Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 39

Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994 39 FRÉTTIR STJÓRN MND-félags íslands kom saman á nýrri skrifstofu félagsins í gær. Á innfelldu myndinni eru Rafn Jónsson, formaður og starfsmaður félagsins, íris Gústafsdóttir, Rósa S. Gunnarsdóttir og Freysteinn Jóhannsson. Fimmti stjórnarmaður er Jóna Alla Axelsdóttir. MND-félagið fær skrifstofu MND-félag íslands hefur opnað skrifstofu að Höfðatúni 12b í Reykjavík. Verður skrifstofu- haldinu komið í fastar skorður strax á nýju ári, en skrifstofan er hugsuð bæði sem upplýs- ingamiðstöð og fundaraðstaða. Kiwanisklúbburinn Katla hefur fært MND-félagi íslands pen- ingagjöf í tilefni af nýja hús- næðinu. MND-félag Islands var stofnað fyrir tæpum tveimur árum. Fé- lagið er opið MND-sjúklingum, aðstandendum þeirra og öllum öðrum, sem vi\ja leggja því lið. Innan félagsins eru að fara af stað tveir stuðningshópar, annar fyrir sjúklinga og hinn fyrir að- standendur. Félagið hefur tekið upp samstarf við systurfélög er- lendis, sent fulltrúa á fundi þeirra og alþjóðaþing, stutt rann- sóknir á MND-sjúkdóminum hér á landi og erlendis og m.a. styrkt hjúkrunar- og rannsóknastöð fyrir MND í Bretlandi. Getraunaleikur Búnaðarbankans Ábending frá lögreglunni Yarúð í meðferð áfengis LÖGREGLAN hvetur fólk til þess að gæta hófs í áfengisneyslu um áramótin. Það er von lögreglunnar að foreldrar gleymi ekki börnum sínum á þeirri fagnaðarstundu. Áfengisneysla fullorðinna, ætluð til að auka gleðina, getur leitt til þess að börnin gleymast og þá er hætta á að eitthvað geti farið úr- skeiðis sem ekki verður aftur tek- ið. Foreldrar eru því hvattir til þess að fagna nýju ári með sóma- samlegum hætti og að þeir sjái til þess að börn þeirra á öllum aldri megi eiga ánægjuleg áramót. Hverjum og einum á að vera ljóst að meðferð áfengis og notkun flugelda og blysa fara alls ekki saman. Lögreglan óskar öllum gleði, farsældar og friðar á nýju ári. ÞANN 10. desember sl. var dregið í getraunaleik Búnaðarbankans, sem staðið hefur yfir í Kringlunni og ýmsum framhaldsskólum. Alls tóku þátt í leiknum um 7.000 manns og voru dregnir út 136 vinningshaf- ar. Aðalvinningurinn, Hyundai 433DL-tölva, kom i hlut Jennýjar Guðmundsdóttur, Reykhólum í Barðastrandarhreppi, en hún er 19 ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Öllum vinningshöfum hefur verið sent bréf með upplýs- ingum um vinninga þeirra. Myndin er tekin þegar Dóra Ingvarsdóttir, útibússtjóri Búnaðarbankans í Mjódd afhenti Jennýju Guðmunds- dóttur vinninginn. Fyrirlestur um breyt- ingaskeið kvenna Á VEGUM Sálfræðistöðvarinnar verða haldnir fyrirlestrar um breyt- ingaskeið kvenna fimmtudaginn 5. janúar 1995 kl. 20 á Hótel Loftleið- um. Fyrirlestrarnir eru einkum ætlað- ir konum á aldrinum 40 til 55 ára. Varpað verður ljósi á hvernig þetta lífsskeið markar tímamót í ævi flestra kvenna: Reynt verður að svara spurning- um eins og: Hvaða áhrif getur það haft á einkalíf og starf að vera á miðjum aldri? Er þörf á endurmati og breytingum til að njóta sín bet- ur? Hvað gerist h'kamlega á þessum tíma? Hvaða svör getur kvensjúk- dómalæknirinn geflð konum? Af þessu tilefni kemur hingað til lands Anna Inger