Morgunblaðið - 30.12.1994, Síða 25

Morgunblaðið - 30.12.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 25 AÐSENPAR GREIIMAR Greiðsluvandi heimilanna Ný hugsun - breytt viðhorf AF REYNSLU Norðmanna og ástandi mála hérlendis, er nauðsynlegt að taka með breyttum eða nýj- um hætti á þeim greiðsluvanda, sem blasir við alltof mörg- um íslenskum heimil- um. í þessum efnum þarf samstíga átak fjölmargra aðila. Það þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn og neita tilvist vandans. Hann stigmagnast og kemur fyrr eða síðar niður á ríki eða sveit- arfélögum í formi aukinnar fram- færslu með beinum eða óbeinum hætti. Það er staðreynd í okkar þjóðfé- lagi, að alltof fáir eru upplýstir um mikilvægi þess að stýra fjármálum sínum af ráðdeild og skynsemi, um mikilvægi þess að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Eimir þar enn Greiðsluvandi einstak- linga og fjölskyldna hef- ur vaxið óðum, segir Jón H. Karlsson, og gjaldþrotum fjölgað. eftir af hugsunarhætti verðbólgu- áranna. Með auknu atvinnuleysi og sam- drætti í tekjum í þeirri efnahags- lægð, sem gengið hefur yfir, hefur greiðsluvandi einstaklinga og fjöl- skyldna vaxið óðum og gjaldþrotum þessarra aðila fjölgað að sama skapi. Félagsmálayfirvöldum er því fyrirsjánalega mikill og vaxandi vandi á höndum. Verðtryggð lán, háir vextir, til skamms tima há afföll húsbréfa, of mikil fjárfesting og ofneysla hafa orðið venjulegu launafólki fjötur um fót. „Þetta er bara sjálfskaparvíti," segja margir þeirra sem betur mega sín og vísa til þess að viðkom- andi einstaklingar í greiðsluvanda hafi ekki kunnað fótum sínum for- ráð. Það er bæði rétt og rangt. Það mun alltaf verða svo að einhveijir þegnanna munu ekki geta séð sómasamlega fyrir sér og af skyn- semi. Þeir lenda því á félagslegu framfæri. Til þess geta verið marg- ar og mismunandi ástæður eins og t.d. sjúkdómar, langvarandi at- vinnuleysi, óregla og menntunars- kortur. Stundum er öllum þessum ástæðum og jafnvel fleiri til að dreifa í sama tilviki. í öðrum tilvik- um eru það ytri aðstæður og ein- faldtega upplýsingaskortur (eða þekkingarleysi), sem eiga stóran þátt í ijárhagslegum óförum ein- staklinga. Það umhverfi sem við lifum og hrærumst í í helgast m.a af sífelld- um gylliboðum á ýmsum sviðum. Bankarnir keppast við að auglýsa sig og þjónustu sína, greiðslukorta- fyrirtæki bjóða kredit- og debet- kort, eldri borgurum eru boðnar dýrar „þjónustuíbúðir" á fijálsum markaði, fyrirtæki keppast um að bjóða fjárfestinga- og neysluvörur á vild- arkjörum, ferðaskrif- stofur freista manna með óteljandi ferða- möguleikum og svo mætti lengi telja. Margir láta freistast af því sem í boði er, bíta á agnið, án þess að gera sér nægilega grein fyrir afleiðingum þess að geta ekki stað- ið í skilum. Sú lenska að fá ættingja og vini til að gerast ábyrgðarmenn að lán- um hefur leitt til ótalinna fjöl- skylduharmleikja og vinslita. Ábyrgð lánveitenda Ábyrgð lánveitenda er sjaldan tíunduð sem ástæða, eða hluti ástæðu, fjármálalegra ófara lán- takenda. Til skamms tíma hafa bankar og aðrir lánveitendur látið sér nægja veð eða sjálfskuldar- ábyrgð 3ja aðila (ættingja eða vina) að því gefnu að eignastaða þeirra eða lánstraust sé viðunandi án til- lits til raunverulegrar greiðslugetu lántakans sjálfs. Vönduðu greiðslu- mati á lántaka hefir ekki verið beitt sem skyldi nema þá helst í húsbréfakerfinu. Afleiðingamar hafa birst í hrikalegum og vaxandi vanskilum við lánastofnanir, sem sitja uppi með fasteignir fyrrum viðskiptamanna sinna í stórum stíl eða afskrifaðar og tapaðar kröfur. Seinustu misseri hefur þetta þó breyst til batnaðar eða hvað? Hvernig getur það til dæmis gerst að einstæð, eignalaus móðir með 70.000 króna mánaðatekjur, sem greiðir af tekjum sínum 20.000 krónur í húsaleigu og rúmar 8.000 krónur í barnagæslu, kemst í þá aðstöðu að skulda 6.650.000 krón- ur til fjögurra bankastofnana? Frá upphafi er lítil von til að hún geti staðið í skilum en „lánsveð“ í íbúð foreldra og vinar standa að baki sem trygging fyrir greiðslu þannig að lánveitgndur telja sér borgið hvernig sem málið fer. Þá virðist varða lítt um afleiðingarnar að öðru leyti. Ráðgjöf er mótvægi Það er einmitt hér sem mótvæg- ið vantar - frá ábyrgum aðilum. Með upplýsingum og ráðgjöf, þar sem fólki er tímanlega gerð grein fyrir afleiðingum fjármálalegra ákvarðana sinna, má vissulega koma í veg fyrir seinni tíma vanda að miklu leyti. Seinni tíma vandi einstaklinga og fjölskyldna leiðir oft til þess að sá vandi verðuf vandi samfélagsins alls. Það er því fyllilega réttlætanlegt að ríki og sveitarfélög grípi fyrr inn í þennan feril en nú er gert, þó ekki væri nema í sparnaðarskyni (þ.e. í því skyni að draga úr útgjaldaþörf til félagsmála). Mannúðarsjónarmið- in og siðferðissjónarmiðin eru svo allt annar handleggur. Höfundur var aðstoðarmaður fv. félagsmálaráðherra. Jón H. Karlsson /^ARUD -meiriháttar gottf Munið Áramótaknall Maarud og Flugeldasölu Hjálparsveitar skáta á útvarpstöðinni Fm 95,7 milli jóla og nýárs kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.