Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.12.1994, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Séra Jan Habets fæddist í Scha- esberg í Hollandi 19. nóvember 1913. Hann andaðist í Borgarspítalanum 20. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans ráku korn- myllu í Schaesberg og hann mun hafa átt tvær systur. Önnur þeirra er lát- in en hin verður við- stödd útför hans. Hann stundaði nám við menntaskólann í Schimmert 1926 til 1932 og lagði að því loknu stund á undir- búningsnám til prestþjónustu til 1933.1 reglu hl. Montforts gekk hann 8. september 1933 og nam siðan heimspeki í Oirschot til 1935. Eftir það kenndi hann eitt ár við menntaskólann í í STYKKISHÓLMI er fátt ka- þólskra manna þegar frá eru tald- ar St. Franciskussystur og gafst séra Habets því góður tími til að sinna hugðarefnum sínum, sem voru öll á vegum kaþólsku kirkj- unnar, enda er þar af nógu að taka. Hann var mikill lestrarhest- ur, óþreytandi að auka við fróðleik ' sinn og fylgjast með því sem gerð- ist í kirkjunni, hvar í heiminum sem það var, enda var hann frábærlega vel að sér um þau mál. Ennfremur lá honum mjög á hjarta að miðla af þekkingu sinni á kirkjunni til íslendinga, enda áttu nokkrir menn Ieið inn í hana eftir að hafa þegið fræðslu hjá honum. Kunnastur þeirra mun hafa verið Jón Sigurðs- son sem Steinn Steinarr hefur gert ódauðlegan með ljóði sínu um hann sem „Jón Kristófer kadett í Hem- um“. Ég varð aldrei nákunnugur séra Habets en hitti hann annað veifíð, ýmist þegar ég kom í Stykkishólm eða þegar hann kom hingað suður, en mér hefur orðið minnisstætt það sem hann benti mér á einu sinni er við ræddum frásögur guðspjall- anna. Ég spurði hann hvort nokkur ástæða væri til að efast um að María og Jósef hefðu átt fleiri börn en Jesúm, þar sem það stæði skýrum stöfum í guðspjöllunum. Venjulega höfðu prestar bent mér á, þegar ég spurði þá að þessu, að orðin bróðir og systir hefðu á þeim tímum oft verið notuð um • náin skyldmenni, og gat það vitan- lega verið gott og blessað. En séra Habets benti mér á frásögnina af því þegar Jesús hékk á krossinum og sá móður sína og „lærisveininn sem hann elskaði" standa þar. Þá sagði hann við móður sína að nú væri Jóhannes soriur hennar og við hann að nú væri hún móðir hans. Og lærisveinninn tók hana heim til sín. „Það hefði hann ekki þurft að gera,“ sagði séra Habets, „ef hún hefði átt fleiri börn, því þá hefði það verið siðferðileg skylda þeirra að taka hana að sér.“ Séra Habets skrifaði mikinn fjölda greina um málefni kaþólsku -- kirkjunnar, bæði í Morgunblaðið og Kaþólska kirkjublaðið. Það háði honum mikið í því starfí að hann lærði íslensku aldrei til neinnar hlítar, enda hálfsjötugur þegar hann kom hingað til lands, og varð því að leita til annarra um þýðingu þess sem hann skrifaði. En vilji hans til að leggja kirkju sinni lið var óbugandi og því lét hann aldr- ei af þessum ritstörfum sínum, þótt það kostaði hann meiri fyrir- höfn en marga aðra að koma máli sínu á framfæri. Kaþólski söfnuðurinn hér á íandi kveður nú séra Habets í hinsta sinn hérna megin grafar og metur mikils eldlegan áhuga hans á að þjóna kirkjunni okkar sem best hann gat. Eftirlifandi systur hans og venslafólki vottum við innilega samúð okkar. Hann hvíli í friði. Torfi Ólafsson. Schimmert. Þá hóf hann guðfræðinám sem hann stundaði til 1940 og þáði prestvígslu 3. mars þaðár. 