Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 33

Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 33 við fengum alltaf meira efni frá honum en okkur tókst að birta, bæði frumsamið og þýtt. Hann tók aldrei eyri fyrir alla sína fyrirhöfn. Greinarnar samdi sr. Jón oftast á sinni ófullkomnu íslenzku, en fékk góða menn til að yfírfara þær, t.d. Ragnar Brynjólfsson rit- stjóra okkar. En það er til marks um, hve ljúflega sr. Jón kom sér við alla sem honum kynntust, að hann fekk lútherska kollega til að þýða sumar greinarnar, t.d. sr. Valdimar Hreiðarsson, en einkum séra Gísla Kolbeins í Stykkishólmi. Sá landskunni maður, Arni Helga- son, vinur sr. Jóns og kirkjugest- ur, yfírfór málfarið á mörgum greina hans. Sjálfur þýddi ég tvær erfíðar greinar hans, en ánægju- legt var það verk. Heimsóknir mínar og fjölskyldu minnar í Stykkishólm skilja eftir fallega minningu um sanna vináttu og andlega strauma. Systurnar eru einhveijir beztu gestgjafar, sem við höfum kynnzt, en lengst dvaldi ég jafnan með séra Jóni og kom ríkari af þeim fundum, ekki aðeins vegna umræðu um guðfræði og skylda hluti, heldur vegna nálægð- arinnar við þennan elskulega mann sjálfan. Sr. Jón var greindarlegur, skarpleitur, með bjartan ennissvip, vingjamlegur svo að af bar, rödd hans hlý og alltaf stutt í einlægan, heillandi hlátur, en klæðaburður hans fábrotinn og líkamleg um- hirða ekki efst á blaði. Að eiga með honum stund var eins og kom- ast inn á aðdráttarsvið þess guð- lega, því að hann laðaði alla menn til góðs með sjálfri persónu sinni, í barnslega einlægu trausti á Guði. Það var því sannkölluð gleði að fá hann í heimsókn á suðurferðum 'hans. Börn mín og fyrrverandi eigin- kona sakna hér vinar í stað. Sr. Jón talaði til bama með virðingu, sem maður við mann, og örvaði þau til dáða. Það sýndi sig í kapell- unni, þar sem fjöldi barna og ungl- inga hefur fengið að þjóna að altar- inu. Má gjarnan koma fram, að hann var brautryðjandi í því að leyfa stúlkum ekki síður en piltum að aðstoða sem messuþjónar. Hjá honum hafði það tíðkazt í fjölda ára, þegar það nýlega var leyft í öðrum kaþólskum kirkjum hér- lendis. Kapellan er fyrst og fremst sótt af St. Franziskussystrum, einnig af fáeinum kaþólskum leikmönn- um, aðallega ferðamönnum og fólki af Snæfellsnesi, auk nokkurra trúrækinna þjóðkirkjumanna í Stykkishólmi, sem hafa uppgötvað, hve andlega gefandi kaþólsk messa getur verið. Allt andrúmsloft í kringum söng og bænagjörð er hreint og tært. Þar þjónaði sr. Jón sínum fámenna söfnuði af stakri trúmennsku með daglegri messu, sem er eins og rammi utan um sitt höfuðinnihald: altarissakra- mentið. Mér þótti gott að geta bent lúth- erskum kollegum mínum úr guð- fræðideild á þá staðreynd, að í Stykkishólmi tíðkaðist útdeiling sakramentisins í báðum myndum (brauðs og víns), en allt frá tímum Hússíta hefur það verið um- kvörtunarefni mótmælenda, að kaþólska kirkjan útdeili leikmönn- um sakramentinu aðeins i annarri myndinni. Forsendan er reyndar sú staðreynd, að fjöldi dæma eru um þetta í fornkirkjunni, og sú trú kirkjunnar, að Kristur sé nálægur, þótt aðeins önnur myndin sé notuð (oft af efnislegri nauðsyn);- hins vegar er ekkert í trúarkenningu kirkjunnar, sem bannar leikmönn- um meðtöku sakramentisins af bikarnum. í þessu málefni hygg ég að sr. Jón Habets hafi sýnt samkirkjulega viðleitni sína, en samkirkjuhreyfíngin var eitt af því, sem hann skrifaði um, bæði af raunsæi og velvilja. Sr. Jón var mér sannur sálusorg- ari, ekki af því að ég hafi gengið svo oft til skrifta hjá honum, held- MINNINGAR ur sem sannur bróðir í því, sem snertir samband manns við guð- dóminn, og lagði sig þar allan fram. Hann var einlægur og óhvik- ull í þeirri boðun sinni, að okkur beri að lúta vilja Guðs, sem birtist í boðorðum hans, en um leið fullur umhyggju og laðandi kærleika, sem fær okkur (þessa þverbresta- menn sem við erum) til að langa til að afneita vilja holdsins og fylgja Guðs vilja. Það er spuming, hvort lífsstefna manns væri ekki frábrugðin því, sem nú er, hefði hann verið manni nærtækari. Ég hef rakið það, hvílíkur hug- sjónamaður sr. Jón var um erindi trúarinnar, en eins var hann