Morgunblaðið - 30.12.1994, Síða 27

Morgunblaðið - 30.12.1994, Síða 27
26 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ABYRG AFSTAÐA KOHLS HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, lýsti fyrir skömmu þeirri skoðun sinni að taka yrði fullt tillit til sjónarmiða Rússa er ákvarðanir verða teknar um mótun nýs öryggiskerf- is fyrir Evrópu. Lagði kanslarinn áherslu á að fjölgun aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins yrði að tengjast fjölgun aðildarríkja Evrópu- sambandsins og vera hluti af heildaráætlun um öryggi í Evrópu. „Rússar búast réttilega við að gegna hlutverki, sem er í samræmi við stöðu þeirra og virðingu. Fjölgun NATO- ríkja verður því að eiga sér stað í samvinnu við fyrst og fremst Rússa og Úkraínumenn,“ sagði kanslarinn. Þessi orð kanslarans lýsa ábyrgri afstöðu. Vesturlönd og Atlantshafsbandalagið standa frammi fyrir örlagaríkum ákvörðunum á næstu árum. Skipulag eftirstríðsáranna heyr- ir fortíðinni til en nýtt skipulag er enn í mótun. Auðvitað á að bjóða ríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu, sem nú hafa öðlast frelsi og tekið upp lýðræðislega stjórnar- hætti, aðild áð samfélagi vestrænna lýðræðisríkja. Það váeri aftur á móti mjög óvarlegt og yrði til að draga úr öryggi í álfunni ef Rússar yrðu útilokaðir frá þessari umræðu. Slíkt myndi auka vegsemd þeirra afla í Rússlandi er vilja snúa baki við Vesturlöndum og vestrænni hugmyndafræði. í þessu sambandi má vísa til orða Niels Helveg Petersen, utanríkisráð- herra Dana, í grein hér í blaðinu í gær er hann sagði: „í hnotskurn er það vandinn að koma Rússum í skilning um, að stækkun NATO geti stuðlað að auknu öryggi og stöðug- leika í allri álfunni." Alls ekki er útilokað að Rússar muni í framtíðinni fallast á NATO-aðild Pólveija, Tékka, Slóvaka og Ungveija. Skref í þá átt verður að stíga með gætni og í samráði við Rússa þó að auðvitað sé ekki hægt að veita þeim neitunarvald í mál- inu. Fyrst kann hins vegar að reynast farsælast að veita þessum ríkjum aðild að hinni efnahagslegu og pólitísku sam- vinnu Vestur-Evrópuríkja, í gegnum Evrópusambandið, og þar með óbeint að hinu vestræna öryggiskerfi í gegnum Vestur-Evrópusambandið. GATT OG NEYTENDUR SAMKOMULAG þingflokkanna um að afgreiða GATT-sam- komulagið um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) fyrir áramót er ánægjuefni. Með því verður ísland stofnríki WTO. í samkomulaginu er gert ráð fyrir að lagabreytingar vegna gildistöku GATT verði gerðar með hliðsjón af því að veita innlendri framleiðslu nauðsynlega vernd. „Landbúnaðarráð- herra verði tryggt forræði um allar efnislegar ákvarðanir í því stjórnkerfi sem varðar landbúnað og innflutning landbún- aðarvara og komið verður á fót á grundvelli þessarar ályktun- ar,“ segir í breytingartillögu utanríkismálanefndar við þings- ályktunartillöguna um fullgildingu GATT-samkomulagsins. Nú dregur enginn í efa að skapa verður íslenzkum landbún- aði lífvænleg rekstrarskilyrði. Það verður hins vegar ekki gert með því að reisa um hann tollmúra, heldur verður heil- brigð samkeppni í landbúnaði, þar á meðal með innflutningi landbúnaðarvara, að komast á með tímanum. Ef rétt er á haldið mun GATT-samkomulagið stuðla að því að lækka vöruverð og auka vöruúrval hér á landi. Slíkt er í þágu neytenda og nú, er víða kreppir að fjölskyldum vegna lágra launa og mikils framfærslukostnaðar, er mikilvægt að þau áhrif GATT komi fram sem fyrst. Þess vegna ber að leggja áherzlu á að afgreiða lagabreytingar vegna GATT á því þingi, sem nú situr. GÓÐAR MÓTTÖKUR? KANADÍSKA