1941 til 1947 nam hann latinu og grísku við háskól- ann í Nijmegen og kenndi síðan við menntaskólann í Schimmert 1947 til 1968. Að þessu loknu kenndi hann tvö ár við menntaskólann í Fa- tíma í Portúgal. Hann starfaði sem stúdentaprestur í Lissabon 1970 til 1977 en þá fluttist hann hingað til lands og var prestur við sjúkrahús St. Franciskus- systra í Stykkishólmi til dauða- dags. Utför hans fer fram frá Kristskirkju í Landakoti í dag. Séra Jan Habets er látinn. Þeg- ar þessi frétt barst út um Stykkis- hólm 20. desember sl. veit ég að marga setti hljóða. Hann var orðinn svo stór þáttur í lífí Stykkishólmsbúa, alltaf hress, frár á fæti og glaður. Engum hafði komið til hugar að svo stutt væri í burtför hans. í Hólminum átti hann orðið marga kæra vini og mun mér óhætt að telja mig einn þeirra, svo mikil voru samskipti okkar í gegnum árin. Sr. Habets stundaði starf sitt vel. 1 sautján ár var hann sóknar- prestur kaþólska safnaðarins í Hólminum og þótt hann lærði aldr- ei íslensku til fulls var merkilegt hvað hann kom boðskapnum vel til skila. Boðun hans var hrein og klár. Sunnudagsmessurnar hans kl. 10 og svo spjallið á eftir yfir kaffísopa settu sinn svip á starf hans. Um margra ára skeið skrif- aði hann eftirminnilegar greinar um trúmál í Morgunblaðið, bæði til að gera athugasemdir við það sem áður hafði verið skrifað í blað- ið og eins til að vekja athygli á einlægri trúarskoðun sinni. Oft mæltum við okkur mót þar sem ég bar fram mínar fyrirspurnir sem lúterskur trúmaður. Það stóð sjald- an á svörum né rökum. Er ég spurði hann eitt sinn hvort ekki væri það honum eftirsjón að hafa gerst kaþólskur prestur og þar með neitað sér um lystisemdir heimsins þá svaraði hann að bragði: „Síður en svo, því himinn- inn hefur gefíð mér svo mikið mið- að við það sem heimurinn gefur.“ Séra Habets var mikill vinur barnanna og átti ógrynni af leik- föngum í sínum húsakynnum handa þeim þegar þau heimsóttu hann. Leikskóli systranna var þarna rétt hjá og aðdáunarvert var að fylgjast með er börnin kepptust að komast á hans fund. Við áttum margt saman að sælda og ég tel mig hafa haft mjög gott af samskiptum mínum við séra Habets. Hljóðu bæna- stundirnar með honum verða mér ógleymanlegar og er ég ævinlega þakklátur fyrir að fá að hafa notið næruveru hans í samskiptum okk- ar við Drottin allsheijar. Hann var trúr sinni köllun og með þessum fáu orðum kveð ég nú einn af þeim bestu vinum sem ég hef eignast á síðari árum. Hólmurinn er vissulega fátækari eftir að þessi góði maður hefur kvatt. Ég vil því að lokum þakka þessum góða vini mínum hans dyr- mætu gjafir og góðu kynni. Ég veit að honum hefur orðið að trú sinni. Góður Guð blessi hann og varðveiti. Árni Helgason. Fyrir nokkrum árum kynntist ég þessum sérstæða kennimanni og eignaðist trausta og sama vin- áttu hans. Við heimsóttum hvor annan, skrifuðumst á og ræddum oft saman í síma. Hann sýndi heim- ili mínu mikla vinsemd og trygg- lyndi. Komu hans hingað og dvöl hans hér var alltaf vel fagnað og ánægjulegt var að fara í Hólminn til þess að hitta séra Habets og njóta ánægjulegra samverustunda með honum og St. Fransiskus- systrum. Þar réð hin sanna gleði og einlæga gestrisni húsum. Og þar var hann enn þjónandi prest- ur, þótt kominn væri á