Morgunblaðið - 30.12.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 30.12.1994, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Illa séður sjónvarpsþáttur "bANN 6. nóvember síðastliðinn var sýndur í Ríkissjónvarpinu þáttur um bókmenntir á lýðveldistímanum sem við Sigfús Bjart- marsson höfðum um- sjón með. Þátturinn- var byggður upp af viðtalsbrotum við tólf höfunda, án sögu- manns. Strax eftir frumsýningu birtust í fjölmiðlum mótmæli tólf fræðimanna og gagnrýnenda þar sem kvartað er yfir að bók- mennti'r kvenhöfunda hafi orðið útundan í þættinum, kynjahlutfall mælenda hafi verið afleitt við- og barnabókmenntum sé sleppt. Þó við værum ekki sáttir við röksemdir tólfmenninganna höfðu þeir nokk- uð til síns máls og við létum nægja að bera hönd fyrir höfuð okkar í umræðum í útvarpi og sjónvarpi. Hatrömm heilsíðugrein Súsönnu Svavarsdóttur i Morgunblaðinu laugardaginn 10. desember er hins vegar af öðru tagi, því Súsanna lætur ekki nægja að úthúða okkur þáttargerðarmönnum heldur níðist hún á viðmælendum okkar að ósekju. Ég kemst ekki hjá að benda á nokkrar af verstu vitleysunum í þessari skelfilegu grein. Hvernig þáttur var þetta? Aðalathugasemd mín ætti að vera sjálfsögð: Við umsjónarmenn- imir réðum því hvað var sagt í þættinum og hvað ekki, með því að velja viðmælendur og afmarka umræðuefnin, og með því að velja úr löngum viðtölum stutta búta og raða þeim upp. Við klipptum m.a. burt mikið efni um konur — nokkr- ir viðmælendur gerðu þeim góð skil, þeirra á meðal Steinunn Sig- urðardóttir, sem uppsker þá fárán- legu aðdróttun frá Súsönnu að hún sverji sig úr flokki skáldsystra sinna til að vera ekki þöguð í hel! Steinunn minntist reyndar á marga kvenhöfunda í þættin- um og miklu fleiri í viðtalinu óklipptu. Nei, það voru alls ekki við- mælendurnir sem snið- gengu konur, einsog . Súsanna leyfír sér að álykta, heldur bjugg- um við umsjónarmenn- irnir til þannig handrit að margir merkir kvenhöfundar fengu ekki inni. Hvers vegna? Þær línur sem við fylgdum við frágang á Jón Hallur handritinu liggja held Stefánsson ég nokkuð ljóst fyrir. Ef frá er talin lítil skrautmyndasýning í upphafi þá fjallar þátturinn augljóslega ekki um hverjir séu mestu og bestu höfundar tímabilsins. Frá og með formbyltingu í ljóðlist snýst frá- sögnin fyrst og fremst um nýjung- ar og ný viðhorf, einstakir höfund- ar eru meira teknir sem dæmi og til að lífga upp á þáttinn létum við fljóta með sögur sem okkur fund- ust skemmtilegar. Sú regla að telja ekki upp úrvals- höfunda heldur segja frá atburðum verður því strangari eftir því sem nær dregur nútíma, enda vildum við leggja meiri áherslu á höfunda sem hafa einkennt stóran hluta tímabilsins. Af höfundum sem koma fram eftir 1980 eru aðeins tveir höfundar nafngreindir: Gyrðir Elíasson og Vigdís Grímsdóttir, auk þess sem Sjón talar í fyrstu per- sónu fleirtölu. í því ljósi verður að líta á upptalningar tólfmenning- anna og Súsönnu á öllum ungu kvenhöfundunum sem við gengum framhjá. Mér finnst það satt að segja hálfgerð hræsni að látast ekki taka eftir því að strákunum er líka sleppt. Svo ég grípi nöfn af handahófí þá vantar ekki bara Kristínu Ómarsdóttur heldur líka Braga Ólafsson og Óskar Árna Óskarsson, ekki bara Þórunni Valdimarsdóttur heldur líka Krist- ján Kristjánsson og ísak Harðar- Frá okkar hendi áttu þessar gömlu kven- ímyndir að varpa ljósi á þann tíðaranda, segir Jón Hallur Stefáns- son, sem leiddi til þess að kvenhöfundar voru fáir og nutu ekki virðingar. son, ekki bara Rögnu Sigurðardótt- ur heldur líka Hallgrím