olíufélaginu Irving Oil hefur nú verið lofað lóðum fyrir olíubirgðastöð og benzínstöðvar í nokkrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að er- lendir fjárfestar mæti jákvæðu viðmóti hér á landi. Gata Irv- ing Oil hefur nú verið greidd í hinu opinbera kerfi. Erfiðleik- ar á borð við þá, sem Irving-menn ráku sig á í fyrstu og tengdust t.d. skipulagsmálum, eru hins vegar dæmi um að betur má huga að þeim aðstæðum, sem erlendum fjárfestum eru skapaðar. Það skiptir sömuleiðis miklu máli að erlend fyrirtæki geti gengið að upplýsingum og ráðgjöf um fjárfestingarmöguleika hér á landi á einum stað, og ber að ýta undir að svo megi verða. TÝIMD TÓNVERK JÓNS LEIFS FUNDIN DR. SUZANNE Ziegler að lesa eitt af gömlum bréfum Jóns Leifs. Herfang horfinna ríkja í Þýskalandi hafa fundist upptökur með verk- um eftir Jón Leifs. Enn hefur ekki veríð unnt að hlýða á hljóðritanir þessar, sem Rússar tóku sem herfang og reyndust langlífari en bæði Sovétríkin og Austur-Þýskaland. Börk- ur Gunnarsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Berlín, heimsótti þýska Þjóðfræðisafnið. ARIÐ 1945 þegar rússneskar herdeildir höfðu brotið á bak aftur síðustu mót- spymu Þjóðverja, fór her- inn ránshendi um Berlín og mikill fjöldi af listaverkum og öðrum list- munum var fluttur til Sovétríkjanna. Hluti af þessu herfangi Rússa voru upptökur eftir íslenska tónskáldið Jón Leifs. Flestir töldu að þessar upptök- ur Jóns Leifs hefðu ásamt þúsundum annarra, sem voru í „Hljóðritasafni Berlínar", eyðilagst í þeim miskunn- arlausu bardögum sem voru háðir í borginni. Enginn vissi að upptökumar hefðu verið fluttar með ------:--------------- leynd til þáverandi Len- Lög sem íngrad. hvergi eru til Þar voru upptökurnar annars staðar rannsakaðar og síðan komið fyrir í geymslu. Rétt fyrir 1960 færðu síðan Sovét- menn Austur-Þýskalandi þessar upp- tökur að gjöf. En Austur-fjóðverjar héldu þessum fundi leyndum og komu hljóðritunum fyrir í geymslu. Þar vom þær þar til árið 1991 þegar þýsku ríkin sameinuðust. Þá fundust þúsundir merkra hljóðritana í geymsium þessum og þar á meðal em upptökur Jóns Leifs. Þær vom síðan fluttar til Þjóðlagadeildar þýska þjóðfræðisafnsins. Dr. Suz- anne Ziegler er yfirmaður þess verk- efnis innan þjóðlagadeildarinnar sem hefur með þessar gömlu upptökur að gera. Hvers vegna hafíð þið hjá þjóð- fræðisafninu fengið þessar upptökur í hendur? „Af því að þessar upptökur voru fyrir stríð í eigu Hljóðritasafns Ber- línar, en Þjóðlagadeild Þjóðfræði- safnsins er einmitt arftaki gamla Hljóðritasafnsins. En þar sem flest allir munir Hljóðritasafnsins týndust eða eyðilögðust í seinni heimsstyij- öldinni var nafninu breytt árið 1963 í Þjóðlagasafn og það gert hluti af Þjóðfræðisafninu. En gamla Hljóð- ritasafn Berlínar var mjög merkilegt og var stofnað í framhaldi af því að Carl Stumpf notaði uppfinningu Edi- sons að hljóðrita til að taka upp hljómleika hér í Berlín árið 1900. ------ Undir stjórn Erich Moritz von Hombostel sem stjórnaði því frá 1922-1933 stækkaði safnið mjög mikið. Hornbo- stel var sá sem fékk hið efni- lega íslenska tónskáld, Jón til að taka upp fyrir safnið Leifs, mörg íslensk lög. Áður en Hornbo- stel féll frá hafði hann komið upp stóm safni laga víðs vegar að úr heiminum. Því miður týndust nær allar þessar upptökur í seinni heims- styijöldinni. 