níræðisald- ur. Kærleiksrík og gefandi störf hans voru löngum unnin í kyrrþey og af fómfýsi og áttu því vel heima í því umhverfi líknandi mannúðar og kristilegs kærleika, sem syst- umar hafa myndað á St. Fransisk- usspítalanum í Stykkishólmi. Allt það starf hefur lengi verið mikils metið og rómað af mörgum, og þangað hefur líka mörgum þótt gott að leita vegna ýmissa mála og í kapellunni fögra er blessun að fá. Lengi hefur séra Habets messað þar og flutt sinn boðskap ákveðið og sköralega. En hitt vita líka ýmsir, að presturinn kunni fleira en að prédika. Hann kunni líka listina að hlusta á aðra. Það jók svo öryggi kenningarinnar, hve biblíufróður hann var. Séra Jan Habets SMM var hol- lenskur eins og fleiri kaþólskir prestar á íslandi og tilheyrði reglu Montfortpresta. Hann var vel menntaður, víðlesinn og því víða heima. Auk þess að vera prestur var hann guðfræðikennari og starfsvettvangurinn því víðar en á íslandi. Eins og ég kynntist honum, var hann sílesandi og skrifaði mikið. Hann fylgdist afar vel með kirkju- legum fréttum um alla heims- byggðina og var þannig búinn að viða að sér miklum og margþætt- um fróðleik, sem hann þreyttist aldrei á að miðla öðrum. Og ein- mitt vegna þessa tókst honum oft mjög vel að leiðrétta margar rang- færslur og kveða niður ýmsa bá- biljuna. Hann var einn þeirra góðu útlendinga, sem fórnuðu veraldar- auði og veraldargæðum fyrir trú sína og hugsjón og færðu svo Is- landi störf sín. Gleðin og mannkær- leikurinn geislaði frá honum og það voru þessi andlegu verðmæti sem hann flutti íslendingum í ræðu og riti og öllu dagfari. Þeir sem sögðu að gott væri að leita andlegra og trúarlegra ráða hjá honum, mættu þar einmitt djúpum skilningi. Og samúð hans hlutu margir, þegar slíkt átti við. Hann lifði fögra og djúpu trúar- og bænalífí eins og systurnar, sem hann veitti sálu- sorgun. Fórnfýsi og lítillæti þessa fólks era nú æ fleiri íslendingar að kunna að meta. Allt slíkt sting- ur líka notalega í stúf við allt það auglýsingaskrum og streitu, sem margir virðast eiga orðið allt of mikið af. Oft tók ég eftir því, að séra Habets gat maður alltaf treyst. Aftur og aftur kom það vel í ljós hjá honum, hvað mikill styrkur getur sprottið upp af því samfé- lagi, sem grandvallast á traustri trú og þrotlausu bænastarfí. Auk þess að vera mikill bókamaður var séra Habets fyrst og fremst „prest- urinn góði“, sem jafnframt var mjög trúr og rökvís. Hugur hans var opinn og einkar jákvæður. Þess vegna var það rökrétt fram- koma þessa prests, hversu fús hann var alltaf að fræða og leið- beina og benda á lausnir margra erfiðra mála. Það vakti oft athygli mína hversu duglegur hinn aldurhnigni prestur var að ferðast t.d. í skamm- degi og vetrarbyljum, þegar hann þurfti að þjóna og messa hjá er- lendu fólki, sern starfaði á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, en var í kaþólsku kirkjunni. Aldrei heyrði ég hann telja slík spor eftir, nema síður væri. Séra Jan Habets var áhugasam- ur um margt sem íslenskt er og beindi þá helst sjónum að því sem er ekta, en lét einskisnýtar umbúð- ir eiga sig. Það var ánægjulegt að fá að JANHABETS kynnast þessum mæta og vamm- lausa manni og fyrir þau kynni er nú þakkað að leiðarlokum. Þessi hjartahlýi og trúfasti Drottins þjónn var burtkallaður af þessum heimi rétt fyrir jólin. Ýmsir fengu að eiga