar hækki um 10.000 krónur. Þórunn Svein- björnsdóttir, formaður Sóknar, segir að krónutöluhækkun komi hinum lægst launuðu meira til góða en prósentu- hækkun launa. I kröfugerð Sóknar er einnig farið fram á að launaþrepa- hækkanir geti ráðist bæði af lífaldri og starfsaldri en ekki eingöngu lífaldri eins óg samn- ingar félagsins hafa gert ráð fyrir. Félagið hefur ekki sett fram ákveðnar hugmyndir um gildistíma samninga og sagði Þórunn að það réðist af efnis- innihaldi samninga og hvort hægt yrði að ná fram einhverri kaupmáttartryggingu. Þá sagði hún að félagið vildi að sameiginleg mál verkalýðs- hreyfingarinnar yrðu á borði Alþýðusambandsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.