áhugasamur um velferðarmál, sem snerta virðinguna fyrir mannrétt- indum, fyrir manneskjunni sem slíkri. Hann var eindreginn bar- áttumaður fyrir rétti ófæddra barna til lífs og frá upphafi virkur stuðningsmaður Lífsvonar, sam- taka til vemdar ófæddum bömum. Hann sýndi það oft, að málefnið vék honum ekki úr sinni, s.s. með því að senda mér greinar um efnið eða með því að skrifa um það í Kaþólska kirkjublaðið. Hann var einn þeirra presta, sem hafa sett bænir fyrir ófæddum börnum á sínar messuskrár. Þá má geta þess, að þegar ég með fímm öðram kom á fót hjálpar- stofnuninni Móður og bami, studdi hann þá hugsjón af ráðum og dáð og færði stofnuninni allríflegar peningagjafir af sínum takmörk- uðu efnum. Það er hjartaskerandi að sjá á bak vinum sínum. Séra Jón var alltaf til staðar með sína fram- boðnu velvild, sinn virka kærleika. Það er eins og maður hafi ætlazt til þess, að hann yrði það alltaf. Fyrir níu mánuðum varð kaþólski söfnuðurinn að sjá á bak sínum hæfileikamikla, elskuríka biskupi, dr. Alfreð Jolson, og nú kveðjum við þennan sístarfandi bróður í garði Drottins, séra Jón Habets. Eg bið Guð að blessa minningu þeirra beggja og velfamað allan. Hann blessi og næri ávöxtinn, sem þeir skildu eftir með lífi sínu. Jón Valur Jensson. + ELÍN DANÍELSDÓTTIR frá Bjargshóli, Miðfirði, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Systkini hinnar iátnu. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, HREINN GUNNARSSON, Halldórsstöðum, Eyjafjarðarsveit, lést í Borgarspítalanum 27. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Rósa Hreinsdóttir, Guðbjörn Elfarsson og barnabarn. Móðir okkar, + BJÖRG INGÞÓRSDÓTTIR, er látin. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingþór H. Guðnason Margrét S. Guðnadóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, GUÐJÓN GUÐLAUGSSON, Víðihlíð, Grindavík, andaðist að kvöldi 28. desember. Eyrún Steindórsdóttir. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar og amma, STEINUNN LIUA BJARNADÓTTIR CUMINE, andaðist á Charing Cross sjúkrahúsinu í Lundúnum 26. desem- ber sl. Útförin verður auglýst síðar. Douglas Cumine, Bjarni Geir Alfreðsson, Herdfs Björnsdóttir, Kristinn Halldór Alfreðsson og barnabörn. + Hjartkær móðir okkar, MARGRÉT TÓMASDÓTTIR frá Litlu-Heiði, andaðist í Hjallatúni, dvalarheimili aldr- aðra í Vík, þann 28. desember. Börnin. + Ástkær litla dóttir okkar og systir, SVANDÍS UNNUR SIGURÐARDÓTTIR, Foldahrauni 40, Vestmannaeyjum, lést af slysförum þann 28. desember. Sólrún Helgadóttir, Sigurður Friðrik Karlsson, Sylvía Dögg Sigurðardóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN GUÐMUNDS.SON bifreiðastjóri frá Málmey, Vestmannaeyjum, Engjavegi 9, Selfossi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. desember. Útförin verður auglýst síðar. Brúnhild Pálsdóttir, Guðmundur Paul Jónsson, Heiga Jóhannesdóttir, Kolbrún Jónsdóttir Petersen, Anton Heinsen, Olgeir Jónsson, Bára Gísladóttir, Birgir Jónsson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GUÐJÓNSSON húsasmiður, Laugateigi 10, sem lést í Landspítalanum 23. desem- ber, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 3. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Jónfna Guðjónsdóttir, Helga Pálsdóttir, Erling Þ. Ólafsson, Sólveig Pálsdóttir, Birgir G. Ottósson, Elfnborg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS JÓNSSONAR húsasmiðs, Digranesvegi 42, Kópavogi. Þórhanna Guðmundsdóttir, Ásdfs H. Ólafsdóttir, Kim Leunbach, Jóhann B. Ólafsson, Aðalheiður B. Kristinsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS JÓNSSONAR bakarameistara, Furulundi 3b, Akureyri. Guð gefi ykkur farsæld á nýju ári. Hólmfrfður Sigurðardóttir, Þórdis Einarsdóttir, Ástvaldur Guðmundsson, Margrét Einarsdóttir, Davfð Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARÓLÍNU JÚLÍUSDÓTTUR. Árni Júlíusson, Júlfus Rafnsson, Pétur Rafnsson, Kjartan Rafnsson, Auður Rafnsdóttir, Dröfn Rafnsdóttir, Rafn A. Pétursson, Sólveig Jónsdóttir, Gúðrún Gístadóttir, Guðríður Friðriksdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Júlíus Bjarnason, Sigurður Sævarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.