76 hljóðritanir Við sameiningu þýsku ríkjanna finnast þessar upptökur síðan aftur, en hversu margar þeirra? „Þarna læst niður í kjallara í ýmsum geymslum í Austur-Þýska- landi var um það bil 90% af öllum upptökum hins gamla Hljóðritasafns Berlínar. Þannig að aðeins lítill hluti þeirra virðist hafa eyðilagst í stríð- inu. En á móti kemur að þær voru Morgunblaðið/Börkur Gunnarsson DR. SUZ ANNE Ziegler setur upp hljóðrita sem var hannaður rétt eftir aldamótin.Inniþennanlúðurvarspilaðogsungiðogþáskarnálintónana í vax-sívalning sem var settur á rúlluna. VERK JÓNS Leifs eru aðeins lítill hluti þessa stóra safns. ekki geymdar við bestu aðstæður, hvorki í Sovétríkjunum né í A-Þýska- landi og þess vegna em margar þeirra mjög illa farnar. Samtals eru þetta um 30.000 upptökur, en þar af eru um 2000 frumupptökur. í þessu safni hafa fundist 76 upptökur eftir Jón Leifs og af þeim eru 11 frumupptökur. Frumupptökurnar eru sérstaklega vandmeðfarnar því þær voru gerðar á vax-sívalning. En aðrar upptökur voru gerðar á kopar- sívalning. Þessir vax-sívalningar em mjög vandmeðfarnir því þeir geta auðveldlega eyðilagst við spilun. Hér áður fyrr var gert ráð fyrir þvl að hægt væri að spila vax-sívalningana tíu sinnum áður en þeir eyðilögðust, þá þurfti aftur að taka lögin upp.“ Hvenær voru þessar hljóð- ritanir Jóns Leifs gerðar? „Þær eru frá árunum 1926-1928. Þá fékk áður- nefndur Hornbostel hann til að taka þessi lög upp. En því miður hafa margar upplýs- ingar um upptökurnar glatast og vonumst við til að ein- hverjar upplýsingar um þess- ar upptökur sé að fá á ís- landi. En við höfum enn ekki getað hlustað á þessi lög af ótta við að skemma upptök- urnar. Til þess að hlusta á svona gamlar upptökur án þess að skemma þær þarf mjög full- komin leysitæki. Við vonumst til þess að ríkisvaldið láti fé _____ af hendi rakna til safnins þannig að unnt verði að festa kaup á slíkum bún- aði. En það gerir þetta verk- efni svo spennandi að þarna eru án nokkurs vafa lög sem hvergi eru til annars staðar og enginn kann.“ Vonast eftir íslenskri aðstoð Hvenær býstu við að þið getið hlustað á þessi lög? „Það fer eftir því hvernig svör við fáum við styrkbeiðni til þessa verk- efnis. Það er ljóst að þetta mun kosta um 80 - 100 milljónir íslenskra króna. Við munum reyna að fá styrki frá Evrópusambandinu eða frá ein- hveijum stofnunum hér í Þýska- landi. En ef allt gengur að óskum getum við í fyrsta iagi spilað þessi lög eftir eitt ár eða svo. En mjög mikilvægt er að fá frá íslenskum stofnunum beiðni um það og fyrir- spurn um þessi verk svo opinberir aðilar hér í Þýskalandi geri sér grein fyrir því að afgreiðsla þessa verkefn- is skipti marga aðila máli. Ég hitti forseta íslands, Vigdísi Finnboga- dóttur, þegar hún kom hingað til Berlínar nú um daginn og kynnti henni málið. Mér skildist á henni að hún ætlaði að gera eitthvað í málinu og er það góðs viti. Hvenær hafðirðu fyrst samband við íslendinga vegna þessa máls? „Árið 1993 kom hingað starfs- bróðir minn frá Lettlandi, Martins Boiko, þar sem hann hafði heyrt af þessum fundi. Hann vildi vita hvort eitthvað af lettlenskum lögum væru þarna, en svo var ekki. En þegar hann fann á listanum Jón Leifs sagði hann að ég yrði að senda íslendingum bréf um þetta mál. Hann þekkti til verka Jóns Leifs og sagðist vera viss um að þetta myndi skipta íslendinga miklu máli. Það var síðan í byijun þessa sumars að hann sendi mér heimilisföng íslenskra aðila og ég sendi því jafnharðan bréf til íslands að tilkynna þennan fund. Þess má geta að fleiri hafa frétt að þarna hafi fundist lög eftir Jón Leifs og nú síðast um daginn fékk ég fyrir- spurn frá kollega mínum í Tubingen um hvaða lög eftir hann væri vitað að væru þarna.