Morgunblaðið - 30.12.1994, Side 23

Morgunblaðið - 30.12.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 23 Ráðherra leiðréttur ÍSLENSK skáld og rithöfundar hafa jafnan verið fundvísir á sér- kenni þjóðarinnar, sem mönnum gjarnan yfir- sést í amstri daganna. Það er einmitt þessi fundvísi, sem á sinn þátt í ástsæld og virð- ingu, sem þessir menn hafa hlotið hjá íslenskri þjóð. Hinn mikli ákafi borgarstjórans í Reykjavík, að láta að óskum og þörfum olíu- félágsins Irving Oil, hefur minnt mig á hve vel er lýst í bókmennt- um okkar, virðingu og undirgefni íslenska manna við allt það sem útlent er. Þetta kemur til dæmis víða fram í ritum Halldórs Laxness og þar meðhöndlað með meistaralegri kímni svo sem honum er lagið. I einfeldni minni hélt ég að við værum vaxnir upp úr þessari áráttu og hún tilheyrði sögunni. Nú sé ég að svo er ekki. Erlendir herra- menn skulu hafa forgang. Nú er liðið nokkuð á fjórða ár síðan ég hætti að hafa afskipti af olíuverslun. Ég minnist frá fyrri árum margra erinda og ennþá fleiri funda, sem haldnir voru með hafnar- yfirvöldum Reykjavíkur til þess að reyna að fá sómasamlega aðstöðu fyrir olíubirgðastöð í Örfirisey. Það tók áratugi að fá þokkalegt lóðarými og hafnarbakki fyrir stór olíuskip er enn ókominn. Reykjavíkurhöfn hefur þó ávallt tekið allstóran skatt af hverju olíutonni, sem um höfnina hefur farið. Nú er hins vegar hlaup- ið upp til handa og fóta og sam- þykkt að búa til land með það sama samkvæmt beiðni erlends aðila og gefið upp að borgin þurfi ekki að kosta til þessa nema 100 milljónum króna á næsta ári. Jafnframt er gefið fyrirheit um að byggja hafnar- bakka, sem lauslega er áætlað að muni kosta 400 milljónir. Stórmann- lega verður að bregðast við fyrir erlenda aðila. Einu sinni var það stefna borgaryfirvalda að koma öll- um olíubirgðastöðvum fyrir í Örfiris- ey. Var þá miðað við að betur væri komið umhverfismálum svo sem mengunaráhættu og skipulagsmál- um. Þá var einnig talið að Laugar- nes, fegursta byggingarsvæði í Reykjavík, myndi sóma sér betur undir annað en olíugeyma. Ekkert er of gott fyrir gest, sem er langt að kominn. Kostnaður við byggingu olíubirgðastöðvar í Örfirisey er miklu meiri en í Laugarnesi, meðal annars vegna fjarlægðar frá skipalægi. Tekjur Reykjavíkurborgar af olíu- innflutningi aukast ekki, þótt yfir- bygging eigi sér stað á birgðastöðv- um og fleiri aðilar skipti með sér olíuinnflutningi. Hér er um að ræða sóun á fjármunum og aukinn kostn- að fyrir Reykjavíkurborg. Með tím- anum verður það enginn annar en íslenskur almenningur sem greiðir þennan kostnað. Ég ætla ekki að ræða hér þá bar- áttu, sem ég á fyrri árum átti í fyr- ir Olíufélagið hf. að fá sanngjarnan hlut af bensínstöðvalóðum í borg- inni. Á 32 árum tókst mér að fá fjór- ar lóðir í þessum tilgangi. Nú er öldin önnur og önnur viðbrögð. Irv- ing Oil sögðu: „Við viljum fá 6-8 lóðir undir bensínstöðvar“. Eins og á dögum ítalska Ioftflotans sagði yfirþjónninn: „Takk fyrir“ og hneigði sig. Samkvæmt skipun borgarstjóra var hafin leit að auðum blettum í borginni, sem þjóna mættu hinum erlendu herrum. Ingibjörg Sólrún borgarstjóri tilkynnir í Morgunbiað- inu á aðfangadag að afgreiðsla á bensínstöðvalóðum til Irving Oil verði flýtt og afgreiðsla fari fram miili jóla og nýárs eða strax eftir áramót. Ekki hefur heyrst að bensín- stöðvar væru of fáar á Reykjavíkur- svæðinu eða þjónustu í þeim efnum væri áfátt. Samt á í einu lagi að fjölga þeim um allt að 30%. Hvaða vit er í þessu? Ef svo fer fram sem horfír er hér um slys að ræða í mörgum skilningi. T.d. skipu- lagsslys, umferðarlegt slys, rekstrarlegt slys, umhverfisslys og síðast en ekki síst slys í sam- skiptum fyrirtækja og borgar. Hver verður til- trú atvinnurekenda til borgaryfirvalda, ef þeir geta átt von á að borg- aryfirvöld afhendi er- lendum aðilum í einni svipan forgangsrétt að lykilaðstöðu til þess að stunda hér viðskipti og gera jafn- framt verðlitla þá upþbyggingu sem innlendir aðilar hafa verið að beijast við