Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 35
Ég minnist tengdaföður míns,
Harðar Karlssonar, bókbindara.
Það er erfitt að trúa því að hann
Hörður verði ekki lengur hinn
trausti hlekkur í fjölskyldukeðjunni
sem hann var, klettur í hringiðu
lífsins, traustur og áreiðanlegur.
Ég kynntist Herði fyrst árið
1974, þegar ég og dóttir hans felld-
um hugi saman. Þá sannaðist hið
fomkveðna, að heimurinn er oft svo
óskaplega lítill. Þegar ég kom fyrst
á heimili Harðar og Hjördísar á
Kaplaskjólsveginum, var fljótlega
dregið fram gamalt fjölskyldualbúm
og þar var mér sýnd ljósmynd af
móður minni. Kom þá í ljós að Erla,
systir tengdamóður minnar og hún
höfðu verið vinkonur á yngri áram.
Það var því eins og að koma í gaml-
an vinahóp að tengjast þessari fjöl-
skyldu.
Það fyrsta sem vakti athygli
mína, þegar ég kom inn á heimili
Harðar, vora allar þær fallegu bæk-
ur, sem prýddu þar veggi og hann
hafði bundið inn sjálfur. Hörður var
ekki aðeins bókbindari að atvinnu,
heldur einnig af einskæram áhuga.
Bækur voru ástríða hans og sýndu
þessi handunnu listaverk áð þarna
hafði mikill listamaður verið að
verki. í hvert sinn sem tal okkar
barst að bókum og bókagerð, birti
yfír honum og kom þá í ljós að
hann var hafsjór af fróðleik og að
bækur hans voru ekki aðeins til
skrauts, heldur voru þær einnig
mikið lesnar.
Hörður var ekki einungis mikill
bókaunnandi, heldur naut hann
einnig náttúrunnar fram í fingur-
góma. Hjördís, kona hans, vann við
sumarhótelið á Héraðsskólanum á
Laugarvatni árin 1956 til 1972 og
dvaldist öll fjölskyldan þar í sumar-
leyfum sínum þessi ár. Þessara
stunda minntist Hörður alltaf eins
og aðrir minnast sólarlandaferða.
Var augljóst að þessar minningar
voru honum mjög kærar. Hann
sagði þó ekki skilið við Laugarvatn
þó að Hjördís starfaði þar ekki leng-
ur, heldur fóru þau hjónin iðulega
í bílferðir þangað með barnabörnin
til þess að kynna fyrir þeim þennan
stað, sem var þeim svo hjartfólginn.
Árið 1991 komum við hjónin
okkur upp sumarbústað austur í
Biskupstungum og komu þá Hörður
og Hjördís all oft til okkar þangað.
Þar naut Hörður þess að sitja úti
á veröndinni og dást að því mikla
útsýni sem þar er að hafa. Hafði
hann þá á orði að ekki þyrftu að
vera myndir á veggjum, hvað þá
sjónvarp, þar sem slíks útsýnis nyti
við.
Þau hjónin fluttu á Eiðistorg 5
snemma árs 1990. Þar háttaði
þannig til, að eldhúsglugginn sneri
út á flóann mót norðri og þar blöstu
við þau fjöll, sem eru öllum Reyk-
víkingum svo kær. Fannst Herði
svo mikið til koma, að hann gat
setið tímunum saman og horft á
síbreytileika náttúrunnar. Aldrei
kom til gi’eina að byrgja þetta út-
sýni með gluggatjöldum og mátti
því oft sjá þau hjónin sitja saman
við eldhúsborðið og horfa út.
Það eru svo ótal margar minning-
ar, sem hrannast upp þegar hugsað
er til baka, en sjaldnast auðnast
okkur að setja slíkar minningar á
blað fyrr en við leiðarlok.
Hann Hörður hefur nú hlotið þá
hvíld sem við öll fáum. Á slíkri
stundu er það eðlilegt að nokkur
sorg og söknuður sæki að. Elsku
Hjördís mín, Didda og Bjarni, hann
Hörður er nú við upphaf nýrrar og
dásamlegrar tilvera; tilvera ljóssins,
sumarsins og hinnar fögru náttúru
sem hann unni svo mjög og fær
nú að njóta eilíflega. Ég bið Guð
að blessa ykkur nú og um alla fram-
tíð.
Og eins og barnið rís frá svefnsins sæng,
eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng.
Er tungan kennir töfra söngs og máls,
þá teygir hann sinn hvíta svanaháls.
Nú fljúga mínir fuglar, góða dís.
Nú fagna englar pðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Pétur M. Hanna.
KORNELÍA
ÓSKARSDÓTTIR
+ Kornelía Ósk-
arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 16.
desember 1943.
