Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Við æfingar á Tjöminni
JÓLAGJÖFIN í ár hjá þessari litlu Reykvíkurmær arinn átti leið þar hjá. Hún naut öruggrar leiðsagn-
hefur ef til vill verið skautar, að minnsta kosti var ar eldra og reyndara skautafólks, svo vonandi líður
hún iðin við æfingarnar á Tjörninni þegar ljósmynd- ekki á löngu þar til hún nær að fóta sig óstudd.
Bráðabirgðatölur Slysavarnafélagsins fyrir 1994
42 fórust í banaslysum
Fjöldi látinna í banaslysum
á íslandi 1985-1994
L
m B3
I F1 I I RPp
111111 n
1111 m 11
iii 11111
ii ii 1111
1985198619871988 198919901991 199219931994
Skipting
á gerðir
banaslysa
1994
Umferðar-
slys
iFlugslys
9,5%
Sjóslys,
'drukknanir
Ymis slys
ÞAÐ SEM af er þessu ári hafa orð-
ið 42 banaslys hér á landi samkvæmt
bráðabirgðatölum Slysavarnafélags
íslands. Þetta eru færri banaslys en
verið hafa undanfarin ár. A síðustu
tíu árum hafa 550 banaslys orðið á
íslandi eða 55 að meðaltali á ári.
Umtalvert færri deyja í umferðar-
slysum nú en fyrir nokkrum árum.
Á árinu létust 33 karlar og níu
konur í banaslysum. Níu útlendingar
fórust af slysförum hér á landi og
einn Íslendingur fórst í umferðar-
slysi erlendis. Flestir fórust í umferð-
arslysum eða 18. Tíu drukknuðu eða
fórust í sjóslysum. Fjórir fórust í
flugslysum og í öðrum slysum fórust
tíu.
550 banaslys hafa orðið á
síðustu tíu árum
Áberandi er að flest banaslys urðu
í ágúst og september, en í þessum
mánuðum létust 15 menn í slysum.
í október, nóvember og desember
urðu hins vegar aðeins 5 banaslys.
Ekki hafa fleiri útlendingar farist
í banaslysum hér á landi en á þessu
ári ef horft er til síðustu tíu ára. í
fyrra fórust hér tveir útlendingar í
banaslysum, en í ár hafa níu utlend-
ingar látist í banaslysum á íslandi.
Af þeim 550 sem hafa látist í
banaslysum hér á landi á síðasta
áratug létust 258 í umferðarslysum,
137 drukknuðu eða létust í sjóslys-
um, 24 í flugslysum og 131 í öðrum
slysum.
Umtalsvert færri farast í umferð-
arslysum nú en fyrir nokkrum árum.
Árið 1988 fórust 33 í umferðarslys-
um, 30 árið 1989, 28 árið 1990 og
30 árið 1991. Það sem af er þessa
árs hafa 18 farist í umferðarslysum.
í fyrra og hittifyrra létust 22 í um-
ferðarslysum hvort ár.
Aldurstakmark a alla
atvinnubflstíóra
BÍLSTJÓRAR vöru- og langferða-
bíla missa akstursheimild við lok árs
þegar þeir ná 70 ára aldri, sam-
kvæmt lagafrumvörpum sem Hall-
dór Blöndal samgönguráðherra hef-
ur lagt fram á Alþingi. Jafnframt
þurfa sendi- og vöruflutningabíl-
stjórar að afla sér akstursleyfis eins
og aðrir sem stunda leiguakstur. Er
þetta í samræmi við frumvarp um
Ieigubifreiðar sem einnig hefur verið
lagt fram á Alþingi.
Aldurstakmark er nú í lögum um
leigubifreiðaakstur og eru frumvörp-
in um aðra atvinnubílstjóra flutt til
að samræma starfsskilyrði þeirra
hvað þetta varðar. Segir Halldór
Blöndal að Mannréttindadómstóll
Evrópu hafí úrskurðað að leigubíl-
stjórar þurfi ekki að vera í stéttarfé-
lögum og því hafi þurft að breyta
lögunum. Auk þess hafí leigubílstjór-
ar í Reykjavík og á Akureyri, þar
sem takmörkun er á fjölda leigubíla,
einvörðungu verið bundnir því
ákvæði að hætta störfum sjötugir.