í hálfa öld að koma upp? Olíufélögin hafa á undanförnum árum skilað dijúgum skattpeningum til ríkis og borgar. Ljóst er að með því að eyðileggja rekstrargrundvöll bensínstöðva á Reykjavíkursvæðinu, með brjálæðislegri yfirfjárfestingu, Á að eyðileggja rekstr- argrundvöll bensín- stöðva á höfuðborgar- svæðinu með yfirfjár- festingu, spyr Vil- hjálmur Jónsson. Flaustursafgreiðsla málsins getur skaðað borgina um tugi milljóna á ári. er vegið að heildar útkomu félag- anna. Ég er alveg viss um að hin vanhugsaða flausturs afgreiðsla þesa máls á eftir að skapa Reykja- víkurborg um marga tugi milljóna á ári hverju, varlega áætlað. Menn eiga að geta treyst samþykktu skipulagi borgarinnar. Ef því er breytt, beinlínis til þess að skapa nýjum aðila samkeppnisaðstöðu gegn þeim, sem í góðri trú hafa byggt upp rekstur eftir fyrra skipu- lagi, kemur vel til greiða að skaða- bótaréttur myndist gegn borginni. Öll er meðferð borgarinnar á þessu máli með ólíkindum. Ég hóf þessi skrif með tilvísun til íslenskra bókmennta og fer vel á því að ljúka þeim með orðum Hall- dórs Laxness úr ritgerð sem heitir Gestrisni á íslandi: „En laungum var einnig til á ís- landi sú gestrisni, sem er meira til að sýnast en vera, gestrisni fyrir- manna við aðra fyrirmenn, gestrisni til að auglýsa mikilmennsku sína fyrir ókunnum mönnum, gestrisni sem stöðutákni — iðulega falskt. Fyrirfólkið á bænum gat vel lifað við lítinn kost hvunndags og verið matníðingar við hjú sín; en ef vanda- lausan bar að garði úr fjarlægum stöðum var slegið upp veislu.“ Höfundur er fv. forstjóri Olíufélagsins hf. Útsending alla virka daga kl. 12.46 til 23.46. AuglýsinfiaAiímar: 814472,35150 og 35740 V Fax 688408 / Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi greinargerð frá fósturmála- sviði Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar, sem undirrituð er af Hildi Sveinsdóttur: HÆSTVIRTUR umhverfisráð- herra, Össur Skarphéðinsson, kom fram í tjölmiðlum um daginn vegna þess að hann og kona hans voru að ættleiða barn frá Kólumbíu. Slíkt er ætíð ánægjuefni í lífi hjóna og er þeim óskað til hamingju með bamið. Við þetta gleðilega tækifæri sá hæstvirtur ráðherra ástæðu til að fara óviðeigandi orðum um ættleið- ingar á íslenskum bömum og um þá aðila sem sinna þessum málum. Vegna þessara ummæla og vegna þess hversu viðkvæm þessi mál geta verið, sérstaklega gagnvart þeim börnum sem málið varðar, er rétt að upplýsingar um hvernig þessum málum er háttað komi fram. Samkvæmt íslenskum lögum er ekki til framættleiðing, samskonar því sem gerist erlendis, heldur er börnum ráðstafað í fóstur til reynslu með ættleiðingu í huga. Það er grundvallarmunur á fóstri og ætt- leiðingu. Með ættleiðingu öðlast barnið allan lagalegan rétt eins og um eigið bam væri að ræða og um leið slitna öll iagaleg tengsl við kyn- foreldra. Á ári hveiju fara 10-14 böm í fóst- ur á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Alls era 130 böm í varanlegu fóstri hjá 102 fjölskyldum og era fósturforeldrar úr öllum stétt- um. Með varanlegu fóstri er átt við að baminu er ráðstafað í fóstur til 16 ára aldurs eða þar til bamið verð- ur sjálfráða samkvæmt lögum. Hjón eða einstaklingar sem áhuga hafa á því að gerast fósturforeldrar þurfa að sækja um það formlega. Ef hjónin hafa uppfyllt öll skilyrði og verið samþykkt af barnaverndar- nefnd sem hæfir fósturforeldrar, komast þau á lista sem væntanlegir fósturforeldrar. Þegar upp kemur sú staða að bam eða böm þurfa á fóst- urforeldrum að halda er leitað til fólks sem er á ofangreindum lista. Enginn fær númer á þessum lista, heldur era það hagsmunir og þarfir barnsins/barnanna sem ráða valinu. Fóstur bama á vegum Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar era í Það er ómakleg ásökun að félagsráðgjafar eða vinir þeirra ganffl fyrir við ættleiðingu á ís- lenskum börnum, segir í greinargerð Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar, sem telur yfirlýsingar ráðherra grafa undan tiltrú manna á fagaðil- um sem sinna