Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Norður-Kórea birtir játningarbréf og sakar Bandaríkin um njósnir
Þingmenn hóta
að rifta nýgerð-
um samningum
Scoul. Reutcr.
Reuter
BRÉFIÐ sem Norður-Kóreumenn segja að bandarískur þyrlu-
flugmaður, sem er í haldi þeirra, hafi skrifað til að játa ólög-
legt flug inn fyrir lofthelgi landsins.
NORÐUR-Kóreumenn birtu í gær
játningarbréf sem þeir sögðu að
bandarískur þyrluflugmaður, sem er
í haldi þeirra, hefði skrifað. Banda-
rísk stjórnvöld vísuðu því á bug að
flugmaðurinn hefði verið í njósnaferð
þegar þyrla hans hrapaði í Norður-
Kóreu fyrir tveim vikum.
Norður-Kóreumenn sögðu að flug-
maðurinn, Bobby Hall, hefði skrifað
játninguna á jóladag og beðist afsök-
unar á því að hafa rofið lofthelgi
Norður-Kóreu. Þeir birtu ljósmynd
af bréfínu, sem er sjö síður.
„Eg viðurkenni að þetta glæpsam-
lega athæfí er ófyrirgefanlegt. Hins
vegar bíða foreldrar mínir, eiginkona
og böm og þrá að fá mig aftur heim,“
segir í bréfínu.
Embættismaður í sameiningar-
ráðuneyti Suður-Kóreu sagði að þótt
orðið „njósnir" sé ekki notað í bréf-
inu sé talað um „könnunarferð" og
Norður-Kóreumenn líti á það sem
játningu um njósnir. Embættismað-
urinn sagði að þeir vildu með birt-
ingu bréfsins bæta stöðu sína í samn-
ingaviðræðunum við Bandaríkja-
stjóm og hann bætti við að bréfíð
hefði öll einkenni játninga í kjölfar
harðræðis.
Vilja rifta samkomulagi
Bandaríkjastjóm kvaðst ekki geta
staðfest að Hall, sem er 28 ára, hefði
skrifað bréfið.
Nokkrir bandarískir þingmenn
sögðu að yrði Hall ekki sleppt ætti
Bandaríkjastjóm að rifta samkomu-
lagi frá í október þar sem Norður-
Kóreumenn fallast á að hætta við
kjamorkuáætlun sína gegn því að
Bandaríkjamenn láti þeim í té olíu
og nýja kjamakljúfa sem framleiða
miklu minna af plútoni, sem nota
má í kjarnavopn.
Embættismenn í Suður-Kóreu
hafa látið f ljós áhyggjur af því að
Norður-Kóreumenn kunni að nota
Hall til að knýja fram tilslakanir af
hálfu Bandaríkjastjómar. Norður-
Kóreumenn krefjast þess að Banda-
ríkjastjórn biðjist afsökunar á fluginu
en hún hefur neitað því, þótt hún
hafí harmað atvikið og lofað að koma
í veg fyrir að það endurtaki sig.
Írak-Kúveit
Skotið á
SÞ>liða
Kúveit. Reuter.
SKOTIÐ var á hermann í gæsluliði
Sameinuðu þjóðanna á landamær-
um íraks og Kúveits í gær. Að sögn
varnarmálaráðuneytisins í Kúveit
voru íraskir hermenn að verki en
skotin lentu í báðum fótum manns-
ins.
Danut Iovanov, foringi í gæslu-
liðinu, var við venjulegt eftirlits-
starf á landamærunum þegar skotið
var á hann frá írak. Var strax gert
að sámm hans á sjúkrahúsi og leið
honum eftir atvikum. Hafði kú-
veiska fréttastofan það eftir tals-
manni vamarmálaráðuneytisins, að
íraskir hermenn hefðu skotið að
manninum.
Frá því stríðinu við írak lauk
1991 hefur SÞ haldið uppi eftirliti
á 210 km löngum landamærum ríkj-
anna og nær eftirlitssvæðið fímm
km inn í Kúveit og 10 km inn í írak.
Skemmdir kannaðar
J AP AN SKIR j ámbrautastarf s-
menn kanna skemmdir á braut-
arteinum milli Hachinohe og
Mutsu-Ichikawa í Norður-Japan
eftir öflugan jarðskjálfta í fyrra-
dag. Kom hann af stað skriðuföll-
um, sem grófu undan teinunum á
nokkmm stöðum. Að minnsta þrír
menn biðu bana í jarðskjálftanum
og hátt á þriðja hundrað manna
slasaðist. Þetta er annar stóri
skjálftinn á þessum slóðum á
þremur mánuðum. Vom upptökin
á sjávarbotni en styrkurinn mæld-
ist 7,5 á Richter-kvarða.
Svíar óánægðir með
skipulagningu WHO
Minnka aðstoð-
ina um helming
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKA stjórnin kveðst hafa
skýrt Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni (WHO) frá því að hún
hyggist minnka fjárhagsaðstoð
sína við stofnunina vegna sér-
stakra verkefna um helming.
Ástæðan er óánægja með skipu-
lagningu starfseminnar.
„Við höfum farið fram á úrbæt-
ur hjá stofnuninni í nokkur ár og
bent henni á nokkra vankanta, en
við höfum ekki séð margar vís-
bendingar um að hún hafí tekið
ábendingarnar til greina,“ sagði
Hans Lundborg, embættismaður í
sænska utanríkisráðuneytinu.