Helgason og Rúnar Helga Vignisson, ekki bara Lindu Vilhjálmsdóttur heldur líka Svein Yngva Egilsson og Jónas Þorbjarnarson, ekki bara Elísabetu Jökulsdóttur heldur líka bræður hennar Illuga og Hrafn... Fleiri yfírsjónir samkvæmt Sús- önnu: Jakobína Sigurðardóttir, Nína Björk Ámadóttir, Álfrún Gunnlaugsdóttir og Fríða Á. Sig- urðardóttir. Jakobína og Nína Björk hefðu gjaman mátt fá meiri umfjöllun, en koma þó fyrir í svipaðri upptaln- ingu og Jóhannes úr Kötlum og Guðmundur Böðvarsson. Álfrún og Fríða gjalda þess, einsog fleiri merkir höfundar, að koma fram seint á tímabilinu. Til dæmis má nefna að þó Einar Kárason sé við- mælandi er ekki minnst á hann sem höfund; Einari Má og Sigurði Páls- syni bregður fyrir í upptalningu um „bítl“ í skáldskap, á Ólaf Gunnars- son er ekki minnst, frekar en Ólaf Hauk Símonarson, Áma Bergmann og Böðvar Guðmundsson, svo ég nefni nokkra karla til mótvægis. Ætlunin var bara ekki að kort- leggja bókmenntasögnna með nöfnum. Við hófum þáttinn þó á umfjöllun um nokkra höfunda sem höfðu náð almennri viðurkenningu í upphafi tímabilsins — auk þess sem Krist- mann Guðmundsson varð okkur dæmi um höfund í ónáð af pólitísk- um ástæðum. Hefðum við átt að taka einhvetjar konur með í þennan hóp? Kannski. En tólfmenningarnir og Súsanna eru okkur væntanlega sammála um að enginn af þeim eldri höfundum sem þau nefna var á sínum tíma talinn í fremstu röð. Það mat er að breytast, en lykilorð okkar var endurlit, ekki endurmat. Ný-blinda Súsanna minnist í grein sinni á fyrirbærið ný-ólæsi, það að geta ekki haldið einbeitingu á rituðum texta. Hún hefur sjálf ekki haldið góðri einbeitingu yfír þessum sjón- varpsþætti. Þannig vitnar hún í setninguna: „Ekki má gleyma Svövu,“ sem það eina sem sagt hafí verið um Svövu Jakobsdóttur og verk hennar. Þessi setning var hvergi í þættinum. Sigurður A. Magnússon minntist tvisvar á Svövu, seinna skiptið virðist hafa farið framhjá Súsönnu, sem er mjög einkennilegt, því þetta er hálfrar mínútu kafli, með ljósmynd af Svövu og annarri af kápu Leigj- andans sem Sigurður kallar „ein- stakt stílafrek". Hann á því síst skilið að gagnrýnendur með ein- beitingarvandamál ásaki hann um að gleyma Svövu Jakobsdóttur. Eins hafa einhver viðtökuvanda- mál hijáð Súsönnu þegar hún „missti ekki af þeim upplýsingum“ í þættinum að Snorri Hjartarson og Thor Vilhjálmsson hefðu fengið Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, þær upplýsingar komu alls ekki fram. Ruddalegur útúrsnúningur Sús- önnu á samanburði Sjónar á sinni kynslóð og kynslóð módemistanna grundvallast líka á einbeitingar- skorti. Sjón sagði: „Munurinn á því sem við voram að gera og módern- istarnir er líka sá að þeir eru að takast á við samfélag í mótun, það er alltaf þessi spenna milli sveitar og borgar, þeir yrkja mikið af nátt- úruljóðum á þessu nýja formi með- an við yrkjum algerlega innan úr borginni.“ Með orðinu „módernist- ar“ átti Sjón auðheyranlega við atómskáldin, þá sem brutu leið módernisma í ljóðagerð. Súsanna skrifar í tilefni af þessu: „Verstir voru skálddrengirnir sem álíta sig hafa bjargað bókmenntalegri fram- tíð þjóðarinnar, þar sem menn höfðu einkum verið að fást við að skrifa um flutning úr þorpi í borg, þangað til þeir sveifluðu sér fram á ritvöllinn í naflastrengnum sem þeir yrkja stöðugt út úr. [...] Hver var að skrifa um fiutning úr þorpi í borg? Svava? Jakobína? Guðberg- ur? Thor?