Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
Eldborg
í skamm-
degissól
DAGINN er farið að lengja á
ný, en myrkur vetrarins grúfir
enn yfir landinu. í gær baðaði
skammdegissólin Eldborg á
Mýrum og snjófjúkið þyrlaðist
um fjallið.
-----» ♦ 4---
Skíðasvæðið í
Bláfjöllum lokað
Vantar um
30 sm snjó
í fjöllin
„ÞAÐ vantar enn herslumuninn
eða um 30 sm af jafnföllnum snjó
svo að hægt sé að opna skíðasvæð-
ið,“ sagð Þorsteinn Hjaltason um-
sjónarmaður skíðasvæðisins í Blá-
fjöllum.
Ekki skíðafæri í vetur
„Það vantar svona einn dag.með
góðri snjókomu, þá færi allt í
gang,“ sagði hann. Það sem af er
vetrar hefur ekki verið skíðafæri
og skíðalöndin því lokuð. Sagði
Þorsteinn að undanfama daga
hafí verið hvasst í fjöllunum og
náði vindhraði níu vindstigum í
vikunni. Snjórinn fauk þá til ofan
af hæðum og settist í lægðir.
Að sögn Þorsteins hefur tíminn
á milli jóla og nýárs alltaf runnið
út í leiðindi og sjaldan verið hægt
að skíða eins og vilji hafi staðið
til. „Það hefur aldrei verið hægt
að opna á þessum tíma vegna
umhleypinga og vandræða. Ég er
búinn að sjá það á þessum árum
sem ég hef verið hér að ekki er
hægt að gera ráð fyrir skíðaiðkun
um jólin,“ sagði hann. „Það er
bara draumur."
Aldarafmæli
Seyðisfjarðar-
kaupstaðar
SEYÐISFJARÐARKAUPSTAÐUR
á 100 ára afmæli 1. janúar næst-
komandi. Ráðgert er að fagna þess-
um tímamótum með veglegum
hætti. Bæjaryfírvöld hafa, í samráði
við einstaklinga og félagasamtök,
unnið að undirbúningi afmælisárs-
ins undanfarið ár. Margir vinnuhóp-
ar hafa verið að störfum og hefur
hver um sig á hendi ákveðna þætti
í framkvæmdum. Skemmtunum,
sýningum og öðrum hátíðaratburð-
um verður dreift á árið 1995, en
hápunkturinn verður þriggja daga
afmælishátíð 30. júní til 2. júlí
næstkomandi.
Vonir standa til að útgáfa verði
nokkur í tengslum við afmælið. Nú
þegar liggja fyrir nokkur handrit
svo sem; að byggðasögu Seyðis-
fjarðar sem séra Kristján Róberts-
son hefur unnið, að sögu gamalla
húsa á Seyðisfírði sem Þóra Guð-
mundsdóttir vinnur að og handrit
að sögulegri kvikmynd sem fyrir-
tækið Gjömingur hefur gert. Gefínn
verður út afmælispeningur auk þess
sem Póstur og sími mun gefa út
nýtt Seyðisfjarðarfrímerki og útbúa
sérstimpil.
Á árinu verður leikrit eftir seyð-
firskar systur, Iðunni og Kristínu
Steinsdætur, frumflutt og einnig
afmælislag. Þá verða myndlistasýn-
ingar, ljósmynda- og tækniminja-
sýning, íþróttakeppni, söngur, leik-
ir, glens og gaman auk dansleikja
fyrir alla aldurshópa. Nýja miðbæj-
artorgið verður vígt og listaverk
Kristjáns Guðmundssonar þar af-
hjúpað.
Hátíðarhöldin byija reyndar
strax í dag, föstudaginn 30. desem-
ber. Þá verður kveikt á raflýstu
ártali í Bjólfinum og ártalið 1994
látið lýsa þar síðasta sólarhring
fyrstu aldar Seyðisfjarðarkaupstað-
ar. Á gamlárskvöld verður svo ára-
mótabrenna í Skagagrús og um
miðnættið breytist ártalið í fjallinu
í 1995 og mun lýsa þar fyrsta sólar-
hring annarrar aldar kaupstaðarins.
Nýársdagur hefst með áramóta-
dansleik (aldamóta-) í félagsheimil-
inu Herðubreið strax eftir miðnætt-
ið. Seinna um daginn, klukkan
16.40, hefjast síðan útsendingar
Útvarps Seyðisfjarðar á FM. Á
sáma tíma hefst dagskráin í Seyðis-
fjarðarkirkju. Flutt verður ávarp til
Seyðfírðinga í tilefni afmælisins og
síðan hátíðarmessa klukkan 17.00.
