Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 21
LISTIR
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR
verða haldnir í Kristskirkju
í Landakoti í kvöld, 30. des-
ember kl. 21. Flytjendur eru
Sverrir Guðjónsson, kontr-
atenor, Eggert Pálsson, slag-
verk, Pavel Manásek, orgel,
Martial
Nardeau,
þverflauta,
og Jóhann
Sigurð-
arson, leik-
ari. Kveikj-
an að þess-
um tónleik-
um er
frumflutn-
ingur á
nýju verki
eftir Áskel
Másson,
samið fyrir
kontrate-
nor og
slagverk.
I frétta-
tilkynn-
ingu segir:
„Hér er um
ljóðræna
„Bæn“ eða lofgjörð að ræða,
út frá grískum texta, „To
Axion Esti“ eftir Odysseas
Elýtis, í þýðingu Sigurðar A.
Magnússonar. Alls kyns
klukkur og bjöllur gegna
veigamiklu hlutverki í þess-
Hátíðartón-
leikar í
Kristskirkju
ari tónsmíð og koma þær víðs
vegar að úr heiminum.
Klingjandi klausturbjöllur,
sem söngvarinn leikur á,
koma alla leið frá Japan. Auk
þess hljóma „tubular bells“,
„crotales" og „gongs“, af mis-
munandi stærðum og gerð-
um, sem sérstaklega þurfti
að flytja inn til landsins.
„Lofað veri ljósið“ er óður
til náttúrunnar, manneskj-
unnar, Guðs, eilífðarinnar,
augnabliksins. Sú ljóðræna
stemmning
sem textinn
vekur, hafði
áhrif á val
annarra
verka úr
smiðju
Áskels Más-
sonar.
Á efnis-
skránni er
„Bæn“,
kontratenor
og slagverk,
„Sýn“, orgel
og slagverk,
„Elegie“,
orgel, „La-
ment“, þver-
flauta, og
„Vocalise",
kontratenor
og orgel.
Auk tón-
listarflutnings mun Jóhann
Sigurðarson, leikari, lesa
ljóð, sem sérstaklega eru val-
in út frá þema þessara tón-
leika“.
Aðgöngumiðar verða seld-
ir við innganginn.
Post-graduate
TONLIST
Norræna húsinu
PÍ ANÓLEIKUR
Arnhildur Valgarðsdóttir.
Píanóleikur. Miðvikudaginn
28. desember 1994.
í RAUN og veru veit ég ekki
hvort ætlast er til að um tónleika
þessa sé fjallað opinberlega í formi
gagnrýni, en um var að ræða lið
í lokaprófi Arnhildar að mér skilst,
og verður því að líta á tónleikana
sem einskonar nemendatónleika.
Enga efnisskrá var heldur að fá
við innganginn og kom í hlut Arn-
hildar sjálfrar að kynna verkefnin
sem hún lék. Fyrri hluti efnisskrár-
innar var helgaður J.S. Bach, fyrst
Prelúdía og fúga úr Das Wohlte-
merierte Klavier. Sjálf kynnti Arn-
hildur Bach sem höfund er semur
undir ströngum formum og agað
mjög, sem vitanlega er alveg rétt
hjá henni. Hins vegar var spil
hennar mjög frjálst, ekki í þeim
stranga aga sem við erum vönust
í flutningi Bach-verka. Kannske
má segja, að vegna þess hvað form
Bachs eru þétt þoli hann, í þessum
prelúdíum og fúgum, miklar styrk-
leikasveiflur og nokkurt frelsi í
hryn, en undirrituðum fannst
þarna nokkuð langt gengið. Að
vísu var spil Arnhildar skýrt og
auðheyrt var hvað hún var að fara
og þá er ekki lítið sagt, því ekki
fara allir af stað með ákveðið
markmið í huga. Fljótlega kom í
ljós að minni Arnhildar er gott og
hún var mjög fljót að bjarga smá
mistökum, sem alltaf koma fyrir.
í e-moll Partítu Bachs var eðlilega
þessi sama frjálsa túlkun áberandi
og þótt margt í Partítunni væri
vel og fallega gert, varð úr henni
einhverskonar enskur Bach, sem
undirritaður getur ekki fyllilega
skrifað undir. Þó er vitanlega ekki
svo að til sé aðeins ein aðferð við
að spila Bach, en til þess að fara
langt út fyrir hefðina þarf þrosk-
aðan listamann með langa reynslu,
slíkir geta og leyft sér hvað sem
er, ef góðir eru. Langur vegur er
þó að því marki og fyrst er að
losna frá kennurum sínum. Arn-
hildur lauk tónleikunum með
fyrsta þætti úr „Reliqué“-sónöt-
unni eftir Fr. Schubert. Enn sýndi
Arnhildur gott minni, sem er hljóð-
færaleikara ekki lítils virði. Til
þess að fá þessa löngu einþáttunga
Schuberts til að lifa þarf langa
reynslu og mikla orku. Arnhildi
er óskað til hamingju með áfang-
ann, framtíðin er alltaf óskráð,
sem betur fer.