með honum marga hátíð- lega jólamessuna. I kirkjunni á himnum heldur svo lofsöngur þeirra áfram, sem vígðust Guði og gáfu honum allt sitt líf. Þar vona ég að séra Habets fái nú að heyra orðin góðu (Mt. 25,21): „Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfír litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Séra Páll Pálsson, Bergþórshvoli. Kveðja frá Rotaryklúbbi Stykkishólms Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, alla daga vona ég & þig. (Úr 25. Davíðssálmi.) Höggvið hefur verið skarð í rað- ir okkar Rotarymanna. Heiðursfé- lagi okkar, séra Jan Habets, er lát- inn. Hann var prestur St. Francisk- ussystranna í Stykkishólmi í 17 ár. Séra Jan var mikill mannvinur og eldhugi og varði trúna hvenær sem honum fannst á hana ráðist. Það kannast margir við greinar hans um trúmál á liðnum árum. Þannig var hann einnig í daglegu lífí. Hann var léttur og kátur og kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var hrekklaus maður. Séra Jan gerðist félagi í Rotaryklúbbi Stykkishólms árið 1981 og var styrk stoð í starfsemi hans allt fram í andlátið. Dauði séra Jans kom okkur á óvart. Aðeins tæpum þremur vik- um áður en hann lést stóð hann í ræðustól og flutti okkur Rotaryfé- lögum sínum erindi um Messías. Engum datt í hug að hann ætti svo stuttan tíma eftir með okkur. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka þér, séra Jan, fyrir þann stutta tíma, sem við áttum samleið. Við vottum fjöl- skyldu hans, St. Franciskussystr- um og öllum þeim, sem nú sjá á eftir miklum og góðum vini, samúð okkar. Blessuð sé minning séra Jans H. Habets. Góði Guð. Minnst þú þjóns þíns, séra Jans Habets, sem þú hefur nú kallað til þín úr þessum heimi. Veit þú, að hann, sem er samgróinn syni þín- um, fyrir líkingu dauða hans, verði það einnig fyrir líkingu upprisu hans, þegar hann vekur upp látna í holdinu frá moldu og myndar auvirðilegan líkama hans í líkingu við dýrðarlíkamann sinn. Félagar í Rotaryklúbbi Stykkishólms. ■Það voru mér óvænt sorgartíð- indi, þegar ég heyrði prest minn biðja fyrir sálu séra Jóns Habets á jóladag og tilkynna jarðarför hans fimm dögum síðar. Meðal náinna vina minna var hann líklega sá elzti, en þó var hann flestum fremur fullur af lífi og starfsgleði, uppörvun og gefandi kærleika. Hann var ekki maður, sem lét lík- amann og þarfir hans ganga fyrir í lífi sínu - lifði í sjálfsafneitun og stundaði, að ég held, enga lík- amsrækt. Andinn leiddi hann í einu og öllu: ósérplæginn og brennandi áhugi að þjóna ríki Guðs, allt eins í hinu smáa sem stóra. Andleg atorka þessa manns á níræðisaldri mátti virðast undarleg mótsögn við hans veikburða líkama. En segir ekki heilög ritning, að mátturinn fullkomnist í veikleika? Séra Jón Habets hafði legið þijár vikur á sjúkrahúsi, þegar andlát hans bar að, en ekki fyrr en á næstsíðasta degi var bert orðið, að líf hans væri í hættu. Þegar hann lézt, var hann einn síns liðs. Mér og mínum þótti afar sárt að hafa vitað af honum á sjúkrahúsi án þess að geta vitjað hans, en engum hafði til hugar komið að tilkynna okkur um veik- indi hans. Var það ekki dæmigert um lítillæti séra Jóns að kalla ekki eftir vinum sínum að sjúkrabeði? Hafí ég þekkt yfirlætislausan mann, sem þó hafði ótrúlega mikið á bak við sig í andlegum menntum, þá var það hann. Það var undarleg reynsla að