Hún andaðist á
heimili sinu í
Reykjavík 20. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðbjörg Sig-
ríður Kornelíus-
dóttir, húsmóðir, f.
12. ágúst 1915, d.
6. október 1957, og
Óskar Axel Sig-
urðsson, bakara-
meistari, f. 15. maí
1911, d. 31. maí
1987. Systir Kornelíu er Jó-
hanna Óskarsdóttir, f. 13. des-
ember 1937. Hinn 29. ágúst
1964 giftist Komelía eftirlif-
andi eiginmanni sínum Magnúsi
Hauki Guðlaugssyni, fram-
kvæmdastjóra skartgripaversl-
unar Guðlaugs A. Magnússon-
ar, og eru dætur þeirra Hanna
Sigríður Magnúsdóttir, mark-
aðsfræðingur, f. 17. júlí 1963,
og María Hrönn Magnúsdóttir,
nemi í hjúkrunarfræðum, f. 11.
júlí 1967. Komelía Óskarsdóttir
verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag.
GÓÐ kona er gengin vel fyrir
aldur fram. Það varð okkur hjónun-
um mikið áfall þegar Magnús vinur
okkar hringdi á afmælisdaginn sinn
hinn 20. desember sl. og tjáði okk-
ur að Komelía eiginkona sín hefði
látist þá um morguninn.
Konný fæddist í Reykjavík og
sleit bamsskónum á Báragötu 11
hjá umhyggjusömum foreldrum og
það var þar sem sorgin knúði dyra
þegar móðir hennar féll frá þegar
Konný var tæpra 14 ára gömul, en
þær mæðgur vora mjög samrýndar
og var Konný lengi að ná sér eftir
móðurmissinn. Óskar faðir hennar
kvæntist á ný Hönnu R. Guðmunds-
dóttur, sem lést í janúar 1977.
Konný hafði oft á orði að hún yrði
ævinlega þakklát fyrir þá væntum-
þykju, sem Hanna bar í hennar
garð og að betri stjúpmóður væri
vart hægt að hugsa sér. Vora sam-
skipti þeirra eftir því.
Meistararéttindi í hárgreiðslu
hafði Konný og starfaði við það
tímabundið ásamt heimilisstörfum,
en þegar dæturnar voru orðnar
tvær helgaði hún sig heimilinu og
uppeldi þeirra og er þær uxu úr
grasi hóf hún starf 'við hlið eigin-
mannsins í skartgripaverslun Guð-
laugs A. Magnússonar og starfaði
þar til dauðadags. Fjölskyldan var
henni eitt og allt og tekið var eftir
því hve samhent og samrýnd þau
hjónin voru og ber gott uppeldi
dætranna þess glögg merki, enda
tók Konný virkan þátt í áhugamál-
um þeirra, studdi þær og hvatti í
námi og leik eða eins og þær sögðu
við okkur: „Hún kenndi
okkur það sem við
kunnum." Vart verður
betra sagt um góða og
fyrirhyggjusama móð-
ur þegar haft er í huga
hversu glæsilegir og
góðir fulltrúar sinnar
kynslóðar þær eru.
Eiginmanni sínum var
Konný mikil stoð og
stytta ef eitthvað bját-
aði á, hvort sem var
af heilsufarsástæðum
eða á öðrum sviðum og
vakti það aðdáun
manns hversu vel hún
stóð við hlið hans í
blíðu sem stríðu og var trygglyndi
hennar viðbrugðið. Fjölmarga kosti
hafði Konný til að bera, hún var
alla tíð trúuð kona og samkvæmt
því sannur vinur vina sinna, alltaf
fús til hjálpar og fljót að fyrirgefa
yfirsjónir ásamt með mörgu öðra,
sem of langt mál yrði að telja upp
hér. Hennar er nú sárt saknað af
stórum vinahópi, og teljum við hjón-
in okkur það til láns að hafa verið
þar á meðal.
Söknuður og missir eiginmanns
og dætra er þó mestur. Ástkær eig-
inkona og móðir er nú kvödd og
biðjum við og vonum að almættið
megi styrkja þau í sinni miklu sorg.
Við kveðjum þig með trega, kæra
vinkona — hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Sigríður Guðjónsdóttir,
Jón Lárusson.
Þær sorgarfréttir bárast mér að-
faranótt 20. desember að Kornelía
Óskarsdóttir væri dáin. Dáin í blóma
lífsins öllum að óvörum.
Ég kynntist Kornelíu í ársbyrjun
1984 í gegnum dóttur hennar Hönnu
Sigríði Magnúsdóttur. Mér var strax
tekið opnum örmum á heimili Korn-
elíu og Magnúsar Guðlaugssonar
eftirlifandi eiginmanns hennar í
Hjallalandi 13, ásamt Maríu Hrönn
yngri dóttur Kornelíu, og ekki má
gleyma hundinum Kolla sem allir
elskuðu.