“ Ummæli Súsönnu eru ekki bara skætingur heldur gerir hún skáldinu upp afstöðu og skoð- un sem á sér enga stoð í því sem hann segir. Skáletraður hápunktur á grein Súsönnu er túlkun á myndskeiði þar sem klippt er á milli fjallkonu (sem hefur farið framhjá Sú- sönnu), fegurðardísa, og fiskverka- kvenna. Súsanna sér þarna birtast afstöðu okkar „þáttargerðar- drengjanna“ til kvenna, og mikið finnst mér umhugsunarvert hvern- ig hún notar orðið „drengur“ sem niðrandi viðskeyti. Hér hefur gagn- rýnandanum láðst að tengja saman hljóð og mynd. Við látum þessar myndir leiða inn í kafla um kven- höfunda og kvennabókmenntaum- ræðuna, þær kallast á við ummæli Steinunnar Sigurðardóttur, þess efnis að þegar hún byijaði að skrifa hafi virtir kvenhöfundar verið svo fáir að íslenskar bókmenntir hljóti að vera rannsóknarefni fyrir þá sem hafa áhuga á kynjaspursmáli í bókmenntum. Frá okkar hendi áttu þessar gömlu kvenímyndir að varpa ljósi á tíðarandann sem gerði að verkum að kvenhöfundar voru fáir og nutu ekki virðingar. Það þarf enga djúpsálarfræði til að átta sig á þessu. Hvernig má það vera að fagmanneskja í ábyrgðarstöðu einsog Súsanna Svavarsdóttir skuli ekki hafa séð betur þennan sjón- varpsþátt sem hún horfði á, um sitt daglega viðfangsefni og áhuga- svið? Sem gagnrýnandi ætti hún að vita að hún verður að horfa og hlusta með opnum huga til að sjá og heyra. Höfundur er lausamaður. NEFND, skipuð af ríkisstjórn íslands, var falið það mikilvæga mál, að „kanna lagalega, menning- arlega og félagslega stöðu samkyn- hneigðra og gera tillögur um úr- bætur og nauðsynlegar aðgerðir til þess að misrétti gagnvart samkyn- hneigðu fólki hverfi hér á landi“. Skýrsla nefndarinnar liggur í dag fyrir og er stór áfangi á leið lesbía og homma að fullum réttind- um til jafns við aðra þegna þessa lands. Fjallað er um samkynhneigð og samfélagið, fræðslu um sam- kynhneigð, verndarlöggjöf, stað- fest samvist o.m.fl. í áratugi hefur samkynhneigðum verið neitað um sjálfsögð mannrétt- indi hér á landi. Krafa lesbía og homma í dag er bara ein, viður- kenning á fullum réttindum á öllum sviðum hins mannlega lífs. Það er ekki fullnægjandi fyrir okkur að, eins og meirihluti nefnd- arinnar orðar það, „tillögurnar nægi tæpast til að ná til fulls metn- aðarfullu takmarki þingsályktunar- innar“. Það er okkur ekki boðlegt, að segja annars vegar að „þings- ályktunin sé afdráttarlaus, lagðar skulu til aðgerðir sem eyða mis- rétti í garð samkynhneigðra" og hins vegar að tillögur meirihlutans nægi því miður ekki til þess! „ Vissu- lega má hugsa sér róttækari stuð- ing við málstað samkynhneigðra" en kosturinn er, að þær „feli ekki í sér mikinn kostnað“! Mannréttindi í krón- um og aurum, ótrúlegt en satt. Við skulum veita ykkur nasasjón af réttindum okkar, en því miður, full réttindi kosta of mikið! Svona hugsunarháttur á ekki rétt á sér þegar talað er um mannréttindi. Krafa okkar hlýtur að vera full réttindi til jafns við aðra þegna þessa lands. En margt er athygl- isvert í tillögum nefnd- arinnar, lagt er til að eftirfarandi verði lögfest eða athugað. „Stað- fest samvist“ með að mestu leyti skyldum og réttindum þeim sem hjónaband veitir ósamkynhneigð- um. Ákvæði í hegningarlögum sem veitir ákveðnum hópum vernd gegn háði, rógi, smánun, ógnun eða ann- arri opinberri árás, verði breytt og nái einnig til samkynhneigðra. Einnig er lagt til að athugað verði hvort setja skuli ákvæði í hegning- arlög, sem kveði á um bann við því að neita minnihlutahópum, þar á meðal samkynhneigðum, um vöru eða þjónustu sem boðin er almenn- ingi i atvinnuskyni. Allt er þetta nú gott og blessað. Samt verð- ur hér að taka undir gagnrýni minnihluta nefndarinnar og sérá- lit