Því hafi tvennt hafi verið til ráða í
stöðunni, að afnema aldurstakmörk
eða að samræma reglurnar fyrir alla
atvinnubílstjóra.
Samkvæmt frumvörpunum fá
vöru- og langferðabílstjórar aðlög-
unartíma til 1. janúar 1996. Hingað
til hefur ekki þurft akstursleyfi til
vöruflutninga hér á landi en í samn-
ingnum um Evrópska efnahags-
svæðið er kveðið á um leyfí til vöru-
flutninga milli landa. Nú leggur
samgönguráðherra til að aksturs-
leyfi þurfi einnig til innanlandsflutn-
inga og í greinargerð með frumvarp-
inu segpr að það hafí verið samdóma
álit allra hagsmunaaðila, sem leitað
hafi verið til, að slíkt sé löngu tíma-
bært. Bent hafi verið á, að á síðustu
árum hafi fjölmargir hafið vöruflutn-
inga, sem lítið eða ekkert hafi kom-
ið nálægt þeim áður. Flutningabif-
reiðar hafí verið keyptar á kaupleigu
og kunnáttu á rekstri, bókhaldi og
kvöðum um greiðslu skatta verið
mjög ábótavant. „Mörg dæmi eru
um að aðilar í vöruflutningum hafi
orðið gjaldþrota með miklar skuldir
á bakinu, t.d. þungaskatt, virðis-
aukaskatt og viðskiptaskuldir. Slík
skipan mála er ekki til þess fallin
að stuðla að heilbrigðri uppbyggingu
í atvinnugreininni,“ segir í greinar-
gerðinni.
Framkvæmdastjóri listahátíðar í Bergen
Hátíðin á að þjóna
því samfélagi
sem hún er í
Bergljót Jónsdóttir
Bergljót Jónsdóttir
var nýlega ráðin
framkvæmdastjóri
listahátíðarinnar í Bergen
í Noregi. Hún tekur við
starfinu þann 1. maí næst-
komandi og gildir samning-
ur hennar til ársins 1999.
Bergljót var valin úr hópi
17 umsækjanda og 40
manna lista fólks sem leitað
var eftir.
- í hveiju felst þetta
starf?
„Það felst í raun í stjórn-
un hátíðarinnar. Þetta er
ekki venjuleg fram-
kvæmdastjórastaða, því ég
verð stjórnandi hátíðarinn-
ar og ber bæði listræna og
fjárhagslega ábyrgð á
henni í þessi fjögur ár, en
hátíðin er haldin einu sinni
á ári. Með mér starfar
stjórn hátíðarinnar og verkefnav-
alsnefnd sem er fimm manna hóp-
ur sem ég vel og vinn með fyrir
hvetja hátíð fyrir sig.“
Listahátíðin í Bergen stendur í
um 12 daga á vorin og laðar að
jafnaði til sín um 40.000 áhorfend-
ur sem velja úr þeim rúmlega 100
viðburðum sem í boði eru. Boðið
er upp á atriði úr öllum listgreinum
og hljóðar kostnaðaráætlunin upp
á 160-170 milljónir íslenskra
króna á ári.
Þetta nýja starf hefur það í för
með sér að Bergljót þarf að flytj-
ast til Bergen og segir hún að það
leggist bara vel í sig. „Það er ágætt
að skipta um umhverfi," segir
hún. „Það að flytja til Noregs fylg-
ir bara starfinu. Flutningurinn er
ekkert aðalatriði, heldur er það
starfíð."
- Munt þú standa fyrír einhveij-
um breytingum á skipuiagi hátíð-
arinnar?
„Eg er í rauninni ráðin til þess
að breyta og hef ég hug á því að
standa fyrir einhveijum breyting-
um. En ég er mjög treg til þess
að láta í ljósi í hveiju þær eru
fólgnar. Ég stefni að því að fara
til Bergen í maí og byija á því að
tala við fólk, hlusta og skoða.