Komelía hafði skemmtilegt fas,
hún var jákvæð, kímin, forvitin og
stríðin. Kornelía var mjög tilfínn-
ingarík kona og tók öllum vel hvort
sem þeir máttu sín minna eður ei.
Hún einstaklega þjónustulipur og
sem verslunarstjóri í verslun þeirra
hjóna, Guðlaugi A. Magnússyni, stóð
hún sig ávallt með prýði og má segja
að þolinmæði hennar og umburðar-
lyndi sé eitt það besta veganesti sem
fólk þarf að hafa í þessari starfs-
grein.
Kornelía stríddi -mér oft á því
hversu stressaður ég væri og bað
mig að fara mér hægt. Hún vildi
öllum vel, gjafmild og kærleiksrík.
Minning góðrar konu mun lifa í
hjörtum okkar allra sem hana
þekktu. Kveð ég hana með söknuði
og Guð blessi fjölskyldu hennar á
þessum erfíðu tímum.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með fijóvgun hreina
fyret um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
afskorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
(H.P.)
Kveðja,
Bárður Jósef Ágústsson.
Kveðja til ástkærrar móður
' okkar, Kornelíu.
Ég veit, að það besta, sem i mér er,
í arfleifð ég tók frá þér.
Ég veit, að þú gafst mér þá glöðu lund,
sem getur brosað um vorfagra stund,
og strengina mína, sem stundum titra,
er stráin af náttköldum daggperlum glitra,
stemmdi þín móðurmund.
Ég veit það af reynslunni, móðir mín,
hve mjúk hún er höndin þín.
Þín umhyggja er föpr sem himinninn hár,
ég hef ekki skoðað þau grátsöltu tár,
sem þú hefur kysst burt af kinnunum mínum
og klappað í burtu með höndunum þínum
í fjöldamörg umliðin ár.
(Jóhann Siguijónsson)
Þínar dætur,
Hanna Sigríður og
María Hrönn.
Þegar við fregnuðum skyndilegt
og ótímabært fráfall vinkonu okkar
og skólasystur, Kornelíu Óskars-
dóttur, vorum við enn á ný minntar
á að enginn veit sína ævi fyrr en
öll er.
Kynni okkar Konnýjar, eins og
hún var jafnan kölluð, hófust í
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og
Gagnfræðaskóla verknáms og hefur
sá kunningsskapur haldist síðan
óslitinn. Við voram allar við nám í
saumadeild skólans og stofnuðum
því fljótlega saumaklúbb þar sem
pijónað var og saumað af kappi
milli þess sem drukkið var kók og
borðað prins póló. Með áranum urðu
veitingarnar fjölbreyttari og handa-
vinnan fábreyttari, en því meira var
talað og hlegið.
Við eigum einnig góðar minning-
ar um Konný og fjölskyldu hennar
frá þeim tímum sem saumaklúbbur-
inn gerði víðreist og reisti tjöld um
landsins sveitir. í þeim ferðum efld-
ust vináttubönd fjölskyldna okkar
enn frekar.
Þessar samverustundir í sauma-
klúbbnum hafa alltaf átt sinn fasta
sess í lífi okkar, en nú við fráfall
okkar kæru vinkonu hefur myndast
vandfyllt skarð í hópinn. Við eigum
þó minningar um góðar stundir
saman og þær minningar munum
við ávallt geyma.
Með þeirri vissu að nú sé hún í
góðum höndum, reynum við að
sætta okkur við fráfall hennar langt
um aldur fram. Við kveðjum hana
í dag með söknuði í huga og þökk-
um henni góða samfylgd sem og
allar þær ánægjustundir sem við
höfum átt saman á liðnum áram.
Elsku Maggi, Hanna Sigga, Mar-
ía Hrönn og aðrir ástvinir, við send-
um ykkur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og biðjum þess að æðri
máttarvöld veiti ykkur styrk.
Við kveðjum þig nú hinsta sinni,
elsku Konný, og biðjum Guð að
geyma þig.
Þótt við sjáumst oftar eigi
undir sól er skín oss hér,
á þeim mikla dýrðardegi
Drottins aftur finnumst vér.
(V. Briem)
Saumaklúbburinn.
Vinkona mín er látin. Hún var i
mér afar kær og langar mig að
kveðja hana með hlýju frá mér og
mínum.
Ég var döpur að frétta andlát
hennar. Hún var sérstök kona og
sérlega falleg.
Móðir mín heitin sagði alltaf að
hún liTi út sem gyðja og er það
sannarlega réttnefni.