Ávarpinu og messunni verður út-
varpað og síðan seyðfirsku efni til
klukkan 20 þegar glæsileg flug-
eldasýning verður. Á þrettándanum
verður álfadans og brenna fyrir alla
fjölskylduna.
Samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar
Útsvarið
verður
óbreytt
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur
samþykkt að útsvar verði óbreytt
fyrir árið 1995 eða 8,4%. Fasteigna-
skattur verður 0,375% af fasteigna-
mati íbúða og íbúðarhúsa og fast-
eignaskattur 0,75% af öllum fast-
eignum sem metnar eru í fasteigna-
mati. Sorphirðugjald fyrir árið 1995
er 6.200 krónur.
Jafnframt var samþykkt að
vatnsskattur verði 0,15% af fast-
eignamati og að holræsa- og rotþró-
argjald skuli vera 0,07% af fast-
eignamati húsa ásamt lóðaréttind-
um.
Afsláttur til elli- og
lífeyrisþega
Fasteignaskattur og holræsa- og
rotþróargjöld hjá elli- og lífeyris-
þegum lækkar samkvæmt ákveðn-
GARÐABÆR: Reglur um lækk-
un fasteignaskatts og holræsa-
og rotþróargjalda hjá elli- og
örorkulífeyrisþegum árið 1995
Tekjur Tekjur gefa
einstaklings hjóna lækkunum
allt að 830 1.030 þús. kr. 100%
880 1.090 90%
920 1.150 80%
960 1.210 70%
1.010 1.280 60%
1.050 1.340 50%
1.090 1.400 40%
1.140 1.460 30%
1.180 1.520 20%
1.230 1.580 10%
hærri tekjur gefa engan afslátt
Þennan afslátt fá lífeyrisþegar fyrst um þau áramót, sem þeir eru 67 ára.
um reglum (sjá töflu).
I tillögu meirihluta var gert ráð
fyrir að gjaldagar fasteignagjalda
yrðu fímm en Hilmar Ingólfsson,
bæjarfulltrúi Alþýðubandalags,
lagði til að þeir yrðu tíu. Sam-
þykkti bæjarstjóm samhljóða að
vísa tillögu um gjalddaga til bæjar-
ráðs.
Söfnun til Tsjernobyl-barna
Islensk börn
gefijólagjafir
í SAMVINNU við friðarsamtökin
Peace-2000 hefur Landsbjörg kom-
ið upp söfnunarkössum á flugelda-
sölum hjálparsveita í Reykjavík,
Kópavogi og Garðabæ þar sem tek-
ið verður á móti litlum jólagjöfum
frá íslenskum börnum til munaðar-
lausra barna í Hvíta-Rússlandi.
Börnin þar urðu verst úti í
Tsjernobyl-slysinu og munu sam-
tökin ásamt írsku stofnuninni
Tsjernobyl-bömin standa að send-
ingunni fyrir 6. janúar þegar þar
eru haldin jól.
í frétt frá Landsbjörg kemur
fram, að íslandsflug mun sjá um
að koma jólagjöfunum frá íslensku
börnunum héðan til Bretlands,
ásamt lyfjum sem Lyfjaverslun ís-
lands gefur. Kassagerð Reykjavíkur
gefur umbúðir og Merkjaland í
Kópavogi íslenskar merkingar.
Sendingin verður síðan sameinuð
sendingu frá írlandi en þar hafa
samtökin Tsjemobyl-börnin staðið
fyrir söfnun á nauðsynlegum lyfjum
til bamanna undanfarnar vikur.
Verður lyfjunum dreift til 20 sjúkra-
húsa í Hvíta-Rússlandi.
Betra að verja peningum
til lyfjakaupa
Áhersla er lögð á að fólk eyði
ekki peningum í kaup á gjöfum,
heldur að börn gefi lítinn pakka
með einhveiju sem þau eiga, fengu
í jólagjöf eða hafa ekki not fyrir
lengur. Það sé ekki stærð pakkanna
sem skiptir máli heldur hugurinn
sem fylgir. Þá er fólki bent á að í
stað þess að kaupa gjöf er betra
að gefið sé til lyfjakaupa.
Oskað er eftir að gjöfunum sé
pakkað smekklega inn og þeir
merktir drengjum og stúlkum eða
báðum og sagt til um aldursflokk.
P
e
(;
i
<
,
<
<
<
€
<
<
<
I
I
<
i
i
i
i
(
<
i
i
<
i
i
<