“ Lög við Ijóð þekktra skálda Hvað er vitað um þessar upptökur Jóns Leifs? „Líklegast eru þarna lög við ýmis ljóð íslenskra skálda, m.a. Bjama Þorsteinssonar og Jónasar Hall- grímssonar. En því miður eru flestar blaðsíðumar sem fylgja upptökum Jóns Leifs auðar þannig að ekki er vitað hvað er á þeim sívalningum. Öll þessi lög eru tekin upp á ís- landi, enda lét Hornbostel Jón Leifs fá upptökutæki með sér til íslands. Þar lét hann ýmsa íslenska söngvara syngja í upptökutækið m.a. í Skaga- firði og sendi síðan upptökumar aft- ur til Berlínar. En enn er eftir mikið starf við að skipuleggja safnið og ef verkefnið fær það fjár- _________ magn sem til þarf munum við fá einhvern íslending hingað til að aðstoða okkur við að skrá og skipuleggja verk Jóns Leifs. Ætlunin er að vera búin að rannsaka þetta, skrá, flokka og vonandi koma þessu á diska þannig að öllum sé kleift að nálgast þetta fyrir árið 2000.“ Að lokum, getur verið að enn séu einhverjar upptökur í geymslum í einhverjum stofnunum í fyrrverandi A-Þýskalandi eða Sovétríkjunum? „Nei, ég held að Rússarnir hafi um 1960 skilað öllum þeim vax-sív- alningunum, sem ekki eyðilögðust í flutningum eða í geymslum. Þeir voru þá búnir að rannsaka þessi lög og taka upp það sem þeir vildu taka upp. Og þeir sívalningar sem komust hingað til Þýskalands em allir komn- ir í leitirnar." Þetta mun kosta um 80 - 100 milljónir ir Minni eftirspurn útlendinga eftir miðum á heims- meistarakeppnina í handknattleik en áætlað var BJARTSÝNIEN DRÆM SALA Heimsmeistara- keppnin í handknatt- leik er viðamesta íþróttaverkefnið sem íslendingar hafa tek- ið að sér. Steinþór Guðbjartsson komst að því að dræm miða- sala er helsta vanda- málið fjórum mánuð- um fýrir fýrsta leik. Eftir rúma fjóra mánuði, nánar tiltekið 7. maí, hefst heimsmeistarakeppni karla í handknattleik hér á landi. Dregið var í riðla í Laugar- dalshöll 23. júní sl. og viku síðar undirrituðu fulltrúar Framkvæmda- nefndar HM 95 og Halldór Jóhanns- son hjá ferðaskrifstofunni Ratvís á Akureyri samning sem veitir honum einkasölu á öllum aðgöngumiðum á leiki keppninnar og tryggir nefndinni a.m.k. 150 milljónir króna. Um 85.000 miðar eru til sölu á leikina og þegar fyrrnefndur samningur var undirritaður kom fram að hag Hand- knattleikssambands íslands væri best borgið með sem mestri sölu erlendis. Þá sem fyrr var mikilvægi mótshaldsins fyrir þjóðina áréttað og enn einu sinni minnt á að eitt af markmiðum þess væri að efla ís- land sem ferðamannaland. Fram kom að miðar á leikina 88 yrðu fyrst og fremst seldir erlendis en 20% miða færu í fyrstu atrennu á markað innanlands og 1.000 miðar á úrslita- leikinn í Laugardalshöll sunnudaginn 21. maí yrðu teknir frá fyrir íslend- inga. Búið að selja um 10% miða Ákveðinn hópur fólks hefur fylgt íslenska landsliðinu eftir á stórmót á undanförnum árum og fleiri trygg- ir stuðningsmenn hafa bæst við á heimaleikjum. HSÍ ákvað að koma til móts við dyggustu stuðnings- mennina með því að veita þeim for- gang að miðum á keppnina. í því sambandi var stofnaður stuðnings- mannahópurinn „Fólkið okkar“ og urðu menn félagar með því að kaupa miða í einum pakka á 10 heimaleiki íslands fram að HM, en með því fylgdi forkaupsréttur að öllum leikj- um íslands í heimsmeistarakeppn- inni. Þetta hafði ekki tilætluð áhrif því að sögn Ólafs B. Schram, for- manns HSÍ, gengu aðeins 50 til 60 manns í klúbbinn. Þegar gengið var frá samningnum um miðasöluna lá ekki fyrir hvað hægt yrði að selja marga miða á leiki í Laugardalshöll og reyndar komst það ekki á hreint fyrr en í byijun desember, en eins og greint hefur verið frá ákvað Reykjavíkur- borg síðsumars að reisa