Ragnar Björnsson
Góð sjónvarpsmynd
LEIKLIST
Sjónvarpiö
HVÍTI DAUÐINN
Handrit og leikstjórn: Einar Heim-
isson. Kvikmyndun: Haraldur Frið-
riksson. Stjórn upptöku: Tage
Ammendrup. 28. desember.
ÞAÐ ER dálítið furðulegt hvað
allt gerist hratt í þessum heimi -
við meira að segja gleymum hratt.
Það er ekki óalgengt að við sem
fædd erum eftir miðja öldina lítum
á berkla sem jafn fornan hluta af
sögu landsins og svarta dauða. Samt
teygði þessi sjúkdómur sig nokkuð
fram yfir miðbik aldarinnar og við
þekkjum fólk sem hefur skaðast af
honum og vissulega hefur hann
höggvið skarð í ættir okkar.
Heimildarmynd sjónvarpsins, sem
sýnd var í fyrrakvöld, færði þennan
þátt íslandssögunnar nær okkur á
mjög sérstæðan hátt.
Þótt hér hafi verið um heimilda-
mynd að ræða, var nægilega mikið
af skáldskap í henni til að hún gerði
sig sem sjálfstætt sjónvarpsleikrit.
Sagan var einföld og laus við tilgerð
- og ég verð að segja að mér fannst
sú nálgun við viðfangsefnið sem
Einar Heimisson kaus, þ.e. mann-
eskjan andspænis þessum skæða
sjúkdómi; sorgir hennar, einangrun,
vonir, vonbrigði og söknuðurínn í
bijósti hennar, gera það að verkum
að örlög þeirra einstaklinga sem
myndin fjallaði um, komu manni við.
Barátta þeirra' snart mann. Það var
mikill léttir að horfa á mynd um
fólk, án þess að vera settur inn í
tölfræði, sagnfræði eða eitthvert
vitsmunakjaftæði. Mér finnst það
gleðiefni að við skulum hafa eignast
kvikmyndagerðarmann sem kann að
nota vitsmunina til að koma frá sér
sögu um þær tilfinningar sem mann-
eskjan þarf að takast á við í veraldar-
volkinu.
Mér fannst handritið gott; vel
uppbyggt, laust við tilgerð og ljóst
að Einar treysti leikurunum til að
koma þessari látlausu, fallegu sögu
til skila - og það sem er ekki síður
mikilvægt, treysti áhorfendum til að
taka við henni. Tónlistin var vel
valin; undirleikur við það hljóðfæri
sem tilfinningaskalinn er og aldrei
uppáþrengjandi. Myndatakan var að
mestu leyti góð; sjónarhorn og hreyf-
ing blátt áfram og eðlileg, þótt mér
hafi þótt heldur mikið af of miklum
nærmyndum. Fókusar á munna voru
alveg að verða hlægilegir.
Það sem ber þó hæst var, hversu
vel leikin myndin var. í aðalhlut-
verki var Þórey Sigþórsdóttir og man
ég ekki eftir að hafa séð hana gera
betur. Þorsteinn Gunnarsson var
mjög góður í hlutverki Helga læknis
og það sama má segja um Hinrik
Ólafsson sem Jóhann sjómaður. Það
var þó Aldís Baldvinsdóttir sem stal
senunni í túlkun sinni á hinni ör-
væntingarfullu konu, sem flýr af
hælinu til að drekkja sorgum sínum
eina nótt.
Hvíti dauðinn er eitthvert best
heppnaða leikna íslenska efni sem
ég hef séð í sjónvarpi og verður til-
hlökkun að fylgjast með verkum
Einars Heimissonar í framtíðinni.
Súsanna Svavarsdóttir
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*
FLOKKUR 10.000 GKR.
1976-2.fl. 25.01.95-25.01.96 kr. 13.927,09
1977-1 .fl. 25.03.95 - 25.03.96 kr. 12.998,61
1978-1 .fl. 25.03.95 - 25.03.96 kr. 8.813,32
1979-1 .fl. 25.02.95 - 25.02.96 kr. 5.827,74
INNLAUSNARVERÐ*
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00
1981-1 .fl. 25.01.95-25.01.96 kr. 234.004,30
1985-1 .fl.A 10.01.95- 10.07.95 kr. 66.190,90
1985-1 .fl.B 10.01.95- 10.07.95 kr. 33.648,10**
1986-1 .fl.A 3 ár 10.01.95- 10.07.95 kr. 45.624,50
1986-1 .fl.A 4 ár 10.01.95- 10.07.95 kr. 51.714,50
1986-1 .fl A 6 ár 10.01.95 - 10.07.95 kr. 53.899,30
1986-1.fl.B 10.01.95- 10.07.95 kr. 24.816,70**
1986-2.fl.A 4 ár 01.01.95-01.07.95 kr. 42.784,50
1986-2.ÍI.A 6 ár 01.01.95-01.07.95 kr. 44.505,80
1987-1.fl.A2 ár 10.01.95 - 10.07.95 kr. 35.796,60
1987-1 .fl.A 4 ár 10.01.95 - 10.07.95 kr. 35.796,60
1989-1 .fl.A 2,5 ár 10.01.95-10.01.96 kr. 17.889,90
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
**) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 30. desember 1994.
SEÐLABANKIÍSLANDS