Eydal, sérfræð- ingur í kvensjúkdómalækningum. Hún hefur um langt árabil veitt konum á breytingaaldri fræðslu og meðferð. Anna starfar nú á einka- stofnun í Lundi, Svíþjóð. Sálfræð- ingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal munu taka til umfjöllunar ýmsa þætti sem hafa áhrif á andlega líðan og heilsu kvenna á þessu lífsskeiði. Nánari upplýsingar eru veittar í Sálfræðistöðinni kl. 11-12 virka daga. Verð 1.200 kr., kaffi innifalið. Flugeldasala KFUM og KFUK HIN árlega flugejdasala KFUM og KFUK er hafin. í ár er opið í húsi félaganna við Suðurhóla 35, föstu- dag kl. 16-22 og á gamlársdag kl. 10-14. Allur ágóði rennur til ný- byggingar við Holtaveg. Lausnir j ólaskákþrauta SKÁK JÓLASKÁKÞRAUTIRNAR skiptust í tvo flokka að þessu sinni. Fyrstu þrjár voru enda- töfl en hinar þrjár voru fengn- ar úr heimsmeistarakeppni skákþrautaleysenda frá því í sumar og í þeim átti hvítur að máta í öðrum leik. Lausn- irnar eru þannig: 1. He4!! - dxe4+, 2. Kg2 - e3+, 3. Kgl - Bf7 (3. - h5, 4. f7-l--Kh7, 5. f8=D er engu betra) 4. exf7 — Dxc5, 5. f8=D+! - Dxf8, 6. f7+ - Dg7+, 7. Kh2! - Dxal, 8. f8=D mát! Þeir sem lásu vísbendinguna hafa líklega verið fljótir að leysa þetta. Það er ekki oft sem sterk- asta manninum er fórnað og andstæðingnum leyft að skáka í tveimur upphafsleikjunum. ■ b e d • f o h 1. G.M. Kasparjan 1936 Hvítur leikur og vinnur Fallegasta afbrigðinu lýkur með máti: 1. a4! (Ekki 1. Bxb5? - a2, 1. Ra5+? — Ka4 eða 1. Rc5+? — Kc4) 1. - Rc3+, 2. Kcl! - Rxa4 (2. — Ka2 er svarað með, 3. Kc2! og, 2. — Ka3 með, 3. Rd6! - Ra2+, 4. Kd2 - b3, 5. Rc4+ - Kb4, 6. Rb2 - Ka5, 7. Kd3 — Kb4, 8. Kd4 og vinn- ur) 3. Ra5-i--Ka3, 4. Rc4+ — Kb3, 5. Rd2+ - Ka3, 6. Rbí+ — Kb3, 7. Be6 mát. Slíkur riddarahringdans í endatafli hafði sést áður í enda- tafli sem Capablanca vann af Yates í New York 1924. 4. Jaques Savournin 1994 Hvítur mátar í öðrum leik 1. Rc4! (Hótar, 2. Re3 mát) 1. — Kxc4, 2. Dxb5 mát, 1. — Dh3, 2. Bf7 mát, 1. — Hxc4, 2. Dd6 mát. Villulausnir voru 1. Rf3? sem svartur verst með 1. — Dg7! og hið lúmska 1. Rc6? sem svarað er með 1. — Hd7!! Eg undirritaður féll einmitt í síð- astnefndu gryfjuna þegar ég var að reyna að leysa dæmin þrjú á 20 mínútum. a b c d • i o h 2. G.M. Kaspaijan 1937 Hvítur leikur og heldur jafn- tefli 1. Kd7! - h5, 2. Kc7! - h4, 3. Kb6 - h3, 4. Ka5 a) 4. - h2, 5. b6! - hl=D, 6. b5! - Dbl, 7. a4 og hvítur leikur óveij- andi næst, 8. b4 og verður þá sjálfur patt. b) 4. — b6+, 5. Ka4 — h2, 6. a3 — hl=D, 7. b3 og svartur getur ekki komið í veg fyrir patt. 6. Jan Strydom 1994 Hvítur mátar í öðrum leik. 1. Kg5! (Hótar, 2. Rf6 mát) — Dxe7+, 2. Bf6 mát, 1. — 2. Dc2 mát, 1. - Dd2+, 2. I mát, 1. — lixg2, 2. Dd2 n Margeir Pétursso 5. Tony Lewis 1994 Hvítur mátar í öðrum leik Það ætti strax að vekja at- hygli leysandans að svartur get- ur engu leikið án þess að verða mát. En það er ekki auðvelt ac finna rétta biðleikinn sem er: 1 Hh5! Svartur er nú í leikþröng Ef hann leikur nú drottningunn kemur De5 mát eða Dxg4 mát riddaraleik er svarað með, 2 Dg5 mát og 1. — Bxh5, 2. Dgí er mát. • bcdef o h 3. V. Evreinov 1959 Hvítur leikur og vinnur Lausnarleikurinn er sérlega til- komumikill:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.