Maggi minn og dætur. Þið eigið
um sárt að binda. Gæfan fylgi ykk-
ur. Ég er með hugann hjá ykkur.
S amúðarkveðj ur,
Sigurlaug (Silla).
Það var sveiflufall hjá okkur
djassvinum Komelíu Óskarsdóttur
er við fréttum lát hennar. Tæpri
viku áður höfðum við hitt hana glaða
og reifa ásamt Magnúsi manni sín-
um á útgáfutónleikum minningar-
diska meistarapíanistans Guðmund-
ar Ingólfssönar, en Guðmundur var
í miklu uppáhaldi hjá Komelíu.
Bæði létust þau í blóma lífsins, hann
varð 52 ára, hún 51 árs.
Það þarf tvo til að djassinn þríf-
ist - spilara og hlustanda - og
má hvorugur án hins vera. Kornelía
og Magnús voru í hópi þeirra er
settu svip á djasstónleika og djass-
hátíðir og það var á einni slíkri sem
ég kynntist þeim fyrst; Djasshátíð
Egilsstaða. Þar voru þau einn af
föstu punktunum og var sárt sakn-
að er þau komust ekki í sumar. Þau
létu sig þó ekki vanta á RúRek
djasshátíðina í haust og vænt þótti
mér um komu þeirra á djasstónleika
á Kringlukránni í • tilefni af fímm-
tugsafmæli mínu.
Ég á eftir að sakna Kornelíu, það
verður ekki fagnað á fleiri djasshá-
tíðum með henni, ekki skálað oftar
fyrir frábæram djassmeisturam, en
Magnús mun vonandi halda merk-
inu á loft - honum, dætrunum og
öðram aðstandendum flyt ég inni-
legustu samúðarkveðjur íslenskra
djassunnenda. t -
Vernharður Linnet.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
MARÍA ELÍSABET
OLGEIRSDÓTTIR
ín, María Angela (lát-
in), Gunnar Már, Fjóla
Hansen og Guðmund-
ur. Útför Maríu fer
fram frá Fossvogs-
kirkju í dag.
í DAG kveð ég elsku-
lega tengdamóður
mína. Fyrir 22 áram
þegar ég kom fyrst í
litla húsið á Álfhólsveg-
inum, var tekið vel og
innilega á móti mér.
Þessi litla hlýja kona
fékk strax sinn stað í
hjarta mínu. Sjö barna
1. apríl 1912. Börn þeirra hjóna móðir sem gekk götu lífsins með
eru: Olgeir Svavar, Lilja, Krist-- æðruleysi og kærleika. Aldrei
+ María Elísabet
Olgeirsdóttir
fæddist í Stykkis-
hólmi 12. júní 1912.
Hún lést á Land-
spítalanum 26. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Una Guð-
mundsdóttir og 01-
geir Kristjánsson
skósmiður. Hinn
20. janúar 1935
giftist María eftir-
lifandi eiginmanni
sínum, Gísla Guð-
mundssyni tré-
smíðameistara, f.
heyrðist hún kvarta þessi kona sem
var búin að missa eina dóttur af
slysförum aðeins þriggja ára eða
vegna veikinda manns síns. Aðeins
var látin í ljós von um betri tíð.
Bláu augun hennar endurspegl-
uðu sakleysi kærleikans og gleði,
faðmur hennar var ávallt opinn.
Gaman var að ferðast með henni
og hafði hún gaman af að syngja
og dillaði hún sér þá með.
Gleði hennar yfir einföldustu
hlutum var mér minnisstæð og bar
vott um þroskaða sál. Að fara í
bíltúr, kaupa sér ís, heimsækja
tengdafólk og vini á Selfossi var
henni upplyfting og gleði. Veraldleg
gæði og hégómi voru ekki til fyrir
henni.
Mér eru minnisstæðar stundir
þegar við fórum í kirkjugarðinn á
aðfangadag að kveikja á kertinu
hjá Maríu litlu og á vorin þegar
sumarblómin voru sett niður, þá
rifjaði hún upp gamla tíma. í sum-
ar fórum við á æskustöðvar hennar
í Stykkishólmi og var henni það
mjög kært, þá var hún ekkert þreytt
eða lúin, vildi skoða alla staðina,
gamla húsið sem hún var fædd og
uppalin í, fjöruna þar sem hún lék
sér og Súgandisey.
Elsku tengdapabbi, guð gefí þér
styrk í sorg þinni. Elsku Olli, Lilja,
Kiddi, Gunnar, Fjóla og Guðmundur
minn, ég votta ykkur mina dýpstu
samúð.
Hún er mín stjarna sem skín nið-
ur til mín og lýsir mér þegar mér
verður hugsað til hennar. Ég þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast
henni.
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þoma sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðin er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson.)
Sigríður Guðjónsdóttir.