viðbyggingu við höllinatil að uppfylla kröfur Al- þjóða handknattleikssambandsins um aðstöðu fyrir a.m.k. 4.200 áhorf- endur á úrslitaleikinn. Þá hófst annað átak í forsölunni innanlands með því að setja svonefnt Alkort 1, Alkort 11 og gjafamiða á markað en undirtektir hafa ekki ver- ið miklar. Morgunblaðið/Rúnar Þór HALLDÓR Jóhannsson er með einkasölu miða á leiki heimsmeist- arakeppninnar í handknattleik og á nóg af þeim. Áður en endanlega var gengið frá því að keppnin yrði á íslandi fóru að berast fyrirspurnir um miða er- lendis frá og hafa þær aukist að undanfömu. Halldór sagði að frá Þýskalandi hefði verið spurst fyrir um miða á keppnina fyrir samtals um 2.000 manns og sambærileg tala væri vegna fyrirspurna frá Svíþjóð. Hins vegar væru þetta aðeins fyrirspurnir en raunhæft væri að áætla að 500 til 600 manns kæmu frá Þýskalandi, 700 til 1.000 frá Svíþjóð, um 300 frá Spáni, annað eins frá Frakklandi og svipaður fjöldi frá Danmörku. Brasilía hefði boðað komu 50 til 100 manns fyrir utan keppnisliðið og fararstjóra og sama væri upp á teningnum hjá Kúvæt og Japan. „Ég hef ekki ná- kvæmt yfirlit yfir söluna en búið er að ganga frá sölu um 10% mið- anna,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Ég átti von á meiri viðbrögðum innanlands en byijunin erlendis lofar góðu þó salan fari hægt af stað. Hins vegar er gistingin vandamál, hótelin eru full og svo getur farið að leigja verði skemmtiferðaskip.“ Stífla í hótelmálum Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Framkvæmdanefndar HM 95, sagði að miðasalan gengi hægar en gert hefði verið ráð fyrir en ástæðurnar virtust augljósar. ís- lendingar væru ekki vanir að hafa mikinn fyrirvara á hlutunum og eins hefði miðasalan drukknað í jólaös- inni. Vegna óvissu varðandi miða- fjölda hefði ekki verið hægt að ákveða verð og koma miðum í um- ferð erlendis eins snemma og áætlað hefði verið en fyrirspurnir bentu til keppninni og sagðist hann hafa tröllatrú á að uppselt yrði á alla leiki íslands og leiki um sæti. Hann sagði ennfremur að allt gengi nánast sam- kvæmt áætlun en það væri ljóst að hin nýja skipan mála um sérstaka bókunarmiðstöð hefði skapað nýja stöðu sem ekki hefði verið fyrirséð. Slíkt hefði enda aldrei verið gert áður á íslandi. Allir legðust á eitt til að verkefnið skil- aði tilætluðum árangri. Hins vegar væru þeg- ar famar að berast fyrirspurnir um möguleika á gist- ingu i heimahúsum og eins hefðu erlend- ir hópar spurst fyrir um aðstöðu í íþrótta- húsum. „Það setur eng- inn miðaverðið fyrir sig en hótelmálin hafa sett strik í reikn- inginn þó ástæðulaust sé að vera með einhvern taugatitring." Ársæll Harðarson, framkvæmda- stjóri bókunarmiðstöðvarinnar sem sett var á laggirnar vegna hótelbók- ana í maí 1995 sagði að það gisti- rými á Reykjavíkursvæðinu sem væri til ráðstöfunar vegna HM væri nær fullbókað af ferðaskrifstofum. Gistinæturnar væru að nálgast 10.000 fyrir um 2.300 manns en þar af væru um 400 manns vegna liða og annarra sem tengdust keppninni. Hins vegar væri ljóst að ekki væru einstaklingar á bak við allar þessar bókanir en staðan skýrðist 1. febrúar þegar greiða þyrfti staðfestingar- gjald. Hann sagði að verðið færi eft- ir eftirspum og þegar ekki væri um stórviðburð að ræða væru hótelin með um 80% nýtingu. Þvi væri eðlilegt að þau reyndu að hámarka tekjurn- ar, þegar færi gæfist, en hins vegar væri allra hagur að þétta samstarfíð, einkum varðandi miðasöluna, og allir þess að gríðarlegur áhugi væri á viðkomandi hefðu sýnt áhuga á því.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.