hans. Samkvæmt áliti meirihlutans geta samkynhneigðir ekki valið um hvort þeir staðfesta sambúð sína, borgaralega eða kirkjulega. Kirkjan sem stofnun getur gert og sagt ýmislegt en trúin sem slík, er okk- ar allra. Opinberlega hefur þó ekkert heyrst um skoðun hennar á þessu máli. Hvar stendur að við séum ekki öll börn guðs? Hvar stendur að guð hafí ekki velþóknun á okkur og okkar kærleika? Sagt er að sá sem iðkar ekki réttlætið og elskar ekki bróður sinni heyrir ekki guði til. Látum verkin tala, iðkum réttlætið. Það er að sjálf- sögðu mitt sem einstaklings að velja hvernig ég stofna til hjóna- bands. Lög eiga ekki að mismuna og kirkjunni ber að veita öllum húsaskjól, sem um það biðja. Þar á jafnræði að ríkja. Meirihluta nefndarinnar fínnst óhugsandi, að samkynhneigðir geti verið góðir (eðlilegir) foreldrar. Samkynhneigðir krefjast þess eins, segir Percy B. Stefánsson, að fá full réttindi á öll- um sviðum mann- legs lífs. Þeir eiga ekki að geta ættleitt böm, fram-, stjúp- eða önnur ættleiðing er ekki við hæfi. En hvergi vottar fyrir málefnalegum rökstuðningi. Jafnvel þegar að annar aðilinn á barn fyrir, er ekkert hugsað um öryggi barnsins, stjúpættleiðingu er ekki hægt að heimila! Góðir for- eldrar virða skoðanir barna sinna, láta þau lifa við öryggi og í ástríku sambandi, hvað kemur kynhneigð þessu við? Lagt er til að hegningar- lögum verði breytt. Nauðsynlegt er að þessi breyting nái til samkyn- hneigða bæði sem einstaklinga og sem hóp. Varðandi hugleiðingar meirihlutans, um hvort setja skuli ákvæði um bann við að neita minni- hlutahópum um vöru eða þjónustu, sem boðin er almenningi í atvinnu- skyni, þá eru slík lög af einhveijum ástæðum í gildi í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Varla er það ástæðulausu. Hér á ekki að hug- leiða heldur framkvæma. Einna merkilegast í skýrslunni er kaflinn „Fræðsla um samkyn- hneigð", en eins og alþjóð veit, í þekkingarleysi sínu, þá er nánast engin fræðsla í dag. Með fræðslu í skólum eyðum við fordómum og vinnum gegn misrétti. Veitum og sköpum nýrri kynslóð betri og heil- stéyptari sjálfsmynd og gerum þeim mögulegt að lifa í sátt við sjálfa sig og umhverfið. Hugsið ykkur ungling, sem er að uppgötva tilfinningar sínar og finnur að þær hneigjast að eigin kyni. í dag hefur hann fáa eða enga til að tala við. Enga fyrirmynd (flestar í felum) og fínnst hann útskúfaður, óhreinn nánast. Af einhveijum ástæðum er sjálfsmorðstíðnin há í þessum hópi! Með aukinni fræðslu, sem nefndin leggur til, breytum við öllum for- sendum unga fólksins til lífsins. Skýrsla nefndarinnar um mál- efni samkynhneigðra, er merkur áfangi í baráttu lesbía og homma fyrir lýðréttindum til jafns við aðra þegna þessa lands. Ber að þakka þeim sem unnu skýrsluna vel unnið starf. Lítið vantar á til að gera þetta að alvöru tilraun og leitt til þess að vita að ekki skyldi nást sam- staða. Til að, eins og segir í þings- ályktunartillögunni, „gera tillögu um úrbætur og nau'ðsynlegar að- gerðir til þess að misrétti gagnvart samkynhneigðu fólki hverfi hér á landi“. Málinu hefur verið vísað til ráðuneyta og væntanlega kemur frumvarp fljótlega. Við getum gert betur en að þýða lög frá hinum Norðurlöndunum. Getum sýnt frumkvæði þegar mannréttindi eru annars vegar. Vonandi ber Alþingi allra íslend- inga gæfu til þess að lögfesta ekki misrétti. Stíga verður skrefið að fullum lýðréttindum lesbía og homma til fulls. Höfundur er varaformaður Saintakanna '78. Lýðréttindi fyrir lesbíur og homma Percy B. Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.