Morgunblaðið - 30.12.1994, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 691100 • Simbréf 691329
Nuddmenntun
og þróun hennar
Frá Rafni Geirdal:
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
átt sér stað geysimikil þróun á
nuddmenntun. Segja má að með
afskiptum menntamálaráðuneytis-
ins á síðasta ári hafí verið brotið
blað í sögu nuddmenntunar á þann
veg að tekið var upp samkomulag
milli ráðuneytisins, Ármúlaskóla
og Félags íslenskra nuddara um
að bjóða fram námsbraut fyrir
nuddara, sem tæki um tvö ár í
dagnámi og í framhaldi af því
færu nemendur í Nuddskóla ís-
lands, tækju þar eitt ár í nudd-
kennslu og í framhaldi af því tækju
þeir um eitt starfsár á samning
hjá meistara.
Embættismenn menntamála-
ráðuneytisins hafa sagt mér að
slíkt samkomulag sé nýmæli og
hafí aldrei verið gert fyrr í sögu
ráðuneytisins. Því hefur mér þótt
fróðlegt að fylgjast með framvindu
mála. Svo virðist sem geysimiklar
fyrirspurnir hafi verið um náms-
brautina og fjölmargir hafa skráð
sig og stundað nám á brautinni
og einnig látið meta stöðu sína í
bóklegum fögum. Jafnframt hafa
fjölmargir skráð sig í Nuddskóla
Islands og stundað þar nám. Eins
og margir hafa eflaust tekið eftir
í fréttum Morgunblaðsins braut-
skráðust fyrstu 3 nemendurnir frá
Ármúlaskóla sem nuddarar rétt
fyrir jólin.
Sjálfsagður grunnur
Einnig hef ég tekið eftir að þær
mótbárur um að hér sé um of mik-
ið bóklegt nám að ræða hefur lægt
að miklu leyti. Þær raddir að þetta
sé sjálfsagður grunnur að nuddn-
ámi hefur mér heyrst vera mun
almennari. í ljósi þessa lagaði Fé-
lag íslenskra nuddfræðinga og í
framhaldi af því Nuddskóli Rafns
sig að þessum nýju menntunarskil-
yrðum og tóku þau að fullu gildi
1. júlí síðastliðinn. Munurinn er
þó sá að þeir sem hefja nám þurfa
ekki nauðsynlega að vera búnir að
taka námsbraut fyrir nuddara áður
en þeir hefja nám, heldur mega
allt eins taka það meðfram eða
eftir verklega þáttinn en þurfa að
ljúka bóklegum fögum að fullu til
að geta útskrifast sem nuddfræð-
ingar. Einnig er gefinn kostur á
að samskonar áfanga megi taka í
hvaða framhaldsskóla sem er á
landinu. í þriðja lagi eru áfangam-
ir metnir inn í Nuddskóla Rafns,
en þurfa ekki að vera metnir af
Ármúlaskóla, eða öðrum skólum,
nema nemandinn vilji það frekar.
Framlag skólanna til
þjóðfélagsins mikið
Heildarframlegð nuddskólanna
beggja til þjóðfélagsíns er allmikið
þegar horft er til fjölda nemenda
sem hafa innritast. Alls innritaðist
21 nemandi í Nuddskóla íslands
síðastliðinn vetur en 32 í Nudd-
skóla Rafns. Alls innrituðust 22
nemendur síðastliðið haust í Nudd-
skóla íslands, en horfur eru á að
um 22 nemendur innritist á þessu
námsári hjá Nuddskóla Rafns.
Þannig hafa um 43 innritast í heild
í Nuddskóla íslands á' þessum
tveimur vetrum en um 54 í Nudd-
skóla Rafns. Þetta gera um 97
nemendur.
Auk þess eru um 20-40 nemend-
ur á Námsbraut fyrir nuddara sem
hyggja á nuddnám að loknum bók-
legum fögum. Að auki hefur
heilsunuddstofa Þórgunnu boðið
upp á nuddnám sem felst í því að
allmargir danskir nuddkennarar
koma hingað til lands með reglu-
legu millibili og kenna ákveðnum
nemendahópi, sennilega um 5-20
nemendum. Einnig fara jafnan ein-
staklingar í nuddskóla erlendis og
það kæmi mér ekki á óvart að um
5-10 væru í slíku námi í dag.
Að auki hefur verið töluvert af
svæðanuddnámskeiðum sem lýkur
með útskrift eftir um 104 kennslu-
stundir í svæðanuddi og um 100
stundum til viðbótar í verklegri
þjálfun. Svæðameðferðarfélag Is-
Iands hefur í samvinnu við Félag
íslenskra nuddara ákveðið að bók-
leg inntökuskilyrði séu sambæri-
leg; þannig að að mörgu leyti má
telja svæðanuddnám með nuddn-
ámi. Mér er ekki ljóst hve margir
hafa stundað slíkt nám undanfarin
2 ár, en það kæmi mér ekki á
óvart að um 20-100 manns hafi
lokið slíku námi á þeim tíma.
Markaðurinn að mettast
Nú eru æ fleiri raddir farnar að
heyrast um að markaðurinn fyrir
nudd sé að mettast og ekki sé
þörf á fleiri útskrifuðum nuddur-
um. Svar mitt er það að verulegur
hluti af þeim sem bjóða fram þjón-
ustu sé aðeins búinn með fáein
námskeið, en ekki útskrifaðir úr
fullgildum skólum. Þó svo að ég
sé mjög fylgjandi almennu nám-
skeiðahaldi, til að auka menntun
á þessu sviði og veita þátttakend-
um innsýn í nudd, er nauðsynlegt
að þeir sem hyggja á starf í iðn-
greininni fari í viðurkennda skóla
á þessu sviði. Ef þessir aðilar eru
teknir frá og aðeins rætt um full-
gilda nuddara eða nuddfræðinga
sem hafa útskrifast af stofum eða
nuddskólum hérlendis eða erlendis
myndi ég telja að enn vanti veru-
lega mikið upp á að markaðurinn
mettist að fullu.
Von mín er sú að núddmenntun
hér á landi haldi áfram að þróast
þar til að hún nær sinni fullbúnu
mynd og nuddnám verði sett til
jafns við aðrar iðngreinar í þjóðfé-
laginu. Með því sé ég fram á bjarta
tíma fyrir viðkomandi aðila, þar
sem nuddarar/nuddfræðingar geta
boðið neytendum upp á þjónustu
þeim til heilsuauka. Megi svo vera.
Virðingarfyllst,
RAFN GEIRDAL,
skólastjóri,
Smiðshöfða 10, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
\
(
l
(
<
i
(
i
\
i
i
i
(
i
■1
(
i
1
(
(
1
(
(
(
i
4