Hátíð eins og þessi er auðvitað
skipulögð fram i tímann. Hátíðin
á næsta ári er alveg klár og það
er byijað að undirbúa hátíðina
árið eftir. Ég mun setja mitt mark
á hluta hátíðarinnar þá, en síðan
ekki fyllilega fyrr en árið 1997.“
- Hvað finnst þér mest spenn-
andi við þetta nýja starf
„Mér finnst viðfangsefnið vera
spennandi sem slíkt. Það er spenn-
andi að geta tekið þátt í að þróa
þessa listahátíð þannig að hún
þjóni stærri hópi fólks en hún hef-
ur gert til þessa. Ég vil að hátíðin
þjóni því samfélagi sem
hún er haldin í og þá
er ég bæði að tala um
norska áhorfendur og
þá listamenn sem þar
starfa. Einnig er mikil-
vægt að hún höfði til þeirra er-
lendu gesta sem hana sækja.
- Hvernig gengur undirbúning-
ur norrænu Iistahátíðarinnar sem
haldin verður hér í febrúar og
mars?
„Það sér fyrir endann á því. Það
sem hefur háð okkur í því starfi
er skammur fyrirvari. Við sem
vinnum að undirbúningnum höfum
verið á fullu síðan í sumar. Það
koma margir listamenn frá hinum
Norðurlöndunum og stendur hátíð-
in frá í febrúar og mars.“
Hún segir ástæðu þess að hátíð-
in standi svona lengi vera að svo
margt væri að gerast í íslensku
menningarlífi á þessum tíma. „Við
► Bergljót Jónsdóttir er fædd
árið 1954 og er því 40 ára göm-
ul. Hún lauk prófi í píanó-
kennslu frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík árið 1974. Árið 1978
lauk hún MA-prófi í tónlistar-
kennslu í Bandaríkjunum og
hóf síðan kennslu hér á landi.
Árið 1986 varð hún fram-
kvæmdastjóri íslensku tón-
verkamiðstöðvarinnar og
gegndi því starfi þar til í mars
á þessu ári. Undanfarna mánuði
hefur hún unnið á vegum
menntamálaráðuneytisins að
undirbúningi norrænnar lista-
hátíðar sem haldin verður hér
í febrúar og mars í tengslum
við þing Norðurlandaráðs.
Einnig vinnur hún að undirbún-
ingi kynningar á norrænni tón-
list í Bretlandi árið 1996. Berg-
ljót er gift Oddi Bjarnasyni,
geðlækni, og á hún eina dóttur,
Æsu Björk Þorsteinsdóttur,
myndlistarnema.
erum að reyna að rekast ekki á
það sem aðrir eru að gera,“ segir
hún. „Svo er húsnæði fyrir listvið-
burði af skomum skammti og það
þarf að púsla þessu öllu saman.
Við vildum einnig gefa fólki kost
á að komast yfír þetta allt.“
- Hvernig gengur undirbúning-
ur norrænu tónlistarkynningarinn-
ar á Bretlandi?
Það verkefni fór af stað í fram-
haldi af Barbican-hátíðinni í Lond-
on fyrir nokkrum árum sem var
samnorræn hátíð. Sú hátíð var
þannig uppbyggð að þar var stór
hópur af norrænum listamönnum,
sérstaklega tónlistarfólki, sem
kom þangað og spilaði í Barbican
Center og fór svo heim. Efnisskrá
þessara hljómsveita var að mestu
leyti tónlist sem ekki
þarf að kynna í Bret-
landi, til dæmis Grieg
og Sibelius. Við sem
vorum að vinna fyrir
núlifandi tónskáld. vor-
um sammála um það að þarna
hefði mátt halda öðruvísi á málum
og einnig að það væri mikilvægt
að fylgja þessu átaki og þessari
miklu fjárfestingu eftir.
í framhaldi af því fórum við af
stað með þetta verkefni sem á að
stuðla að auknum flutningi á tón-
list núlifandi tónskálda í Bret-
landi. Nú er ljóst að það verða flytj-
endur í London, Birmingham,
Manchester og í Skotlandi sem
taka munu þátt í þessu samstarfi.
Norræn tónlist verður flutt á þess-
um stöðum frá því í mars 1996
og fram á vetur og hafa flytjendur
á hveijum stað frjálsar hendur um
með hvaða hætti þeir taka þátt.
Ágætt að
breyta um
umhverfi