koma til séra Jóns í klaustrið í Stykkishólmi, þar sem hann þjón- aði sem prestur í hinni fallegu kapellu Franziskussystranna. Hann hafði þar svolitla íbúð fyrir sjálfan sig; þar ægði saman bókum og pappírum, ótal helgimyndum og ljósmyndum úr ferðum hans erlendis, einnig af vinum hans og ýmsu, sem tengdist íslenzku þjóð- lífi og menningu. Innan um þetta allt voru svo merkin um litlu vinina hans, sem sóttu til hans nánast daglega, börnin sem gengu í leik- skóla Franziskussystra og önnur úr plássinu, sem fundu hjá þessum gamla manni umhyggju, hlýju, skemmtun og uppörvun. Þar voru leikföng út um öll gólf og fjöldi mynda, sem þau höfðu teiknað eða málað og gefið honum. Þar var líka fullt af blómum og jurtum, en það, sem gaf stofunni einna mest líf fyrir börnin, voru páfagaukarnir hans, sífellt minnandi á sig með kurri sínu. Séra Jón sat langtímum saman við sitt stóra skrifborð og lét ekkert koma sér úr jafnvægi, þótt hann væri við rannsóknir eða skriftir, en sinnti börnunum eins og þau þurftu á að halda, las fyrir þau o.s.frv. Sr. Jón var einn mesti fræðimað- ur, sem ég hef séð til hér á landi, stofa hans fóðruð með ógrynni bóka um guðfræði og önnur vís- indi. Hann var hollenzkur að upp- runa, prestur af reglu Montfort- iana og átti að baki margháttuð störf í Evrópu og víðar, þegar hann kom hingað til lands; var m.a. lengi við kennslu í grísku og latínu í Portúgal. Það breytti ekki stað- föstu eðli hans að taka við þjón- ustu í lítilli kapellu í kauptúni við Breiðafjörð. Hann stundaði rann- sóknir af eðlislægri fróðleikshvöt, sjálfum sér til gleði í trúnni, en öðrum til nytsemdar. Predikanir hans vora trúverðug útlegging ritninganna, fyrst og fremst hug- leiðing um sístæð sannindi trúar- innar og þýðingu hennar fyrir mannlegt líf, ekki fánýtt spjall um dægurmál (sem eru forgengilegust af öllu). Fáir, ef nokkrir, hygg ég, að hafi á starfstíma sr. Jóns hér á landi sent oftar frá sér skrif um guðfræðileg efni til kynningar al- menningi en einmitt hann. Aldrað- ur kemur hann til íslands, leitast þá óðara við að læra málið, tekst það auðvitað aldrei nógu vel, en lætur þó engan bilbug á sér fínna í viðleitninni að ná til þessarar þjóðar með erindið mikla, sem hon- um hafði verið trúað fyrir. Starfs- skyldu sinni hefði hann getað sinnt án þess að birta nokkurn tímann orð á prenti á íslenzku, en hugur hans var meiri en svo. Vantrúaðir tala stundum af dómhörku um kristna trúboða, sem gangi fram í fullkominni sannfæringu og hug- sjónaeldi - kalla það fanatík; en var ekki séra Friðrik Friðriksson einn þeirra og sr. Jón Habets ann- ar, þótt með ólíkum hætti væri? Báðir voru þeir brennandi í hugsjón sinni, en skildu eftir ótal þakkláta vini og velunnara, sem voru eins og snortnir af fingri Guðs í nálægð þessara manna. Sr. Jón skrifaði fjölda fræðandi greina og pistla til skýringar krist- inni og kaþólskri trú. Væri vert, að hluta þeirra væri safnað saman til útgáfu til minningar um hann og til stuðníngs þeirri trúfræðslu, sem kirkjan þarf að inna af hönd- um. Einkum mun hann hafa skrif- að í Morgunblaðið og Lesbókina og í Safnaðarblað Kristskirkju (síð- ar Kaþólska kirkjublaðið). Sem einn ritnefndarmanna þess síðast- nefnda get ég borið því vitni, að ,í ! « ■i I £ « C « « 1 I 6 i i i i ( ( ( I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.