málefnum barna og ungmenna. langflestum tilfellum barnavernd- arúrræði, þ.e. barnið getur ekki ver- ið lengur undir forsjá sinna kynfor- eldra af einhveijum ástæðum og oft eiga þessi böm við erfiðleika að stríða og þurfa því mikla umönnun. Barn sem er í fóstri hefur áfram umgengni við sína kynforeldra og fósturforeld- ram er skylt að upplýsa bamið um sinn uppruna. Markmið með fóstri til 16 ára aldurs er þó það að bamið nái að festa rætur hjá sinni fósturfjöl- skyldu og líti á hana sem sína raun- fjölskyidu. Meðalaldur bama sem fara í fóstur til 16 ára aldurs er 3-4 ára. Auðvelt er að koma yngstu börnunum fyrir en mun erfiðara er að fínna fóst- urforeidra fyrir þau eldri. Stundum kemur fyrir að börn sem ráðstafað hefur verið í fóstur til 16 ára aldurs, era ættleidd af sínum fósturforeldrum. Ef ættleiðing verð- ur að veruleika er það með sam- þykki kynforeldra og vegna óska barnanna. Ættleiðing nýfæddra íslenskra bama er mjög sjaldgæf og nærri má geta að 1 barn á ári sé meðaltal- ið. Þau rúmlega 3 ár sem undirrituð hefur starfað að þessum málum hef- ur hún haft afskipti af ættleiðingu á fjórum nýfæddum börnum. Þremur af þessum börnum var komið á fóst- urheimili í gegnum Barnaverndar- nefnd Reykjavíkur. Leitað var til Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar vegna eins barns af barna- verndarnefnd úti á landi. í tveimur tilvikum voru kynforeldrar búnir að velja sjálfir foreldra fyrir barn sitt, en í tveimur var samvinna við kynfor- eldra um val af þeim lista sem fyrir lá. I þremur tilfellum er umgengni á milli barns og kynforeldra þrátt fyrir ættleiðingu. Ekki var um nein óeðli- leg vinnubrögð að ræða eins og ráð- herra var með aðdróttanir um. Fóst- urmálasvið Félagsmálastofnunar Reykjavíkur tók til starfa árið 1985 og þau vinnubrögð sem lýst er að ofan hafa verið viðhöfð síðan þá. Eins og í upphafi greinir, er ekki til á íslandi samskonar frumættleið- ing og gerist erlendis. Ef kynforeldr- ar óska eftir því að koma ófæddu barni sínu í ættleiðingu, er barninu ávallt komið í fóstur til reynslu í 3 mánuði með ættleiðingu í huga. Þess- ir þrír mánuðir eru mjög erfíðir fyrir fósturforeldra, því kynforeldrar geta kallað eftir barni sínu á þessum reynslutíma og er það þá barna- verndamefndár að skera úr um fram- tíðarstað barnsins. Óhætt er að fullyrða, að allir sem eru á lista Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, til þess að gerast fósturforeldrar, eiga þá ósk heitasta að geta ættleitt ungt barn. Til er það fólk á lista sem segist einungis vera tilbúið til að ættleiða lítið barn, en treystir sér ekki til þess að gerast fósturforeldrar. Allir þeir sem sækj- ast eftir að vera á umræddum lista og hafa samþykki barnavemdar- nefndar koma til greina, hvort sem um er að ræða fóstur eða hugsanlega ættleiðingu. Yfirlýsingar ráðherra, þess efnis að félagsráðgjafar eða vinir þeirra gangi fyrir við ættleiðingar á íslensk- um börnum, er því ómakleg ásökun. Yfirlýsingar af þessum toga eru ein- ungis til þess fallnar að grafa undan tiltrú manna á fagaðilum sem sinna málefnum barna og ungmenna. Jafn- framt er hætta á að neikvæð um- ræða af þessum toga komi illa við börn sem eru í fóstri eða eru ætt- leidd og fjölskyldur þeirra. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐAVERÐTRYGGÐRA SPARISKIRTEINA RÍKISSJÓÐS Hinn 10. janúar 1995 er tuttugasti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 20 verðurfrá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 555,20 ■■ ■■ 10.000 kr. skírteini = kr. 1.110,40 » .. 100.000 kr. skírteini = kr. 11.104,00 Hinn 10. janúar 1995 er átjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 18 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.963,30 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1994 til 10. janúar 1995 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. janúar 1995. Reykjavík, 30. desember 1994. SEÐLABAMG ÍSLANDS Gestrisni í Reykjavík Vilhjálmur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.