„Við verðum að sýna ábyrgðar-
kennd gagnvart skattgreiðendum
og geta horfst í augu við þá og
sagt: „Við notum peninga ykkar
á skynsamlegan hátt.“ Ef við get-
um það ekki verðum við að grípa
til aðgerða,“ bætti embættismað-
urinn við.
Lundborg sagði að aðeins tvö
ríki, Bandaríkin og Japan, hefðu
veitt meiri fjárhagsaðstoð en Svíar
vegna sérstakra verkefna WHO.
Sænska stjórnin ákvað að rifta
samningi við stofnunina sem kvað
á um aðstoð upp á jafnvirði 940
milljóna ísl. króna. Þess í stað
fengi stofnunin 470 milljónir.
Lundborg sagði að stofnunin
þyrfti einkum að efla vettvangs-
starfsemi sína. „Svíar vilja öfluga
heilbrigðismálastofnun," sagði
hann og bætti við að Svíar myndu
áfram greiða árleg aðildargjöld sín
þótt aukaframlagið yrði minnkað
um helming.
Sameinuðu þjóðirnar veita egypskum yfirvöldum tiltal vegna vegalagningar
Hraðbraut
óguar píra-
mítunum
FREMSTUR er Keopspíramítinn, þá Kefrens- og loks Mýkerínos-
arpíramítinn. Þeir voru reistir um 2.500 fyrir Krists burð.
EGYPSKA stjórnin gerir nú hvað
hún getur til að fínna lausn á erfíðu
deilumáli sem skaut upp kollinum
fyrr í mánuðinum. Það snýst um
nýja hraðbraut, sem liggur allt of
nálægt píramítunum í Giza að mati
menningarmálayfírvalda Sameinuðu
þjóðanna. Hraðbraulin er lögð til að
létta á hinni gríðarlegu umferð í
höfuðborginni Kaíró en samkvæmt
núverandi skipulagi liggur hún að-
eins um þijá km frá píramítunum.
Vegarlagningin hófst árið 1987
og er 70% hennar Iokið. Hraðbrautin
er 94 km að lengd og er áætlaður
kostnaður um 330 milljónir dala. Þar
sem hún liggur aðeins þijá km frá
píramítunum óttast menn að umferð-
arþunginn og mengunin sem honun
fylgir, muni valda skemmdum á pír-
amítunum. Hosni Mubarak, forseti
Egyptalands, hefur heitið því að
finna lausn á vandanum og hefur
skipað nefnd til þess.
Brot á lögum
Píramítamir, eitt af sjö undrum
veraldar, eru um 4.000 ára gamlir.
Var lagning hraðbrautarinnar stöðv-
uð eftir að mótmæli bárust frá
Egyptanum Said Zulficar, yfírmanni
Mennta-, vísinda- og menningar-
málanefndar Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO). Segir Zulfícar vegar-
lagninguna brot á alþjóðlegum lög-
um sem sett voru til verndar merkum
forn- og náttúruminjum.
UNESCO hefur sent egypskum
yfírvöldum bréf þar sem þeim er
gefínn frestur fram til 1. maí til að
koma í veg fyrir lagningu hraðbraut-
arinnar og aðrar ógnir sem steðja
að píramítunum, svo sem byggingu
félagslegra íbúða, hermannaskála og
öskuhauga. Takist stjórnvöldum
þetta ekki, verði píramítamir teknir
af lista yfír merkustu menningar-
og náttúruarfleifðir heims.
Stjórnin hefur nú þegar lagt til
að vegurinn verði færður tveimur
km lengra frá píramítunum en
UNESCO hefur hafnað tillögunni.
Vilja Sameinuðu þjóðirnar að lagn-
ingu vegarins verði gjörbreytt, svo
að hann liggi ekki um það svæði sem
nýtur verndar samkvæmt lögum um
menningar- og náttúruarfleifð en
það nær um 27 km suður af Giza.
Nú er útsýni frá píramítunum
aðeins óspillt í eina átt en fornleifa-
fræðingar segja að hraðbrautin muni
að óbreyttu spilla því. Þá muni hrað-
brautin auka Ioftmengun, koma i veg
fyrir fornleifauppgröft og borgin
muni færast æ nær píramítunum.
SÞ og fomleifanefndir hafa lagt
til að vegurinn verði fluttur um 22
km frá Giza. Því hafa þeir sem að
lagningu hans standa mótmælt,
segja hann mikilvæga tengingu Ka-
író og 6. októberborgar, iðnaðar-
borgar í eyðimörkinni um 15 km frá
Kaíró. Verði hraðbrautin færð að ósk
SÞ og fornleifafræðinga, sé hún
gagnslaus. Þá segja þeir að hrað-
brautin muni í raun draga úr loft-
mengun þar sem hún muni létta
umferð af veginum, sem liggur um
500 metra frá píramítunum.
Lagning hraðbrautar er ekki eina
tilfellið þar sem fólksfjölgun ógnar
fornleifum i Egyptalandi. Stjórnin
hefur hvað eftir annað hótað að flytja
á brott húsaþyrpingar sem risið hafa
í óleyfí við fornleifar í Kaíró og í
Luxor. Hefur það komið berlega í
ljós, hversu erfiðlega getur gengið
að aðlaga nútímann að fortíðinni.